Morgunblaðið - 11.10.1959, Side 15
Sunnudagur 11. okt. 1959
MORCVISBT. 4 fílÐ
15
Skurð-
stofa á
hjólum
LÆKNAVÍSINDUNUM fleyg-
ir fram með hverju ári, ný lyf
eru búin til og stórir sigrar
vinnast í baráttunni við sjúk-
dómana. Þróunin á tseknisvið-
inu hefur orðið sízt minni, en
á mörgum sviðum ekki jafn-
heillavænleg og önnur fram-
þróun hins menntaða heims.
Umferðarslysum hefur t.d.
farið fjölgandi ár frá ári með
vaxandi hraða og fjölgun fara
tækja. Langflest eru bílslysin
— og bilaumferðin er vax-
andi vandamál í flestum lönd-
um.
í sumum löndum eru dauða-
slys orðin fleiri en dauðsföll
af völdum ýmissa algengra
sjúkdóma — og í Bandaríkj-
unum veldur ógætilegur akst-
ur dauða mörg hundruð
manna yfir mestu „umferðar-
helgar“ sumarsins.
Margvislegar öryggisráðstaf
anir eru gerðar á öllum svið-
um, en sífellt sígur lengra á
ógæfuhliðina. Þegar slys ber
að höndum á götum borga eða
úti á þjóðvegum er oft tafsamt
að koma hinum slösuðu til
næsta sjúkrahúss vegna mik-
illar umferðar.
C O S P E R
Bannað að fiska
Þjónn! Ölið mitt er skyndilega horfið!
Háskólinn í Heidelberg í
Þýzkalandi hefur nú látið út-
búa hjúkrunar- og skurðstofu
á hjólum til þess að leysa þenn
an vanda. Þetta er Mercedes-
bíll, af svipaðri stærð og nýju
strætisvagnarnir, sem við sjá-
um á götum Reykjavíkur. f
skurðstofu bílsins eru hin fuil-
komnosti útbúnaður, sem völ
er á og með bílnum eru alltaf
færir læknar og vel þjálfað
hjúkrunarlið. Þessi tilraun
hefur gefið góða raun.
Meðfylgjandi myndir eru
af bílnum og innan úr skurð-
stofunni.
Á þriðjudaginn
verffur flutt í
útvarpinu smá-
saga eftir Ed-
gar Allan Poe,
„Svarti köttur
inn“, í þýff-
ingu Þórbergs
Þórffarsonar.
Ragnar Jóhann
esson ræffir viff
Ásgeir bónda
Guffmundsson
í Æffey um bú-
skap og Einar
Benediktsson í
útvarpinu á
miðvikudag-
Svorl
og
hvítt
LEIKRIT útvarpsins á laug-
ardagskvöldið heitir ,Ferð
án fargjalds", eftir Breta,
Aimye Stuart, en Ævar
Kvaran stjórnar. — Þetta er
léttur leikur — og langur.
Um konu, sem komizt hefur
í gegn um lífið á kostnað
annarra, án þess að dýfa
hendi í kalt vatn. Og konu,
sem er andstæða hennar,
hefur lent í basli og raun-
um. 'v“
Lila krossgatan
SKÁLDIÐ OG MAMMA LITLÁ
w,
i4 Beagi
18
SKÝRING
Lárétt: — 1 herskip — 5
fiskur — 8 æð — 10 hár —
12 ærslabelg — 14 dreifa —
15 fangamark — 16 fæða —
18 deilna.
Lóffrétt: — 2 fita — 3 mynni
— 4 band — 5 fals — 7 ráfa
um — 9 púka — 11 áhald —
13 brúki — 16 sund — 17 fyrir
utan.
1) Hvilik bók! Þaff leynir
sér ekki, aff hún er skrifuð af
Nobelsverfflaunahöf undi!
2) Hvilíkur smekkur! segi
ég. Ekki fannst mér hún upp
á marga fiska, þegar ég las
hana hér áður fyrr.
3) Þá var hann heldur ekki
búinn að fá Nobelsverðlaunin!
1) Æ, þessl óskalagaþáttur!
Eigum við ekki að loka fyrir
útvarpið?
2) Nei, nei, við skulum hafa
opiff. Þaff er aldrei aff vita . ..
3) .. . nema ein og ein plata
verffi leikin inn á milli kveffj-
anna!
Sykur-
molar og
tann-
skemmdir
JÓN Sigtryggsson, prófessor,
flytur á miðvikudaginn erindi
í útvarpinu um varnir gegn
tannskemmdum. — Það er
ekki alveg ljóst hvað mestu
veldur um tannskemmdir hér-
lendis, en eitt er víst, að syk-
ur og allt sætindaát er afleitt,
sérstaklega á milli máltíða.
Foreldrar gera börnum sinum
því ekkert gott með því að
gefa þeim kökur, sykurmola
eða sælgæti á milli mála, ef
þeir vilja, að börnin fái falleg-
ar og heilbrigðar tennur, segir
prófessorinn — og sjálfsagt
eitthvað meira á miðvikudag-
inn.