Morgunblaðið - 11.10.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.10.1959, Blaðsíða 8
8 MORCVTSBtAÐIÐ Sunnudagur 11. okt. 1959 Olafur Stefánsson, viðskiptafræðingur: Þróun íslenzkra efnahagsmála í tíð V-stjórnarinnar Verfflagrs- og kaupgjaldsmál EITT af yfirlýstum stefnumálum V-stjórnarinnar var að stöðva v^rðbólguþróunina í landinu, en þetta tókst ekki betur en svo, að vísitala framfærslukostnaðar, sem er helzti mælikvarði á verð lag í landinu, hækkaði úr 1S5 stigum, er stjórnin kom til valda í júlí 1956, upp í 220 stig, er hún hrökklaðist frá völdum í desem- ber sl., eða um 35 stig. Niðui- greiðslurnar voru á sama tíma auknar úr 12,4 stigum í 22,4 stig eða um 10 stig. Raunveruleg hækkun vísitölunnar á tímabil- inu nemur því 45 stigum, sem svarar til þess, að verðlagið hafi hækkað um hvorki meira né minna en 24,3% í tíð stjórnar- innar, sem hét að stöðva það. Stjórnin missti að lokum allt taumhald á verðbólgunnt í land- inu, sem glöggt kom fram í yfir- lýsingu Hermanns Jónassonar, er hann baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, um að ný verð- bólgualda væri skollin yfir þjóð- ina. Minnihlutastjórn Alþýðu- ílokksins tókst samt að lægja þá öldu með stuðningi Sjálfstæðis- flokksins og koma vísitölunni niður i 175 stig. Þar með var þjóðinni forðað frá þeim voða, er ábyrgðar- og fyrirhyggjuleysi vinstri stjórnarinnar hafði skap- að m.a. með álögunum miklu vor- ið 1958. Um aðferðina til þess má vitanlega deila .einkum var aukn- ing niðurgreiðslnanna hæpin ráð stöfun, en aðalatriðið er það, að verðbólguþróunin var stöðvuð. Sú skröksaga, að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi ýtt undir kaup- hækkanir í tíð vinstri stjórnar- innar, er þegar marg hrakin. Þvert á móti lýsti Sjálfstæðis- flokkurinn yfir vanþóknun sinni á þeim, þar sem þær hlytu að leiða til verðbólgu. Það er at- hyglisvert að fyrsta kauphækk- unin í tíð v-stjórnarinnar var haustið 1956, er SÍS-starfsmenn fengu 8% kauphækkun. Hver trúir því, að Sjálfstæðisflokkur- inn hafi staðið að henni? Sömu- leiðis hefir verið minnt á, að Framsóknarflokkurinn sleit stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæð isflokkinn m. a. á þeirri for- sendu, að flokkurinn væri alger- lega áhrifalaus innan verkalýðs- samtakanna, en það er ekkert nýtt að Framsókn sé ekki sjálfri sér samkvæm í áróðrinum gegn Sjálfstæðisflokknum. Frumorsakir þeirra veiðbólgu er ríkti í tíð vinstri stjórnarinn- ar er að leita í kauphækkunum þeim, er kommúnistar stofnuðu til með verkföllunum 1955. Með þeim komu þeir verðlaginu úr jafnvægi, og svikamylla verðbólg unnar fékk völdin, þar sem verð- lag hlýtur jafnan að hækka, er framleiðslukostnaðurinn eykst vegna kauphækkana, sem eru meiri en afkastaaukning sú, sem stafar frá bættri tækni, og sam- band framfærsluvísitölu og kaup- ur Sjálfstæðisflokksins miklu meiri en nokkru sinni fyrr. Ef landsmenn bæru gæfu til þess að veita Sjálfstæðisflokknum meiri- hluta á Alþingi er liklegt, að svipað endurtæki sig. Atvinnu- líf, lífskjör og stjórnarfar í land- inu myndi taka þvílíkum stakka- skiptum til hins betra, að fáum myndi koma til hugar að hverfa aftur til ofstjórnar og hafta upp frá því. Á óvenjulegum og erfiðum tím um ,svo sem stnðstímum, grípa _ Mutfdllsleg aukmngþjóíar- WAfrdmleidslunna fá án til árs 1953 1954 gjalds ýtir að sjálfsögðu undir þessa þróun. Kommúnistum tókst ekki að kveða niður verðbólgudraug þann er þeir höfðu sjálfir vakið upp. Ef til vill hafa þeir ekki kært sig um það. Menn mega ekki gleyma því, að kommúnistaflokkar allra landa keppa að því að kollvarpa ríkjandi þjóðskipulagi, sé það ekki kommúnískt. Með slíkum flokki taldi Framsóknarflokkur- inn vænlegra að vinna en með Sjálfstæðisflokknum, væntanlega talið hann sér