Morgunblaðið - 18.10.1959, Síða 20

Morgunblaðið - 18.10.1959, Síða 20
20 MORCUNBLAÐ1Ð Sunnudagur 18. okt. 1959 Áður en lögregluþjónarnir gátu komizt fram hjá Verneuil og Anton gegn um framherberg- ið og inn í stofuna, hljóp Zenta gegn um hið stóra, tómlega her- bergi að opnum glugganum og sveiflaði sér upp á gluggakist- una í einum svip. Anton sýndist hún snúa sér við enn einu sinni eins og sá, sem lítur snöggvast á áhorfend irna áðui en hann fer út af leiksviðinu. Því næst hvarf hún úr gluggakistunni og úti fyrir glugganum var ekki annað en náttmyrkrið í Leopoldville. Án þess að mæla orð fáru lag- regluþjónarnir út úr salnum og hlupu niður stigana. Verneuil varð hvumsa og horfði á eftir þeim, en hann virtist ekki þurfa að flýta sér. Hann leit frá glugg- anum á Anton, frá Anton á borð ið með opna stálkistlinum og af honum aftur á gluggann. „Það er bezt að þér komið með mér þegar í stað“, sagði hann. Á meðan þeir fóru niður aft- ur í lyftunni, braut Anton ákaft heilann um, hvernig hann ætti að skýra aðstæðurnar fyrir lögreglu stjóranum. Sá ,sem afsakar sig, ásakar sig. Hins vegar varð hann þó að segja Verneuil, að hér væri um hræðilegan misskilning að ræða. Á meðan hann var að hugsa um þetta, hvarf Vera ekki úr huga hans. Honum var sama um, hvað Verneuil hugsaði og hvað um sig yrði. Hvað myndi Vera hugsa? Hvað myndi verða um hana? Þeir gengu hvor við annars hlið fyrir götuhornið. Þvergatan, sem salarglugginn sneri út að, var líka vel lýst. Anton datt í hug, að hún hefði átt heima í góðu umhverfi, ágætu umhverfi. í ljósi hinna björtu bogalampa sást allt nákvæmlega, lögreglu- þjónarnir, sem lutu yfir líkam- ann, hinn önnum kafni, litli lög- reglustjóri, hinn hvíti Mercedes bíll, sem var þar í grennd og lík- ið, sem lá á götuhellunum. Hinn græni kvöldkjóll var eins og lík- klæði. Þótt furðulegt væri, þá var höfuðið ekki skaddað. Aug- un voru galopin. Munnurinn var opinn. Andlitið eins og á vesælu, ljótu skemmtifífli. Verneuil gaf fyrirskipanir, sem fóru inn um annað eyrað og út um hitt hjá Anton. Því næst sneri hann sér að Anton: „Komið þér“, sagði hann. „Bif reiðin mín bíður þarna hinum megin“. Það var ekki fyrr en um há- degi daginn eftir, að Vera frétti það, sem gerzt hafði um nóttina. I morgunblöðunum var ekkert um sjálfsmorð söngkonunnar í næturstofunni og handtöku mannsins, sem þekktur var í Leo poldville með nafninu Antóníó. Vera hafði sofið nærri því ekki neitt um nóttina. Hún hafði beð- ið eftir því til miðnættis, að An- ton hringdi. Þegar hún loksins var háttuð, bylti hún sér stund- um saman í rúminu. Hún fann það á sér, að eitthvað hafði kom- ið fyrir. Hún ætlaði að fara á fætur og aka til íbúðar Antons, en hún hratt þeirri fráleitu hugs- un þegar frá sér aftur. Hún kveikti, reyndi að lesa og hlust- aði eftir símanum. Þegar hún loksins sofnaði undir morgun, fékk hún martröð. Hana dreymdi nóttina, sem Hermann var myrt- ur. En þegar hún hljóp út í nátt- myrkrið, þá var það lík Antons, en ekki Hermanns, sem lá undir trénu. Henni heyrðist hlátur frá gluggunum í húsinu. Það líktist rödd Lúlúu. Henni tókst að vakna og þá heyrði hún ekki lengur neina rödd. Draumurinn var á enda, en hún lá lengi í rúm inu eins og hún væri stirðnuð. Um morguninn varð hún óró- legri með hverri stundinni sem leið. Það var sunnudagur og börn in voru heima. Hún svaraði spurningum þeirra annars hug- ar. Hún leit eftir því, þegar látið var ofan í töskurnar, — því það var farið að láta ofan í töskur fyrir nokkrum dögum í húsinu á Mont Leopold-Vue. En henni var ekki ljóst, hvað hún var að gera. Henni fannst hún sífellt heyra í símanum og hún gekk fram og aftur í herbergjunum eins og dýr í búri. Svo var það loksins rétt fyrir hádegisverð, sem þegar var bor- inn á borðið, að síminn hringdi. Hún ýtti stúlkunni til hliðar og tók sjálf upp heyrnartækið. Snöggvast fannst henni hana vera ennþá að dreyma. Það var rödd Lúlúu. „Frú Wehr?