Morgunblaðið - 04.10.1959, Blaðsíða 2
2
MORCVISBL AÐIÐ
Sunnudagur 4. okt. 1959
Uppskerubrestur
í Þykkvabæ
Bændur áhyggjufullir
ÞYKKVBÆINGAR hafa ekki í
haust gengið að uppskerustörfum
á hinum víðlendu kartöfluökrum
með neitt sérstakt ánægjubros á
vör. Neij það er síður en svo.
Enda er ástandið ekki gott. Hin
óvenju votviðrasama tíð ætlar að
setja stórt strik í reikninginn hjá
þeim. Afleiðingar hennar er sú,
að kartöfluuppskeran verður
ekki svipuð nú í ár, því sem hún
var t. d. í fyrra. Það ríkir því
mikil óvissa um alla afkomu
bændanna, sem að langmestu
leyti eiga allt sitt undir því kom-
ið, að kartöfluuppskeran gangi
vel. í Þykkvabænum munu vera
alls um 40 bændur og íbúar um
240.
Þar eystra velta menn þeirri
spurningu nú fyrir sér, hvernig
Grænmetissalan muni bregðast
við þessum vanda Þykkvbæinga.
— Hvergi á landinu er kartöflu-
framleiðslan eins mikil. Það er
vitað að mikill meirihluti upp-
skerunar eru undirmálskartöfl-
ur, sem sé, munu ekki ná því
máli eða þyngd, sem Grænmetis-
salan hefuF heimtað til þess að
teljast megi 1. flokks vara. Þessu
hafa Þykkvbæingar áður kynnzt.
í fyrravor, þegar kartöfluskort-
urinn var svo mikill að flytja
varð inn verulegt magn af er-
lendum kartöflum, voru Þykkv-
bæingar tilneyddir að aka út úr
geymslum sínum út í flög 80—
100 tonnum af kartöflum. Meiri-
hluti framleiðslunnar er af þeirri
tegund, sem nýtur sérstakrar við-
urkenningar, íslandsrauður. Sú
kartöflutegund er ekki fljótvax-
in. Var það fyrir bein orð Græn-
metissölunnar á sínum tíma, að
bændur í Þykkvabæ hófu rækt-
un á íslandsrauð í svo stórum
stíl, sem nú er orðið. 1 fyrravor,
þegar kartöflunum var ekið út
í flögin, höfðu bændur í Þykkva-
bænum lagt til að þessar kartöfl-
ur yrðu settar á markaðinn og
þá seldar sem annars flokks, ein-
göngu vegna stærðar, því að um
gæðin þurfti enginn að efast. En
þrátt fyrir hið bága ástandi í
kartöflumálunum, sem þá var
hafði ékki verið fallizt á þetta
sjónarmið bændanna. Það var
talið vænlegra að aka þeim út í
flögin.
Frá þessu og ýmsu öðru varð-
andi kartöfluframleiðsluna,
skýrðu bændur í Þykkvabænum
blaðamönnum frá Morgunblað
inu, er þeir voru þar eystra á
ferð fyrir nokkru. Þá var verið
að taka upp kartöflur og kynnt-
ust blaðamennimir þar af eigin
raun nokkuð ástandinu.
— Við erum ekki að biðja um
að gefa okkur neitt, sagði einn
bændanna. Af orsökum, sem öll-
um em kunnar, eru kartöflurn-
ar smávaxnari í ár en t. d. í
fyrra, en þá hafði verið mjög gott
kartöfluár. Stafar þessi uppskeru
brestur nú af hinum miklu sí-
felldu rigningum. Á stórum
svæðum eru kartöfluakrarnir í
Þykkvabænum undir vatni og
kartöflurnar þar ónýtar. Bænd-
urnir urðu að nota tvo traktora
til þess að draga eina upptöku-
vél, svo þung var hún' í drætti
í hinum blauta jarðvegi. Garð-
arnir voru kolsvartir yfir að
líta.
