Morgunblaðið - 23.09.1959, Side 6

Morgunblaðið - 23.09.1959, Side 6
6 MORVUIVBIAÐIÐ Miðvik'udagur 23. sept. 1959 Síðastliðinn laugardag komu Krúsjeff og frú til kvikmyndaborgarinnar Hollywood. Hittu þau þar ýmsa fraega leikara að máli, skoðuðu kvikmyndaverin og fengu að fylgjast með upptöku nokkurra atriða í nýrri kvikmynd hjá „Fox“. — Myndin að ofan er einmitt tekin þar. Krúsjeff og frú horfa brosandi á Shirley McLaine, sem er að sýna þeim Can-Can-dansspor. Til hægri sést Frank Sinatra. E vrópumeistaramótið Gamalmennahæli j í hverri sýslu ! ÚRSLIT 14. umferð í opna flokknum í Evrópumeistaramót- inu urðu þessi: Spánn vann Þýzkaland 89—50 Frakkland vann írland 49—33 Noregur vann Svíþjóð 40—32 Austurríki vann Finnland 47—39 Sviss vann Libanon 56—39 Holland vann Danmörk 69—32 ítalía vann Egyptaland 60—54 England vann Belgíu 64—32 15. Þýzkaland 1 — 16. Líbanon 0 — Úrslit hafa ekki borizt úr ein- stökum leikjum í kvennaflökkn- um, en að 4 umferðum loknum er staðan þessi: 1. England 7 st. 2. Belgía 6 — 3.—5. Danmörk, Frakk- land og Svíþjóð 5 — 6.—7. Noregur og Sviss 4 —- 8.—9. írland og ítalía 2 — England, Danmörk, Svíþjóð og írland hafa fengið 2 stig fyrir að sitja yfir. Mikil fundarhöld standa einn- ig yfir I Palermo, er verið að ákveða reglurnar fyrir Olyppíu- mótið, sem haldið verður í april 1960. Auk fulltrúa frá European Bridge League og World Bridge Federation eru mættir fulltrúar frá Bandaríkjunum, þeir Charles Goren og Charles Solomon. — Reiknað er með að 32 lönd sendi lið til keppni í opna flokknum og mun því verða að skipta lönd- unum í 4 riðla. Sigurvegararnir í riðlunum munu síðan keppa til úrslita. Ekki er reiknað með fleiri en 10 liðum til keppni í kvennaflokknum og mun bví ekki verða nauðsynlegt að skipa í riðla. Fár er sá er gamall verður að Elli komi honum ekki á kné ÉG hefi heyrt menn, bæði leika og lærða segja, að ellin sé ró- legasti tími æfinnar þegar heilsa er fyrir hendi. En ég held að það sé ekki nema lítill hluti gamalmenna sem getur aðhyllzt þá kenningu. Til þess að svo sé, verður viðkom- andi einstaklingur að hafa sér- staka lyndiseinkun. En nú er það, svo, að við erum öll ólík, varla að tveir einstaklingar hafi sömu skoðun á hlutunum. Það finnst þvi einum sæmilega gott, sem öðrum finnst ómögulegt að lifa við. Vitanlegt er, að þegar gamalt fólk, hefur látið frá sér eignir og umsýslu fjármuna, þá minka áhyggjur og umsvif, og það þykir öllum fjöldanum gott í sjálfu sér. Þó mun það vera svo að allflestir hafa þó einhverj- ar áhyggjur af framhaldslífi sínu eða annarra. Og þær áhyggjur, þó léttvægar kunni að sýnast, geta verið erfið- ar gamalmennum sem þegar eru búin að missa þrek, líkamlega og andlega, það gerir í huga sér úlfalda úr mýflugu, og finnst all- ar leiðir lífs síns lokaðar. Gamalmenni sem hætt er að geta starfað, verður lífið leitt, því frá starfinu — hinu skapandi starfi, er flest gleði lífsins sprott- inn. En þegar ekkert er lengur hægt að starfa, er lind gleðinnar þrotin og útkoman verður sú, að þá finnst hver stundin leið og löng. Auðvitað bætir það mikið um, ef sambúð og umgengni við þá sem gamalmennið þarf að sækja til þarfir sínar, er hlý og ástúðleg. En eins og ég gat um í upphafi, eru slík sjónarmið jafnmörg og mannfólkið. Áður en lengra er haldið í þess um hugleiðingum, skal þess getið að ég miða þær aðallega við sveitafólk. Sjálfur hef ég alla ævi verið í sveit, og þekki því nauðalítið