Morgunblaðið - 29.09.1959, Side 6

Morgunblaðið - 29.09.1959, Side 6
6 MOBCT'VBF 4Ð1Ð 1%-iðjudaerur 29. sept. 1959 \ Maðurinn sem kom til að kenna ★ ★ ★ ★ ★ Eftirfarandi grein skrifaði bandaríski biaðamaðurinn James Reston fyrir nokkru í New York Times um Bandaríkjaför Krúsjeffs. ★ ★ ★ ★ ★ NIKITA Krúsjeff hefur algerlega misskilið skapferli og sálræn við- brigði Vesturlanda. Hann hefur sett á svið leiksýningu, en hann hefur ekki komið til að læra, heldur til að kenna, hann hefur ekki komið með friðarsveig, heldur með spútnik. Vesturlandamenn vilja ræða rólega 'við hann. Krúsjeff vill hrópa frá húsaþökum. Vesturlönd vilja takmarka og hafa eftirlit með vígbúnaðinum. Krúsjeff vill þurrka vígbúnaðinn út með frið- arboðum af sömu tegund og helzt sjást á jólakortum. Það sem stendur í valdi hans að gera, — eftirlit, sáttaumleitanir, Laos, Kína, Tíbet — það vill hann ekki einu sinni ræða um. Hitt sem enginn getur framkvæmt, það vill hann framkvæma á stundinni. Þetta er eins og furðulegur sjónleikur. Hann vill samstarf við okkur á tunglinu en ekki á jörð- inni. Hann er á móti beitingu hervalds, en vill ekki ræða um Laos. Hann er fylgjandi sjálfs- ákvörðunarrétti þjóðanna, en ekki fylgjandi frjálsum kosning- um. Hann ber ekki minnsta traust til okkar, en krefst þess að við treystum honum fullkomlega. Hann vill tala um okkar syndir • en ekki minnast á sínar syndir, og þegar hann hefur það ekki fram, þá leggur hann, sjálfur hinn stærsti syndari, til, að við þurrk um syndina út. Rottan í hálsínum Allt þetta gerir hann með yfir- bragði móðgaðs sakleysingja. Þó hann ætti að detta niður dauður, segir hann, er honum það ó- skiljanlegt hvers vegna við erum svo tortryggnir. Hér er hann sjálfur kominn til Ameríku „með opið hjarta" eins og hann end- urtekur í sifellu, fús að fyrir- gefa, — kannske ekki alveg að gleyma — gömlum misgerðum okkar og hvað hlýtur hann fyrir alla sáttfýsina? — Dónalegar spurningar um /relsi, ritskoðun Lögreglan vill tala við konuna sem fann baukinn NÁLÆGT 20. júlí síðastliðinn hringdi á lögregluvarðstofuna kona og skýrði frá þvi, að hún hefði fundið silfurbúinn tóbaks- bauk. Stöðvarmaðurinn benti konunni á, að skila bauknum á lögreglustöðina. Konan virtist eiga mjög annríkt og sleit sam- talinu fyrirvaralaust og lagði heyrnartólið á, og gafst lögreglu- manninum ekki tækifæri til að fá nánari upplýsingar um fund- inn. Daginn eftir hringdi maður á lögregluvarðstofuna og til- kynnti að hann hefði týnt silfur- búnum bauk úr hvaltönn, ein- hvers staðar á ferðinni um dag- inn áður. Síðan þetta skeði hefir engum óskilabauk verið skilað til lögreglunnar, þrátt fyrir það, að sá er bauknum tapaði, hafi tvívegis lýst eftir bauknum í blaði undir eigin nafni. Kona sú er tilkynnti bauksfundin er beð- in að gera svo vel og skila hon- um til lögreglunnar. ÞÓRARINN JÓNSSON LÖGGILTUR DÓMTÚLKUR OG SKJALAÞÝÐANDI í ENSKU KIRKJUHVOLI — SÍMI 12Í36. og Ungverjaland, en því síðast- nefnda lýsir hann — með ógleym anlegustu og ófyrirgefanlegustu líkingu vorra tíma — „dauð rotta, sem stendur í hálsinum á ykkur og þið getið hvorki gleypt hana né skirpt henni út úr ykk- ur“! Það má þó segja það um Krús- jeff, að hann hefur ekki reynt að fegra hlutina. Hann hefur flutt mál sitt. Hann hefur birt okkur hug sinn, sálræn viðhorf og skap- hita. Hann er ágætur fulltrúi, jafnvel táknmynd þjóðar sinnar. Hann er fullur af gorti og lífs- krafti, öruggur, ákveðinn, iðju- samur, skarpur, hreykinn, þref- gjarn og fullur af mótsögnum. Það sem Rússland er, það er Krúsjeff: harðsnúinn andstæðing ur. Hann er sjálfur eins og Sovét- ríkin búinn öflugum vopnum. Hann er skjótur að hugsa og tala og harður í horn að taka. Hann talar út frá hjartanu. Orð hans eru litrík og hitta í mark. Hann er hugrakkur, fyndinn og æstur eins og rétttrúnaðarmaður. Sumir í Washington halda, að hann tali gegn betri vitund og að allt sem hann segii; sé kald- rifjaður áróður ætlaður fyrir fé- lagana, sem eftir sitja heima í Rússlandi og annarsstaðar. Vafa- laust gildir það um tillögur hans á þingi S.