Morgunblaðið - 11.10.1959, Side 24
224. tbl. — Sunnudagur II. október 1959
Hvað skal til varnar verBa?
spyrja Skaftfellingar
Samgöngur tepptar i sláturtibinni
1 GÆR var enn rigning og
óhemju vatnavextir á Mýr-
dalssandi. Hafði vatnsflaum-
urinn brotizt fram hjá brúnni
á Blautukvísl og rofið breitt
skarð í varnargarðinn vest-
an brúarinnar. Er lítið eða
ekkert hægt að aðhafast við
varnargarðinn, eins og sakir
standa. Fréttaritari blaðsins á
Kirkjubæjarklaustri símaði
eftirfarandi um erfiðleika
bænda austan sandsins í gær:
Sauðfjárslátrun stendur sem
) taæzt
— Hvað skal nú til varnar
verða? spurði ég Siggeir Lárus-
son, sláturhússtjóra á Klaústri,
þegar varnargarðurinn á Mýr-
dalssandi hafði brostið og veg-
urinn tepptur á ný. Enn stendur
sauðfjárslátrun sem hæst og bíl-
ar þurfa að fara á hverjum degi
til Reykjavíkur með slátur og
gærur.
Þegar þessi válegu tíðindi bár-
ust var réttin full af fé frá Holti
og Skál og eftir helgina' á að
slátra frá Klaustri. Reynt verð-
ur að halda slátrun áfram næstu
daga, sagði Siggeir, og frysta af-
urðirnar í_bili, en ef ekki rætist
úr með samgöngurnar, hlýtur
slátrun að stöðvast fljótlega.
Úr Álftaveri og Skaptártungu
og vesturhluta Meðallands hafa
lömbin verið flutt á bílum út
yfir Mýrdalssand, til'Víkur und-
anfarin haust. Voru þeir flutning
ar rétt að byrja, þegar vegurinn
tepptist, svo að slátrun mun nú
hafa stöðvazt í Vík. En hvernig
sem allt þetta fer, þá er eitt víst,
einhver úrræði munu Skaptfell-
ingar finna, enda þótt ískyggi-
lega horfi í bili. — G. Br.
Tveir möguleikar taugsanlegir
Mbl. átti í gær tal við Ragnar
Jónsson í Vík. Sagði hann að
möguleikar á fjárflutningum
vestur yfir sandinn væru nú í
athugun. Er helzt talað um að
reka féð yfir Mýrdalssand, en
það var gert hér áður fyrr og
voru þá að sjálfsögðu oft vatna-
vextir. Nú er þó alveg óvenju-
legt tíðarfar, og ekki er enn vit-
að hvort tiltækt þykir að fara
þá leið.
Einnig er hugsanlegt að
stærstu trukkar geti ekið austur
yfir miklu ofar en vegurinn
liggur, eða nær jöklinum. Þar er
botninn harðari. Fór ýta í gær
þangað upp eftir, til að athuga
þánn möguleika.
í gærkvöldi vor
enn beðið
UM HADEGI á föstudag var stóri
borinn kominn niður á 2155 m.
dýpi á gatnamótum Nóatúns og
Hátúns og var þá hætt að bora,
eins og skýrt var frá í blaðinu
í gær. Er þetta dýpsta hola sem
boruð hefur verið.
í allan gærdag biðu menn
spenntir eftir að vita hvort hol-
an gysi gufu eða heitu vatni, en
er blaðið fór í perntun í gær-
kvöldi um 8 leytið hafði ekkert
gerzt og biðu menn enn eftir að
sjá árangurinn af boruninni.
Stofuborð Einars Ben.
slegið á
Var self 1907
SIGURÐUR Benediktsson hélt
málverka og minjagripaupp-
boð í Sjálfstæðishúsinu í fyrra-
dag. Þar voru seldir ýmsir
munir, sem voru í eigu
Grims Thomsen, Matthíasar Joc-
humssonar og Einars Benedikts-
sonar, auk málverka eftir Ás-
grím Jónsson og Jóhannes Kjar-
val o. fl. Blekbytta Gríms Thom-
Birgir Kjaran rœðir efna-
hagsmálin á kjósenda-
fundi Óðins kl. 2 í dag
2600 kr.
