Morgunblaðið - 11.10.1959, Síða 6

Morgunblaðið - 11.10.1959, Síða 6
6 MORVinvnrjoiB Sunnudagur 11. okt. 1959 Eyjólfur Konráð Jónsson: Almenningur á að eiga og reka stórfyrirtœkin Hugleiðingar um almenningshlutafélög Grein þessi birtist í síð- asta hefti tímaritsins Stefnis og þykir Morgun- blaðinu rétt að endur- prenta Lana vegna rang- færslna Þjóðviljans í gær. A Sambandsþingi 1957 gerðu ungir Sjálfstæðismenn samþykkt ir um stofnun opinnr hlutafé- laga og almennan verðbréfa- markað. Landsfundur Sjálfstæð- isflokksins á liðnu vori staðfesti síðan þetta stefnuskrárákvæði yngri mannanna sem stefnu Sj álf stæðisflokksins. En ótrúlega lítið hefur 'amt sem áður verið ritað um þetta merka mál. í eftirfarandi hug- leiðingum verður leitazt við að gena því nokkur skil, ef það mætti verða til þess, að ein- hverjir íhuguðu það frekar. En hvað er þá átt við með almenningshlutafélagi, og hvað, er almennur verðbréfamarkað- ur? í fáum orðum mætti segja að almenningshlutafélag væri fé- lagsskapur stofnaður í atvinnu- skyni með þátttöku sérhvers, sem leggja vildi fram fé til að eignast hlut í félaginu í von um hagnað. Og hinn almenni verð- bréfamarkaður hefði siðan því hlutverki að gegna að annast kaup og sölu hlutabréfanna og skrá verð þeirra frá degi til dags eftir framboði og eftirspurn, rekstrarafkomu fyrirtækisins, hagnaðarvoninni. Á þann hátt gætu menn skipt á bréfum sín- um fyrir önnur, selt þau, ef þeir þyrftu á fé að halda til eigin nota og svo framvegis. Kétt er að staldra hér við og játa, að ekkert er því til fyrir- stöðu í dag að stofna og reka opin hlutafélög, enda þekkja menn það, að slík félög hafa verið stofnuð með almennu hluta fjárútboði. A sama hátt mætti svo segja, að hlutabréf í slíkum félögum væri heimilt að selja hverjum, sem hafa vildi og til þess þyrfti engan verðbréfa- markað. Gallinn er bara sá, að skatta- lög eru með þeim hætti, að naum ast er nokkrum manni ætlandi að leggja fé sitt í slíkt félag, nema þá af öðrum hvötum en hagnaðarvon. Þannig er það fyrst Og’ fremst skattalöggjöfin, sem breyta þarf í þeim tilgangi að greiða fyrir stofnun almennings- hlutafélaga og gera þátttöku í þeim arðvænlega, þó að hlutafé- lagalöggjöfin sé einnig gölluð og þarfnist endurbóta í sama skyni. Gildi verðbréfamarkaðarins ætti svo að verða Ijóst af því, að hann skráir verð bréfanna eins nærri sannvirði og kornizt verð- ur og tryggir þannig, að hinn al- menni hluthafi sé ekki hlunnfar- inn, þótt allir eigendur hljóti að sjálfsögðu að taka ófyrirsjáan- legu tapi á sama hátt og þeir njóta hagnaðarins. Jafnframt gæti verðbréfamarkaðurinn svo sinnt öðrum mikilvægum hlut- verkum, t. d. sölu annarrá verð- bréfa, útgáfu veðskuldabréfa, sem hann ábyrgðist og gengið gætu kaupum og sölum á sama hátt og ríkisskuldabréf, o. s. frv. Hagkvæmur rekstur Á þessum vettvangi ætti ekki að þurfa að fara mörgum orð- um um það, að einkafyrirtæki séu betur rekin en ríkis- eða bæj- arfyrirtæki. Á hinn bóginn kynnu menn að ætla, að almenn- ingshlutafélögin væru að því leyti millistig hins venjulega einkarekstrar og opinbms rekstr- a , að fjöldi hluthafanna væri svo mikill og hagsmunir hvers einstaks svo litlir, að engir hefðu nægilega hvöl til að veita stjóm- endum nauðsynlegt aðhald með þátttöku I kosningum innan fé- lagxins og heiJbrigðri gagnrýni á fundun. þess. Mundi þannig gæta þeirra ágalla, sem hvað mest ber á hjá stærri samvinnufélögum. Þessi hætta á þó ekki að vera raunveruleg og . ber þar margt til. X fyrsta lagi felst mikið að- hald í hinni daglegu verðskrán- ingu hlutabréfanna og birtingu reikninga, sem endurskoðaðir ættu að vera af fulltrúum verð- bréfamarkaðarins, og nákvæm- um skýrslum um reksturinn. Eft- ir þessu taka ekki einungis hlut- hafar, heldur líka þeir, sem i ’eit eru að góðum stjórnendum ann- arra fyrirtækja. í annan stað eru þeir fjölmargir, sem leggja mundu það á sig að mæta á að- alfundi eða sendia sitt atkvæði til að kjósa nýja stjórnendur, ef illa væri með fjármuni þeirra farið, þótt litlir væru, enda eiga menn þar ekkert undir velvild stjórnendanna, heldur einungis efnahag fyrirtækisins. En loks er svo líklegt, að allmargir hluthaf ar ættu verulega hluti í félaginu, svo að þá skipti máli hver árs- arðurinn yrði. Er raunar fremur ástæða til að óttast að í einstökum félögum, sem ekki væru mjög stór, kynnu tiltölulega fáir menn að reyna að ná óhóflegum ítökum með því að kaupa upp hlutabréf, og þarf að sjálfsögðu að íhuga, hvernig bezt verði gengið frá löggjöf að þessu leyti á sama hátt og brýn nauðsyn er á setningu löggjafar gegn einokunarhringum. Að öllu samanlögðu virðist því mega fullyrða, að almenn- ingshlutafélögum mundi engu síðurverða vel stjórnað en þeim einkafyrirtækjum, sem við nú þekkjum. Fullyrðing þessi bygg- ist auðvitað fyrst og fremst á því, að sama driffjöður knýr fram góða stjórn almenningshlutafé- laga og annarra fyrirtækja í einkarekstri, þ. e. a. s. hagnaðar- vonin. Þátttaka almennings Þegar við höfum nú slegið því föstu, að almenningshlutafélög Eyjólfur K. Jónsson muni skila þjóðarbúinu meiri af- köstum en ríkis- eða bæjarrekin fyrirtæki, þá er ekki úr vegi að víkja frekar að spurningunni: „safnast ekki hlutabréfin fljót- lega í hendur hinna efnaðri, svo að þegar fram í sækir verði ekki um nein almenningshlutafélög að ræða?“ Síðar verður vikið að því, hvernig hægt sé að tryggja, að félögin verði við stofnun eign mikils fjölda manna. Vísast hér til þess, en hins vegar skal nú á það bent, að enda þótt allmargir íslendingar eigi verulegar eignir fram yfir það, sem almennt er, þá gætu þeir ekki keypt stóra hluti í hinum almennu hluta- félögum án þess að selja þessar eignir sínar. Þær kæmust þá á annarra hendur og auður þeirra ríku ykist ekkert. Hitt er svo auðvitað mál, að almennings- hlutafélögin koma til með að ganga misjafnlega eins og önnur fyrirtæki, svo að þeir, sem eiga verulega hluti í einu þeirra, hagnast meir en þeir, sem lagt hafa fé í annað. Þannig verður að sjálfsögðu enn tekju- og eigna- mismunur, þó að ekki verði séð, að hann ætti að aukast. En þjóð- félagið hefur það í hendi sér að jafna þann mun, sem verður á tekjum einstaklinganna, þó að ekki verði hér lagt