Þ. um afnám allra herja. flota og flugherja, en almennt virðist þó réttast að gera ráð fyr- ir því að hann fari ekki að yfir- lögðu ráði með rangfærslur, held ur geti hann ekki að því gert. Þannig verða menn í hinni sov- ézku „mýri“, sem hann talar svo oft um. Hvað hefur unnizt við heimsóknina Þrátt fyrir þetta hefur það orð- ið Bandaríkjunum ávinningur, að hann hefur komið hingað Ef til vill verður það til að sópa burt þeirri ímyndun, að við eig- um í höggi við drykkfeldan bónda, sem tók við völdum í höll- inni og veit ekki hverju hann er að sækjast eftir. Hann er orðinn lifandi tákn baráttunnar og hann hefur skýrt það um hvað er deilt. Hann hef- ur ekki afsannað kenninguna um að það sé þýðingarlaust að semja vi Rússa, — við fáum betur að vita það eftir fund hans og Eisen- howers i Camp David, — en hann hefur gert okkur það ljóst, að verulega skortir á að horfurnar séu góðar í þeim samningaum- leitunum. Hann hefur einnig gert okkur það Ijóst, að persónuleg kynni og fundir milli stjórnmálaleið- toga geta ekki komið í staðinn fyrir stefnur. Öll þessi æðis- gengnu ferðalög fram og aftur um heiminn, síðasta misserið hafa ekki reynzt til þess fallin að finna lausn á alvarlegum vanda- málum, heldur hafa þau orðið sem flótti frá því að ákvarða stefnur, sem geta leitt til lausnar. Það er sama reynslan og frá síðasta fundi æðstu manna stór- veldanna í Genf. Þá var því hald- ið fram, að ef fyrst yrði unnið að þvú að koma á „góðu andrúms- lofti“, þá myndu stefnurnar koma af sjálfu sér og lausn fynd ist á málunum. Þetta mistókst þá og það heppn ast heldur ekki nú. Vafalaust er „andrúmsloftið" betra núna í samskiptum Rússa og Bandaríkjanna, en það var t.d. í nóvember sl., þegar Krúsjeff kom af stað nýrri Berlínardeilu. En andrúmsloft og persónuleiki eru ekki stefnur. Þannig hefur Krúsjeff leitt okkur enn á ný að grundvallar- atriðunum, að lausnir á deilu- málum, séu þær til, er að finna í okkur sjálfum og bandamönn- um okkar, í því að við bætum þjóðlíf okkar, fremur en að við séum að sýna erlendu mgestum hve gott og fullkomið það er. skrifar úr daqlega lifina „Skiljast vegir, Skutull minn“. HELGI Valtýsson, rithöfundur á Akureyrí, hefur sent Vel- vakanda vísur eftir Jónas Björus- son, skipstjóra frá Hámundar- stöðum í Vopnafirði, en í Mbl. 15. sept. var grein um Jónas, sem hefur getið sér frægðarorð fyrir sjósókn vestur í Kanada. Vísurnar orti Jónas er hann var á heimleið frá Englandi í marz 1945, en þá hafði hann siglt sem skipstjóri á bv. Skutli um sjötiu ferðir landa á milli á stríðsár- unum. Vísurnar eru svona: „Skutull" kvaddur Skiljast vegir, Skutull minn, sköpin þessu valda, þó mér leiðist það um sinn, þess skal enginn gjalda. Við höfum marga hildi háð, á hafinu unnið saman. Það verður lítið þar um skráð, þó var það stundum gaman. Á leiðunum varstu leikinn hart, lagður þungri byrði; ekki var það alltaf þarft eða mikils virði. Eins þótl vindur ýfði dröfn, og allt var hulið sýnum, skilaðirðu heim í höfn heilúm farmi þínum. Þú átt inni margt hjá mér, margar gleðistundir, — samveruna þakka ég þér þúsund stjörnum undir. Aldni vin, ég óska að þú eignist góða drengi. Farðu