Morgunblaðið - 04.10.1959, Blaðsíða 6
6
MORCVNBL AÐIÐ
Sunnudagur 4. okt. 1959
Hraungrýtið minnti
harm á bernsku^
stöðvgmar
Stutt samtal v/ð italska sendiherrann
SENDIHERRA ítala hér, dr.
Guido Colonna di Paliano, sem
aðsetur hefur í Osló, kom hingað
til landsins fyrir skömmu, til
þess að afhenda forseta íslands
embættisskilriki sin. Átti tíðinda-
aður Mbl. stutt samtal við hann
áður en hann hélt af landi brott
fyrr í vikunni.
Sendiherrann var hinn höfðing
legasti í allri framgöngu, þegar
hann kom til móts við tíðinda-
manninn í anddyri Hótel Borgar,
og einkar alúðlegur í viðræðum.
Hefur verið á Norðurlöndum
— Þetta er j fyrsta skipti, sem
þér komið til íslands?
— Já. Ég hef hins vegar dvalið
4 ár í Svíþjóð og eitt J Noregi,
svo að ég hef komizt í nokkur
kynni við hina norrænu fjöl-
skyldu.
— Þér hafið starfað lengi á er-
lendum vettvangi.
— Það hef ég gert, m. a. verið
í Egyptalandi og Bandaríkjunum.
Lengst hef ég þó starfað hjá Efna
hagssamvinnustofnun Evrópu
(OEEC), f París þar sem ég var
aðstoðarframkvæmdastjóri um 8
ára skeið. Á því tímabili starfaði
ég eins og lög gera ráð fyrir í
þágu íslands jafnt sem Ítalíu
og þeirra annarra þjóða, sem
aðild eiga að stofnunni. Gafst
mér þá tækifæri til að kynnast úr
fjarlsegð þeim stórfelldu fram-
förum, sem hér hafa orðið á und
aníörnum árum. Og nú hef ég,
mér til mikillar ánægju getað
séð þær með eigin augum og
komizt að raun um þýðingu
þeirra fyrir þjóðina.
— Hvernig er ástandið í þess-
um efnum heima fyrir?
— Þar hafa einnig verið gerðar
víðtækar ráðstafanir í umbóta-
átt á síðustu árum, og einkum
lögð áherzla á að bæta hag þeirra,
sem verst hafa orðið úti. Fjár til
þessara aðgerða hefur ýmist ver-
ið aflað með aukinni skattlagn-
ingu eða við orðið aðnjótandi
efnahagsaðstoðar. Skoðanir hafa
verið nokkuð skiptar um það,
hversu ríkan þátt hið opinbera
ætti að eiga í uppbyggingarstarf-
inu og hve stóran hluta þess rétt
væri að fela einstaklingsframtak-
inu. En allur þorri manna er því
fylgjandi, að báðir aðilar iáti til
sín taka í þessu efni, og sú er
einnig skoðun núverandi ríkis-
stjómar landsins. í atvinnulegu
tilliti hefur verið nokkur munur
á löndum okkar. Hér eru meira
en nógir vinnumöguleikar, en á
Ítalíu hefur aftur á móti verið
allmikið atvinnuleysi.
ítalir leggja mikla áherzlu á
utflutninginn.
— Hvað er að segja um við-
skipti landanna?
— ítalir hafa lengi keypt
skreið og saltfisk af íslendingum.
Er það von okkar að þau við-
skipti haldist og vaxi fremur en
minnki, svo að sala ítalskra vara
hingað geti örvazt. Fram til þessa
»JliS
Dr. G'uido Colonna di Paliano
hafa íslendingar m. a. keypt af
okkur bifreiðir og saumavélar,
en til útflutnings eru framleiddar
margar fleiri vörutegundir, sem
þið hafið ekki átt kost á að
kynnast ennþá. ítalir þurfa að
flytja inn mikið af hráefnum
til iðnaðarframleiðslu sinnar, en
þeir leggja að sama skapi mikla
áherzlu á að auka útflutninginn
og afla framleiðsluvörunum
nýrra markaða með því fyrst og
fremst að bjóða upp á góðar vör’-
ur við sanngjömu verði.
Margt líkt hjá þjóðunum
— Því hefur oft verið haldið
fram að Ítalíu og fslandi svipi
saman um margt, t. d.. eldfjöll
og söngáhuga, svo eitthvað sé
nefnt.
----Já, ég hef fengið tækifæri
til að sannreyna það á þeim
skamma tíma, sem ég hef dvalizt
hér. Þannig er mál með vexti, að
ég er fæddur rétt fyrir utan
Napoli, eigi langt frá rótum eld-
fjallsins Vesúvíusar. Mér varð
hugsað heim á þær slóðir, þegar
ég kom að Þingvallavatni á dög-
unum og handlék hraungrýtið
þar. Það var vissulega mjög líkt
því sem ég átti að venjast á
bernskustöðvunum. Svo er fleira
hér.
