Morgunblaðið - 18.10.1959, Síða 22
22
MORGUPiBLAÐlÐ
Sunnudagur 18. okt. 1959
Frd hilltrúardði Sjúlfstæðis-
... féldgúnna í Reykjavík
OPNAÐAR hafa verið á vegum Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfé-
laganna hverfaskrifstofur á eftirtöldum stöðum í ReykjavÍK
VESTURBÆJARHVERFI,
Aðalstræti 6 (Morgunblaðshúsinu),
sími 23113.
NES- OG MELAHVERFI,
KR-húsið, Kaplaskjólsvegi,
sími 24178.
MIÐBÆJARHVERFI,
sími 24176.
AUSTURBÆJARHVERFI.
Breiðfirðingabúð (uppi),
Skólavörðustíg 22 A,
sími 24175.
NORÐURMÝRARHVERFI,
Skátaheimilið við Snorrabraut,
sími 24177.
HLÍÐA- OG HOLTAHVERFI,
Skipholti 15,
sími 10628.
LAU GARNESH VERFI,
Sigtúni 23,
sími 35240.
LANGHOLTS- OG VOGAHVERFI,
Langholtsvegi 165,
sími 35241.
SMÁÍBÚÐA-, BÚSTAÐAVEGS- OG
BLESUGRÓFARHVERFI,
Breiðagerði 13,
simi 35242.
Allar skrifstofurnar eru opnar daglega kl. 16—22 og veita
aílar venjulegar upplýsingar um kosningarnar.
^ '.■.■.■.■/.■.■.,.V.v!’.‘.^!,‘/jfljíW,'..... ... .V,v!'.1.v2........V...'.......V.V.,.’.1.'.,.V.'.,.,.VA,>/C,;,.,.,...,.'.,.,.,.,..X'.,.'>WWWWW.’^'.,.,.VW.V.V//.V.V.V/A///AW.'rt^yy,.v,, . . . ...................................
V erzt unars tjóri
Verzlunarstjóri óskast í nýja glæsilega kjörbúð í ná-
grenni Reykjavíkur. Góð skilyrði. Gott kaup. Um-
sóknir ásamt upplýsingum sendast afgreiðslu blaðs-
ins fyrir 25. þ.m. merkt: „Kjörbúð — 4407“.
Dömur
Hinar margeftirspurðu
ANGORAHÚFUR komnar aftur.
Einnig ANGORAHANZKAR
Fyrir börn:
Fallegar og góða KULDAHÚFUR
Hjá Báru
Austurstræti 14.
HÖFUM OPNAÐ
tannlækningastofu
að Þingholtsstræti 11 (áður Pálmi Möller tannl.
Viðtalstími: kl. 10—12 og 14—21.
laugardaga kl. 10—12 og 14—18.
Sími: 10699.
Guðmundur Ámason Þorgrímur Jónsson
tannlæknir tannlæknir
Tvœr 3/o herb. íbúðir
á sömu hæð (gæti verið 2ja og 3ja herb.) í stein-
húsi við Nesveg til sölu. íbúðirnar eru báðar ný
standsettar og líta vel út og eru lausar til íbúðar
nú þegar. Sér hitastillir fyrir hvora íbúð. Útb. ca.
kr. 150 þús. í hvorri íbúð eða eftir samkomulagi.
Nýja Fasleignasalan
Bankastræti 7. Sími 24300
og kl. 7,30—8,30 e.h. Sími 18546
Ég kraup við steininn og tók myndir.
-A hreindýraveiðum
Frh. af bls. 3.
menn höfðu skilið eftir fyrir fá-
einum dögum og ætluðum að at-
huga þær, en þær voru allar
horfnar. Höfðu refir og hrafnar
gengið svo rækilega frá þeim að
ekki sást tangur né tetur eftir.
Höfðu refimir klárað vambirnar
og hrfanarnir hreinsað gorið.
Hrafnar sveimuðu yfir blóðvell-
inum, því enn voru lappir óhirt-
ar af einu dýri. Þar sem engar
vambir var að fá urðum við nú
að leita lifandi dýra.
