Morgunblaðið - 11.10.1959, Page 22
22
MORCVNB14Ð1Ð
Sunnudagur 11. oKf. 1959
Gísli Jói&sson á Hoii
níræður
Sigriður Hagalín og Guðmundur Pálsson i hluiverknm sinum
í „Delerium Bubonis“.
Leikfélagið tekur fyrir
2 heimsfrœg verk
,,Delerium Bubonis" sýnt áfram í hausf
AKUREYRI, 10. okt. — í dag
er níræður hinn þjóðkunni bóndi
og hagleiksmaður Gísli Jónsson
á Hofi í Svarfaðardal.
Gísli er fæddur á Syðra-Hvarfi
i Skíðadal 11. okt. 1869. Foreldr-
ar hans voru Dagbjört Gunnlaugs
dóttir og Jón Kristjánsson, bæði
af svarfdælskum bændaættum.
Gísli kvæntist 2. okt. 1891 Ingi-
björgu Þórðardóttur frá Hnjúki
í Skíðdal. Eignuðust þau 6 börn.
Dætur tvær, Dagbjört og Hall-
dóra, eru látnar, en á lífi eru Jón
bóndi á Hofi, Gunnlaugur bóndi á
Sökku, Dagbjört gift Áskeli Sig-
urjónssyni á Laugafelli í Reykja-
dal og Soffía, bústýra á Hofi.
Þegar í upphafi búskapar Gísla
hlóðust á hann mörg trúnaðar-
störf. Var hann í hreppsnefnd og
oddviti hennar um alllangt skeið
í sýslunefnd, sóknarnefnd og safn
aðarfulltrúi um tugi ára. Þá var
hann úttektarmaður og virðing-
armaður til fasteignagjalds, svo
og trúnaðarmaður Búnaðarbanka
íslands, auk fjölda annarra
starfa.
Gísli tók mikinn þátt í félags-
málum og er mjög athyglisverð
forysta hans um þegnskyldu-
vinnu Svarfdælinga um vega-
gerð. Stjórnaði hann verki þessu
í 20 ár. Var á þeim tíma lagður
vegur um sveitina og var Svarf-
aðardalur ein hinna fyrstu
byggða hér norðanlands, er fékk
sæmilegt vegakerfi.
Gisli Jónsson var einstakur
hagleiksmaður að hverju sem
hann gekk þótt hann hlyti aldrei
neina menntun utan farkennslu,
svo sem tíðkaðist í æsku hans.
Smiður var hann ágætur og raun-
ar verkfræðingur, því hann
byggði m. a. brýr og kirkjur. Til
er á .Iðnminjasafninu líkan af
brú er hann byggði á Skíðadalsá.
Var bygging þeirrar brúar hin
merkilegasta framkvæmd á þeim
tíma. Þá stóð hann fyrir bygg-
ingu Urðakirkju, auk ýmissa
annarra húsa.
Gísli var mikill forustumaður
á sviði jarðræktar og hvers kon-
ar framfara í búnaði. Hann
keypti fyrstu sláttuvél í sinni
sveit og hafði forustu um kaup
rakstrarvéla á sínum tíma. Gísli
er maður vel ritfær og hafa birtzt
brot úr endurminningum hans.
Þau Gísli og Ingibjörg tóku við
búi að Syðra-Hvarfi árið 1898,
en fluttust að Hofi árið 1904 og
bjuggu þar síðan. Ingibjörg and-
aðist árið 1952.
I dag munu margir minnast
þessa þjóðkunna merkismanns,
sem situr hress í anda og furðu
frár á glæsibýli því er hann gerði
á Hofi, þar sem nú býr Jón son-
ur hans.
Félagslíf
íþróttafélag kvenna!
Fimleikaæfingar hefjast hjá
félaginu í næstu viku og verða
í Miðbæjarskólanum. — Allar
nánari upplýsingar eru veittar
í síma 14087, næstu daga.
Stjórnin.
K.F. Þróttur!
Handknattleiksæfing í dag hjá
m. fl. karla kl. 3,30—4,20 og
knattspyrnuæfing hjá meistara-
og II. fl. karla kl. 4,30—5.10.
Mætið vel og stundvíslega.
Stjórnin.
Ármenningar!
Handknattleiksdeild.
