Morgunblaðið - 18.10.1959, Side 11
Sunnudagur 18. okt. 1959
MOKCjnsnT. 4 f)1Ð
11
Landsbankinn hnekkir í tilkynn-
ingu fullyrðingum Tímans
um gjaldeyrisstöðuna
ALLMIKLAR umræður hafa orð-
ið í dagblöðum undanfarna daga
um gjaldeyrisstöðu bankanna, og
hafa verið birtar tölur, sem í
fljótu bragði virðast stangast á.
Sannleikurinn er sá, að töl-
ur þær, sem eru birtar um
aðstöðu bankanna úr á við,
eru ósundurliðaðar og gefa
því oft ófullnægjandi mynd
af gjaldeyrisstöðu bankanna,
ef ekki fylgja þeim sér-
stakar skýringar. Hefur því þótt
ástæða til að senda dagblöðum og
útvarpi greinargerð til upplýsing-
ar fyrir almenning.
Tölur þær, sem birtar eru um
aðstöðu bankanna út á við í Hag-
tíðindum, eru fengnar með því
að taka saman alla erlenda liði
á reikningum bankanna. Þetta
getur gefið villandi mynd af
hinni raunverulegu greiðsluað-
stöðu bankanna út á við, ef á
reikningum bankanna eru t.d.
löng lán, sem raunverulega ætti
að telja með öðrum erlendum
lánum þjóðarbúsins til langs
tíma. Einnig getur það valdið
misræmi, ef ákveðnar upphæðir
koma einhverra hluta vegna inn
í gjaldeyrisstöðuna á einu tíma-
bili, en ekki öðru. Frá þessum
sjónarmiðum væri mjög æskilegt
að leiðrétta þær tölur, sem birt-
ar eru um aðstöðu bankanna út
á við í Hagtiðindum, til þess að
gefa raunverulegri samanburð á
gjaldeyrisstöðu bankanna milli
ára. Er hér sérstaklega um að
ræða eftirtalda þrjá liði.
1) Ónotað lánsfé af lánum, sem
tekin voru hjá Export Import
bankanum í árslok 1956 og 1957,
hefur verið talið til eignar á
reikningum bankanna, þar sem
viðkomandi lán voru endurkeypt
af Seðlabankanum. Bætti þetta
mjög gjaldeyrisstöðuna árið 1956
og 1957. í vor var tekið eitt-slíkt
lán til viðbótar, að upphæð 49
millj. kr., en það hefur ekki ver-
ið talið með í gjaldeyrisstöðunni,
þar sem Seðlabankinn endur-
keypti ekki lánsupphæðina. Tii
þess að fá eðlilegri samanburð
væri því réttast að taka hið ó-
notaða lánsfé út úr gjaldeyris-
stöðunni, enda er hér um raun-
verulega innkominn gjaldeyri að
ræða.
2) Skuld við E.P.U. hefur ver-
ið talin með í gjaldeyrisstöðu
bankanna. Nú er hins vegar bú-
ið að leggja E.P.U. niður og gera
samning um þessa skuld til langs
tíma, svo að þessi upphæð ætti
raunverulega að teljast til er
lendra lána til langs tíma. Hins
vegar er ekki hægt að gera þetta
í ár án þess að skapa villandi
samanburð við fyrri ár, og væri
því heppilegast að taka E.P.U.-
skuldina út úr gjaldeyrisstöðunni
aftur í tímann til þess að fá raun
verulegan samanburð.
3) Á síðasta ári var gerður
samningur um 50 millj. kr. lán
frá Rússlandi til tólf ára. Af
þessu láni voru 25 millj. kr. not-
aðar fyrir síðustu áramót. Þessi
upphæð hefur ekki verið talin
með löngum erlendum lánum,
þar sem hún á raunverul. heima,
vegna þess áð húii var að formi
til yfirdráttúr Seðlabankans hjá
Ríkisbanka Ráðstjórnarríkjanna.
Raunverulega er því þessi skuld
óháð gjaldeyrisstöðu bankanna,
og ætti því að taka hana út.
Eftirfarandi tafla sýnir upp-
hæð þessara þriggja liða mánað-
arlega frá árslokum 1957 til
seþtemberloka 1959.
1957:
Júní
Júlí
Ágúst
Sept.