— Þegar á allar aðstæður er
litið, finnst okkur hér í Þykkva-
bænum eðlilegt að tekið sé tillit
til þeirra staðreynda, sem blasa
við. Af því getur Grænmetis-
salan ekki gert sömu kröfur i
ái varðandi kartöflurnar, sem í
góðæri væri. Hún verður að gera
aðrar kröfur í þessum efnum.
Enginn skyldi þó ætla að sú
kartöfluuppskera, sem nú er i
Þykkvabænum sé eitthvert óæti.
Danir myndu kalla kartöflurnar
steikarkartöflur, en þær þykja
lúxusvara í Danmörku. í þessu
sambandi var líka rætt um véla-
menriinguna við kartöfluræktun.
Hún hefur nú mjög aukizt hér á
landi. Bændur í Þykkvabænum
eiga- í félagi vélar, sem setja nið-
ur kartöflurhar, einnig afkasta-
miklar vélar, sem taka upp úr
ökrunum. Þessar vélar fara eins
vel með kartöflurnar og sjálf
mannshöndin. Hvaða þýðingu
þessi vélvæðing hefur fyrir
kartöfluræktun landsmanna á
ókomnum árum verður engu
spáð um. En möguleikarnir eru
augljóslega stórkostlegir, úr því
hægt er að beita vélum. Land-
svæði er nóg í austursveitunum.
Vitað er að árlega flytja lands-
menn inn kartöflur fyrir milljón-
ir króna. En ef breyting á að
verða á í þessum málum, svo sem
allir telja í fyllsta máta eðlilegt,
er mjög undir því komið að sá
aðilinn, sem einn hefur leyfi til
kartöflukaupa, athugi á hverjum
tíma aðstæður allar, því í þessu
gildir ekki ein regla.
Vinningar
í happdrætti DAS
í GÆR var dregið um vinninga
í happdætti DAS. Vinningar
komu upp á eftirtalin númer:
43765, 20078, 45561, 24032, 28160,
16364, 10286, 16193, 34835, 10837,
20538, 28012, 46836, 36069, 25486,
62527, 15607, 4098, 41710, 27665.
Um 5 þús. gestir komu í
Árbœjarsafnið í sumar
Safninu verður lokab um helgina
Wilhelm Brúckner Ruggeberg
ARBÆJARSAFNI verður lokað
frá‘ og með deginum á morg-
un. — Frá því að safnið var opn-
að um 20. júlí sl. hafa um 5 þús-
und manns sótt það, þar af um
1800 börn. — Er hér um mikla
aukningu að ræða frá sl. ári, en
þá komu rúmlega 4 þús. manns í
safnið — og einkum er aukning
aðsóknarinnar mikil, þegar tekið
Sinfoníutónleikar
á þribjudagskvöld
/
Wilhelm Briickner Riiggeberg stjórnar
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands
heldur tónleika í Þjóðleikhúsinu
næskomandi þriðjudagskvöld, 6.
okt., og hefjast þeir kl. 8.30.
Stjórnandi hljómsveitarinnar
að þessu sinni er Wilhelm
Brúckner-Ruggeberg, hljómsveit-
arstjóri við Ríkisóperuna í Ham-
borg. Hann er Reýkvíkingum að
góðu kunnur síðan hann stjómaði
hér flutningi óperunnar „Car—
men“ á vegum Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar, en þeir tónleikar
urðu einhverjir hinir vinsælustu,
sem nokkru sinni hafa verið
haldnir í Reykjavík. Var óperan
flutt alls 11 sinnum fyrir troð-
fullu húsi í Austurbæjarbíói. —
Nýtt leikhús
f KVÖLD verður fnumsýning
á nýjum íslenzkum söngleik
„Rjúkandi ráð“, í Framsókn-
arhúsinu á vegum Nýs leik-
húss, sem stofnað var um leið
og æfingar á söngleiknum
hófust í haust, en aðalstofn-
andi er Flosi Ólafsson, leik-
ari.
Höfiundar þessa nýja, ís-
lenzka söngleiks láta ekki
nafna sinna getið að öðru
leiti en því, að Jón Múli Árna-
son hefur samið tónlistina og
söngvarnir eru útsettir af
Magnúsi Ingimarssyni, en þeir
eru alls 12.