skyldari, sbr. mál- tækið, að hvað elskar sér líkt. Það er aldrei von á góðu þegar upplausnaröflin í þjóðfélaginu taka höndum saman og ná meiri- hluta. Því skyldi engann undra hvern ig til tókst með vinstri bræðing- inn. Flestum landsmönnum er orðið það ljóst, að slíkur bræð- ingur, sem ætíð er sjálfum sér sundurþykkur, er hreinn þjóðar- voði, nái hann stjórn landsins á sitt vald. Þetta hafa Reykvíking- ar skilið manna bezt s'or. síðustu bæjarstjórnarkosningar, er hætta var talin á, að vinstri menn næðu meirihluta í bæjarstjórn vegna breytinga á kosningalöggjöfinni, sem miðuðu að því að gera Sjálf- stæðisflokknum erfiðara fyrir í kosningunum. Þá sýndu Reyk- víkingar, að þeir óttast slikan meirihluta, með því að gera sig- 1955" 1956 1957 1958 margar þjóðir til margháttaðra hafta, svo sem innílutningshafta, skömmtunar, verðíagseftirlits o. fl. þótt þær athyilist annars við- skiptafrelsi. Slík höft voru m.a. innl. mjög víða í síðustu heims- styrjöld. Eftir styrjöldina hafa !\ Gróðrastöðin við Miklatorg — Sími 19775. Steinþórssonar til ársins 1953, en síðan undir forystu Ólafs Thors, má margt gott segja, t.d. tókst henni að halda verðlaginu sæmi- lega stöðugu allt þar til kommún- istar æstu til verkfallanna mikiu 1955, sem beinlínis var stofnað til í þeim tilgangi að koma efna- hagskerfinu úr jafnvægi og velta stjórninni úr sessi. Eins og áður er sagt hóf þessi samstjórn valda feril sinn með því að draga veru- lega úr höftunum, en þar var af miklu að taka og við ramman reip að draga, þar sem Framsókn- arflokkurinn var áhugalítill um það mál og auk þess klofinn í af- stöðunni til stjórnarinnar, svo að niðurstaðan varð í flestum tilfell- um sú, að slakað var á höftunum, en þau ekki hreinlega afnumin og þurft hefði að gera, og Sj álf stæðisf lokkurinn stefnt yrði að. vildi að Síðari hluti V.-stjórnin kom til valda var tekin upp algerleg ný stefna í þessum málum, en hún var sú að auka höftin sem allra mest. Alls konar eftirliti var komið á og hert á því sem fyrir var, og á þessu fyrirkomulagi hefur enn engin breyting orðið, enda þótt ný stjórn sé tekin við. Hér rikir nú sannkallað hagkerfi haft- anna. Mlutfdl/sJegr breytingf d {fjarfestingru fré ári til árs ) 20, 15,8% w + 7,5% þau hins vegar víðast hvar verið afnumin að mestu eða öllu leyti nema í því landi, sem einna bezt fór út úr styrjöldinni efnahags- lega af öllum Evrópuríkjum, þ.e. okkar ágæta landi íslandi. Innflutningshöft voru innleidd hér árið 1931 að undirlagi Fram sóknar- og Alþýðuflokksins. Næstu árin og allt fram til 1939 stjórnuðu þessir flokkar landinu, og smáhertu á höftunum á því tímabili. Er heimsstyrjöldin brauzt úr reyndist óhjákvæmi- legt að taka upp skömmtun ým- issa neyzluvara, en að öðru leyti má segja, að höftin hafi ekki auk- izt hér vegna styrjaldarinnar. í stríðslokin var tekið upp fjárfest- ingareftirlit, og það hefir haldizt fram á þennan dag, en skömmtun neyzluvara, hins vegar verið af- létt að mestu. Aðeins einu sinni á þessu tíma bili var stigið stórt skref Ul af- náms haftanna. Það var árið 1950, er Framsóknarflokkurinn gekkst inn á að styðja þær ráðstafanir, er minnihlutastjórn Sjálfstæðis- flokksins hafði undirbúið og mynduðu þessir flokkar síðan rik- isstjórn saman og stjórnuðu land inu allt þar til Hermanni Jónas- syni tókst að fá Framsóknaríiokk inn til þess að slíta því samstarfi árið 1956, svo að hann gæti sjálf- ur orðið forsætisráðherra. Um þessa samstjórn Sjálfstæð- is- og Framsóknarflokksins, sem var undir forystu Steingríms kvæma átti úttekt á Þjóðarbúinu fyrir opnum tjöldum", eins og það var orðað. Efndir þessa lof- orðs urðu þær, að fengin var hingað nefnd erlendra sérfræð- inga, en þar sem tillögur nefnd arinnar gengu út á að afnema höftin eða þveröfugt við stefnu vinstri