“ „Já“. „Það er Lúlúa. Ég bið yður að gleyma öllu, sem þér hafið hugs- að um mig“. „Já, já. Haldið þér áfram“. „Það er búið að taka Anton fastan“. „Hvað eruð þér að segja?“ „Zenta steypti sér út um glugg ann í nótt, í íbúðinni sinni. Hún er dáin. Anton var tekinn fastur, af því að hann var hjá henni“. „Anton hjá Zentu?“ Hún gat ekki haldið áfram að tala. Hún varð að gera eitthvað ! til þess að vakna. Þetta hlaut að J vera ný martröð. „Þér verðið að gera eitthvað þegar í stað“, hélt Lúlúa áfram. Hún var stillt að heyra. „Það er allt saman hræðilegur misskiln- ingur. Ég er búin að senda skeyti til Sewe prests. Ég verð að tala við.yður". „Hvar eruð þér?“ sagði Vera að lokum. „Nálægt íbúð minni, en ég get verið komin inn í borgina eftir klukkutíma. Ég hitti yður í „Café des Voyageurs“. Það er að segja — framan við kaffihúsið, því ég má ekki fara þangað inn“. „Ég kem þangað“. „Guð blessi yður“, sagði stúlk- an. Vera hengdi heyrnartólið á. Börnin voru farin að matast. Þau fundu bæði á sér þegar í stað, að eitthvað hafði komið fyr ir. Ógæfan, sem dunið hafði yfir fjölskylduna, hafði skerpt athygli þeirra. Þau stukku upp frá borð inu og flýttu sér til móður sinn- ar. „Hefur eitthvað komið fyrir, mamma?“ spurði Silvía. „Nei, nei, ekkert, barnið mitt“. „Jú, ég veit það“, sagði Pétur. „Farið þið nú að borða aft- ur“. „Ætlar þú ekki að borða með okkur?“ „Nei, ég verð að fara út. En ég kem rétt bráðum aftur“. Hún gat nú ekki verið með bömunum. Hún gekk upp í svefn herbergið sitt ogopnaði fataskáp inn. Hún vissi ekki, hvers vegna hún opnaði hann. Hún var ekki í neinum götubúningi, en hún gat ekki haft fataskiþti. Hún lét fall ast á rúmið. Zenta hafði framið sjálfsmorð. Anton hafði verið hjá henni og hann var handtekinn. Hún endur tók orð Lúlútt, en hún skildi þau ekki. Hvers vegna hafði Zenta ráðið sér bana? Hvers vegna hafði Anton verið hjá henni. — Hvers vegna höfðu þeir tekið Anton fastan? Eintómar spurningar en ekkert svar. Hún fór að athuga sjálfa sig nærri því eins og hún væri önn- ur persóna, sem gengi við hlið- ina á sér. Og þá gerðist það að yfir Veru kom undarleg tilfinning, sem hún hafði aldrei orðið vör við áður. ......gparið yður hlaup 6 xolUi margra vc.Tzlama' «ÚL Á ÖILöM tfWI! - AusturstraeCi Það var leyndardómsfull tilfinn- ing, öryggistilfinning, sem hún kannaðist ekki við. Hún var ekki hrædd lengur. Var það vegna þess, að hún væri orðin sljó fyrir slysum og hörmungum? Var það vegna þess, að taugakerfi henn- ar væri orðið dofið vegna hræðsl unnar, sem hún hafði fundið til nærri stöðugt, síðan hún kom til Leopoldville? gjíltvarpiö Sunnudagur 18. október 9.30 Fréttir og morguntónleikar —• (10.10 Veðurfregnir): — a) Svíta nr. 2 í h-moll fyrlr flautu og hljómsveit eftir Joh. Sebastian Bach. Hátíðarhljóm- sveitin 1 Prades leikur. Ein* leikari: John Wummer. Stjóm- andi: Pablo Cacals. b) Konsert fyrir sembal 1 C-ddr eftir Bach- Vlvaldi. Sylvia Marlow leikur. c) „A leiði Couperins** (Le tom- beau de Couperin) eftir Mau* rice Havel. Hobert Casadesua leikur á píanó. d) Sinfónía nr. 1 í C-dúr eftir Bizet. Sinfónluhljómsveitin 1 Bamberg leikur. Fritz Lehmann stjórnar. 