Morgunblaðið - 29.09.1959, Blaðsíða 22
22
MORCVTSBLAÐlb
Þriðjudagur 29. sept. 1959
Ben. G. Waage endur-
kjörinn forseti ÍSÍ
íþróttaþing ÍSÍ fjallaði um mórg mál —
en aðalmál þingsins voru fjárhagsmál
ÍÞRÓTTAÞING ÍSÍ var eins
og drepið hefur verið áður
á sett í Reykjavík á föstudags-
kvöld og lauk þinginu laust
eftir miðnætti í fyrrinótt. Þing
ið sátu fulltrúar víðs vegar
að af landinu eða frá rúmlega
20 af þeim 31 héraðssambönd-
um og bandalögum sem rétt
eiga til þess að hafa þar full-
trúa.
I Forseti íslands, Ásgeir Ás-
geirsson, verndari íþróttasam
bandsins, var viðstaddur setn-
ingu þingsins og flutti þar á-
varps- og hvatningarorð.
Mest rætt um fjármál
Þingið fjallaði um fjölmörg
inál og störfuðu á því 4 nefndir.
Á föstudagskvöldið var flutt
skýrsla framkvæmdastjórnar og
reikningar lagðir fram. Á laugar-
dag voru ræddar þær tillögur
sem fyrir þinginu lágu og síðan
störfuðu nefndir. Þær skiluðu af
sér á sunnudag og þá stóðu fund-
ir þingsins í 10 stundir — með
aðeins klukkustundar matarhléi.
Stuttri fram
tíð spáð
— en bíóið orð/ð
10 ára
— MÉR líður alltaf bezt og er
ánægðastur þegar ég finn að
fólkið, sem kemur til okkar,
er ánægt og fer í góðu skapi
frá okkur, sagði Hjalti Lýðs-
son er við hittum hann á
förnum vegi á dögunum og
hann ljóstraði því upp að fyr-
írtæki hans, Stjörnubíó, yrði
10 ára í dag.
Stjörnubíó er yngsta kvik-
myndahús höfuðborgarinnar en
hefu'r frá upphafi skipað virðu-
legan sess moðal þeirra. Til kvik-
myndahússins var í upphafi mjög
vandað og vegna góðra mynda,
er sýndar hafa verið, nýtur
Stjörnubíó og hefur noiið mik-
illa vinsælda.
Stjörnubíó rúmar 512 manns í
sæti og hefur frá því það var
stofnað fylgzt vel með nýjungum
í sinni grein. Á sínum tíma voru
teknar til sýninga þrívíddarkvik-
myndir, en þær hlutu aldrei al-
mennar vinsældir, hvorki hér á
landi né erlendis og sagði Hjalti
að án efa væri orsökin gleraugun,
sem hver sýningargestur varð að
nota og aldrei þóttu þægileg. Nú
hefur bióið svonefndan Cinema-
scope-útbúnað, en þó hann sé er
hægt að sýna allar almennar
myndir og svonefndar breið-
tjaldsmyndir.
Við spurðum Hjalta að þvi
hverjar hefðu verið vinsælustu
myndir er sýndar hefðu verið á
þessum fyrsta áratug.
Hjalti sagði að vinsælustu
myndir bíósins á þessum fyrsta
áratug hefðu verið „Draumgyðj-
an mín“, sem sýnd var samfleytt
f 7 vikur. Næst kemur myndin
„Stúlkan við fljótið“, sem sýnd
var í nær 4 vikur, og „Rock
around the clock“, sem sýnd var
f 3—4 vikur, en nær alltaf fyrir
troðfullu húsi svo að hana hafa
fleiri séð en sýningartíminn gef-
ur hugmynd um.
Minnsta aðsókn hefur .orðið að
sænsku myndinni „Ævintýrið
Alls voru á þinginu fluttar 75
ræður. Lengst stóðu umræður
um fjárhagsmál og var það sam-
dóma álit allra að gera þyrfti
stórátak i þeim efnum umfram
það sem verið hefur. Lágu ýmsar
tillögur fyrir þar að lútandi, svo
og greinargerðir og samanburður
á styrkjum hins opinbera til
íþrótta hér og hliðstæðra sam-
banda á Norðurlöndum.
Um mál þingsins og umræður
verður nánar getið næstu dag-
ana hér á siðunni.
Stjórnarkjör
Stjórnarkjör fór þannig að
Benedikt G. Waage var endur-
kjörinn forseti sambandsins til
næstu tveggja ára. Hlaut hann
27 atkvæði en Guðjón Einarsson
hlaut 15 atkvæði. Tveir seðlar
voru auðir.