til, að það verði gert með aðferðum á borð við hinn svonefnda stóreigna- skatt. Aðferðirnar til að jafna tekjur og eignir eftir því sem heilbrigt getur talizt eru svo margvíslegar, að jafnvel ráð- herra Alþýðuflokksins leggur til að afnema tekju- og eignaskatt, því að aðrar leiðir séu áhrifa- ríkari í þessu efni. — Rétt er að undirstrika það, að ekkert er at- hugavert við, að almennings- hlutafélög hagnist verulega, og er hugsunin ekki sú að ríkisvald- ið eigi að ganga langt í að jafna tekjur félaganna sjálfra. Óhóf- leg ríkisafskipti eru auðvitað jafn óæskileg af almenningshluta félögum og öðrum fyrirtækjum, enda eiga lögmál hins frjálsa markaðar einmitt að beina fjár- magninu að hinum arðvænleg- asta atvinnurekstri. Hins vegar getur ríkið að vissu marki jafn- að tekjur einstaklinganna, jafnt þær, sem þeir fá sem arð úr al- menningshlutafélögum og aðrar tekjur. Formaður S.U.S., Geir Hall- grimsson hefur bent á það, að sósíalistar hafi á sínum tíma tal- ið það glópsku eða þá borgara- legt áróðursbragð, þegar Sjálf- stæðisflokkurinn hóf baráttu sína fyrir því, að sérhver fjölskylda gæti eignazt eigin íbúð. í dag nálgumst við þetta mark þó óð- um. Alveg á sama hátt munu vinstri-sinnar halda því fram, að almenningur geti aldrei orðið þátttakendur í atvinnurekstrin- um á þann veg, sem hin nýja stefna Sjálfstæðisflokksins gerir ráð fyrir. En auðvitað er þetta hin mesta firra, því að menn geta byrjað með smáupphæðum, en síðan aukið við sig eftir því sem þeim vex fiskur um hrygg. Leysa þjóðnýtinguna af hólmi Starfræksla almenningS'hluta- félaga í eiginlegri merkingu þess orðs ætti því ekki að vera mikl- um örðugleikum háð. Og stofnun þeirra nú þegar væri líka býsna auðveld. Verður hér á eftir bent á þær leiðir, sem hægt væri að fara hið allra fyrsta. En áður er rétt að vekja athygli á þeirri staðhæfingu þjóðnýtingarpostula að stórfyrirtæki geti hér ekki verið í einkaeign, vegna þess að engir einstaklingar hafi nægilegt fjármagn til rekstrarins. Jafnvel þótt um venjulegt einkafyrirtæki væri að ræða og fjármagn það, sem einstakling- arnir legðu fram, væri tiltölulega úr skrifar f dqqiega lifínu ] Þægilegt að ferðast í þotum FARARTÆKI loftsins taka orð- ið svo örum breytingum, að maður hefur ekki við að trúa. Og eiginlega erum við hætt að furða okkur á því sem við heyr- um um það efni. Samt sem áður þótti mér það talsverður viðburður í lífi mínu, er ég fyrir skömmu ferðaðist í í fyrsta sinn með þotu. Þetta var þota af Caravelle-gerð, ein af þeim sem Air-France tók í not- kun í vor og er nú að setja á fjölmargar af flugleiðum sínum innan Evrópu. Það er ákaflega þægilegt að ferðast með þessum þotum, ekki minnsti titringur og enginn ha- vaði, nema ef setið er í öftustu sætunum, við mótorana. Þá er talsverður gnýr er farið er af stað og lent. Þotan klýfur loftið með 800 km hraða á klst. í 6000 tii 12000 m hæð, flýgur á 45 min. milli London og Parísar, tveimur tímum milli Parísar og Róma- borgar, á fimm tímum frá Paris til Istanbúl og á þremur og hálf- um tíma frá París til Berlínar. Til samanburðar má geta þess