— Hvað viljið þér segja um
samskipti Ítalíu og íslands ail-
mennt?
— Ég hygg að ríkisstjórnir
beggja landanna séu á einu máli
um að sambandið milli þjóðanna
sé mjög vinsamlegt. Sjálfur hef
ég mikinn áhuga fyrir að sam-
skipti þeirra aukist eftir því sem
föng eru á, bæði á efnahagssvið-
inu og í menningarlegu tilliti, og
mun gera mitt til þess að svo
megi verða.
— Þér haldið nú til Osló aftur.
— Já, því miður gat heimsókn-
in aðeins orðið stutt að þessu
sinni.. Aðalerindið var að af-
henda forseta embættisskilríki
mín, en auk þess hef ég átt
ánægjulegar samraoður við ýmsa
menn hér og loks getað skoðað
míg ofurlítið um hér í nánd við
höfuðstaðinn. Þessi fyrstu kynni
mn af landi og þjóð eru öll með
þeim hætti, að ég er ekki í vafa
um að ég mundi kunna vel við
mig hér. Ég vonast því til að geta
komið hingað sem fyrst aftur og
að eiginkona mín verði með í
förinni. — Ól, Eg.
.|„|H m. I..M .i v.F J'wrvj.yW ----r-—HÍBDOIIIM .
S
' "" .' zir - - . • &
’ ' • ■ '' - 'éZ / é\
‘“oilsfíí'- .........................
. 1L.. t... v / - $ /Ó
' 'i fv
~"'2ív7i
Þessl mynd sýnir eina af síðum verzlunarbókanna gömlu. — Er
þessi síða nr. 285 í Krambodbog for Holmens Havn árið 1783.
Er þetta viðskiptareikningur séra Guðmundar Xhorgrimsen
á Lambastöðum.
Myndir af gömlum verzlunarskjölum
afhentar Landsbókasafni
G U N N A R Guðjónsson, form.
Verzlunarráðs íslands afhenti í
gær Finni Sigmundssyni, lands-
bókaverði, mikrófilmur, er tekn-
ar höfðu verið af gömlum verzl-
unarskjölum fslandsverzlunarinn
ar, sem nú eru í Kaupmanna-
höfn.
í þessu sambandi sagði Gunn-
ar Guðjónsson, að Verzlunarráð-
ið hefði frá upphafi talið það
vera eitt af hlutverkum sínum,
að stuðla að því að íslenzk verzl-
unarsaga verði skráð. Þannig
tókst Verzlunarráðið á hendur
útgáfu á einokunarsögu Jóns
Aðils á sínum tíma og hefur nú
á prjónunum skráningu og út-
gáfu á verzlunarsögu íslands frá
því að einokun lauk.
í sambandi við skráningu
slíkrar sögu þarf að leita til
heimilda erlendis, og því var það,
þegar Sverrir Kristjánsson dvaldi
i Kaupmannaiiöfu á sl. ári og
komst á snoðir um ýmsar nýjar
heimildir til sögu verzlunarinn-
ar, að hann gerði stjórn Verzl-
unarráðsins orð um, að hann væri
fús til þess að sjá um skráningu
og ljósm. á þessum heimildum.
Stakk hann upp á því, að Verzl-
unarráðið kostaði slíka ljósmynd-
un. Varð það mjög fúslega við
þessum tilmælum og var starfið
þá þegar hafið og nú liggur ár-
angurinn fyrir. Það eru 100
mikrofilmrúllur, af gömlum
skrifar úr daglega lífinu ,
VELVAKANDI, sunnudag .. ..
Idag eru þrjár vikur til kosn-
inga til Alþingis og hefur
Velvakandi af því tilefni hugsað
sér að verja hluta af dálkum sín-
um til kosningaspjalls í dag, Nú
hrökkva kannski einhverjir
lesendur við, því sumir
eru með því marki brenndir, að
þeir mega ekki heyra minnzt á
stjórnmál eða kosningar án þess
að fá gæsahúð. Það, sem Velvak-
anda langaði til að segja um
þetta:
Virðulegasta stofnun
þjóðarinnar.
ALÞINGI er löggjafarsamkoma
þjóðarinnar og ein allra
virðulegasta stofnun hennar. Því
hlýtur hver ábyrgur borgari að
láta sig nokkru varða hverjir þar
taka sæti, og hvernig þar verður
brugðizt við vandamálunum
hverju siiuii. í landi lýðræðis og
almenns kosningaréttar eru það
hinir almennu borgarar, sem með
atkvæði sínu skera úr um páð
hverjir taka skuli sæti á Alþingi.
Það er skylda þeirra að kynna
sér stefnuskrár og yfirlýsingar
flokka og frambjóðenda áður en
þeir ráðstafa atkvæði sínu.
Þá mundi betur fara.
VELVAKANDI er þeirrar skoð-
unar, að ef kjósendur legðu
almennt meiri rækt við að kynna
sér stjómmál og- létu hlutlaust
mat á mönnum og málefnum ráða
afstöðu sinni, yrði Alþingi betur
skipað og betur fært um að leysa
vandamál alþjóðar, en oft hefur
verið.
