Morgunblaðið - 18.10.1959, Page 23
Sunnudagur 18. okt. 1959
MORGVNBLAÐIÐ
23
IMeyðaróp
FYRIR skömmu fóru 84 nem-
endur í Trenton State College
í Bandaríkjunum, ásamt kenn
ara sínum, prófessor Ernest
Sixta, til New York til þess
að horfa á hið kunna leikrit
Archibald MacLeish, „JB“
sem byggt er á sögu Biblíunn
ar um Job. — Þetta annars
ánaegjulega ferðalag endaði
með hörmulegum hætti.
Skólafólkið var á heimleið
í tveim langferðavögnum
síðla kvölds. Myrkur var á og
þokusuddi í lofti. Framljós bif
reiðanna dönsuðu á rennvotri
akbrautinni og áttu drauga-
legan leik við dökka skugga
þokumettaðs loftsins. — 1
seinni vagninum voru 39 nem
endur, ásamt prófessor Sixta
og konu hans. Inni var hlýtt
og notalegt. Sumir voru hálf-
sofandi, en cðrir röbbuðu sam
an um leiksýninguna eða raul
uðu nýjustu dægurlögin.
Rétt á eftir vagninum ók
Roscoe nokkur Poe á olíubíl
sínum, þ. e. a. s. stórum
„trukk“ með olíugeyma á aft-
anívagni. Poe þessi á „brog-
aða“ sögu sem bifreiðastjóri
__hefur iðulega hlotið sektir
fyrir ógætilegan akstur og
tvisvar eða þrisvar valdið
slysum — minni háttar þó.
í»rátt fyrir það var hann hér
enn á ferð á þungum bíl —
með lélega hemla.
inn. Við áreksturinn sprungu
olíugeýmarnir, olían skvettist
á heita vél langferðavagnsins,
og elduh gaus upp — logarnir
stóðu brátt hátt í loft upp. —
inum reyndi að róa nemendur
sína. — Róleg, reynið að vera
róleg, hrópaði hann. — Bíl
stjórinn, Carmen Nini, reif
opnar dyrnar að framan og
tókst að bjarga allmörgum
nemendum þar út. Síðan
brauzt hann aftur í brennandi
vagninn, tókst að opna neyðar
útgangana og koma nokkrum
þar út — en skyndilega varð
mikil sprenging....
Eftir áreksturinn — bílarnir standa í björtu báli. Slysvald-
urinn, Roscoe Poe, situr fastur með annan fótinn í logandi
bíl sínum ....
Eftir andartak stóðu báðar
bifreiðirnar í ljósum loga. —
Og brennandi olían rann eins
og eldfljót eftir akveginum.
Við áreksturinn köstuðust
farþegarnir fram í vagninn,
og þegar eldurinn gaus upp
Slysvaldurinn, Roscoe Poe,
var fastrr með annan fótinn í
brennandi bíl sínum. Þegar
björgunarmenn komu á vett-
vang, hrópaði hann: „Látið
mig ekki deyja svona! Guði sé
í náttmyrkri
Farþegavagninn á undan
honum kom að krossgötum og
stanzaði við rautt umferðar-
ljós. En Roscoe Poe stöðvaði
ekki hinn þunga „trukk“ —
hann rakst með miklum
þunga aftan á farþegavagn-
greip um sig skelfingaræði
meðal unga fólksins, og það
reyndi að ryðjast út. — Níst-
andi angistaróp bárust út
í myrka nóttina. — Prófessor
Sixta, sem sat aftast í vagn-
lof, að þið eruð komnir....
Hann var fluttur í sjúkrahús,
ásamt fjórum nemendum, sem
voru skaðbrenndir. — Níu
nemendur og kennari þeirra
prófessor Sixta, biðu bana.
Ógnaröld í París
PARlS, 17. okt. Reuter: — Ógn-
aröld virðist nú vera að hefjast
í Frakklandi. Henni veldur leyni
hreyfing hægrimanna og land-
nema í Alsír, sem hótar að myrða
tilgreinda tölu franskra stjórn-
málamanna og blaðamanna, sem
Enska knattspyrnan
ÞRETTÁNDA umferð ensku
deilrakeppninnar fór fram í gær
og urðu úrslit leikjanna þessi:
1. deild:
Arsenal — Preston 0:3
Blackburn — Burnley 3:2
Blackpoal — Leeds 3:3
Bolton — W.B.A. 0:0
Everton — West Ham 0:1
Fulham — Newcastle 4:3
Luton — Chelsea 1:2
Manchester City — Leichester 3:2
N. Forest — Birmingham 0:2
Sheffield W. — Tottenham 2:1
Wolverhampton — Manch. U. 3:2
2. deild
Aston Villa — Middlesborough 1:0
Brighton — Charlton 1:1
Bristol Rovers — Scunthorpe 1:1
Huddersfield — Cardiff 0:1
Ipswich — Rotherham 2:3
Leyton Orient — Hull 3:1
Lincoln — Sheffield U. 2:0
Portsmouth — Plymouth 1:0
Stoke — Liverpool 1:1
Sunderland — Derby 3:1
Landsleikurinn milli Wales og
Englands er fram fór í gær í Car-
diff endaði með jafntefli, 1:1. —
Leikurinn var frekar lélegur og
er reiknað með að nokkrar breyt-
ingar verði gerðar á enska liðinu,
sem leika á við Svíþjóð um næstu
mánaðamót.