að síðasttalda leiðin tekur 4 tíma og 40 mín. í DC 4. Caravellan er frönsk þota, út búin tveimur Rolls Roys mótor- um, sem komið er fyrir utan á belgnum, rétt aftan við vængina. Fyrsta farrými er framan til, en hið almenna farrými aftast og er gengið inn í flugvélina upp í stél- ið. Mér þótti það satt að segja skrýtið að svo hraðfleyg og há- fleyg vél skyldi vera notuð á jafn stuttri flugleið og London— París. Þotan gerir lítið annað en fljúga upp í þessa miklu hæð og niður aftur. En farþegamir verða lítið varir við það. Þegar komið er nær á leiðarenda, vekur flug- stjórinn athygli á því, að nú muni hann nota hina nýju hemla, ef einhver skyldi vilja sjá þá. Farþegamir líta ,út. Upp úr vængjunum rís kambur, sem dreg ur úr ferð flugvélarinnar. Er mér sagt að þetta sé merkileg nýjung. En það er engan veginn friðsamt ÞAÐ er vissulega þægilegt að komast á milli fjarlægra staða á svo auðveldan hátt og á svo skömmum tíma. En það ligg- ur við að hraðinn sé of mikill. Maður er varla búinn að koma sér vel fyrir í flugvélinni, er kom ið er á leiðarenda. Flugfreyjurn- ar hafa ekki tíma til neins. Þær byrja að þjóta um, strax og vélin er lögð af stað, til að ljúka skyldu störfum sínum í tæka tíð. Maður verður að borða veitingar þeirra, eins og maður sé í kappáti, og þær mega varla vera að því að afgreiða pantaða hressingu, svo önnum kaínar eru þær við að selja tollfrjálst áfengi, sígarettur, Dior-nælonsokka og frönsk ilm- vötn. Um leið og lagt er upp frá hverjum stað, leggja þær af stað aftur eftir vélinni með allan varninginn á hjólaborði, svo flug- vélin minnir óþægilega mikið á sölutorg. Skipulagið um borð er eins og í þeim flugvélum, sem fara hægar og þar sem tími er til að annast farþegana í ró cg næði, gefr. þeim hressingu, selja tollfrjálsar vörur o. s. frv. Alit þetta verður að gera á svo skömmum tíma, og við það verð- ur andrúmsloftið ósköp hvimleitt. E Hraðinn fer fram úr skipulaginu INS er það, þegar komið er við á mörgum stöðum. Eftir klukkutíma flug eru kannski allir reknir út úr flugvélinni, látnir ganga langa leið að flugafgreiðsl- unni eða ekið þangað, þar eru þer látnir bíða í hálf tíma og síðan er aftur lagt á stað. Eft.r tveggja tíma flug endurtekur sama sagan sig. Enginn friður, engin von um að geta blundáð. Að sjálfsögðu eru þetta smá- vægilegir gallar sem auðvitað verða lagaðir. En það ér auðséð að hraðaaukningin er of mikil, til að skipulagning bæði í flugvélun- um og niðri á völlunum geti fylgzt með og er það ekki undar- legt. Seinna mun ég e. t. v. ræða það mál nánar. lítill hluti heildarkostnaðarins, þá hafa stjórnmálamenn ekki rétt til að rázka með sparifé þjóðarinnar í illa reknum fyrir- tækjum. Miklu fremur eiga bank arnir að hafa vald til að beina því til arðvænleg. a fyrirtækja atorkumanna, sem hafa dug og vit til að hagnýta það til auk- innar hagsældar þjóðarheildar- innar. Og þegar um er að ræða almenn hlutafélög, er enn meiri ástæða til, að borgararnir sjálf- ir hafi yfirráð sjfarifjárins. En auk þess á að fá slíkum almenn- ingsfyrirtækjum það lánsfé, sem hægt er að fá erlendis, þó