Morgunblaðið - 11.10.1959, Page 1

Morgunblaðið - 11.10.1959, Page 1
36 siður og lesbok' 46. árgangur 224. tbl. — Sunnudagur 11. október 1959 PrentsmiSja Morgunblaðsins Hverjurn ma treysta^ í skatfamálunum? í TILLÖGUM Sjálfstæðis- manna um leiðina til bættra lífskjara er einna mest áherzla lögð á gerbreytingu skattakerfisins. Enda er ó- mögulegt að ráða bót á öng- þveiti efnahagsmálanna, nema með því að lækka skatta, leggja þá á öðruvísi en áður og tryggja allsherjar- sparnað í ríkisrekstri. Þess vegna segja Sjálfstæðismenn í tillögum sínum: „Unnið verði að allsherjar Spamaði í opinberum rekstri. Endurskoðun fari fram á lög- Um um skatta, tolla og útsvör með það m. a. fyrir augum að tryggja jafnrétti skattþegna og að skattar á eyðslu komi í stað tekjuskatts og útsvara, eftir því •em fært er. Sérstök áherzla verði lögð á að hlúa að allri sparnaðarviðieitni og örfuð myndun innlends fjár- magns. Við endurskoðun skattakerfis- Ins verði haft hugfast, að at- vinnurekendum verði gert mögu legt að mynda eigið fjármagn til endurnýjunar og aukningar á at- vinnutækjum. Félaga- og skattalöggjöf verði breytt til örfunar almenningsþátt töku í atvinnurekstri í formi op- inna hlutafélaga og almenns verðbréfamarkaðs“. Alþýðuflokkurinn vildl sem allra hæstan tekjuskatt Allt fram á siðustu misseri var það eitt helzta deilumál milli Sjálfstæðisflokksins og allra hinna flokkana, hvort leggja ætti á sem ailra hæstan tekjuskatt og útsvar, eða reyna fremur að ná nauðsynlegum tekj um í sjóði ríkis og sveitarfélaga með óbeinum sköttum. Sem allra hæstur tekjuskattur 1 stað óbeinna skatta var eitt að- alstefnumál Alþýðuflokksins. Um feril Eysteins Jónssonar með hans 123 skattalög og yfir 1700 milljónir króna í ýmis konar á- lögum þarf ekki að fjölyrða. — Kommúnistar hafa í þessu sem öðru reynt að hafa þann hátt á sem einkaframtaki væri hættu- legastur. . Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn stöðugt hamrað á hættunni af stighækkandi tekjuskatti og útsvörum. Þegar sveitarfélögin reyndu að fá tekjustofn, sem að nokkru gæti komið í stað útsvara gerði Framsóknarflokkurinn það a fráfararatriði þáverandi stjórnar og stöðvaði þar með þessa réttarbót. Um svipað leyti stakk Gísli Jónsson upp á því, að tekjuskatt- ur væri með öllu afnuminn. Allir hinir flokkarnir snerust öndverð ir gegn þeirri tillögu Gísla. Sjálfstæðismenn krefjast gerbreytinga Nú hefur svo brugðið við, að þessir flokkar eru farnir að býsn ast yfir sköttunum. Alþýðuflokk ur og Framsókn láta m. a. s. svo sem þeir séi* í kapphlaupi um afnám tekjuskatts. Betur væri að satt reyndist. En full ástæða er til að taka fagurgala þessara manna nú með varúð. Það hefur að vísu ekki staðið á þeim að hækka óbeinu skattana, samanþer jóla- gjöfina 1956 og bjargráðin 1958. En hingað til hafa þeir ætíð stað ið á móti raunhæfri leiðréttingu á tekjuskatti og útsvarsálagn- ingu. Framsókn var ánægð eftir að hún hafði fengið viðurkennda undanþágu SÍS og félaga þess frá veltuskattinum. Þá sveik hún beinlínis gerða samninga um að finna aðra lausn. Kák-endurbætur á tekjuskatts löggjöfinni hafa verið lítils virði. V.-stjórnin þóttist æfcla að setja sams konar reglur um öll félög, láta eitt ganga yfir samvinnufé- lög og önnur. En þá var farið þannig að, að samvinnufélögiun- um var sett í sjálfsvald hvað þau teldu til skattskyldra tekna. Það var einungis það, sem þeim sjálf um þóknaöist r.ð segja skattskylt, sem þau áttu að greiða af sams konar skatta og aðrir! Sjálfstæð,- ismenn börðust einarðlega á móti þeim blekkingaleik, en öll þrenn ingin, Framsókn, Alþýðuflokkur og kommúnistar voru þá sam- mála um rangindin. Vegna rýrnandi verðgildis pen inga hafa skattstigar í raun og veru stórhækkað. — Þetta hafa Sjálfstæðismenn bent á æ ofan . æ, en hingað til fyrir daufum eyrum andstöðuflokkanna. Endurskoðun skattalaganna er óhjákvæmileg höfuðnauðsýn. — Sjálfstæðismenn munu beita sér fyrir gerbreytingu á skattakerf- inu. Einungis nægur styrkur þeirra á þingi tryggir framgang þeirrar bráðnauðsynlegu réttar- bótar. Fer Macmillan á fund Eisenhowers? LONDON, 10. öktóber. MACMILLAN og Selwyn Lloyd, utanríkisráðherra, héldu fyrsta fund sinn cftir kosningarnar síðdegis í dag. Ræddu þeir ýmis áríðandi utanríkismál, undirbún- ing fundar æðstu manna og e. t. v. hugsanlegan fund ríkis- leiðtoga Vesturveldanna, sem þá yrði á undan fundi austurs og vesturs. 