Morgunblaðið - 18.10.1959, Síða 13
Sunnudagur 18. okt. 1959
MORGVNBLAÐIB
13
1
Þessi mynd er af pólsku skipi, sem var hér í höfninni nú í vikunni. Pólverjar hafa tekið upp fastar
skipaferðir hingað, þó að íslenzku-skipin anni fullkomlega f lutningum. á milli landanna. Pólverjar
beina eins miklum hluta flutninganna til sinna skipa og þeir geta. Þeir hafa að engu skeytt mála-
leitunum íslenzkra stjórnvalda um að hætta við þessar ferðir.
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugard. 17. okt.
Fyrirlitning S.Í.S.
á sérhyggju
Mörgum varð á að brosa, þeg*
ar aðalfundur SÍS í sumar lýsti
fyrst „undrun sinni og fyrirlitn-
ingu á pólitískum áróðursmönn-
um er ganga erinda sérhags-
munahyggju og gróðabralls“ og
kaus síðan þessu til staðfestingar
Egil Thorarensen í stjórn SIS.
Um Egil Thorarensen má margt
gott segja. En aldrei hefur hann
fyrr verið kenndur við andúð á
sérhagsmunahyggju og gróða-
bralli. Svo að ekki sé minnzt á
pólitíska áróðursmenn, ef þeir
starfa fyrir Framsókn. Senmlega
á Egill um þetta sammerkt við
fjölda stéttarbræð.ra sinnna. En
eðlilegt er, að framferði hans sé
tekið til sérstakrar athugunar,
einmitt vegna þess ,hvernig á
stóð, þegar aðalfundur SÍS í
fyrsta skipti sýndi honum það
traust að velja hann í stjórn Sam
bandsins.
„Myrkfælni maðurinn" á Sel-
fossi er nú orðinn þjóðkunnur.
Hann gerði sér að vísu grein
fyrir, að hann var að vinna verk,
sem ekki var gott fyrir hann sjálf
an eða þann, sem bað hann, ef
upp kæmist. Fæstir munu þó
ætla, að hann hefði lagt stund
á þessa iðju, nema því aðeins, að
hann hefði hugboð um, að hún
væri í samræmi við óskir hús-
bóndans. Það var fordæmi ann-
arra, sem fékk „myrkfælna
manninn" til þess að fara á giap-
stigu. Þá sögu segja margir, sem
fyrir hrösun hafa orðið.
„Bjart og hreint
Eir Selfossi44?
yfi
Njósnirnar, sem Þráinn Valdi-
marsson og Hannes Pálsson
höfðu milligöngu um, voru eng-
in einstakur atburður. Ungur
maður, Magnús L. Sveinsson, sem
til skamms tíma vann hjá KauD-
félagi Árnesinga, hefur nýlega
sagt svo frá:
„--------þarf ég ekki að vera
hissa, þó að einn af pólitískum
agentum Kaupfélags Árnesinga
spyrði mig að því fyrir síðustu
hreppsnefndarkosningar, en bá
starfaði ég hjá Kaupfélagi Árnes-
inga, „hvers vegna ég segði ekki
upp starfi hjá kaupfélaginu, úr
því ég stæði ekki með þeim í
kosningunum“.
Sá sem spurði er í innsta bar-
áttu hring Framsóknarmanna inn
an kaupfélagsins og núverandi
fulltrúi Framsóknarflokksins hér
á Selfossi í úthlutun pólitískx-a
lána til íbúðahúsabygginga. Þessi
drengur var ekki myrkfælinn þá.
Hann hefur kannske séð sama
bjarmann og kaupfélagsstjónnn
hér sá, þegar hann ók inn í Sel-
fossbæ að afloknum hreppsneEnd-
arkosningum. En hann sagði, að
hann hefði aldrei séð eins bjart
og hreint yfir Selfossi og þá.“
Framsóknarmenn eru ófeimnir
við að fórna minniháttar mönn-
um, sem gengið hafa erinda höfð-
ingjanna, þegar upp kemst um
klækina. Fjálglegt tal þeirra,
sem nú þykjast hvergi hafa nærri
komið, þegar myrkraverkin Kom-
ast upp, er lítils virði. Ljósbjarm-
inn, sem þeir þóttust eygja, er
notaður til þess, að þeir sjálfir
geti enn tryggilegar en áður
starfað óáreittir í skugganum.
