Morgunblaðið - 11.10.1959, Qupperneq 17
Sunnudagur 11. okt. 1959
MORGVNBT/AÐIÐ
17
Danski blaðamaðurinn Aage
Grauballe átti viðtal við fræg-
asta franska kvennjósnara síð-
asta stríðs, „Læðuna“ Mathilde
Carré, og er það í fyrsta skipti
sem hún kemur fram á sjónarsvið
ið eftir að hún var látin laus úr
fangelsinu vorið 1955. Sögur hafa
gengið um það, að eftir að hún
var látin laus, hafi hún tekið
kaþólska trú, og hýrist nú ein-
hvers staðar uppi í sveit, veik,
blind, síhrædd og þjáð af sam-
vizkubiti. Grauballe aftur á móti
hitti fyrir unglegan kvenmann,
með gráleitt hár, lakkaðar tá-
neglur, glaðværa og skemmtilega.
í viðtali sínu segir hún, að hún
sé hreint ekkert hrædd við að
sýna sig opinberlega, fari oft til
Parísar og eigi marga vini, einn-
ig frá stríðstímunum. Henni sé
óskiljanlegt að hún hafi gengið
í gegnum þetta allt saman: —
Mér finnst þetta vera skáldsaga,
skáldsaga um allt aðra konu.
Mathilde hefur fengizt við rit-
störf síðustu árin og er nú að
skrifa æviminningar sínar ásamt
fleiru. Sér til framfærslu hefur
hún mánaðarlegan styrk frá rík-
inu, svokallaðan stríðsekknastyrk
eri maður hennar, sem hún að
vísu var búin að yfirgefa, féll í
styrjöldinni.
Rithöfundurinn Michael Graf
Soltikow hefur skrifað æviminn-
ingar „Læðunnar" í skáldsögu-
formi og birtist sú saga hér í
blaðinu í vor. Einnig hefur verið
gerð kvikmynd um þennan þátt
ævi hennar. Mathilde segir: —
Ég hef ekki séð kvikmyndina, en
heyrt talað um hana. Hún á sér
enga stoð í raunveruleikanum.
Hið sama er að segja um flest af
því, sem um mig er skrifað.
Audrey sé með afbrigðum góður,
gefi „prinsessunni“ ekki eftir.
Myndin að ofan er tekin af þeim
hjónum á Kastrup-flugvelli, á leið
inni frá Stokkhólmi til Parísar.
Haraldur, krónprins Noregs,
þykir eitt ákjósanlegasta manns-
efni fyrir allar ógiftu prinsessurn-
ar í Evrópu, en eins og kunnugt
er eru þær mun fleiri en prins-
arnir og því sýnilegt að einhverj-
ar af þeim muni „pipra“ eða taka
niður fyrir sig.
mmmm, Haraldur hefur
aðallega v e r i ð
orðaður við tvær
— Sophiu Grikk-
landsprinsessu
og Irene Hol-
A landsprinsessu,
sem er önnur j
röðinni af fjór-
■ um dætrum Júlí-
önu drottningar og sú fyrsta,
sem orðuð hefur verið við karl-
mann. Hún þykir eiginlega heppi
legra konuefni fyrir krónprins-
inn, trúarlega séð, því að hún
er mótmælandi eins og prinsinn,
en Sophia aftur á móti tilheyrir
hinni grísku rétttrúarkirkju.
Það styrkir ennfremur grunir.n
um væntanleg tengsl norsku og
hollenzku konungsfjölskyldunn-
Audrey Hepburn og maður
hennar Mel Ferrer hafa undan-
farið verið á ferðalagi um þvera
og endilanga Evrópu. Tilgangur
ferðalagsins er sá, að vera við-
stödd á frumsýningum kvikmynd-
arinnar „Nunnan“, en eins og
kunnugt er leikur frúin aðalhlut-
verkið, nunnuna sjálfa.