til kaupstaðalífsins. Á þessu sviði, með gamalmenn- in, eins og raunar öllum sviðum þjóðfélagsins, hafa orðið hinar stórkostlegustu breytingar sl. 50 ár. Áður var það svo sem sjálf- sagt, að börn skytu skjólshúsi yfir foreldra sína, þegar starfs- orkan var á förum eða þrotin, og þó að húsakynni væru oft lítii og léleg og lífsviðurværi stundum af skornum skammti, var það af hvorugum átalið, ef ástúð og hjartahlýja var til staðar. Þá var líka svo ótal margt, sem gamalmennin gátu gert sér til dundurs og dægradvalar, og þá oft jafnframt heimilinu til ein- hvers gagns. Konur störfuðu að ullarvinnu (tóskap) táðu, kembdu, spunnu, prjónuðu o.þ.h. En karlarnir tættu hrosshár 'og únnu úr því alls konar bösl sem heimilið þurfti á að halda, s'.s. reipi, gjarðir, hnappheldur, o. fl. og fl. Nú ér ekki þörf fyrir þessi störf, og þau niður fallin. Ullar- vinna öll framkvæmd í vélum. Öll bösl úr hrosshári fallin úr notkun og eru að gleymast. Hugur og hönd gamla fólksins, hefur ekkert við þetta að gera og því ekkert að starfa og þá fer því að leiðast. Þá mun því verða svarað til, að gamla fólkið geti setið og legið og látið sér líða vel, við að hlusta á útvarp og lesa bækur og blöð. Jú, það er alveg rétt, margt af því getur látið tímann líða þannig, en þá er þó frá því tekin starfsgleðin, og það verður ofboð tómlegt í sálarfylgsnum margrar gömlu manneskjunnar þegar hún er horfin og í þessu sambandi má minnast á það, að sumt gamalt fólk missir svo heyrn að það hefur ekki not af útvarpslestri. Ég get sagt það fyrir sjálfan mig, ég heýri sem næst ekkert í út- varpi, nema það sé þá sérscak- lega skýrt og hægt Ujið, s.s. veð- urfregnir o.þ.h. Og ,ég þekki fleiri gamalmenni sem eins er ástatt um. Aðrir eru sjóndaprir svo þeir geta ekki lesið nema litla stund í einu þó að þeir hafi gieraugu. Svo' í þriðja lagi eru þeir, sem alls ekki geta unað við lestur eða út- varp, að minnsta kosti ekki í góðu veðri á sumardag. Úrslit í 5. umferð urðu: írland vann Spán 75—45 Noregur vann Þýzkaland 67—41 Frakklánd vann Egyptal. 56—30 Svíþjóð vahn Belgíu 72-<-43 Ítalía vann Finnland 53—18 England vann Líbanon 79—33 Austurríki vann Danmörk 46—35 Sviss vann Holland / 75—16 * V ♦ * Staðan í opna flokknum að 5 umferðum loknum er þessi: 1.— 3. England, Frakkland og ítalía 10 st. 4.— 5. Holland og Sviss 8 — 6. Svíþjóð 7 — 7. Austurríki 6 — 8.— 9. Finnland og Noregur 4 — 10.—11. Spánn og írland 3 — 12.—14. Belgía Danmörk og Egyptaland 2 — Rækjuveíði góð BÍLDUDAL, 19. sept. Togarinn Pétur Thorsteinsson kom inn til Bíldudals í gær vegna veðurs. Aflinn hjá honum var um 50 tonn eftir 6 daga útivist. Unnið er við löndun í dag. Hér var hvasst og rigning öðruhverju. Rækjuveiði hefur verið góður undanfarið. — Hannes. skrifar ur daglegq lifinu ] Sýnið sjúkum nærgætni SJÚKLINGUR hefur beðið Vel- vakanda fyrir eftirfarandi bréf til birtingar: „Ökumenn! Sýnið sjúkum nær- gætni. Hættið nú þegar öllum akstri um Kárastíg, sem liggur alveg að sjúkrahúsi Hvítabands- ins, frá kl. 10 að kvöldi til kl. sjö að morgni. Slíkur akstur veldur sjúklingunum óþolandi hávaffa og heldur fyrir þeim vöku hálfar og heilar næturnar. Tafarlaust er hægt að bæta þetta með því að sýna hugulsemi og aka inn Njálsgötu en ekki göí- urnar, sem liggja að sjúkra- húsinu. Þetta er vinsamleg beiðni til allra ökumanna, sem þarna eiga leið um, sömuleiðis til drengj - anna, sem þeysast á sínum há- vaðasömu skellinöðrum, óþarf- lega nálægt þar sem þeir liggja sjúkir, er þurfa skilyrðislaust áð hafa svefnfrið. Vinsamlegast takið þetta til greína. Sjúklingur.