Verðgildi alþjóða-
frimerkja.
VELVAKANDA hefir borizt svo
hljóðandi bréf:
Hamborg, 17. 9. ’59.
Kæri Velvakandi!
Getur þú upplýst mig um hvers
vegna alþjóðafrímerkisem maður
kaupir heima fyrir kr. 3,50 og
gilda fyrir einu bréfi til útlanda,
duga ekki hér í Þýzkalandi und-
ir eitt bréf heim (einfalt), en ég
fæ fyrir eitt alþjóðafrímerki hér
40 pfenninga, en það kostar 55
pfenninga undir bréf heim.
Með fyrirfram þökk fyrir
svarið.
Btúdent í Þýzkalandi.
Gilda, ef sent er
með skipi.
VELVAKANDI hringdi til Póst-
hússins í Reykjavík og spurð
ist fyrir um hvernig á þessu
mundi standa. Var því svarað
til, að alþjóðafrímerki giltu á
einföld bréf hvar sem væri í
heiminum, ef þau væru send með
skipspósti.
verzlunarbókum. Er það von
manna, að þetta sé veigamikið
framlag til þess að auðvelda
mönnum hér í Reykjavík skrán-
ingu verzlunarsögunnar.
Merkilegar heimildir
Sverrir Kristjánsson skýrði
nokkuð frá skjölum þeim, sem
hánn hefur grafið upp í Kaup-
mannahöfn og gat þess, að þau
væru aðallega frá 18. öld, þ. e. á.
s. tímabili Hins konunglega
verzlunarfélags. Þessi verzlunar-
félög störfuðu hér á íslandi, sagði
Sverrir, frá 1742—1775, en þá tók
við hin svokallaða Konunglega
verzlun, sem náði yfir ísland,
Grænland, Finnmörk og Færeyj-
ar. Þá gat hann þess, að heimild-
irnar, sem væru á mikrofilmun-
umnæðu allt aftur til ársins 1642.
Sverrir Kristjánsson sagði einn
ig að heimildagildi þessarra
plagga væru að mörgu leyti mjög
mikið. Sérstaklega vil ég benda
á hinar svokölluðu „krambúða-
bækur“, en af þeim má glögg-
lega sjá viðskipti bændanna við
verzlunina. Þarna er á skrá nafn
hvera bónda, sem verzlar og býli
hans, úttekt og innlegg. Þessar
„krambúðabækur“ eru hér um
bil 140 að tölu eða rúmlega það
og ná til alls íslands. í þeim
munu allir verzlunarstaðir vera
nefndir. Síðan taldi Sverrir
Kristjánsson upp þessa staði m.
a.: Reykjafjörður, Bíldudalur,
Hellissandur, Grindavík og Flat-
ey. Þar sem bækur þessar ná yf-
ir all-langt tímabil, eru þær mjög
verðmætar, ef menn' vilja bera
saman verðlag á vörum, bæði út-
lendum og innlendum vörum, og
sjá hvernig það hefur breytzt
frá ári til árs. Þá má ennfremur
geta þess, að þar sem svo margra
bænda er getið í bókum þessum,
verða þær mjög gagnlegar fyrir
ættfræðinga, sem þarna geta
fundið heimildir til að fylla upp
í gloppur í ættfræðiritum sín-
um. Þó að bækur þessar séu ein-
stæð heimildarit fyrir verzlunar-
sögu landsins, þá er ég hrædd-
ur um að ættfræðingarnir eigi
ekki e’ftir að leita sjaldnar til
þeirra en þeir, sem kynna vilja
sér verzlunarsögu landsins,
sagði Sverrir Kristjánsson. Samt
eru þessar bækur, hélt hann
áfram, svo þýðingarmiklar heim
ildir fyrir verzlunina og sögu
hennar hér á landi að einstætt
mun vera í allri Evrópu.
Þá gat hann þess, að einnig
væru þarna fleiri skjöl og bæk-
ur en hér hafa Verið nefnd, eins
og t. d. bréf til einokunarkaup-
manna o. s. frv.
Að lokum þakkaði Sverrir
Kristjánsson Verzlunarráði ís-
lands og sérstaklega Gunnari
Guðjónssyni fyrir mikinn áhuga
á máli þessu og kvaðst vona að
ekki stæði á ungum og upprenn-
andi íslenzkum vísindamönnum
að færa sér í nyt þær heimildir,
sem þarna væru fyrir hendi.
H afnarfjörður
Nokkur börn vantar til að bera út
MORGUNBLAÐIÐ
Upplýsingar Arnarhraun 14 eða í síma
50374.
sendisveina
Vantar nú þegar sendisvein frá kl. 6—12
f.h. og annan frá kl. 9—6 e.h.
jnwgttstÞiðfrft
Afgreiðslan — Sími 22480.