Morgunblaðið - 14.11.1959, Blaðsíða 17
Laugardagur 14. nóv. 1959
MORCrNTtT.AÐlÐ
17
Sigurlaug
Minningarorð
FRÚ Sigurlaug Jónsdóttir, sem
lézt hér í bænum 2. þ. mán., var
fædd í Flatey á Skjálfanda 5. sept
ember 1867: Foreldrar hennar
voru Jón Jónsson, af góðum ey-
firzkum og þingeyskum ættum,
og kona hans, Guðfinna Jónsdótt-
ir, af mývetnskum bændaættum.
Þau höfðu búið á Hólmavaði í
Aðaldal, en þegar Brasilíuferð-
irnar hófust, brugðu þau á það
ráð að hyggja til flutnings þang-
að_ J>ar um mun það miklu hafa
ráðið að þau höfðu þá misst á
einni viku úr barnaveiki þrjú
börn sín. Slíkt var að vísu ekki
fátíður atburður í þá daga, en þó
ætíð nýr þeim er fyrir urðu. Um
Brasilíuförina fór það svo, að eft-
ir að þau höfðu afsalað sér ábúð-
arjörðinni og selt bústofn og bú-
slóð, urðu þau ásamt fleirum að
setast aftur sökum þess að skips-
ferð brást. Fluttu þau þá í Flat-
ey, en undu þar ekki til lang-
frama, heldur fóru þau að Gríms-
húsum, sem var hjáleiga frá Múla
í Aðaldal. Þar ólst svo Sigurlaug
(fullu nafni hét hún Jóna Sig-
urlaug) upp ásamt systkinum
sínum, Benedikt, síðar bónda á
Breiðabóli á Svalbarðsströnd og
Bigríði, er síðar átti Jón Elías-
son í Flatey.
í þá daga var ekki um mikla
uppfræðslu að ræða fyrir fátæk
börn í sveit. En kona séra Bene-
dikts Kristjánssonar, frú Elin-
borg, er áður hafði átt Pái al-
þingismann Vídalín, átti tvær
dætur af fyrra hjónabandi sínu,
Arndísi og Kristinu, og það fór
ekki fram hjá þeim hve vel gefn-
ar þær systurnar í Grímshúsurn
voru, námfúsar til munns og
handa, og einkar sönghneigðar.
Tóku þær það þá sér fyrir hendur
að segja þeim til í hannyrðum
og æfa þær í söng. Að þessari
góðgjörnu tilsögn bjuggu þær alia
ævi. Eftir að hinn nafntogaði
gáfumaður, Jóhannes Þorkelsson
á Syðra-Fjalli, kom heim aftur
af Möðruvallaskóla, tók hann
böm og unglinga til kennslu og
til hans gengu þær systur um
hríð, fengu hjá honum tilsögn
í skrift og reikningi ásamt fleiru.
Var og til þess tekið hve fagra
rithönd þær höfðu. Þetta var öll
sú skólaganga er Sigurlaug hafði
af að segja. Annars voru það
stóru myndarheimilin sem í þá
tið voru beztu skólar ungling-
anna, og í slkíum skólum lærði
hún. Var fyrst á Grenjaðarstöð-
Jónsdóttir
um hjá séra Benedikt Kristjáns-
syni og síðari konu hans, Ástu
Þórarinsdóttur, en fór þaðan að
Laxamýri til Sigurjóns Jóhannes-
sonar og konu hans, Snjólaugar
Þorvaldsdóttur. Voru bæði þessi
heimili talin meðal hinna allra
fremstu þar um slóðir og mjög
eftirsótt handa þeim unglingum
er mannast skyldu. Hjá þessum
hjónum var Sigurlaug til þess
er Egill sonur þeirra kvæntist
Arnþrúði Sigurðardóttur (sem
enn er á lífi í Reykjavík) og hóf
búskap á nokkrum hluta jarðar-
innar. Þá fór hún til þeirra og var
hjá þeim unz hún árið 1893 gift-
ist Árna Sigurðssyni frá Skógum
í Reykjahverfi. Höfðu þau kynnst
á Laxamýri, þar sem hann var
vinnumaður, en í Skógum höfðu
forfeður hans búið allt frá 1786,
og enn er jörð sú ættarsetur.
Á Laxamýri voru þau Árni
og Sigurlaug nokkur ár í hús-
mennsku, en fluttust þaðan 1899
til Húsavíkur. Þar reistu þau sér
nokkru síðar íbúðarhús og litlu
síðar gerðist Árni þar kaupmað-
ur. Til Reykjavíkur fluttust þau
1942 með einkadóttur sinni, Láru,
er þá giftist Snæbimi Jónssyni
bóksala. Árni lézt þar 1947, og
má um hann vísa til minningar-
greinar í Morgunblaðinu 6. júlí
það ár. Rétt er þó að geta þess
hér, að hann hafði óvenjulega fjöl
þætta hæfileika, var svo mikill
hagleiksmaður að allt lék honum
í hendi, smiður góður (enda smið
aði hann sjálfur íbúðarhús sitt),
frábær fjármaður og veiðimaður,
er hvorttvegga kom sér vel á
Laxamýri, menntaðist vel, og þó
eingöngu af eigin ramleik, lærði
t. d. dönskif og ensku, en við
enskunámið mun hann hafa haft
gott af laxveiðimönnum enskum,
er á hverju sumri voru við Laxá,
söngmaður góður og ákaflega
músikalskur, lærði ergelspil til-
sagnarlaust. Hann var ágætlega
skáldmæltur, jafnt á stökur sem
kvæði, og á Húsavík varð heim-
ili þeirra hjóna samkomustaður
söngfólks og skálda. í húsi þeirra
var því mikið ort og sungið. Til-
tölulega fátt af ljóðum Árna hef-
ur komist á prent, helzt erfiljóð
og sálmar prentað við tækifæri.