1. deild
(efstu og neðstu liðin)
Tottenham 13 6 6 1 32:15 18
Wolverhampton 13 8 2 3 40:25 18
West. Ham. 13 6 5 2 26:18 17
Blackburn 13 7 2 4 26:20 16
Manchester City 13 8 0 5 31:25 16
Birmingham 13 3 4 6 18:21 10
Everton 13 3 4 6 18:23 10
Leichester 13 3 4 6 21:32 10
Leeds 13 3 4 6 20:31 10
Luton 13 2 3 8 11:23 7
2. deild (efstu og neðstu liðin)
Aston Villa 14 9 4 1 24:11 22
Cardiff 13 8 4 1 27:16 20
Rotherham 13 6 5 2 25:19 17
Middles borough 13 6 4 3 30:15 16
Charlton 13 s 6 2 33:25 16
Plymouth 13 3 3 7 21:32 9
Bristol City 12 3 1 8 17:28 7
Portsmouth 13 2 2 9 14:28 6
HuU 13 2 2 9 11:36 6
Enginn póstur
SIGGEIR Björnsson, bóndi í
Holti í Vestur-Skaftafells-
sýslu, hringdi í blaðið í gær-
kvöldi og skýrði frá því, að
enginn póstur hefði borizt
austur á Síðu það sem af er
þessum mánuði. Ekki kvaðst
hann geta gefið neina skýr-
ingu á þessu, en sagði, að
menn þar austur frá væru
orðnir þreyttir á póstleys-
inu. —
IVfirmkandi afli
I HINIJ brezka fiskveiðiviku-
blaði The Fishing News, er ný-
lega skýrt frá minnkandi afla-
brögðum brezkra togara hér við
land. Gerir blaðið samanburð á
íslands-miða-aflanum á tímabil-
inu 1. jan til ágústloka á árun-
um 1958.
Fyrra árið varð aflinn alls
571.331 vætt, en á þessu sjö-
mánaða tímabili í ár er aflinn
448.068. Er um 21,05% minni afla
að ræða í ár.
Ekki liggur minkandi afli tog-
aranna í því að Bretar hafi fækk-
að togurum sínum hér við land.
Pétur Sigurðsson yfirmaður land
helgisgæzlunnar sagði Mbl. í gær
að fleiri brezkir togarar hefðu
verið hér við land nú í ár, en í
fyrra.
Daglega yfir
vrdalssand
Mý:
KIRKJUBÆJARKLAUSTRI, 17.
okt: — Samgöngur eru nú dag-
lega yfir Mýrdalssand, en ekki
er hann fær nema stórum bílum
með fjögurrahjóla drifi. Er nú
lokið að flytja sláturfé úr Skaft-
artungu, til Víkur og hafnir eru
aftur flutningar á sláturafurð-
um héðan til Reykjavíkur. Ekki
þurfti að hætta slátrun hér á
Klaustri nema einn dag, vegna
samgöngutruflana. — G.B.
Kvikmynd um
Kofoed-skólann
í DAG kl. 1.30 verður athyglis-
verð kvikmynd um fangahjálp
sýnd í Tjarnarbíói. Kvikmynd
in fjallar um Kofoed-skólann
danska, víðfræga hjálparstofn-
un, sem aðstoðar fólk á glapstig-
um. Er það markmið skólans að
endurvekja traust mannsins á
sjálfan sig og efla sjálfsbjargar-
viðleitni hans.
Stofnandi skólans var Hans
Christian Kofoed, sérstæður per-
sónuleiki og frábær fyrirlesari,
sem tók ungur þá ákvörðun að
helga líf sitt þeim meðbræðrum
sem verst eru á vegi staddir.
Kvikmyndin er sýnd í sam-
bandi við stofnun samtaka um
fangahjálp. Er aðgangur að sýn-
ingunni öllum heimill.