Kvikmyndin hefur fengið mis-
jafnlega góða dóma, sumum
finnst hún of langdregin, en öll-
um ber saman um að leikur
ar, að Irene er byrjuð að nema
norsku af kappi miklu og eyðir
löngum tíma við lestur Noregs-
sögu og fréttir frá skandinavísku
löndunum.
Hér eru birtar nokkrar myndir
úr gleðskap þeim ,sem Krúsjeff
og fylgdarliði var haldinn í
Hollywood, er hann var þar á
ferð fyrir skemmstu. í gleðskapn
um var margt manna og þar á
meðal margir frægir leikarar.
í fréttunum
Frú Krúsjeff
fékk fyrir borð-
herra þá B o b
Hope og Frank
Sinatra og virt-
ist una sér hið
b e z t a á milli
þeirra. Krúsjeff
hélt þar ræðu,
eins og hans var
Marilyn, sá von cg vísa. Þá
ekki neitt gerðust það, að
Liz Taylor
og maður hennar Eddie stukku
upp á borðin til þess að sjá
forsætisráðherrann betur, og
Þau stukku upp á borðiu
byrgðu allt útsýni fyrir aum-
ingja Monroe og þótti henni það
súrt í broti. Liz sagði eftir á,
að sér fyndist Nikita „himnesk-
ur“.
Skouras, forstjóri 20th-Cen-
tury-Fox og Krúsjeff spjalla
saman.
Það hefur verið hljótt um leik
konuna Lindu Christian í heims-
blöðunum undanfarið, en hún
dvelst nú í Róm og hefur loksins
fundið þann „eina rétta", að henn
ar hyggju, og er sá franskur leik-
ari Pierre Brice að nafni. Þau
hittust í samkvæmi fyrir fjórum
mánuðum síðan í Róm ,þar sem
Linda dvaldist og var að skrifa
æviminningar sínar og samband
hennar við fjóra menn, Tyrone
Power, hverjum hún var gift um
stundarsakir, markgreifann af
Portago, sem drap sig í kapp-
aksturskeppni og kvikmyndaleik
arana Edmund Purdon og Errol
Flynn. Síðan hefur Pierre verið
tryggur förunautur hennar. Síð-
ustu fregnir herma að þau hygg-
ist ganga í hjónaband.
Linda og Pierre
VIETIANE, Laos, 7. okt. (Reut-
er). — Undirnefnd Sameinuðu
þjóðanna, sem undanfarið hefir
rannsakað ástandið í Laos, kom
í dag til borgarinnar Luang Pra-
bang, aðsetursstaðar konungs. Er
nú gert ráð fyrir, að nefndin sé
í þann veginn að ljúka störfum
sínum í Laos.
Samtímis berast fregnir af nýj
um árásum uppreisnarmanna í
landinu, einkum í suðurhéruðun-
um, svo sem Paske og Attopeu,
en einnig hafa uppreisnarmenn
látið á sér kræla í norðanverðu
landinu, t.d. í Sam Neua, sem
löngum hefir verið eitt helzta
Þessi teikning s'ýnir, á hvern hátt Vasa var lyft frá botni, en
það hafði sokkið um 5 metra niður í botnleðjuna.
— Utan úr heimi
Framh. af bls. 12.
virtist allt með felldu um hina
skrautbúnu skeið. Hún lét illa að
stjórn, og við smávindhviður
ruggaði skipið mjög og hallaðist.
Og þegar skotið var púðurskot-
um úr einni fallbyssuröðinni í
tilefni brottfararinnar, tók Vasa
snöggt viðbragð — og valt sem í
stórsjó. Skyndilega kullu yfir
sviptibyljir frá „Söderberget".
Lagðist skipið þá mjög á hlé-
borða —■ og vildi ekki rétta sig
við aftur. Hansson skipherra gaf
þegar skipun um að varpa öllu
lauslegu fyrir borð, en þegar það
dugði ekki, lét hann menn sína
byrja að draga hinar þungu fall-
byssur hléborðsmegin yfir á kul-
borða. Það kom þó ekki að neinu
haldi. Sjór var þegar tekinn að
fossa inn £ skipið gegnum neðstu
skotopin, og rétt fyrir utan
„Beckholmen" lagðist það alveg á
hliðina — og sökk.