1 kvöld voru úrslit kunn í öll- um kjördæmum að einu undan- skildu. íhaldsmenn höfðu þá hlot ið .365 þingmenn af 630 í neðri deildinni. Verkamannaflokkur- inn hafði fengið 258 sæti og Frjálslyndir 6, en það er sami þingsætafjöldi og þeir höfðu fyr- ir kosningarnar. Búizt var við að frambjóðandi íhaldsmanna hefði náð öruggri kosningu í því eina kjördæmi, sem ekki hafði verið fulltalið í. Ihaldsmenn hafa þá 106 þing- sæti yfir Verkamannaflokkinn í neðri deildinni, en 100 umfram alla andstæðinga. Ekki er búizt við neinum meiri háttar breytingum á stjórn Mac- millans, en þær fregnir flugu í London í kvöld, að MacmiIIan væri byrjaður að undirbúa för til Washington til þess að ræða við Eisenhower um fund æðstu manna. Hafstraumar yfir hryggnum mi Islands og Færeyja rannsakaðir 10 skip margra þjóða taka þátt í rannsóknunum KATJPMANNAHÖFN, 10. október. — Einkaskeyti til Mbl. ÁRSÞINGI Alþjóða hafrannsóknaráðsins lauk í kvöld. Þingið stóð í viku og þátttakendur voru um 170 og yfir 100 fyrirlestrar voru fluttir. Áður en þingið hófst ræddu 50 sérfræðingar frá flestum löndum heims um árangur þann, sem náðist með rannsóknum í sambandi við alþjóða jarðeðlisfræðiárið. Þessar umræður stóðn í þrjá daga. Stækkun möskva Fréttamaður Mbl. náði tali af ÁrnaFriðrikssyni, framkvæmda- stjóra ráðsins, í þann mund er þinginu lauk. Sagði hann, að tvennt sérstaklega athyglisvert hefði komið fram á þessu móti. Sérfræðinganefnd sú, sem rann sakað hefði þorskstofninn j Bar- entshafi hefði sannreynt, að lið- lega helmingur fisksins þar væri árlega veiddur, en þorskur er 65% alls afla, sem árlega fæst úr Barentshafi. Sérfræðingarnir teldu því æski legt að möskvar á netum, sem þar eru notuð, verði stækkaðir til þess að þyrma úngviðinu, sagði Árni. Málið verður því lagt fyrir fastanefndina frá 1946 og mun málið tekið til meðferðar í byrj- un næsta árs. Djúpstraumar milli íslands og Færeyjar Annað merkilegt atriði eru fyrirhugaðar rannsóknir á neðan sjávarhryggnum milli íslands og Færeyja. Þessar rannsóknir eiga að hef jast í lok maí næSta ár — og standa í þrjár vikur.Margar þjóð- ir munu taka þátt i rannsóknun- um og senda samtals 10 rann- sóknarskip á þessar slóðir. íslend- ingar senda varðskipið Mariu Júliu. Megintilgangurinn, segir Árni, er að afla sem fullkomnastra gagna og upplýsinga um djúp- straumana yfir hrygginn, því ná- kvæm vitneskja um þessa strauma auðveldar okkur athug- anir á lifinu í sjónum á þessu svæði, ekki sízt hafinu suður af íslandi. Sérstök áherzla verður líka lögð á að ranhsaka letur- humarinn betur en hingað til hef ur verið gert. Fulltrúar íslands í Hafrann- sóknarráðinu, þeir Davíð Ólafs— son og Jón Jónsson, tóku þátt i störfum þingsins og þar að auki fiskifræðingarnir Hermann Ein- arsson, Jakob Jakobsson og Jak- og Magnússon. Jón flutti fyrirlestur um þorsk- rannsóknir íslendinga i ár, bæði við ísland og Austur-Grænland. Frh. á bls. 23 Þessi mynd var tekin í Kaupmannahöft. af þeim Davíð Ólafssyni, Árna Frið- rikssyni, Hermanni Einars- syni og Jakob Jakobssyni þar sem þeir eru að undir- búa störf sín á þinginu. Sunnudagur 11. okt. . Efni blaðsins er m.a.: BLAÐ 1: Bls. 3: Kvölds og morgna, eftir Óskar J. Þorláksson. Rætt við tvo leikara, Brynjólf Jóhannesson og Árna Tryggva- son. — 6: Grein Eyjólfs K. Jónssonar mm almenningshlutafél ög. — ft: Síðari grein Ólafs StefánssoM- ar um efnahagsmál. — 10. Dýrmætar fornminjar. — 11: Bridge. — 12: Ritstjórnargreinarnar: Á fram- tlðarvegi og Spillingarhættaa — 13: Reykjavíkurbréf. — 15: Sitt af hverju tagi. — 17: Fólk i fréttunum. — 23: Krossyáta. BLAÐ II: Bls. 1: í fáum orðum sagt: Rætt vif Þorvald Skúlason. — 3: Kvennadálkar. — 5: Kvikmyndaþáttur. — S: Við túngarðinn. — 7: Bókaþáttur: GJörningabók dórs Kiljans Laxocss. — S: Frímerkjaþáttur. — 10: Heimsmet í tannskemmdumT — 11: Viðtal út af viðtali, oftár Bjart- mar Guðmundsson*

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.