Lög hafa verið samin við nokkur
kvæða hans. Er þess að skemmst
að minnast, er sálmur hans, „Ég
undrast drottinn dásemd þína“
var sunginn hér í Dómkirkjunni
8. okt. í haust við lag eftir Jónas
Tómasson (Musica sacra).
Svo hefur verið komist að orði
um heimili þeirra Árna og Sigur-
laugar á Húsavík að það hafi
verið opið hús öllum. Þar var
geysilega gestkvæmt, og þorri
fólks úr nærsveitunum átti þar
stöðugt athvarf í kaupstaðar-
ferðum. Má gjörla skilja hvílik
byrði var þar lögð á herðar hús-
freyjunni, en þó mun yngri kyn-
slóðin varla fá skilið til fulls
hvað þær kostuðu vökunæturn-
ar við að þurrka sokkaplögg og
vosklæði ferðamanna þeirra
tíma. Aldrei var þetta talið eft-
ir, heldur gert með góðu geði
og alúð.
Sigurlaug var háttprúð kona
og hóglát í framkomu, hlédræg
án þess að fyrir það félli skuggi
á virðuleik hennar. Svo var hún
grandvör að aldrei mundi hún
hafa sagt eða gert annað en það,
er hún hugði rétt vera, og svo
var hún fórnfús að segja mátti
að hún vissi aldrei af sjálfri sér;
umhyggjan var öll fyrir öðrum,
enda báru allir virðingu fyrir
henni. Hún var bæði mikilvirk
og velvrk við öll störf og henni
féll aldrei verk úr hendi. Þrifn-
aður og snyrtimennska á heim-
ilinu var til hreinnar fyrirmynd-
ar. En það flýtur af því, er þegar
hefur verið sagt verið, að ekki
gat þeim hjónum safnast auður,
þó að alltaf væri afkoma þeirra
sómasamleg.
Mesta raun Sigurlaugar var sú,
að missa sjónina innan við sjötugt
meðan hún átti enn um fórðung
aldar ólifaðan. En hún hélt lík-
amsþreki miklu lengur og vann
nálega hvað sem fyrir kom þótt
sjónlaus væri, þar á 'meðal ákaf-
lega finan tóskap. En þessa raun
bar hún með sinni óbilandi skaps
munaró, án þess nokkru sinni að
kvarta. Síðustu æviárin var hún
orðin mjög hrum og loks lengi
algerlega rúmföst. En ekki held-
ur lét hún þetta buga sig, og
allt til endalokanna var hún sí-
þakklát fyrir hvað eina sem fyr-
ir hana var gert, eða þenni fannst
vera fyrir sig gert. Umhyggjan
var enn sem fyrr öll bundin við
aðra, og þá einkum dóttur henn-
ar og stjúpbörn dótturinnar. Þeim
var hún frá öndverðu svo einkar
góð, enda þótti þeim líka vænt
um hana. Andlegum kröftum hélt
hún nokkurn veginn allt til hins
síðasta, nema hvað minnið var
orðið gloppótt. Þó mundi hún alla
tíð sálma sína og bænir, og mundi
líka að biðja fyrir öðrum þegar
hún gat ekki annað fyrir þá gert.
Loksins slokknaði hún eins og
ljós, og kvaddi þar heiminn góð
kona og merk. Að eigin ósk var
hún flutt norður til Húsavíkur
til greftrunar, til þess að hvíla
þar við hlið manns síns. Þar
verður hún jarðsungin í dag.
Gamall vinur.
Vöruliftur
fyrir geymsluhús, lyfti-
hæð breytileg, mest 4
metrar.
Hentug til þess að
ferma og afferma bíla.
Hlutaféiagið HAMAB
Fæst í mörgum verzlunum og lyfjabúðum.
Svefnbekkir meö
sængurfatageymslu
Hagkvæmir greiðsluskilmálar
Verið vandlát, látið fagmenn
vinna verkið — 5 ára ábyrgð
Áklæði eftir eigin vali í
50—60 teg. og litum.
Eins manns svefnsófar,
sængurfatageymsla í baki
2ja manna svefnsófar,
ýmist bólstraðir eða með svampi
LAUGA VEG 58 (Bai við Drangey) Sfmi/3896
Svefnsófar og bekkir komnir aftur