á rúmar 26 kr.
sen var slegin á 2800 krónur,
beizlisstengur á 2500 krónur,
pappírshnífur hans á 1000 krón-
ur og borðvínsflaska á 600 krón-
ur. Stofusófi Matthíasar sem var
seldur í Odda 1887 á 18 kr. og
30 aura var sleginn á 2500 krón-
ur, og stofuborð Einars Benedikts
sonar, sem hann seldi, þegar
hann flutti frá Stóra-Hofi 1907
á 26 kr. og 50 aura á 2600 krónur.
Drykkjarhorn eftir Stefán Eiríks
son hinn oddhaga fró á 2300 kr.
Málverk Ásgríms Jónssonar, af
Arnarfellí við Þingvallavatn,
seldist á 2100 krónur, en dýrasti
hluturinn á uppboðinu var
franskur bókaskápur, sem sleg-
inn var á 26000 krónur.
MÁLFUNDAFÉLAGIÐ Óðinn
gengst fyrir almennum kjósenda-
fundi í dag kl. 2. e. h.
Á fundinum mun Birgir Kjar-
an, hagfræðingur, sem skipar
baráttusætið á lista Sjálfstæð's-
flokksins í Reykjavík í þessum
kosningum, ræða efnahagsmála-
stefnu Sjálfstæðisflokksins.
Efnahagsmálin eru ofarlega í
hugum almennings fyrir þessar
kosningar, sem fyrst og fremst
snúast um hvernig ráðið verði
fram úr því öngþveiti, sem V-
stjórnin leiddi yfir þjóðina. Mun
Birgir Kjaran ræða þessi mál
ítarlega og rekja þær leiðir, sem
Sjálfstæðismenn telja vænleg-
Hæstu vinningar
í happdrættinu
1 GÆR var dregið í 10. flokki
Happdrættis Háskóla íslands.
Dregnir voru 1047 vinningar, að
upphæð kr. 1,315,000. Hæsti vinn-
ingurinn 100,000 krónur kom á
% miða nr. 34,768 og eru miðarn-
ir báðir í umboði Arndísar >or-
raldsdóttur, Vcsturgötu 10
50,000 kr. vimningur kom á nr.
48,512 og eru það miðar seldir
f Keflavík.
Eftirtalin aúmer hlutu 10,000
kr. vinning hvert: 6450 7882
17873 25925 32072 34145 39690
46628.
5000 krónu vinningar: 7733
14831 20479 28332 31711 32679
35690 39822 46411.
Aukavinningar 5000 krónur
komu á nr. 34767 34769.
astar til bættra lífskjara allra
landsmanna.
Sjálfstæðisfólk er hvatt til að
fjölmenna á þennan fund og
undirstrika með því þann ásetn-
ing reykvískra kjósenda að
tryggja glæsilegan sigur D-list-
ans.
Friðrik gerði jafn-
tefli við Fischer
JÚGÓSLAFNESKA útvarpið
skýrði frá því í gærkvöldi að úr-
slit 19. umferðar á skákmótinu í
Zagreb taefðu orðið þessi:
Friðrik Ólafsson jafntefli
Fischer.
Petrosjan jafntefli Tal.
Gligoric biðskák Smyslov.
Keres biskák Benkö.
Forsíða „Berlingske Tidende" í gær.
Hvaða leið barsí
hringurinn til íslands?
— spyrja Danir
ENGIN íslandsfregn hefur
um langt skeið vakið jafn-
mikla athygli í danska blaða-
taeiminum og fréttin um
fund björgunarhringsins af
Grænlandsfarinu Hans Hed-
toft, sem fórst í janúar í vetur
undan Hvarfi með öllum, sem
Korkeinangrun úr skipi
rekur á Hrauns-fjörur
SUM dönsku blöðin draga það i
efa, að hugsanlegt sé að bjarg-
hringurinn, sem fannst á dögun-
um á Hraunsfjörum í Grindavík,
hafi losnað frá Grænlandsfarinu
Hans Hedtoft, er það sökk. Hafa
danskir blaðamenn fremur látið
sér í hug koma, að bjarghring-
urinn hafi fallið í sjóinn með ein-
hverjum hætti, áður en skip.ð
fórst.
Hér á landi telja menn þessar
skýringar heldur ósennilegar. —
Undanfarið, er Magnús Hafliða-
son á Hrauni, hefur gengið á fjör
ur, hefur hann veitt því eftir-
tekt, að nokkru hefur skolað þar
Auður, Ragnhildur og
Ragnheiður tala á Hvat-
arfundinum annað kvöld
S J ÁLFSTÆÐISK VENN AFÉ-
LAGIÐ HVÖT heldur íund í
Sjálfstæðishúsinu annað kvöld,
sem hefst kl. 8,30.
