Morgunblaðið - 18.10.1959, Side 6
6
MORGVNBLAÐ1L
Sunmidagur 18. olct. 1959
Stefna Sjálfstæðísflokksins
og málefni
launafólks
Rætt við Einar
Jónsson, múrara
sem segir m.a.:
Frelsi i bygging-
orstarisemi er
öllum til góðs
1 GÆR átti Mbl. tal við Einar
Jónsson, formann Múrarafé-
lags Reykjavíkur og spurði
um álit hans á ýmsum þeim
vandamálum, sem eru efst á
baugi nu við þessar kosning-
ar.
— Hvað segja múrarar um
það atriði i stefnuskrá Sjálf- í-
stæðisflokksins, að stöðva beri /
víxlhækkanir kaupgjalds og*
verðiags?
— Þetta er atriði, sem mik-
ið er rætt og hugsað og er
það yfirieitt álit allra, jafnt
múrara sem annarra, að
þetta kapphlaup beri að
stöðva og hefði raunar átt að
vera búið að stöðva það fyrir
löngu. Við teljum að þær að-
gerðir, sem gerðar voru í vet-
ur hafi verið spor í rétta átt.
— Þið lítið þá ekki lengur
á kauphækkun sem kjarabæt-
ur?
— Hagnýtustu kjarabætur
launþega í dag er niðurfærsla
dýrtíðarinnar. Það mun yfir-
leitt vera skoðun manna, að
það sé æskilegt, að krónan,
sem menn fá, sé verðmeiri, en
hún hefur verið hingað til. Öll i
um er það ljóst, að krónu- /
f jöldinn einn segir ekki til um 1
hvort menn hafa fengið kjara- (
bætur eða ekki. i
— Þú telur þá, að halda <
beri áfram á sömu braut. — J
Hvernig telurðu að það verði I
bezt tryggt? i
— Það verður auðvitað bezt i
tryggt með því að fela þeim
mönnum stjórn landsins, sem
hafa sýnt það, að þeir vilja
ráða þessum málum til lykta
með raunhæfum aðgerðum.
Sjálfstæðisflokkurinn mark-
aði stöðvunarstefnuna í vetur
og honum einum er trúandi til
að standa við hana eftir kosn-
ingar.
— Hefur verið mikil at-
vinna hjá múrurum undanfar-
ið? i
— Atvinna hefur verið
geysimikil við múrhúðun í
sumar og er enn. Auðvitað
helzt það í hendur, að áfram
hald verður á því, ef ekki
koma til neinar hömlur á bygg
ingarframkvæmdum.
— Þið eruð þá hlynntir
frelsi í byggíngarframkvæmd-
um?
— Athafnafrelsi í bygging-
arstarfsemi er ákaflega þýð-
ingarmikið og til góðs jafnt
þeim sem eru að láta reisa
byggingarnar og þeim sem
vinna við þær og svo ekki sizt |
þeim sem koma til með að búa
í þeim. Hins vegar má þetta
frelsi ekki ganga svo langt, að
það komi niður á byggingun-
um sjálfum og þær verði lak-
ari og óvandaðri fyrir þá sök.
— Þú ert formaður Múr-
arafélags Reykjavíkur. Hvað
viltu segja mér frá starfsemi
félagsins?
— í dag mun vera um 180
manns í félaginu og mjög
margir eru í námi. Félagið
hefur nýlega komið sér upp
félagsheimili með Félagi ísl.
rafvirkja Félagsheimilið ger-
ir það að verkum að félags-
starfsemin getur nú orðið mik
ið fjölþættari og á enn eftir
að færast inn á víðtækara
svið. Þetta er allt á byrjunar
stigi enn, þvi félagsheimilið
er svo ungt, byggt 1957 til ’58.
í sambandi við félagsstarf-
semina má geta þess, að múr-
arar urðu fyrstir til að taka
upp verðskrárvinnu og má eig
inlega telja undarlegt að þetta
fyrirkomulag skuli ekki vera
tíðkað miklu víðar en gert er.
Stjórnmálafundir
í Grenivík og
Ólafsfirði
GRENIVÍK.
Sjálfstæðisflokkurinn heldur
almennan stjórnmálafund í Greni
vík mánudaginn 19. okt. Kl. 9 sd.
Frummælendur á fundinum
verða: Bjartmar Guðmundsson,
Jónas G. Rafnar og Magnús Jóns-
son.
ÓLAFSFJÖRÐUR.
Almennur stjórnmálafundur
verður haldinn í samkomuhúsinu
Ólafsfirði sunnudaginn 18. okt.
kl. 4 sd.
Frummælendur: Gísli Jónsson,
Vésteinn Guðmundsson og Magn-
Ús Jónsson.
Kvennagullin á kvikmynda-
tjaldinu týna nú ört tölunni.
Fyrir skömmu lézt Marío Lanza,
og nú fyrir nokkrum dögum
Errol Flynn, fimmtugur að aldri.
Sumir þeirra eru líka nokkuð
komnir til ára sinna, búnir að
leika kvennagull £ 20—30 ár.
Þannig er það t.d. með Cary
Grant, sem er búinn að leika I
Hollywood síðan 1933. Það ár
lék hann liðsforingja í kvik-
myndinni „Leyniþjónustan“ á
móti Gertrude Michael (sjá
meðfylgjandi mynd). Nýjasta
myndin hans er „Klaufalegur",
þar sem hann leikur á móti Ing-
rid Bergman. Þau sjást hér á
hinni mýndinni. Finnst ykkkur
hann ekki hafa breyzt svolítið.