Fimmtán leikendur koma
fram í söngleiknum og meðal
þeirra eru Kristinn Hallsson
og Steinunn Bjamadóttir, Er-
lingur Gíslason, Sigturður Ól-
afsson, 4 þokkagyðjur og Flosi
Ólafsson.
Söngleikurinn gerist í undir
heimum Reykjavíkurborgar á
vorum dögum og fjallar um
ýms kátleg þjóðfélagsvanda-
mál. í leikmim kemur fram
einn lánveitandi og þvotta-
kona — Ieigjandi hans, einn
róni, strokufangi, verðir lag-
anna, fulltrúi heimsfegurðar-
ráðsins i Hollywood og síðast
en ekki sízt 4 þokkagyðjur.
Nýtt leikhús mun starfa á-
fram og hefur fengið inni í
Framsóknarhúsinu í vetur. —
Meðal verkefna, sem það hef-
ur á prjóminum, er Xobacco
Road, eftir Erskine Caldwell
og ný revía.
Brúckner-Rúggeberg er orðinn
mjög þekktur maður á megin-
landi Evrópu og víðar. Meðal
annars hefir hann nýlega stjórn-
að plötuupptöku á verkum Kurt
Weills, þar á meðal „Túskildings-
óperunni“ og óperunni „Ma-
hagonny". Ekkja tónskáldsins,
söngkonan Lotte Lenya, valdi
Brúckner-Rúggeberg til þessa
verks. — Þá hefir hann nýlega
endursamið tónverkið „Belshaz-
ar“ eftir Hándel og gert úr því
óperu, sem hefir farið sigurför
um óperuleiksvið Evrópu á síð-
astliðnu ári.
Fyrsta verkið á efnisskrá tón-
leikanna á þriðjudaginn er ein-
mitt eftir Hándel, Concerto
grosso í F-dúr, op. 6 nr. 2. Þá
verður flutt „Siegfried-Idyl“ eft-
ir Richard Wagner, en Wagner
er sá af meisturum 19. aldarinn-
ar, sem helzt hefir orðið út und-
an í tónlistarflutningi hér að
undanförnu. Þetta undurfagra og
rómantíska verk er byggt á stefj-
um úr óperunni „Siegfried“ og
tileinkað síðari konu tónskálds-
ins, Cosimu, dóttur Frans Liszt.
— Tónleikunum lýkur svo með
sinfóníunni nr. 3 í Es-dúr eftir
Beethoven, sem nefnd er „Eroica“
eða „Hetju-sinfónían“. Hún er
eitt allra-stórbrotnasta verk
Beethovens og á sér jafnan vísan
stóran hóp áheyrenda, hvar og
hvenær sem hún er flutt.
er tillit til þess, að Safnið var nú
opnað nær mánuði síðar en i
fyrra. — Árbæjarsafn verður
væntanlega opnað aftur í byrj un
júní að vori.
Margar góðar gjafir hafa safn-
inu borizt á liðnu sumri, sem of
langt mál yrði upp að telja hér,
að því er Lárus Sigurbjörnsson,
forstöðumaður Skjala- og minja-
safns Reykjavíkur, tjáði blaðinu
í gær. — Silfrastaðakirkja, sem
verið hefir í endurbyggingu að
Árbæ í sumar, verður gerð fok-
held í haust, og er það verk þegar
langt komið. Verður súðin lögð
nú eftir helgina. —
Svæðið umhverfis Árbæ er
hugsað sem skemmtigarður Reyk
víkinga í framtíðinni, eins og
kunnugt er — og hefir það þegar
verið skipulagt. — Á næstunni
munu verða flutt þangað nokkur
tré -til gróðursetningar, sem eiga
að prýða garðinn umhverfis bæ-
inn. Sér Hafllði Jónsson, garð-
yrkjuráðunautur um þær fram-
kvæmdir.
Norskunámskeið
fyrir alménning
NORSKUNÁMSKEIÐ fyrir al-
menning í Háskóla fslands hefj-
ast í VI. kennslustofu Háskólans
kl. 20,15 næstk. þriðjudagskvöld
6. okt. (byrjendaflokkur) og
næstk. föstudagskvöld 9. okt.