“ Dýrar barnabuxur KONA heimsótti Velvakanda a dögunum. Var hún í inn- kaupaferð í Austurstræti og hafði sögu að segja. í tveimur búðum hafði konan spurt eftir barna- nærbuxum. í verzlun J. Jacobsen fengust erlendar buxur, sem kostuðu 9 krónur stykkið, en þær voru of stórar og hafði frúin því lagt leið sína í vefnaðarvöru- verzlun SÍS. Þar fengust inn- lendar barnabuxur í hæfilegri stærð, en þær kostuðu 18 kr. stykkið. Þótti konunni þetta í- skyggilega mikill verðmunur þar sem ekki varð séður neinn munur á efni eða gæðum. Standa um gangbraut þvera UMFERÐAMÁLIN hafa nokkuð verið rædd hér í dálkunum undanfarið og hefur verið komið á framfæri ýmsu er til bóta horf- ir í þeim efnum. Einn er sá ósið- ur, sem bílstjórum hættir til að gera. Þeðar þeir eru að keppast um að komast framhjá rauðu ljósi, en verða of seinir, eru þeir stundum komnir fram fyrir ljós- in er þeir sjá að þeir hafa ekki mátt fara fram hjá þeim. Þá stanza hinir ágætu bílstjórar bií- reiðar sínar snögglega á gang- brautinni, en fólkið, sem þarf að komast yfir götuna, verður að krækja á ýmsa vegu fyrir bif- reiðina. Verður oft að þessu hinn mesti farartálmi. Fótgangandi réttlausir ÞESSI siður bílstjóranna, að stanza á miðri gangbrautinni svo vegfarendur verði að leggja á sig krök og óþægindi, er einn vottur þess, hve bílstjórar þykj- ast alltaf eiga réttinn á götum höfuðborgarinnar. Þar sem ekki eru götuljós mega gangandi menn hraða sér yfir götu og eiga oft fótum sínum fjör að launa ef bifreið er á næstu grösum. Réttur hins gangandi manns er mjög iít- ið virtur hér í Reykjavík. Víða erlendis er þessu á annan veg farið. Þar er það talið sjálf- sagt og tillit sé tekið til þeirra, sem ekki hafa ráð á að eignast ökutæki og tilvera þeirra á göt- um borganna einnig virt. Sums staðar gengur þetta einnig út í öfgar á hinn veginn, þannig að bifreiðar komast hvergi fyrir gangandi fólki, sem gefur þeim hiklaust stöðvunarmerki og skálmar síðan yfir götuna. Hér eins og víðar mun meðalhófið reynast farsælast og hverjir taki tillit til annarra bílstjóra og fót- gangendur. Svo þegar að því kemur að gamalmennin þurfa beina umönn- un. Þá er oft vá fyrir dyrum. Hús- móðirin hefur ka.inske mörg börn um að hugsa, svo að henni er nær ómögulegt að bæta á sig umhirðu gamalmenna, eða sinna öllu þeirra kvabbi. Útkoman frá mínum sjónarhól er því sú að afar nauðsynlegt sé að gamalmennahæli sé til í hverju sýslufélagi, til að taka á móti gamla fólkinu þegar starfs- orkan er þrotin, og hælið þarf að vera í sveit. Þar líður gamla sveitafólkinu bezt, gæti ef til vill sumt dutlað stund og stund við smástörf t.d. garðrækt o.fl. þegar bezt og blíðast væri veður. Svo er ég viss um, að því leiddist síður, þegar það kynntist á þess- um heimilum. Konurnar mundu skemmta sér áreiðanlega með 1 því að koma hver til annarrar og tala saman. Karlarnir mundu líka koma hvor til annars og spjalla saman um liðna tíð, og segja hvor öðrum frá ferðum sín- um á sjó og landi. Þess á milli gæti svo fólkið lesið eða hlustað á útvarp, eftir því sem hverjum sýndist, og hefði áhuga á eða getu til. Ef til vill, vildi einhver sem þessar línur les, hreyfa þessu máli opinberlega og væri þá til- gangi mínum náð. Sigurjón Jónasson frá Skefilsstöðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.