Æfingar að Hálogalandi um
helgina verða sem hér segir:
Sunnudag kl. 3, III. flokkur karla.
Mánudag kl. 9,20, kvennaflokkar,
kl. 10,10 meistara-, I. og II. flokk-
ur karla. Munið aðalfund deild-
arinnar kl. 4 á sunnudag.
otjórnin.
Aðalf. Frjálsiþróttadeildar ÍR
verður haldinn í félagsheimilinu
í dag og hefst kl. 2 síðdegis.
ÍR-ingar!
ÍR-húsið verður opnað á mánu-
daginn. Tímar á mánudag, sem
hér segir:
Kl. 6,20: Fimleikar, drengir.
Kl. 7,30: Körfubolti, 3. fl.
Kl. 8: Körfukolti, s-túlkur.
Kl. 8,50: Frjálsar íþróttir.
Taflan öll auglýst siðar.
LEIKFÉLAG Reykjavíkur hefur
vetrarstarfsemi sína í kvöld með
sýningu á hinum vinsæla söng-
og gamanleik „Delerium Bubon-
is“ eftir bræðurna Jónas og Jón
Múla Árnasyni. Var þetta verk
sýnt 40 sinnum í fyrravetur og
jafnan fyrir fullu húsi, enda eru
bæði efni og tónlist með afbrigð-
um skemmtileg. Carl Biilich
stjórnar hljómsveitinni. Leik-
félagið sýnir „Delerium Buboms'*
nokkrum sinnum í haust, og er
fyrsta sýning kl. 8 í kvöld í Iðnó.
„Sex persónur leita höfundar"
í lok mánaðarins frumsýnix
Leikfélagið svo mjög frægt og
nýstárlegt verk eftir ítalska stór-
skáldið Luigi Pirandello, „Sex
persónur leita höfundar" í þýð-
ingu Sverris Thoroddsens. Leik-
stjóri verður Jón Sigurbjörnsson,
með aðalhlutverk fara Gísli Hall-
dórsson, Þóra Friðriksdóttir, Guð
mundur Pálsson, Aurora Hall-
dórsdóttir og Steindór Hjörleifs-
son. Alls eru leikendur um 20
talsins.
„Sex persónur leita höfundar"
var sýnt af Leikfélagi Reykja-
víkur veturinn 1926—27 undir
stjórn Indriða Waage og vakti þá
mikla athygli, enda er hér um að
ræða eitt af öndvegisverkum leik
bókmenntanna á þessari öld. Pir-
andello (1867—1936) skrifaði
bæði skáldsögur og leikrit og
vann sér heimsfrægð fyrir af-
burða góðar sálarlýsingar
sínar. Höfuðinntakið í skáldskap
hans er tvíleikurinn milli veru-
leika og blekkingar, lífsins og
listarinnar. Hann var orðinn
fimmtugur og hafði skrifað
fjölda skáldsagna, þegar hann nóf
leikritagerð, og varð hann þegar
einn áhrifamesti leikritahöfund-
ur aldarinnar. Hann hlaut bók-
menntaverðlaun Nobels árið 1934.
„Beðið eftir Godot“
Næsta verkefni Leikfélagsins
verður svo hið heimskunna leik-
rit „Beðið eftir Godot“ eftir írska
skáldið Samuel Beckett. Indriði
G. Þorsteinsson hefur gert þýð-
inguna, en leikstjóri verður Bald-
vin Halldórsson. Með hlutverkin
fara þeir Brynjólfur Jóhannes-
son, Árni Tryggvason, Gísli Hall-
dórsson og Guðmundur Pálsson.
Beckett hlaut heimsfrægð fyrir
þetta verk fyrir þremur árum, og
hafa önnur leikhúsverk hans
einnig vakið mikla athygli, t. d.
„End Game“. Hann skrifar jöfn-
um höndum á frönsku og ensku
og er búsettur í París. Hann var
á sínum tíma einkaritari írska
skáldjöfursins James Joyce. Beck
ett hefur einnig skrifað allmarg-
ar skáldsögur, sem eru mikið lesn
ar nú, en hann var lítið þekktur
áður en „Beðið eftir Godot“ kom
fram á sjónarsviðið.
A
Hljóðfæraverzlun Sigríðar Heigadóttur s.f. Vesturveri
y