„Stórhrotinn
athafnamaðnr66
Hvers eðlis þeirra iðja er, sést
af sögunni um stórveldið á Sel-
fossi. í bókinni „íslenzkt sam-
vinnustarf", sem SÍS lét gefa út
snemma á þessu ári, segir m. a.:
„Hlutur kaupfélaganna í sam-
göngumálum á landi er orðinn
miklu meiri en flestir gera sér
grein fyrir. Þau hafa mikla þörf
fyrir vöruflutninga og mun vart
til það kaupfélag, er ekki á vöru-
bíla til eigin nota, sum þeirra
marga. Kaupfélag Árnesinga er
stærst á þessu sviði. Á 25 ára af-
mæli félagsins 1955 hafði það
fastar ferðir 75000 km. á degi
hverjum eða sem svarar vega-
lengdinni suður til Túnis og heim
aftur“.
í sérstökum kafla, þar sem
greint er frá starfsemi hvers
kaupfélags innan SÍS fyrir sig
segir:
„Síðast en ekki sízt verður
getið eins stærsta kaupfélags
landsins, Kaupfélags Árnesinga,
sem er aðeins aldurfjórðungs
gamalt, hefur mjög litla afurða-
sölu, en hefur samt 88,1 milljón
króna heildarveltu. Félagið hc-f-
ur 13 búðir og verzlar meðal ann-
ars í Hveragerði, Þorlákshöfn, á
Eyrarbakka og Stokkseyri. Það
hefur brauðgerð, efnagerð og
apótek. Félagið á og rekur hita-
veitu fyrir Selfoss úr eigin landi
utan við bæinn, svo og þvotta-
hús. Frystihús á félagið og eru þá
ótaldar samgöngurnar, þar sem
KÁ er stórveldi á landi. Félagið
annast mjög mikla fólks- og
vöruflutninga, á yfir 60 bíla og
mikil bifreiðaverkstæði, auk
annarra verkstæða, sem nýbúið
er að byggja yfir stórhýsi.
Hér hefur stórbrotinn athafna-
maður, Egill Thorarensen, fundið
mátt samvinnusamtaka og séð
möguleika Suðurlandsundirlend-
isins. Þegar þetta þrennt kom
saman, varð árangurinn glæsi-
legur.“
Stórveldis-staðan
völt
Ekki leynir sér, að SlS telur
Kaupfélag Árnesinga ná hámarki
veldis síns í samgöngum á landi.
í þeim efnum er þetta kaupfélag,
sem getið eru um „síðast en ekki
sízt“ af öllum kaupfélögum
landsins, berum orðum kallað
„stórveldi." Það fer og ekki
milli mála, hver stórveldið hafi
skapað. Það er hinn „stórbrotni
athafnamaður Egill Thoraren-
sen“. En hvernig er þetta stár-
veldi til orðið?
Upp er komið, að Kaupfé^ag
Árnesinga á einungis 16 bifreið-
ar skrásettar á Selfossi. Mjólkur-
bú Flóamanna hins vegar 56.
Augljóst er þess vegna, að í gorti
sínu telur SÍS Kaupfélag Árnes-
inga beinlínis vera eiganda að
öllum eða meginhluta bílafjölda
Mjólkurbús Flóamanna.
Hver er orsökin til þess, að
hinir nákunnugu forráðamenn
SÍS skuli ruglast á eignum þess-
ara tveggja ólíku aðila? Skýr-
ingin á því er einföld.
Mjólkurbú Flóamanna fær
raunar að reka sína eigin bíla
að nafninu til, en öll verzlun til
þeirra gengur um hendur Kaup-
félags Árnesinga. Það selur
Mjólkurbúinu t. d. benzín og olí-
ur til bílanna með venjulegu út-
söluverði. Það annast allar við-
gerðir fyrir bíla mjólkurbúsins
og hefur þess vegna getað reist
hið „mikla bifreiðaverkstæði,
auk annarra verkstæða, sem ný-
búið er að byggja yfir stór-
hýsi“.
Ekki þarf að eyða orðum að
því, að venjulegur atvinnurek-
andi hefði a. m. k. komið sér
upp eigin benzíntank fyrir svo
mikinn bílafjölda, sem Flóabiiið
á. Sjálfsagt hefði einnig flögrað
að ýmsum, að hyggilegt væri að
hafa sitt eigið bifreiðaverkstæði.
Af öllu þessu hefur Kaupfélag
Árnesinga hirt gróðann, „byggt
stórhýsi" og gert sjálft sig að
„stórveldi.“ Enda bætist ofan á
annað, að Kaupfélagið er látið
hafa forréttindi um flutninga með
bifreiðum Mjólkurbúsins til allra
bænda, þar sem bílarnir komaot.