11.00 Messa i Dómkirkjunni. I Reykja- vík (Prestur: Séra Jón Auðuna dómprófastur: organleikari: Dr. Páll Isólfsson). 12.15 Hádeglsútvarp. 13.15 Guðsþjónusta Fíladelfíusafnaðar- ins i útvarpssal. — Asmundur Eiríksson prédikar. Kór og kvart ett safnaðarlns syngja undir stjórn Arna Arinbjarnarsonar. 15.00 Miðdegistónleikar: a) Frá tónleikum Slnfónihljðm- sveitar Tslands í Þjóðleikhús- inu 6. þ. m. Stjórnandi: Wil- helm Bröckner Röggeberg. Hljómsveitin leikur Concerto grosso nr. 2 eftir Handel og Siegfried-Idyll eftir' Wagner. b) Lamoureux-hljómsveitin leik- ur undir stjórn Jeans Foumet „Pastorale'*-svítu eftir Emanu- el Chabrier. 16.00 Kaffitíminn: Hilde Göden syng- ur vlnsæl óperettulög. 16.30 Veðurfregnir. — Sunnudagslðgin. 18.30 Barnatími (Steindór Hjörleifs- son. leikar). a) Leikþáttur: „Naglasúpan**. b) Sögurnar „Kóngsdóttirin og tröllkarlinn", Kalla-saga" og „Gullhellirinn": XII. lestur. c) Gamall kunningi kemur I heýnsókn. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar: Andrés Segovla leik- ur gítarlög. 19.45 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.20 Raddir skálda: Ur verkum Ein- ars Braga. Höfundurinn les Ijóð, Jóhann Hjálmarsson Ijóðaþýðing ar og Magnús Torfi Olafsson þætti um nútímaljóðagerð. 21.00 Tónleikar: „Kindertotenlieder", lagaflokkur eftir Gustav Mahler. Dietrich Fischer-DIeskau söngv- ari og Fílharmoníuhljómsveitin í Berlín flytja; Rudolf Kempe stjórnar. 21.30 Ur ýmsum áttum (Sveinn Skorrl. Höskuldsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnlr. 22.05 Danslög. 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 19. október 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir, tilkynningar). .— 16.30 Veðurfr. 19.00 Tónleikar. — (19.25 Veðurfr.). 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Einsöngur: Axel Schiötz syngur dönsk sönglög. 20.50 Um daginn og veginn (Sigurður H. Olafsson verzlunarstjóri). 21.10 Tónleikar: Islenzk tónverk fyrir píanó. Islenzkir einleikarar flytja, 21.30 Utvarpssagan: Garman og Worse eftir Alexander Kielland. XIX. lestur (Séra Sigurður Einarsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Búnaðarþáttur: Frá búfjárrækt- arstöðinni á Lundi. Gísli Krist- jánsson ritstjóri ræðir við Jónas Kristjánsson mjólkurbússtjóra, Olaf Jónsson ráðunaut og Sigur- jón Steinsson bústjóra. 22.30 Kammertónleikar: Fiðlukonsert • eftir Alban Berg. Cleveland hljómsveitin leikur. Einléikari er Louis Krasner og stjórnandi Artur Rod- zinsky. 23.00 Dagskrárlok. Þriðjudagur 20. október 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.0ð Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir tilkynningar). 15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir og tilk.), — 16.30 Veðurfregnir. 19.00 Tónleikar. — (19.25 Veðurfr.). 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.10 Stjórnmálaumræður vegna Al- þingiskosninganna 25. og 26. okt.; fyrra kvöld. Ein umferð, 45 mín. til handa hverjum framboðs- flokki. — Röð flokkanna: Alþýðubandalag Þjóðvarnarflokkur Framsóknarflokkur Alþýðuflokkur S j álf stæðisf lokkur Dagskrárlok laust fyrir miðnættL Gróðrastöðin við Miklatorg — Sími 19775. er merki vundlótra húsmæðru Andi horfir hrifinn á Depil gleypa í sig matinn. Þegar hann er orðinn saddur leggur hann upp í rannsóknarferð um búgarðinn. Hann æðir u mmeðal hænsnanna í von um skemmtun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.