Við höfðum nokkra viðdvöl
þarna meðan við vorum að
skyggnast um og beina sjónauk-
anum á hverja hæð og laut,
skoðandi hvern stein og poll, sem
villt gat sýn.
Hreindýrin heyra betur
en þau sjá.
Þvínæst héldum við aftur vest-
ur að Hölkná og ókum suður með
henniístefnu á Nálhúsahnúkaallt
upp að Sauðafelli. Skammt þar
frá, sem Laugará á upptök sín,
er flóasund milli árkvísla. Kom-,
um við þar auga á hóp með um
90 hreindýrum. Suðvestanátt var
á, og hafði svo verið undanfarna
daga. Stóð nú vindur af dýrun-
um. Við leyndumst bak við mel-
öldu norðan við flóann og hug-
uðum að ferðum þeirra. Aðal-
hópurinn var í 6—700 m fjarlægð
frá okkur. Dýrin voru á beit og
á talsverðri hreyfingu. Mest var
þarna um kýr og kálfa, en þó þótt
ist ég sjá þar nokkra tarfa.
Við skoðuðum dýrin um stund
og reyndum að finna færa leið
til að nálgast þau. En þau voru
þarna á flatneskjuflóa og ekkert
bar á milli nema melraninn, sem
við stóðum undir. Færið var það
langt, að ekki var veruleg hætta
á því, að við sæjumst, samt fór-
um við hljóðlega, því að hrein-
dýr heyra betur en þau sjá og
einkum er þefskynjun þeirra afar
næm. Það var því ógjörningur að
komast í urðina suðvestur af fló-
anum, og áttum við ekki annars
kosta að skríða upp á melölduna,
híma þar í skjóli nokkurra stórra
steina og bíða þess að dýrin
kæmu í færi. Þess var heldur
ekki langt að bíða.
Féll í sporum sínum.
Nokkur dýr tóku sig út úr aðal
hópnum og lölluðu norður fló-
ann, niður nesið milli kvíslanna
og voru þar á beit. Sum fóru að
ánni og drukku og óðu þvínæst
yfir hana í flesjurnar gegnt okk-
ur. Þau nálgðust meir og meir
Ég kraup við steininn og tók
myndir. Aðalsteinn kraup við
annan stein og miðaði rifflinum.
Dýrin héldu enn niður með ánni
og voru komin í slakkann á eyr-
arnar, sem lágu beint undan sand
öldunni, sem við leyndumst á. Þá
var Aðalsteinn orðinn óþolin-
móður að bíða eftir myndatök-
unni og sagðist mundu skjóta.
Skotið hvein og dýrið, sem fremst
hafði gengið féll í sporum sínum
á eyrina. Ég sleppti myndavél-
inni og greip riffilinn, miðaði á
dýrin, sem hlupu óttaslegin fram
og aftur um slakkann og kom
skoti á eitt þeirra áður en þau
lögðu á flótta yfir flóann til hinna
dýranna. Þar hnöppuðu þau sig
saman, skimuðu í kringum sig
til þess að átta sig á því, hvað
rofið hafði fjallakyrrðina. Síð-
an héldu þau á brokki suður fló-
ann og voru komin úr færi áður
en varði.
Athuganir og mælingar.
Við héldum nú að skrokkunum
og mynduðum þá, skárum síðan
og tókum innan úr þeim. Þá
hófum við mælingar á einstökum
líkamshlutum, tókum sýnishorn
af gorinu og settum sum innýfli
í formalin til síðari rannsóknar.
Þá mældum við og vógum upp-
skeru mismunandi gróðurlendis,
en héldum loks, sem leið liggur
niður af heiðunum að Vaðbrekku.
Þegar þangað kom, tókum við
Stefán Aðalsteinsson til að flá
dýrin, mældum vöðva þeirra og
vógum kjötið. Hafði fengur okkar
verið heldur rýr, ef meta skal
eftir fallþunga dýranna og horna
stærð að hætti veiðimanna, því
fallið höfðu tvær kýr og önnur
æði gömul.
Um hætti hreindýranna.
