Morgunblaðið - 14.11.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.11.1959, Blaðsíða 11
Laugardagur 14. nóv. 1959 MORGTINBLAÐIÐ 11 Vilhjálmur Gíslason Ásbergi, Eyrarbakka F. 18. ágúst 1874. D. 1. nóv. 1959 í>EGAR sumir, sem tilheyra elztu kynslóðinni hverfa af leik- sviði lifsins, finnst okkur, sem höfum þekkt þá vel eins og eitt- hvað af því sem íslenzkast var, eitthvað af sjálfum lífsneista íslenzku þjóðarinnar hafi slokkn- að — dáið. Þannig finnst mér með Vil- hjálm á Ásabergi, sem andaðist á heimili dóttur sinnar 1 Vest- mannaeyjum fyrir hálfum mán- uði síðan, en verður greftraður frá heimili sínu á Eyrarbakka í dag. Dugnaður hans, þróttur og staðfesta, var allt með fádæm- um. Hann var fílefldur að kröft- um og starfsmaður mikill svo líkja mætti við fornmanninn Skallagrím á Borg, enda stund- aði hann járnsmíði meira og minna mikinn hluta ævinnar. Drenglyndi hans, örlæti og höfðingslund var á þann veg að aldrei gleymist þeim er nutu, og þeir voru margir, því að í barmi þessa sterka manns sló viðkvæmt og göfugt hjarta, sem ekki gat vitað um vandræði ná- granna sinna án þess að reyna að bæta úr þeim á einhvern hátt, gleðja og græða. En helzt mátti enginn vita um gjafir hans og hjartagæzku. Allur persónuleiki hans var stórbrotinn, sérstæður. Hann minnti á drang í hafróti, tind, sem er dálitið hrjúfur á yfirborð- ið, og stenzt storma og brim með ótrúlegu jafnvægi og styrkleika, en klökknar og Ijómar af björt- um brosum í blíðu aftanskins og hlýju vormorgunss. Hann unni börnum með sér- stökum hætti og þau drógust að honum, heimsóttu hann í smiðj- unna og horfðu hugfangin á neistaflugið, sem sindraði und- an höggum snillingsins, sem lúði jámið og breytti því eins og deigi eftir sínum geðþótta. Orðalag Vilhjálms, raddblær og orðaval minnti á málfár feðr- anna fornu, svo ólíkur var hann samtíð sinni, að skólaæskan hefði sjálfsagt oft þurft að fletta upp í orðabók Blöndais til að skilja hann fyllilega. En samt voru orð þessi líf af hans lífi, tilheyrðu honum og hans hugsunarhætti. Þar var engin uppgerð, ekkert til að sýnast. Og satt að segja var íslenzkan á vörum hans likt og tær berglind, sem seitlar til hans undan hraunstorku og skilningsleysi rangsnúins aldar- fars, eða var hugur hans líka deigla, sem skírði kristalla tung- unnar gaf þeim líf og litu í ljósi atómaldar. Og þetta var hann sjálfur í málfari sínu, ofurlítið hrjúfur, en alltaf hreinskilinn, heill og sannur, hið klára ís- lenzka karlmenni, án tilgerðar, hégóma og tildurs, allt slíkt var honum jafnframandi eins og myrkrið ljósi. Ævisaga Vilhjálms Gislasonar er Islendingum dálítið kunn, enda verður hún ekki rakin hér. Nafni hans Vilhjálmur S. Vil- hjálmsson hefur skrifað um hann af skilningi og þekkingu í bók- inni: Fólkið í landinu. Þar er minnzt á hið fágæta ferjumanns- starf hans, atvinnu, sem ekki er framar til á landi