★
Jasmin litla, dóttir kvikmynda
leikkonunnar Ritu Hayworth og
Ali Khans, ætlar að likjast
pabba sínum að einu leyti a.m.k.
Hún var um daginn á veðreið-
um og varð svo æst, þegar hest
ar pabba hennar kepptu, að hún
hló og skrækti, ef þeir voru á
undan og stökk upp úr sætinu,
en reif hár sitt og gretti sig fer-
lega, ef aðrir hestar fóru fram
úr þeim. Þegar þessi mynd var
tekin, virðist réttum hestum
ganga vel.
SAGAN um kínversku stúlkuna
Suzie Wong, eftir brezka rithöf-
höfundinn Richard Mason, birt-
ist sem framhaldssaga hér í blað
inu á sínum tíma. Leikrit, sem
byggt var á sögunni, gekk við
metaðsókn í New York, og hefj-
ast sýningar á því í London í
haust. Sú leiksýning gerði
France Nuyen, sem lék Suzie,
fræga á örskömmum tíma. Móð
ir hennar var frönsk, en faðir
hennar var kínversku sjómað-
ur, svo hún er all kínversk { út-
liti, eins og þið sjáið á meðfylgj
andi mynd.
í fréttunum
skrifar úr
dagiega lífinu
Mér Iagðist til góður
liðsmaður.
„CJVEFNPURKA" skrifar Vel-
»3 vakanda og ber sig illa:
„Til þess að menn skilji betur
vandræði mín, verð ég að taka
það fram, að ég er einn af þeim
mörgu, sem á ákafiega erfitt með
að vakna á morgnana. Á hverj-
um morgni hái ég harða baráttu
við augnalokin, sem alltaf vilja
síga aftur, hvernig sem ég reyni
að glenna þau upp.
Um alllangt skeið hefi ég þó
borið sigur úr býtum, enda lagzt
til ágætur liðsmaður. Það er sá,
sem sendi mér til skamms tíma
kl. 8 á morgnana, eða nánar til
tekið kl. 8,05, dillandi tónlist
gegnum útvarpið.
Þegar vekjaraklukkan hringdi
á mínútunni 8, tókst mér venju-
lega að rétta út höndina og
kveikja á útvarpinu. Skömmu
seinna tók ég að greina líflega
tóna gegnum svefninn. Brátt fóru
stóru tærnar á mér, sem venju-
lega standa út undan sænginni,
að hamra á rúmgaflinn í takt við
músíkina, og fyrr en varði var ég
allur kominn á ið í rúminu.
Þar með var sigurinn unninn,
og ég stökk fram úr.
Liðsmaðurinn brást.
EN svo dundi ógæfan yfir. Frá
því um síðustu mánaðamót
hafa stóru tærnar á mér ekki lát-
ið á sér bæra og ég held áfram
að móka hreyfingarlaus í bólinu,
fi
seinn í vinnuna. Vekjaraklukkan
mín er þó ekki biluð og ekki út-
varpið heldur. Mér tekst enn að
kveikja á því kl. 8. En áhrifin
eru bara ekki þau sömu.
Tökum t. d. sl. miðvikudags-
morgun. Mig var einmitt að
dreyma uppáhaldsdrauminn
minn, þennan með englafansinn.
Unaðslegu fiðlutónarnir, sem
léku við eyrun á mér, gerðu það
aðeins að verkum að allar meyj-
amar fóru að dansa slæðudans,
eins og þær gera í kvennabúrun-
um í Hollywoodkvikmyndunum,
og þegar kvennaraddir tóku mjúk
lega undir, varð draumurinn bara
ennþá sætari. Eitthvað rankaði ég
þó við mér, þegar hrjúfari karla-
raddir tóku við í þessari „tónlist
við sjónleikinn Rósamunda" eftir
Schubert, því seinna frétti ég að
það hefði verið tónlistin, sem átti
að vekja mig þann morguninn.
Sjálfsagt hef ég í svefnrofunum
komizt að þeirri niðurstöðu að
geldingarnir, sem ku alltaf gæta
kvennabúranna, gætu vel sungið
þó tungulausir væru. Eitt er það,
að ég sváf værum svefni gegnum
alla Rósamundutónlistina og líka
gegnum fréttirnar, en eintómar
útlendar Lundúnafréttir megna
ekki að vekja athygli mína svo
um muni. Eftir fréttir mun hafa
komið Marche Slave eftir Tsjai-
kovski og Andante Cantabile
eftir sama. Það var a. m. k. vanda
laust að sofa undir þvi. Loks kom
„Stundadansinn“ eftir Ponchielli,
fiðluleikur og finerí, en einhvern
veginn hlýt ég að hafa skynjað
að ellefta stundin væri komin,
þegar þulurinn tilkynnti þetta
lag, því ég stökk á fætur. En auð-
vitað var ég orðinn of seinn í
vinnuna. Ég hefði þó orðið ennþá
seinni, ef þulurinn hefði ekki
minnzt á stund, því mér hefur
verið sagt að frá kl. 9 til 9.14 hafi
verið leikin unaðsleg tónlist á
hörpu, regluleg englamúsik. Und-
ir því hefði ég vafalaust heldur
kosið að láta mig dreyma um
englameyjar en að fara á fætur
og mæta öskureiðum vinnuveit-
anda.
Neyðarkall til morgun-
tónleikamannsins
SVONA hefur þetta nú gengið
undanfarnar þrjár vikur. Og
því sendi ég neyðarkall til þess
sem velur morguntónleikana. Ef
það er einhver nýr maður, bið ég
hann blessaðan um að geyma
svona angurværa og fina tónlist
þangað til maður á að fara að
sofa á kvöldin". _—