★ Vantaði kjölfestu?
Allmargir af áhöfninni, sem
voru niðri í skipinu, sukku með
því og fórust. Einnig munu
nokkrar af konunum, svo og
börnunum, hafa drukknað. — Tal
ið er, að samtals nær 50 manns
hafi farizt þarna en flestum tókst
þó að komast á land á „Beck-
holmen". — Það var ekki fyrst
og fremst vegna manntjónsins,
að slysið þótti svo hörmulegt,
sem sjá má af samtímafrásögn-
um. En Vasa var stolt sænska
flotans — og allrar þjóðarinnar.
Og konungurinn sjálfur hafði átt
drjúgan þátt í smíði þess — haft
hönd í bagga um alla gerð þess
frá upphafi. — Margar tilgátur
komu strar fram um orsakir
slyssins. Sumir héldu því fram,
að skipið hefði ekki verið nógu
breitt í hlutfalli við lengdina —
og ekki hefði verið gert ráð fyrir
þeim mikla yfirþunga, sem or-
sakaðist af hinum mörgu og
þungu fallbyssum. Aðrir töldu,
að það hefði verið meginorsökin
að ekki hefði verið nægileg kjöl-
festa í skipinu.
• Þrem dögum eftir slysið voru
hafnar tilraunir til þess að bjarga
skipinu. Það tókst þó ekki. Aftur
á móti tókst að ná upp flestum
hinna þungu fallbyssna--------og
þykir það vel að verið, miðað
við þau ófullkomnu tæki, sem þá
voru fyrir hendi, til köfunar og
annars, sem til þykir þurfa við
slíkt björgunarstarf. — En svo
gleymdist Vasa smám saman, og
staðurinn, þar sem skipið lá,
„týndist“. — Árið 1920 rifjaðist
þessi saga upp að nokkrú er
fiskimenn nokkrir fengu hluta
af einni fallbyssu Vasa í n* *t sitt
— en það var þó ekki fyrr en
Anders Franzén kom til sögunn-
ar, að tókst að hafa upp á staðn-
um, þar sem flaggskip Gustavs
II Adolfs hafði „hvílt“ meira en
þrjár aldir.
• Margt er dregið úr djúpinu
Áður en sjálft björgunarstarfið
var hafið voru kafarar látnir
kanna allar aðstæður sem ná-
kvæmast — og þeir komu með
ýmsa hluti úr skipinu upp á yf-
irborðið með sér. Meðal þess
fyrsta, sem þeir fundu niðri I
myrku djúpinu, var risastórt,
gyllt ljón, skorið í tré, en það
var hluti af skreytingu á bug-
spjóti og stefni Vasa. Er talið,
að hinn kunni, þýzki myndskeri,
Martin Rhedomer, hafi gert
ljónsmynd þessa. — Samtals hafa
um 1000 gripir af ýmsu tagi kom-
ið fram í dagsljósið eftir að byrj-
að var að kafa niður að skipinu
og undirbúa björgunina.
— ★ —
• Fyrsta verkið, eftir að und-
irbúningsathuganir höfðu farið
fram, var að bora holur í leir-
botninn undir kili Vasa, en gegn-
um þær voru síðan dregnir 12
armsverir stálvírar til þess að
lyfta skipinu með. Beint fyrir
ofan það var lagt tveim risa-
stórum björgunarprömmum og
vírarnir lagðir upp í þá. Með
þeim tókst að lyfta hinu sokkna
skipi — í eins konar „hengirúmi"
— nokkur fet frá botni. Ög mikil
var gleði Anders Franzén og fé-
laga hans, þegar það tókst, án
þess að Vasa brotnaði. Síðan hef-
ir skipinu verið þokað nær landi
í smá-áföngum, 20—30 metra
í senn. Það liggur nú á 15 metra
dýpi, og mun verða látið hvíla
þar til næsta sumar er reynt
verður að ljúka þessu einstæða
björgunarafreki.