Þrjár konur, sem eru í fram-
boði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í
Reykjavík, tala á fundinum. Eru
það frú Auður Auðuns, forseti
bæjarstjórnar, og frú Ragnhildur
Helgadóttir, alþm., sem báðar
skipa örugg sæti á lista Sjálf-
stæðismanna, og frú Ragnheiður
Guðmundsdóttir, læknir, sem er
í varamannssæti á listanum. —
Munu þær ræða stjórnmálavið-
horfið almennt.
Að ræðum þeirra löknum
verður kaffidrykkja og kvik-
myndasýning.
á land af tjörusoðnu einangr-
unarkorki. Segist hann ekki hafa
séð það rekið nema rétt stöku
sinnum, siðan á stríðsárunum, en
þá rak mikið af því.
Einangrunarkorkbrotin, sem
Magnús hefir fundið, eru í tvenn-
um þykktum. Er hið þykkra 4
tommur, en þynnri kortbrotin 2
tommur. Þykkari gerðin er notuð
í þak botntanksins í skipum, en
þynnri gerðin er notuð til ein-
angrunar í kælilestum. Er full
ástæða til þess að ætla að einmitt
sams konar kork og það, sem
rekið hefur undanfarna daga,
hafi vcrið notað um borð í Græn-
landsfarinu Hans Hedtoft.
Athyglisvert er það, að korkið
skuli vart hafa sézt á Hraunsf jór-
um siðan á styrjaldarárunum, en
nú, um leið og bjarghringurinn
af Grænlandsfarinu finnst, rekur
einnig nokkurt magn af skips-
einangrunarkorki. Það er því
engin furða þótt menn velti því
fyrir sér, hvort samband kunni
að vera á milli bjarghringsins og
kork-brotanna á Hraunsfjörum.
Þá má geta þess að lokum, að
daginn eftir að Magnús fann
bjarghringinn, fann hann í fjöru-
borðinuu sams konar efni, og er
í bjarghringnum, en það brot er
að lögun til þannig, að ætla mætti
að það sé úr bjarghring.
I innan borðs voru, 95 manns.
Þetta hörmulega sjóslys er
enn í svo fersku minni Dana
©g Grænlendinga, að fyrsta
brakið, sem finnst, vekur sára
minningu og kemur mönnum
til að itauga hvernig þessi
björgunarhringnr hefur bor
izt hingað norður til íslands.
f gær ræddu dönsk blöð málið
enn og Berlingske Tidende birti
yfir nær þvera forsíðu mynd þá,
sem ljósmyndari Mbl. Ól. K. M.
tók af Magnúsi Hafliðasyni í fjör
unni í Grindavík — þar, sem
hann hafði fundið hringinn.
Líka dálksmynd af Magnúsi.
Berlingur hafði tryggt sér og öðr-
um blöðum samsteypunnar mynd
ina strax eftir að fundurinn
vitnaðist — og var hún bæði
send símleiðis og flugleiðis til
Hafnar á föstudagsmorguninn.
Við fyrstu fregnir komu upp
efasemdir. Haft er eftir Janus
Sörensen, skipstjóra hjá Laurit-
zens-útgerðinni, en hann hefur
mikla reynzlu af Grænlandssigl-
ingum, að fundur bjarghringsins
brjóti í bága þær kenningar, sem
stuðzt hefur verið við í marga
mannsaldra í Grænlandssigling-
um. En hann sagðist samt hafa
hugboð um það hvernig bjarg-
hringurinn hefði getað borizt á
móti straumnum sem liggur frá
íslandi til Grænlands, hafði Berl-
ingur eftir honum. T.d. fyrir
stormum. Fleiri skýringar hafa
komið fram ytra. Ein sú, að fyrst
hafi hringurinn borizt með pól-
straumnum suður á bógi-nn, inn
á Labradorstrauminn, sem fyrst
stefnir í austur, en greinist síð-
ar. Ein greinin nær til Islands,
umhverfis landið, líka in,n í
Grindavík segir Berlingske Tid-
ende.
B.T. birtir jafnframt í dag
myndina af Magnúsi með hring-
inn. Og blaðið setur fram margar
getgátur með uppdráttum af því
hvaða leið bjarghringurinn frá
Hans Hedtoft hafi borizt á land
við bæ Magnúsar Hafliðasonar í
Grindavík.