Sú aðstaða ein er ómetanleg.
Óánæ«ja bænda
Það er bændum Austanfjalls
til lofs, að margir þeirra hafa
verið óánægðir með þessar oð-
farir. Óánægjuraddirnar hafa þó
ætíð verið kveðnar niður. Hugs-
unin, sem á bak við liggur, er
sú, að félagsmenn Kaupfélags Ár
nesinga hagnist á gróða þess fé-
lags, en kostnaðurinn við mjó'k-
urflutninga lendi á neytendum.
Þess vegna geri það ekki til, þó
að sá kostnaður verði hár, af bví
að hagur Kaupfélags Árnesinga
verði þeim mun betri.
Að vonum hefur mörgum
bændum blöskrað þessi hugsun-
arháttur. Þeir skilja, að hagur
bænda og neytenda fer til fram-
búðar saman. Þess vegna vinna
þeir menn illt verk, er sá sundr-
ungu á milli, eða halda þannig á
málum annars hvort aðila, að
hann hlýtur að fyllast tortryggni.
Kunnugir fara ekki dult með, að
einmitt tortryggni út af hinum
mikla milliliðakostnaði á land-
búnaðarvörum hafi átt drjúgan
þátt í, að upp úr slitnaði nú á
'milli fulltrúa bænda og neytenda
um verðlagningu landbúnaðar-
vara. Ágengni og skammsýni
hefna sín oft furðu fljótt.
Ágengni „stórveld-
isins44 öllum til ills
Úr því sem komið er, verður
ekki hjá því komizt, að neytend-
ur fái íhlutunarrétt um ákvörð-
un milliliðakostnaðar á þessum
vörum. „Stórveldið“ á Selíossi
hefur gert það með öllu óum-
flýjanlegt.
Framleiðsluráð vill áreiðanlega
vinna verk sitt vel. En það hefur
ekki skilyrði til þess að leysa það
af hendi, auk þess sem neytend-
ur eiga hér í fyrstu atrennu
meira í húfi en framleiðendur.
Að lokum hlýtur þó að bitna á
framleiðendum, ef verð fram-
leiðslu þeirra er of hátt. Umfram
allt verður að gæta þess að halda
þannig á, að sameiginlegir hags-
munir beggja séu tryggðir.
„Sérhagsmunahyggja, gróða
brall og pólitískur áróður" á borð
við það, sem tíðkast hjá „stór-
veldinu" á Selfossi er öllum til
ills, en engum þó fremur en beim,
sem una því, að þannig sé mis-
farið með trúnað yfir samtökum
almennings.
hjá Alþýðublaðinu, að hún sé
engu að síður til, er víst, að hún
er ekki ætluð nema öruggustu
trúnaðarmönnum. Einhver í þeim
hópi hefur þá sagt Alþýðublað-
inu frá leyniskjalinu. Ekki verð-
ur því að óreyndu trúað, að Al-
þýðublaðið sé búið að taka upp
starfshættina úr' húsnæðismá'a- -
stjórn að stela leyniskjölum. Og
þó, hver veit? Sigurður Sig-
mundsson hafði verið einn þeirra,
sem sótti fund Alþýðuflokksins í
Iðnó á dögunum. E. t. v. hefur
hann afhent þetta trúnaðarplagg
sem aðgönguskírteini, þegar hann
sneri heim til föðurhúsa.
Eru þeir aS sjá
að *
Hittast hjá
sakadómaral
I Alþýðublaðinu á fimmtudag
er komizt svo að orði:
„Alþýðubandalagið langar ó-
sköpin öll í stjórn með Fram-
sóknarflokknum eftir kosningar.
Stefnuskrár þessarra tveggja
flokka í kosningabaráttunni er
líka eins og frumrit og afrit, svo
að einhvers staðar hafa þeir orð'ð
sér úti um kalkipappír. Hins veg-
ar er eftir að semja um fram-
kvæmd einstakra mála. Færi vel
á því að fela þá samningsgerð
vinunum úr húsnæðismálastjóm,
Hannesi Pálssyni og Sigurði Sig-
mundssyni. Fundarstjórnin kynni
raunar að verða ágreiningsefni,
en þann vanda má leysa með
því að fela hana hlutlausum
þriðja aðila. I því efni eru hæg
heimatökin. Hér skal stungið upp
á virðulegum, opinberum emb-
ættismanni — sakadómaranum í
Reykjavík."