Aðrir í stjórn sambandsms
voru kjörnir Guðjón Einarsson,
Hannes Þ. Sigurðsson, Stefán
Runólfsson og Axel Jónsson
UMSK.
í varastjórn voru kjörnir: 1.
Forseti íslands ávarpar íþróttaþingið.
varamaður Atli Steinarsson, 2.
varamaður Gunnlaugur J. Briem,
3. varamaður Bogi Þorsteinsson,
4. varamaður Valdimar Örnóifs-
son og 5. varamaður Jón Ingi-
marsson.
Endurskoðendur voru kjörnir
Stefán G. Björnsson og Þórarmn
Hilmar10.4 sek—þriðji
Valbiörn sigraði á 4.40
ÞRÍR ísl. frjálsíþróttamenn
kepptu í boði þýzka sambands-
W$m
Sophia Loren í myndinni „Stúlkan við fljótið“
mikla" og var sýningum hætt
eftir tvo daga. Þó er þetta sænsk
verðlaunamynd, sem í Svíþjóð
hlaut afbragðs dóma og mikla að-
sókn og var vel til hennar vand-
að í alla staði. En það eru ekki
alltaf beztu myndirnar og dýr-
ustu sem fá mesta aðsókn. Eins
verðum við oft varir við það, að
fólk dregur úr hófi að sjá myndir
sem það er ákveðið í að sjá. En
við getum ekki haldið uppi sýn-
ingum á sömu mynd þótt góð sé
nema takmarkaðan tíma. Það er
dýrt að sýna fyrir kannski hálfu
húsi áhorfenda. Meðalsýningar-
tími er um það bil vika, segir
Hjalti og við sýnum því um 50
kvikmyndir árlega.
Barnakvikmyndir njóta gifur-
legra vinsælda — og það er líka
sérlega gaman af því, segir
Hjalti, að sjá og finna að börnin
skemmta sér. „Lína langsokkur“
er vinsælasta barnamynd okkar
og þúsundir barna hafa séð hana
og skemmt sér konunglega.
Af úrvalsmyndum er Stjörnu-
bíó hefur sýnt má nefna „Þetta
getur alls staðar skeð“, amerísk
verðlaunamynd, „Héðan til ei-
lífðar", sem fékk 8 heiðursverð-
laun, „Á eyjunni“, sem einnig
fékk 8 heiðursverðlaun, „Brúin
yfir Kwai-fljótið“. sem fékk sjö-
föld Oscar-verðlaun, „Sölumaður
deyr“ og „Rekkjan", sem báðar
eru byggðar á leikritum er Þjóð-
leikhúsið hefur sýnt og þannig
mætti lengi telja.
Af væntanlegum kvikmyndum
sagði Hjalti okkur frá þessum:
„Zarak“ — hin umtalaða mynd
með Anitu Ekberg og Victor
Mature. Það verður jólamyndin
í ár.
„1984“, gerð eftir sögu Orwells,
sem komið hefur út í íslenzkri
þýðingu, „Bonjour Tristesse",
gerð eftir metsölubók Francoise
Sagan, „Lykillinn", með Sophiu
Loren og William Holden, „Me
and the colonel", með Danny
Kay, „Let’s rock“, með Faul
Anka m. a., „Sigrún á Sunnu-
hvoli“, sænsk úrvalsmynd og
„Les Bijoutiers du clair de lune“,
'með Brigitte Bardot.
— ®® _
Hjalti sagði að rekstur kvik-
myndahúss væri ekki eins auð-
veldur og sumir virtust halda.
Samkeppnin um myndaval er
mikil og byrjunarár hjá hverju
kvikmyndahúsi eru erfið. Stjörnu
bíói var ekki spáð mikilli fram-
tíð fyrir 10 árum, sagði Hjalti, en
þetta hefur allt farið betur en á
horfðist og við erum ánægðir ef
fólkið er ánægt, sagði Hjalti að
lokum, maðurinn, sem um ára-
tugaskeið rak umfangsmikla
kjötverzlun en söðlaði svo um,
stofnaði og reisti kvikmyndahús,
sem á áratug hefur átt sívaxandi
vinsældum að fagna.
Afmælismynd Stjörnubíós verð
ur „Ævintýr í langferðabíl", ein-
stök gamanmynd frá Columbia-
félaginu, í litum og Cinemascope.
Með aðalhlutverkin fara June
Allyson og Jack Lemmon.
ins á hinu árlega minningarmóti
um Rudolf Harbig en það mót
fór fram í Dresden um helgina.