Á sumrin halda hreindýrin að
mestu leyti til á svonefndum
Ve^turöræfum og í Kringilsár-
rana norðan undir Vatnajökli.
Kýrnar bera upp úr miðjum maí
og eru þá í smáhópum með kálfa
sína. Tarfarnir halda sig annars
staðar, einkum austur á Múlaaf-
rétt.
Kálfarnir eru mög bráðþroska
og komast sumar kvígurnar í
gagnið strax á fyrsta hausti.
Seinnihluta sumars fara dýrin að
safnast saman í stærri hjarðir.
Um fengitímann, sem er í októ-
ber, eru hörð átök milli tarfanna,
og berjast þeir harkalega um
kýrnar. Endar sú viðureign ekki
ósjaldan með því að einum tarf-
inum tekst að ganga að and-
stæðingunum dauðum, rífa þá á
hol með hornunum eða flæma
þá burtu úr hjörðinni. Sigurveg-
arinn hópar kúm sínum saman
og skipta þær oft fleiri tugum.
Veitist honum þá oft torvelt að
gæta þeirra fyrir áleitni annarra
keppinauta í ástum.
Krafsa tveggja feta harðfenni.
Eftir fengitímann fella tarf-
arnir hornin, og er því rangt,
sem margir ætla, að stórir tarfar
gangi fyrir hópnum á vetrum
og berji snjó ofan af með horn-
unum. Aftur á móti eru þeir
ulir að krafsa snjó með fram-
fótum. Er talið að hreindýr getl
krafsað tveggja feta harðfenni til
þess að ná til beitar. Þegar snjó-
ar leggjast að, halda dýrin út
á heiðarnar og í harðindavetruœ
leita þau allt fram til byggða.
Seinni hluta vetrar renna kýrn
ar suður á öræfin, til þess aS
bera, en tarfarnir verða viðskila
og lalla á eftir.
Á útmánuðum fer geldpening-
ur að fella hornin, en kýrnar
ekki fyrr en nokkrum dögum eftir
burð. Hornin taka fljótlega a8
vaxa að nýju, verða svampkennd,
blóðmikil og loðin og fjölgar nú
um eina grein frá fyrra ári.
Greinaföldinn er þó ekki öruggt
merki um aldur dýra, því elli og
vanþrif raska tölunni. Loðnan
fellur af hornunum við þroskann
og ryðja þau sig seinni hluta
sumars. Verða þau þá hörð og
gljáandi.
Veiðibráðir menn stukku á bak
hreindýrum.
Þegar dýr flæktust til byggða,
var oft áður fyrr uppi fótur og
fit til þess að ráða niðurlögum
þeirra. Voru þau hundelt, pekin
fram af björgum og skorin eða
skotin. Ýmsir lentu þá í návígi
við tarfa, sem veittu atlögu, þeg-
ar á þá var ráðist, og þóttust
menn góðir að sleppa lifandi úr
þeirri viðureign. Stundum henti
það, að veiðibráðir menn hugð-
ust klófesta særð eða jafnvel bráð
kvik dýr, en klemmdust fastir í
hornum þeirra og urðu að þeysast
nauðugir á baki þeirra um holt
og hæðir. Mun fæsta hafa fýst
að hleypa þeim reiðskjót-
um oftar en einu sinni, og
hafa lofað sirm sæla að sleppa
af baki, áður en dýrin æddu fyr-
ir björg eða steyptust í jökul-
fljótin.
Eftirminnilegt ævintýri.
Nú eru hreindýraskyttur betri
vopnum búnar, enda leyfir eftir-
litsmaður aðeins ákveðna stærð
af rifflum og skotum við veið-
arnar. En hvort sem menn halda
á byssu, sjónauka eða myndavél,
er jafn unaðslegt að ferðast um
öræfin, þegar íslenzk náttúra
skartar sínu fegursta. Og slík
ferðalög verða að eftirminnilegu
ævintýri hverjum þeim, sem
hlotnast það að líta ýturvaxinn
hreindýrstarf speglast í tæru
fjaliavatni eða marggreinda
hornakórónu bera við himin.