heill, þér fylgi trú, ferðastu vel og lengi! Jónas Björnsson. ★ Helgi heldur áfram bréfi sínu og segir, að eins og mörgum ausl- firzkum hagyrðingum sé hring- hendan Jónasi mjög nærtæk og hugleikin, og margar ferskeytlur hans séu prýðilegar hringhend- ur. Nefnir hann þessa sem dæmi: Á heimleið: Þegar andar austanél, oft er vanda bundið að finna land, svo fari vel, fyrir handan sundið. Velvakandi sendir beztu þakkir fyrir vísur Jónasar. Þá hefur borizt enn eitt bréf um umferðarmálin: « Sekta þá á staðnum: ÞAÐ hefur, og ekki að ástæðu- lausu , verið skrifað um urn- ferð og umferðarslys undanfarið, en minna gert til að bæta úr því, sem aflaga fer. Hér er ein tillaga, sem kannski getur einhverju góðu til leiðar komið: Vegna þess, að samvizka margra virðist vera í buddunni, er ekki annað en reyna að ná til hennar þar. Með því- fyrirkomulagi, sem nú er á, er mjög erfitt fyrir lög- regluþjónana að koma fram sekt- um við þá, sem lögin brjóta, vegna þess að þeim er meinað að sekta lögbrjóta á staðnum, en verða að skrifa skýrslur sem svo fara til Péturs og Páls og enda jafnvel í bréfakörfunni. Ég hef talað við lögregluþjón, sem sagði að hann oft ekki vissi hvernig þær áminningar og skýrslur sem hann hefir skrifað, hefðu komið að gagni. Því ekki að taka upp þá aðferð að lögreglumaður hafi leyfi til, ef hann stendur mann að því að brjóta lögin, eða sekta manmnn strax, og gefa honum kvittun á staðnum. Ef þetta yrði til þess að öku- níðingar yrðu hræddir vegna þess að þeir mættu alltaf eiga von á að í þessum eða hinum bílnum, sem æki eftir götunni, væru lög- reglumenn, sem hefðu heimild til að sekta þá fyrir umferðar- brot. Þetta hefði nokkum kostnað í för með sér, en sektirnar ættu að vega upp á móti, að maður ekki tali um, ef það getur orðið til þess að hægara verði ekið. Og viðvíkjandi of hröðum akstri um götur bæjarins, mætti sennilega minnka hann að mun, ef eftirfarandi aðferð væri höfð, Silkislifsi og sœlubros NÍNA, æðsta frú í Kreml, er hér að laga ofurltið til hvíta silkiháisbindið á bónda sínum, honum Krús- jeff — en frúin nefnir hann oftast gæluiíafninu „stóri björn“. — Og er ekki svip- ur hennar eins og hún ségi sem svo: „Mikið ertu nú fínn og sætur, stóri björn- inn minn.“ • Skömmu áður en Krús- jeff fór vestur um haf gerð- ist það, sem þótti með ólík- indum, að hann veitti Walt- er nokkrum Carone, ljós- myndara hins þekkta, franska vikublaðs, „Paris Match“, leyfi til að taka nokkrar myndir af sér og fjölskyldu sinni. — Ljós- myndarinn fór gagngert frá París til Moskvu til þess að taka þessar myndir — og hinn 19. þ.m. birti svo blað hans þær, ásamt frásögn af leiðangrinum. — Var blað- ið að vonum mjög hreykið af og talaði um þetta sem hið mesta „scoop“ — en það er orð blaðamanna yfir það, er þeir þykjast skjóta „kollegum" sínum ref fyrir rass í fréttamennskunni. • Á myndum Carone, sem eru teknar í bústað Krús- jeffs skammt frá Moskvu, sést sovétleiðtoginn m. a. leika við hundinn sinn og spila „billiard“ við dóttur- son sinn. Ein myndin er aft- ur á móti „alvarleg". Sit- ur Krúsjeff þar í skrifstofu sinni með skínandi heiðurs- merki á brjósti — og það var einmitt áður en þessi fína mynd var tekin, sem frú Nína sá ástæðu til að Iaga dálítið silkihálsbindið á bónda sínum . . . Tveir lögreglumenn væru á venjulegum bíl, sem hefði ör- uggan hraðamæli, þeir ækju bílnum um götur bæjarins og gættu þess að fara aldrei hraðara en lögin leyfa, og hver sá bíll, sem færi fram úr þeim, yrði taf- arlaust skrifaður upp og hann lát- inn sæta sektum. — Reykvíkingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.