Leiðrétting
í GREIN um kornrækt á Egils-
stöðum, sem birtist í blaðinu í
fyrradag varð sú prentvilla, að
þar stóð, að bændur landsins
væru hátt á annað þúsund, en
átti auðvitað að standa hátt á
sjöunda þúsund. Leiðréttist
þetta hér með.
— Utan úr heimi
Framh. af bls. 12.
irspurnin hefir aukizt gífur-
lega, má geta þess, að á fjár-
hagsárinu 1959 (sem lauk um
sl. mánaðamót) seldust
351.317 bílar af hinum ýmsu
Rambler-gerðum — en það er
hvorki meira né minna en
128% meira en næsta ár á
undan, en þá seldi fyrirtækið
154.372 bifreiðir. — Enn meiri
varð aukningin, ef miðað er
við septembermánuð einan. í
sept. í fyrra seldust 8.227
Rambler-bílar, en nú 21,693,
eða 164% meira.
Ýmsir telja, að nú muni
sigurgöngu AMC lokið, er
„hinir þrír stóru“ hafa byrjað
framleiðslu smærri bíla einn-
ig. Aðrir hafa tröllatrú á
George Romney — segja, að
hann muni áreiðanlega halda
velli, eins og honum tókst að
rétta fyrirtæki sitt við á erfið-
um tímum. Reynslan ein sker
úr því.
hafa fylgt frjálslyndri stefnu 1
Alsír-málinu.
í fyrrinótt var gerð tilraun til
að myrða öldungardeildarþing-
manninn Mitterand, en hann
komst undan við illan leik. En
í dag bárust fjölda stjórnmála-
manna og blaðamanna nafnlaus
bréf með hótunum og enn aðrir
fengu símahringingu, þar sem
sömu hótanir voru settar fram.
Til dæmis skýrir þingmaður-
inn Charles Henru frá því að til
hans hafi verið hringt í morgun
og ókunnur maður sagði £ sím-
ann: — Við misstum Mitterand,
en við gómum þig á næstu tveim
ur sólarhringum.
I einu hótanabréfinu er sagt
að samtök landnema í Alsír hafi
ákveðið að myrða fjóra stjórn-
málamenn og fjóra blaðamenn.
sem hlynntir eru málstað Serkja.
Lögreglan í París hefur ákveð-
ið að veita þeim sem taldir eru
í mestri hættu lögreglufylgd.
Þeirra á meðal er Mendés-France
fyrrum forsætisráðherra. sem
ætíð hefur verið hlynntur samn-
ingum við Serki.
Hinsvegar neitar innanriki*-
ráðuneytið því að öryggisráðstaf
anir vegna de Gaulles forseta
hafi verið auknar.
Gólfslípunin
Barmahlið 33. — Sími 136OT
AELT 1 RAFKERFIÐ
Bílaraftækjaverzlun
Halldórs Ólatssonar
Rauðarárstíg 20. — Simi 14771.
Hjartans þökk til allra nær og fjær, sem glöddu mig
með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 70 áýa afmæli
mínu.
Guð blessi ykkur öll.
Matthildur Gunnarsdótir,
Rauðalæk 49, Reykjavík.
Eiginmaður minn
JÓHANN B. HJÖRLEIFSSON
yfirverkstjóri
lézt á Bæjarspitalanum í Reykjavík hinn 1T. þ.m.
Sveinbjörg Kristinsdóttlr
Eiginmaður mlnn, faðir og tengdafaðir
DANlEL JÓN TÓMASSON
frá Kollsá, Tómasarhaga 9,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mápud. 19. þ.m.
kl. 1,30. Athöfninni verður útvarpað.
Herdís Einarsdóttir, börn og tengdabðra.
Eiginmaður minn og faðir okkar
JÓN KRISTGEIRSSON
kennari,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 20.
þ.m. kl. 1,30 e.h.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkað, en þeim sem
vildu minnast hans er bent á Menningarsjóð kennara,
(minningarspjöld fást hjá skólastjóra Melaskólans) eða
Krabbameinsfélagið. Athöfninni verður útvarpað.
Kristín Tómasdóttir
Guðný Jónsdóttir, Ágúst Þór Jónsson.
Alúðar þakkir til allra fjær og nær, sem auðsýndu
vináttu og samúð við andiát og jarðarför okkar elsku-
legu móður, fósturmóður, tengdamóður og ömmu
VALGERÐAR INGIBJARGAR JÓHANNESDÓTTUR
.. frá Bíldudal.
F.h. vandamanna.
Margrét Finnbogadóttir og Ragnar Jóhannsson.