hér, en krafð- ist allra helztu mannkosta ís- lenzkrar sálar og kristins manns: GÖdGjöf Hugrekkis, kærleika, fórnfýsi, árvekni og hetjudáða. Vilhjálm- ur Gíslason stóðst þetta próf með ágætum. Og honum og konu hans Guðbjörgu Jónsdóttur auðn- aðist sú hamingja, að börn þeirra bæði lífs og liðin hafa eignazt auð hinna góðu erfða og þeirrar farsælu glæsimennsku og göfug- lyndis, sem foreldrarnir voru svo auðug af. Vilhjálmur Gíslason var fædd- ur 20. ágúst þjóðahátíðarárið 1874 að Stóra-Hofi á Rangár- völlum og ólst þar upp hjá for- 1 eldrum sínum Styrgerði Filippus- dóttur frá Bjólu og Gísla Felix- syni ættuðum úr Þykkvabæ. Hann giftist Guðbjörgu Jóns- dóttur frá Vetleifsholti og bjuggu þau að Hamrahóli í Holtum, Ós- eyrarnesi í 11 ár, en þar var hann ferjumaður, síðan á Stokks- eyri ,en síðustu áratugina að Ása- bergi á Eyrarbakka. Guðbjörg er nú látin fyrir nokkrum árum, og af börnum þeirra, sem voru níu eru aðeins fjögur á lífi. Síðustu árin bjó Vilhjálmur með dóttur sinni Guðbjörgu, sem hefur sýnt honum mikla nær- gætni og ástúð. Litla, snotra húsið þeirra Ása- berg er á miðjum Bakkanum, alveg við hjartastað þessa hrein- lega, fomtigna höfuðstaðar Suð- urstrandarinnar. Úr gluggunum hans er góð útsýn til hafsins með alla sína dul, allar sínar ógnir og alla sína hljóðu tign og ægi- fegurð. Það söng honum marga söngva og sendir honum í dag Smurt brauð og snittur Cocktailsnittur, Kanapin og brauðtertur. — Tóbak, sælgæti og gosdrykk- ir. Opið frá kl. 9—11,30. — Sendum heim. — Sími 18680. Brauðborg, Frakkastíg 14. MÁLFLUTNIN GSSTOF A Einar B. Guðmundsson Guðlaugur Þorláksson Guðmundur Pétursson Aðalstræti 6, III. hæð. Símar 12002 — 13202 — 13602. 7 résmidir Mjög vönduð trésmíða-vél til sölu (combineruð), ásamt fleiri tækjum. Þeir, sem hafa áhuga á kaupum, leggi nöfn sín og símanúmer inn á afgr. blaðsins, merkt: „Vélar — 8658“. — kveðju leyndardóma sinna. En frá Ásabergi er ekki síður fag- urt að líta yfir sléttuna miklu og gróðursælu, sem Ölfusfljótið hans mikla, sem ferjumaðurinn barðist svo oft við upp á líf og dauða faðmar mjúkum armi. Þessari sléttu unni bóndinn á Ásabergi heilshugar og blessaði hana af sínu heita, stóra hjarta bæði í dögg og sól. Þau voru öll samtaka um það börnin hans að láta honum líða vel í ellinni. Þótt Sigurgeir og Soffía væru fyrir sunnan komu þau oft og réttu hlýja og sterka hönd bæði við heyskapinn og uppskeruna. Það jók gleði hans, vermdi um hjartarætur, svo að bros hans urðu björt til hinztu stundar, og dugnaður og umhyggja Guð- bjargar, dótturinnar, sem var hjá honum var honum hugþekk og hann var þeim öllum innilega þakklátur. En hjá Jónu fékk hann að kveðja í allri fegurð Vestmanna- eyja. Það „fannst honum ekki amalegt". eins og hann orðaði það sjálfur á sinn. persónulega hátt. Eg votta ástvinum hans börn- unum og barnabörnunum og langafabörnunum hlýja hluttekn- ingu, og flyt honum hjartans þakkir fyrir ógleymanlega sam- fylgd. Einhver dráttur í svip Eyrar- bakka, já, ásjónu Islands hefur máðst út með honum, en það svipmót tilheyrir nú hinu eilífa. Guð blessi þig og allt, sem þú elskaðir, Vilhjálmur minn. Þú sagði einu sinni: „Það náðar mann einhvers vegar, þetta bless- að fólk sem á undan er komið.