(framhaldsflokkur). Kennt verð-
ur til kl. 21.45 vikulega í hverj-
um flokki. — Byrjendur eru
beðnir um að hafa með sér
Linguaphonebók í norsku (fæst í
Hljóðfærahúsi Rvíkur, Banka-
stræti 7) og stílabók. (Málfræði-
ágrip er keypt hjá kennara). —
í framhaldsflokknum verða lesn-
ar sígildar norskar bókmenntir,
en þar að auki er lagt stund á að
ná sem beztum tökum á norsku
nútímamáli, bæði í tali og skrift.
Lesin verða í vetur þrjú leikrit
eftir Ibsen, leikrit (ásamt ljóða-
flokki) eftir Garborg, og smá-
sögur eftir Vesaas. (Allar bækur
eru keyptar hjá kennara).
Kennslan er í báðum flokkum
ókeypis, og öllum er heimill að-
gangur.
Ivar Orgland,
sími 15823.
Sýning Þorvaldar
SÝNING Þorvaldar Skúlasonar
í Listamannaskálanum er við-
burður í bæjarlifinu, sem enginn,
einkum ungt fólk, hefir ráð á að
missa af. Nútíma æskufólki er
jafn lífsnauðsynlegt til þess að
vera hlutgengt í góðu mann-
legu samfélagi, að æfa augað
við grandskoðun listasýninga,
ekki sízt af þessari tegund og að
þekkja stafina til að lesa góða
bók ofan í kjölinn.
Óhlutlæg málaralist er með
sama hætti og órímáð ljóð orðin
ein af lífsnautnum mannsins
og sú barnalega óskhyggja sumra
þreyttra manna að eitthvað
standi £ stað handa þeim til að
hvíla sig við, ar jafn fáránleg og
sú fullyrðing þeirra að velgerðar-
menn okkar á borð við Ástu
Sveinsson og Þorvald Skúlason
séu að leika einhvern skollaleik,
til þess eins að vera öðru vísi en
annað fólk. Þess konar öfugmæíi
eru nú álíka viturleg og að mað-
ur þurfi að vera t.d. sósíalisti eða
samvinnumaður til að geta skap-
að listaverk, afneita fyrirmynd-
um úr lífinu — eða náttúrunni
til að geta málað eða rími til að
geta ort. Listin er farvegur fyrir
allt það stærsta og bezta í mann
legri hugsuri og tilfinningu —
alla hina óendanlegu fjölbreyttni
lífsins — og vegir hennar eru
jafnórannsakanlegir og óútreikn-
anlegir og vegir guðs.
Ég skora á Myndlistarfélögin
að beita sér fyrir framlengingu
sýningar Þorvaldar í eina viku
og allt fólk að skoða hana að
minnsta kosti þrisvar. Það mun
engann svíkja. R. J.
Aftur eldur í hlöðunni
SAUÐÁRKRÓKI, 3. okt. _ Eins
og skýrt var frá í blaðinu í gær,
kviknaði í hlöðunni að Reykjum
á Reykjarströnd í fyrrakvöld og
kom slökkviliðið frá Sauðárkróki
og slökkti eldinn — eða svo héldu
menn. — Um kl. 2 í fyrrinótt,
vaknaði bóndinn á Reykjum við
það að kviknað var í hlöðunni í
annað sinn, en nú í þeim enda
hennar, sem eldurinn hafði ekki
komizt að í fyrra sinnið, að sunn-
an, en hlaðan snýr í norður og
suður. Mikið hvassvirði var að
sunnan og stóð vindurinn á hlöð-
una. Norðurendi hlöðunnar hafði
verið hreinsaður eftir fyrri brun-
an og heyinu, sem ekki brann,
verið komið fyrir sunnan hlöð-
unnar, eldur komst nú einnig í
það og brann það allt upp og þak
hlöðunnar, þrátt fyrir að slökkvi-
liðið væri þegar kallað á staðinn.
Brunnu alls um 700 hestar af
heyi. — FréttaritarL