að stjórnmálamönnunum finnist sjálfsagt súrt í broti að geta ekki bent á allt það, sem þeir hafi gert til uppbyggingar eins og árátta er orðin hérlendis. í þessu sambandi má einnig á það benda, að full ástæða er til að ætla, að starfræksla almenn- ingshlutafélaga muni mjög auka sparnað, því að margir muni nokkuð til leggja til að eignast hluti í félögunum, sem ekki hafa trú á almennri sparifjármyndun. Ætti sá sparnaður að geta orðið grundvöllur að nýjum stór- rekstri, sem ekki ylli verðbólgu, þar eð sá sparnaður kæmi á und- an og samhliða framkvæmdun- um. Þótt í Landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins segi ekki, hvaða atvinnufyrirtæki eigi að vera í formi almenningshlutafé- laga, þá virðist liggja beint við, að það séu ekki eingöngu stór- fyrirtæki framtíðarinnar, þar sem þegar í stað mætti hrynda þess- um hugsjónum í framkvæmd. Þannig virðist mjög koma til at- hugunar, að^ t.d. Sementsverk- smiðjan og Áburðarverksmiðjan, Skipaútgerðin, Landssmiðjaa og fleiri ríkisfyrirtæki yrðu falin almenningi til stjórnar á þann veg, að hagkvæmissjónarmið ein réðu stjórn þeirra, en engir póli- tískir duttlungar. Á sama hátt gæti Reykjavíkurbær riðið á vað- ið með því að afhenda bæjarbú- um t.d. Bæjarútgerðina og Stræt- isvagnana. Og þetta er ofureinfalt mál. Ríki og bær gætu ósköp hæglega tryggt fjárhagsgrundvöll þessara fyrirtækja, stofnað um þau al- menningshlutafélög og afhent landsmönnum hlutabréfin endur- gjaldslaust, eða við mjög lágu verði, t.d. öllum, sem í sveit búa, bréf í Áburðarverksmiðjunni o. s. frv. Þannig mætti t.d. hugsa sér, að Reykjavikurbær gengist fyrir stofnun almenningshiutafé- lags um Bæjarútgerðina, tryggði fjárhag hennar, en losnaði jafn- framt við frekari fjárútlát. Síðan væri hlutafé ákveðið —7 milljónir kr. og sérhverjum bæj- .arbúa sent heim eitt 100 króna hlutabréf. Viðskipti með þessi bréf mundu þegar í stað hefjast. Sumir mundu ekki kæra sig um nein bréf og seldu þau, en aðrir mundu aðeins vilja eiga bréf í einu fyrirtæki o.s.frv. Auðvitað væri ekki nauð- synlegt að fara þannig að. Alveg eins mætti hugsa sér, að öMum væri í ákveðinn tíma heimilt að .kaupa aðeins eitt bréf á nafn- ■ verði, en síðan væru bréf þeirra Isem ekki hefðu neytt réttar sins, j seld hverjum sem hafa vildi, þó að þá mætti einnig takmarka kaup hvers einstaks eða láta verð bréfamarkaðinn annast skráningu verðsins, sem þegar mundi hækka, ef eftirspurn yrði mikiL Á sama grundvelli mætti gjarnan í dæmi þvi, sem nefnt var hér að framan um Bæjarútgerðina, auka hlutaféð til kaupa á nýjum tog- urum og öðrum atvinnutækjum. Erfiðleikarnir eru þannig ekki ýkjamiklir við að fara inn á þessa braut, sem vafalaust mundi verða til þess að stórauka afköst at- vinnufyrirtækjanna og auðvelda uppbyggingu stóriðju, sem er hið brýnasta hagsmunamál íslend- inga. Lýðræðinu hætta búin En þrátt fyrir allt, er það þó ekki hin hreinefnahagslega hlið málsins, sem er mikilvægust. Menn kunna að telja það böl- sýni, en mér er nær að halda, að Framh. á bis. 10.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.