73,2
73,2
73,2
73,2
Október 45,5
Nóv. 45,5
4- 83,8
-r- 86,3
-í-87,0
4- 93,9
4-103,0
4-105,7
Des. 33,8 -í-113,1 Gjaldeyrisstaða bankanna Aðstað. bankanna
1959: leiBrétt út á við
1957
Ónotað láns- fé á reikn. E.U.P. Rússn. Des. -=-17,8 4- 23,4
bankanna skutd lán 1958:
Janúar 21,8 4-117,1 4-25,0 Jan. -r-35,9 4- 41,0
Febr. 21,8 4-117,1 4-25,0 Febr. 4-62,3 4- 67,5
Marz 21,8 4-117,3 4-25,0 Marz 4-65,0 4- 70,4
Apríl 17,4 4-123,6 4-25,0 Apríl 4-95,5 4- 99,1
Maí 16,8 4-123,1 4-25,0 Maí 4-75,1 4- 78,4
Júní 2,0 4-123,1 4-25,0 Júní 4-75,6 4- 86,2
Júlí 2,0 4-123,1 4-25,0 Júlí 4-34,7 4- 47,8
Ágúst 2,0 -f-121,3 -f-25,0
Sept. 2,0 -=-121,3 -=-25,0
Sé nú afstaða bankaana út á
við leiðrétt með því að taka þessa
þrjá liði út úr, fást tölur, sem
sýndar eru á eftirfarandi töflu,
en til samanburðar er birt að-
staða bankanna út á við, eins og
hún er birt í Hagtíðindum.
Ágúst 4-43,0 4- 56,8
Sept. 4-61,2 4- 81,9
Okt. 1,0 4- 56,5
Nóv. 28,4 4- 31,8
Des. 36,3 4- 43,0
1959:
Jan. 56,4 4- 63,9
Febr. 70,3 4- 50,0
Marz 46,2 4- 74,3
Ápríl 37,7 4- 93.5
Maí 13,9 4-117,4
Júní 4-16,1 4-162,2
Júlí 4-14,0 4-160,1
Ágúst 4-38,7 4-183,0
Sept. 4-77,4 4-221,7
Vonandi verður þessi greinar-
greð til þess að skýra nokkuð,
hvernig þessi mál standa. Sann-
leikurinn er sá, að það er mjög
erfitt að fá neina eina tölu, sem
gefur fullnægjandi upplýsingar
um svo flókið mál sem gjaldeyr-
isstöðu bankanna. Aðstæður eru
þar að auki sífellt að breytast,
svo að endurskoða þarf tölur til
að fá réttan samanburð milli ára.
Hins vegar er enginn vafi á því,
að hinar leiðréttu tölur um gjald
eyrisstöðu bankanna hér að ofan
gefa miklu réttari mynd af þró-
un mála undanfarin tvö ár held-
ur en þær tölur, sem birtar eru
mánaðarlega í Hagtíðindum und-
ir nafninu: Aðstaða bankanna
gagnvart útlöndum. Það skal tek
ið frrr.-i, «ð birgðir af út/lutnmgs-
afurðum eru að sjálfsögðu ekki
taldar með í þessum tölum.
Reykjavík, 17. okt. 1959.
LANDSBANKI ÍSLANDS
HAGDEILD
Leiðrétting
1 GREININNI „Stórveldi" á al-
menningskostnað, sem birtist í
blaðinu í fyrrad. varð sú villa, að
í öðrum kaflanum átti setningin
„Með þeim fyrirvara — —“ að
hljóða svo:
Með þeim fyrirvara þó, að
kostnaðurinn er fyrirfram íætl-
aður, svo að ef hann reynist lægri
eða hærri tiltekið tímabil, þá
kemur það bændum til góðs eða
tjóns á því tímabili.
:—• • • ;; ■ • y- ■;■1 ■1 ....-• -------------- ywv..............................................• ■ ■■•■■'■
Hvítarí þvoftur/
Nýja Sparr er mildara, freyðir betur, þvær betur og er
ódýrara. Sparr gerir þvottinn bragglegri, bjartari, ilmandi,
og hvítan eins og hrím á haustmorgni. Sparr inniheldur
C M C, sem ver þvottinn óhreinindum og sliti.
Sparr inniheldúr Hrímhvítu, sem hefur þann eiginleika
að breyta hinum ósýnilegu útfjólubláa geislum sólarinnar
í sýnilega bláhvíta geisla, sem gera hvítan þvott hvítari
og mislitan litsterkari. Sparr er ódýrt. Kynnið yður verð-
muninn á Sparr og erlendum þvottaefnum og yður mun
ekki koma til hugar að nota annað en Sparr upp frá því.
Des. 81,3
1958:
Janúar 81,3
Febr. 81,3
Marz 81,3
Apríl 81,3
Maí 81,3
-=- 86,9
4- 86,4
-í- 86,5
-í- 86,7
•4- 84,9
-í- 84,6
Sparið og notið Sparr