“ Ég óska þér, að svo verði. Árelius Níelsson. Félagslíf Knattspyrnufélagið Vaíur Framhalds aðalfundurinn verð ur á morgun kl. 2 e.h. í Félags- heimilinu Hlíðarenda. PTmdar- efni: Deildarskiptingin. Knattspyrnudeild K.R. Skemmtifundur fyrir 3., 4. og 5. flokk verður n.k. mánudag 16. þ.m., kl. 8. Fundurinn verður í báðum sölum félagsheimilisins. Aðalfundur knattspyrnudeildarinnar verður n.k. föstudag 20. þ.m., kl. 8,30 í félagsheimilinu. Knattspyrnudeild K.R. Glimudeild Ármanns Munið: æfingartímarnir eru á miðvikudögum og laugardögum kl. 7—8. Mætið vel og stundvís- lega. — Stjórnin. Samkomur Z I O N — Óðinsgötu 6-A Samkomur á morgun: Sunnu- dagaskóli kl. 10. Almenn sam- koma kl. 20,30. — Hafnarf jörður: Sunnudagaskóli kl. 10. Almenn samkoma kl. 16. Allir velkomnir. Heimatrúboð leikmanna. K. F. U. M. — Á morgun: Kl. 10 f.h. Sunnudagaskólinn. Kl. 1,30 e.h. Drengir, Laugar- nesdeild, Langagerði, Amtmanns stíg. — Kl. 8,0 e.h. Samkoma. — Jóhannes Sigurðsson prentari talar. Allir velkomnir. Kristniboðshúsið Betanía, Laufásvcgi 13 Á morgun: Sunnudagaskólinn kl. 2 e.h. Öll börn velkomin. — Filadelfia Almenn samkoma kl. 8,30. — Verði flugveður, talar Ingvar Kvarnström frá Svíþjóð. — Allir velkomnir! Kennsla Samtal á ensku á eina sameiginlega hótelinu og mála- skólanum í Bretlandi. Stjórnað af Oxfordmanni. Frá £10 viku- lega, allt innifalið. Aldur 16—60 ára. — The Rcgency, Ramsgat England. — M álverkasýning Bjarna Guðmundssonar frá Höfn í Hornafirði verður í Bogasal þjóðminjasafnsins dagana 14.—22. nðv. Opin dagleg frá kl. 14—22 nema fyrsta daginn, þá frá klukkan 15. Dansklúbbur æskufólks (13—16 ára) tekur til starfa sunnudaginn 15. nóv. kl. 8—11 í Skátaheimilinu við Snorrabraut. Stjórnandi: Hermann Ragnar Stefánsson danskennari. DANSKYNNING, fræðslu- og skemmtiatriði, Klúbbgjald cr kr. 50,00 fyrir fimm skipti. Miðasala í Ská,taheimilinu í dag kl. 5—7 e.h. og vlð innganginn. Æsknlýðsráð Reykjavikur, Áfengisvarnarnefnd Reykjavikur. BAZAR heldur Kvennanefnd Barðstrsndingafélagsins sunnudaginn 15. nóv. kl. 2 e.h. í Skátaheimilinu. Margir góðir munir, einnig verður selt kaffi. Geymsla óskast nálægt miðbænum. Þarf helst að vera í stcinhúsi og rakalaus. Upplýsingar í sima 14772 eða 15587. ForstöBukonustaða við barnaheimilið í Vesturborg er laus til umsóknar. Umsóknir sendist skrifstofu barnavinafélagsins Laufásveg 36 fyrir 25. nóv. næstkomandi. Staðan veitist frá 1. jan 1960 að telja. * Stjórn barnavinafélagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.