Morgunblaðið - 04.10.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.10.1959, Blaðsíða 10
10 o MORCUWBLAÐIÐ Sunnudagur 4. okt. 1959 Kim og Mario að snæðingi í Rór HIN gullfallega ameríska film- stjarna KIM Novak, hefur til þessa þótt heldur einmana og leið á lífinu, og hafa margir lagt sig í framkróka til að stytta henni stundir og fá kana til að líta bjartari augum á framtíðina. En Kim lét ekki segjast, fyrr en hinn ítalski flugríki Mario Band- ini kom til sögunnar og fór að leggja snörur sínar fyrir leikkon- una. Þó gekk hún hikandi í net- ið — flaug fyrst ásamt foreldr- um sínum til Rómar að heilsa upp á milljónaeigandann. Þeim leizt vel á gripinn og gáfu sam- þykki sitt til ráðahagsins. Þá loksins tilkynnti Kim að hún hefði í hyggju að giftast Mario, og er brúðkaups þeirra að vænta áður en langt um líði AVA GARDNER varð fjúkandi vond út í amerísku tollverðina, þegar hún fyrir skemmstu kom aftur til Amer- íku, úr löngu ferðalagi. Þeir héldu henni um kyrrt í flughöfn- inni í þrjá stund- arfjórðunga með an þeir grand- skoðuðu ferða- töskurnar henn- ar 19, farangur einkaritarans, hundana hennar tvo, snyrtivörukoffortið og stærðar bongo-trommu. Fannst hinni töfrandi kvikmyndadís vera farið með sig eins og ósköp venjulegan kvenmann: — í hverju er sú gleði eigin- leag fólginu að vera frægur, andvarpaði hún, þegar hún loks- ins slapp í gegnum hreinsunar- eldinn. Þ A Ð blæs ekki byrlega fyrir kvikmyndaleikkonunni Dawn Addams. Hún er, eins og kunn- ugt er, gift ítölskum prins Mass- ino að nafni, og hefur það hjóna- band þótt til fyrirmyndar. En nú hefur einhver snurða hlaupið á þráðinn og leikkonan kom fyrir skræðunum og leita að einhverj- um krókaleiðum út úr vandan- um. Finnist ekki lausn á málinu, verður Dawn komin í þann hóp frægra manna, sem á í erjum við kaþólsku kirkjuna út af hjóna- skilnuðum. Gift getur Dawn sig aftur, en aðeins í Mexico, og verður sú gifting lögleg alls stað- ar nema á tíaliu. Stigi hún þar fæti framar, yrði hún tafarlaust fangelsuð og dregin fyrir dóm- stóla. NÝLEGA hittust í Kaupmanna- höfn Nóbelsverðlaunahafarnir Albert Schweitzer, læknir og Niels Bohr, atomeðlisfræðingur og er meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. Schweitzer, sem nú er á ferðalagi í Dan- mörku, hitti i eðlisfræðinginn tvisvar, fyrst er honum voru veitt Sonningverðlaunin að upphæð 100,000 d. kr. í hátíðasal Kaup- í fréttunum viku til Parísar, ásamt syni sín- um, til að ráðgast við lögfræð- inga um væntanlegan skilnað sinn og prinsins. En málið er flókið, Dawn er nefnilega fædd í Englandi, gift á ítalíu og búsett í Frakklandi. 1 Englandi getur hún ekki sótt um skilnað, þar sem hún við giftinguna varð ítalskur ríkisborgari, en kaþólska kirkj- an á ítalíu viðurkennir ekki skilnað. En í Frakklandi? — Jú, það er hennar síðasta von. Og nú sitja franskir lögfræðingar með sveittan skallann yfir laga- mannahafnarháskóla og síðar, er forsætisráðherra ' Danmerkur H. C. Hansen hélt kvöldverðarboð honum til heiðurs. Við það tæki- færi afhenti forsætisráðherrann lækninum 50,000 d. kr., sem er ágóði af kvikmyndasýningum um sjúkrahús hans í frumskógum Afríku. Leikarinn og kvennagullið Cary Grant er einn þeirra fáu í Hollywood, sem bragðar ekki á- spíra ' ein hann, hvort h o n u m ■fcÉMWBBW geðjaðist ekki að áfengi. — Bæði og, sagði Cary bg hló við. Áfengi er ljómandi gott til að geyma svo að segja állt í ver- öldinni — nema leyndarmál. ÞAÐ þótti mikill viðburður fyr- ir tveimur árum, er kvikmynda- leikarinn Rex Harrison gekk að eiga hina frægu ensku leikkonu Kay Kendall, en Rex er mikið kvennagull, svo sem kunnugt er. Þau voru mjög hamingjusöm hjón, Rex bara hana á höndum sér og mátti vart af henni sjá. En válegur skuggi vofði yfir. Kay hafði ekki gengið heil t skógar' nokkurn tíma, og maður hennar var sá eini, fyrir utan lækna, sem vissi að hún þjáðist af ólæknandi hvrtblæði. Og er þau voru á ferðalagi á Ítalíu fyrir skömmu, veiktist Kay skyndilega og var látin nokkrum dögum seinna — Myndin er tekin stuttu áður en þau lögðu upp í hina örlagaríku ferð. Þvottahúsið Lin hf. Stykkjaþvotturinn sóttur a Þriðjudögum. — Hringið á mánudögum. — Sími 34442. — LOFTUR h.f. LJOSMYNDASTOE AN Ingólfsstræti 6. Pantið tíma í sm.a 1-47 -72. L Æ K IM I R fOBFLSVERÐLAUNABÓKIN HEIMSFRÆGA S í V A G Ó EFTIR BORIS PASTERIMAK Hvarvetna í vestrænum löndum er Sívagó læknir talinn eitt- hvert stórbrotnasta skáldverk vorra tíma. Pólitískar æsingar og áróður og bann við útgáfu bókarinnar í ættlandi höf- undar, ekkert af því haggar þeirri staðreynd, að hér er um að ræða afburðaverk, sem eigi fyrnist. Aftan við bókina eru nokkur ljóð, sem Sigurður A. Magnús- son heíur ísienzkað. Sívagó iæknir fæst í glæsilegri út- gáfu hjá bóksölum og umboðs- mönnum Almenna bókafélagsins um allt land. Félagsmenn í Reykjavík vitji bók- arinnar í Tjarnargötu 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.