Heldur eru þetta kaldar kveðj-
ur frá einum V-stjórnarflokknum
til hinna tveggja. Er það raunar
í samræmi við það, sem Alþýðu-
blaðið hefur áður sagt frá sam-
skiptum við sína gömlu sam-
starfsflokka. Allir minnast þess,
þegar Alþýðublaðið í vor ljóstr?
að því upp, að viðbrögð Fram-
sóknar í stjórnarslitum og til-
raunum til stjórnarmyndunar í
vetur hefðu mótazt af ótta henn-
ar við rannsókn á olíuhneykslinu
á Keflavíkurflugvelli. Störf saka-
dómara og rannsóknarlögreglu
blandast óhugnanlega í öll sam-
skipti V-þrenningarinnar.
Leyniþráður
Alþýðublaðið vill nú hvítbvo
sig af sínum fyrri félögum. Það
er ekki nema vorkunnarmál. En
þó er ljóst, að enn hangir leyni-
þráðurinn á milli Alþýðuflokks
og Framsóknar. Hræðslubandx-
lagstengslin slitna seint. Eða með
hverju öðru móti hefur Alþýðu-
blaðið fengið vitneskju um kosn-
ingastefnuskrá Framsóknar?
Sú stefnuskrá hefur enn ekki
verið birt. Tíminn segir m. a. o.
á föstudag, að hún muni aldrei
sjá dagsins ljós. Ef það er satt
Svo er að sjá sem munurinn
á Alþýðuflokk og kommúnist-
um sé ekki jafn mikill og rifrild-
inu þeirra á milli er ætlað að gefa
til kynna. Á miðvikudaginn birti
Þjóðviljinn forsíðugrein, sem
byrjaði svo:
,Verkalýðsmálgagnið“ Alþýðu-
blaðið birtir í gær viðtal við
einn helzta atvinurekenda bæj-
arins, Baldur Eyþórsson, formann
Félags íslenzkra prentsmiðjueig-
enda, sem er deild í atvinnurek-
endasambandinu. Blaðið spyr
atvinnurekendann að því, hvern-
ig gangi að reka gróðafyrirtæki á
íslandi undir Alþýðuflokksstjórn
og atvinnurekandinn svarar því
himinlifandi, að það hafi ekki
verið eins auðvelt að reka slíkt
fyrirtæki um árabil!“ t
Daginn eftir birtir hins vegar
Þjóðviljinn sjálfur viðtal við
ungan frambjóðanda, Lárus Valdi
marsson, sem er 3. maður á lista
Alþýðubandalagsins í Norður-
landskjördæmi vestra. Hann býr
á Skagaströnd, „er verðgæzlu-
maður og hefur fengizt við út-
gerð um skeið“.
„Atvinnuvegirnir
standa undir öllum
lífsþörfum64.
Fyrsta spurningin, sem Þjóð-
viljinn leggur fyrir þennan fram-
bjóðanda kommúnista, er á þessa
leið:
„— Hvað vilt þú svo sem út-
gerðarmaður og atvinnurekandi
segja um kjör sjómanna og
verkamanna?"
í svari sínu segir útgerðarmað-
urinn og atvinnurekandinn m. a,:
„Atvinnuvegirnir standa undir
öllxxm lífsþörfum olckar, þaðan
eru alir fjármunir okkar komnir,
til hvers sem við notum þá“.
Engu er líkara en þetta hefði
staðið í Morgunblaðinu. Það er
auðsjáanlega ekki Alþýðuflokk-
urinn einn, sem telur vænlegast
að taka upp stefnu Sjálfstæðis-
flokksins, heldur eru frambjóð-
endur kommúnista nú einnig
farnir að boða kenningar hans.
Þeim dylzt ekki, hvert straum-
urinn liggur og reyna þess vegna
að gera hosur sínar grænar með
lánsspjörum frá Sjálfstæðis-
mönnum.
„Þurfa að koma til
mótsviðfólkið46 '
Hinn ungi atvinnurekandi á
framboðslista kommúnista segir
fleira skynsamlegt:
„Annars tel ég eitt höfuð-
vandamál verkalýðshreyfingar-
innar í dag, það hve meðlimir
verkalýðsfélaganna eru orðnir
skeytingarlausir um þau. Þetta
er þó skiljanlegt, því að stjórnir
og sambönd annast orðið samn-
inga um kaup og kjör, án mik-
illa afskipta meðlimanna sjálfra.
Starf verkalýðsfélaganna þarf að
snerta menn meira persónulega.
Þau þurfa að koma til móts við
fólkið------
Allt er þetta hárrétt athugað.
Gallinn á allt of mörgum verka-
lýðsfélögum er sá, að þar hefur
Framh. á bls. 14.