flokkanna, ákvað stjórn- in að stinga þeim undir stól, og hafa þær ekki enn verið birtar þjóðinni, en þjóðin á heimtingu á að fá að sjá þessar tillögur og til þess gerir hún kröfu. Að lokum skulu hér tilfærð ummæli hins góðkunna hagfræð ings Landsbankans, dr. Jóhann- esar Nordal um haftakerfið A síð- asta hefti Fjármálatíðinda: „Höftin hafa margvíslega ann- marka. I fyrsta lagi koma þau I veg fyrir heilbrigða samkeppni og halda hlífiskildi yfir margs konar efnahagsstarfsemi, sem er óhagkvæm fyrir þjóðarbúið, svo að hún vex og dafnar á kostnað þeirra atvinnugreina, sem skila þjóðinni mestum raunverulegum arði. í öðru lagi hafa höftin í för með sér geysilegt misrétti, þar sem einum eru veitt mikilsverð fríðindi, sem öðrum er neitað um. Margs konar gróðabrask og óeðlileg ágóðamyndun á sér stað í skjóli þeirra forréttinda, sem höftin hljóta að veita hinum út- völdu, og hjá því getur ekki far- ið, að þetta eigi sér stað á kostn- að eðlilegs atvinnurekstrar. — Loks hlýtur sjálf fmmkvæmd haftanna að hafa í för með sér mikla vinnu, sem skilar þjóðar- búinu litlu í aðra hönd, svo að ekki sé meira sagt. Mikilvægi frjálsrar verðmyndunar' á mark aði er atriði, sem almennt sam- komulag má heita um hvarvetna á Vesturlöndum. íslendingar hafa hins vegar fjarlægzt hið heil brigða markaðshagkerfi svo mjög, að á þessi sannindi er þörf að benda í hvert sinn, er íslenzk efnahagsmál ber á góma“. Þetta eru ummæli eins fremsta hagfræðings þjóðarinnar um efnahagskerfið í dag. Hér er auð- sjáanlega þörf mikilla og rót- tækra aðgerða. Ég læt lesandann um að dæma um, hverjir séu lík legastir til þess að gera það sem þarf, og að framkvæma þær að- gerðir farsællega fyrir land og lýð. Hver svo sem sú niðurstaða verður, hygg ég, að fæstum detti í hug, að ný V.-stjórn myndi leysa vandann eftir þá reynslu, sem þjóðin hefur af henni haft á undanförnum árum. Vitað er, að ýmsir af framámönnum kom- múnista sakna aðstöðu þeirrar, sem þeir nutu í tíð V.-stjórnar- innar og Framsókn eygir þann möguleika einan til stjórnarað- stöðu eftir kosningar, að ný V,- stjórn verði mynduð. Flokkar þessir munu því áreiðanlega bjóða krötum gull og græna Flestar eða allar nágranna- skóga að kosningum loknum, ef þjóðir okkar hafa afnumið með jþeir vilji sjá sig um hönd og öllu höft þau, er þau urðu að innleiða vegna síðari heimsstyrj- aldarinnar á meðan við unum taka þátt í endurreisn gömlu V.- stjórnarinnar. Og kratabroddarn ir hafa nú aldrei þótt neitt sér- 30% 25%-- 20%.. 15%-. 10%-- 5%-- 0 5% JJluifallsÍeg íreytiny é> neyzhz þjófórinnar fra ári til órs. 12/t % 1953 J9JG rólegir við höftin, og á meðan svo er, erum við m. a. útilokaðir frá þátttöku í samtökum ná- grannaþjóða vorra um fríverzl- un. Sömuleiðis er útilokað, að erlendir aðilar geti ráðist í stór- iðjuframkvæmdir hér á landi meðan gjaldeyris- og skattalög- gjöfin er jafn óheilbrigð og raun ber vitni. Slíkar framkvæmdir eru ef til vill eina leiðin til þess, að við getum haldið uppi batn- andi lífskjörum í landinu án áframhaldandi skuldasöfnunar erlendis, en þær skuldir eru þeg ar orðnar oí háar. V.-stjórnin lofaði bættu skipu- lagi efnahagskerfisins: „fram- lega tregir til, þegar völd og veg- tyllur hafa verið annars vegar. Það er því öruggt, að reynt verð- ur að mynda nýja V.-stjórn eftir kosningar. Hvort það tekst er komið undir ýmsu, en fynst og fremst undir því, hvernig þú greiðir atkvæði, lesandi góður. Viljir þú umfram allt, að það niðurlægingartímabil í íslenzkri stjórnmálasögu, er hófst með valdatöku V.-stjórnarinnar, verði ekki framlengt næstu fjögur ár- in, heldur verði tekin upp önnur stjórnarstefna byggð á því, hvað fólkinu sjálfu sé fyrir beztu, þá hlýtur þú að kjósa Sjálfstæðis- flokkinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.