Var áuangur fslendinganna mjög
góður og til hins mesta sóma
fyrir ísland, en til mótsins er
boðið nokkitum keppendum frá
frjálsíþróttasamböndum fjöl-
margra landa.
Valbjörn Þorláksson keppti í
stangarstökki og bar sigur úr být
um. Stökk hann 4.40 m. Hefur
Valbjörn farið nær óslitna sigur-
göngu á stórum og smá/um mót-
um um Norðurlönd og víðar síð
asta mánuðinn og var þetta góð-
ur endahnútur á ferð hans.
Hilmar Þorbjörnsson keppti í
100 m hlaupi. Hann varð þriðji í
keppninni, en tími hans var 10,4
sek. — mjög gott afrek og bezta
sem hann hefur náð í ár. Met
hans er 10.3 sek.
Jón Pétursson keppti í há-
stökki. Hann varð þar þriðji í
röðinni, stökk 1,90 metra. — FRÍ
barst skeyti um árangur íslend-
inganna í gær en ekki er þar get-
ið árangur annarra.
Fram sótti
- KR skoraði
Á SUNNUDAGINN fóru fram
tveir leikir haustmóts knatt-
spyrnumanna í Reykjavík. Valur
sigraði Víking með 3 mörkum
gegn 0 og KR sigraði Fram með
1:0. ,
Valur átti allt frumkvæði í leik
sínum við Víking og vann verð-
skuldaðan sigur.
☆
Leikur KR og Fram var öllu
sögulegri. KR tefldi fram miklu
af varamönnum sínum og urðu
þeir æ fleiri er á leikinn leið því
vegna meiðsla fóru A-liðsmenn af
velli.
Fram náði lengstum öllu betra
taki á samleik og sótti oft mjög
stíft að marki KR og átti Fram
mörg góð tækifæri til marka,
sem öll voru eyðilögð, sumpart
fyrir hreinan klaufaskap Fram-
ara sumpart fyrir atbeina KR
varnarinnar. Leið svo leiktíminn
nær allur að ekkert mark var
skorað og töldu flestir að KR
slyppi vel með jafnteflið — og
núllin. En 4 mín. fyrir leikslok
skorar Sveinn Jónsson fyrir KR.
Halda því KR-ingar enn áfram
óslitinni sigurgöngu sinni a
þessu ári — en hér skall þó hurð
nærri hælum, því Fram sótti, en
KR skoraði.
(Ljósm.: Sigurh. Vignir)
Magnússon. Lýst var tilnefningu
í sambandsráð ÍSÍ og ennfremur
var kjörið í íþróttadómstól ÍSÍ.
Gjafir og árnaðaróskir
Við þingslit færði Gísli HaL-
dórsson form. ÍBR íþróttasam-
Ben. G. Waage.
bandinu stóra og fagra loftmynd
af íþróttaleikvanginum í Laugar-
dal. Þá ávarpaði Hermann Stef-
ánsson form. Skíðasambandsins
Benedikt G. Waage, flutti honura
afmælisóskir og færði honum
heiðursgjöf frá Skíðasambandinu
í tilefni 70 ára afmælis hans sem
þakklæti fyrir áratugalangt starf
hans' að íþróttamálum. Ármann'
Dalmannsson form. íþróttabanda
lags Akureyrar ávarpaði Bene-
dikt G. Waage og flutti honam
frumsamda drápu.
Benedikt G. Waage hefur nú
setið í stjórn ÍSÍ yfir fjörutíu ár
og lengst af þeim tíma verið for-
seti sambandsíns.
Langþráður
sígur
Knattspyrnufélagið Víking-
ur fór með sigur af hólmi
í haustmóti 5. aldursflokks
í knattspyrnu í Reykjavík.
Er þetta fyrsta mótið sem
Víkingur sigrar í um all-
langt árabil. Er sigurinn
eftirtektarverðari fyrir þá
sök að Víkingar hafa verið
að hefja uppbyggingarstarf
inn í Smáíbúðarhverfi —
langt frá þeim stöðum, sem
félagið átti áður rætur sín-
ar á. Það er og athyglis-
vert að þennan sigur vinna
Víkingar í yngsta aldurs-
flokki og ef áfram verður
haldið á sömu braut, getur
þetta gert félagið sterkt
síðar meir í öllum flokkum.
Hyggja Víkingar gott til
sigursins.
Hinir ungu sigurvegarar
Víkings hlutu 8 stig í mót-
inu, unnu Þrótt 4:0, unnu
KR 2:0, unnu Val 1:0 og
Fram með 1:0. Fram hlaut
6 stig í mótinu.
Á þessu móti vann Fram
Þrótt með 20 mörkum gegn
engu, er félögin mættust.
1