Morgunblaðið - 14.11.1959, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.11.1959, Blaðsíða 23
Laugardagur 14. nóv. 1959 MOnCVTSBLÁÐÍÐ 23 þau, að heimboðið sem Sveini^ur maður til þess að hann léti Björnssyni hafði áður verið sent þetta á sig fá; allan þann tíma Helga Valtýsdóttir og Brynjólfur Jóhannesson í hlutverkum sínum. Allir synir mínir 1 KVÖLD verður útvarpað leik- riti Leikfélags Reykjavíkur, „All ir synir mínir“ eftir Arthur Mill- er, sem sýnt var á sl. vetri við frábærar viðtökur. Brynjólfur Jóhannesson fékk silfurlampann fyrir leik sinn í hlutverki Joe Kellers og allir leikaramir svo og leikstjórinn, Gísli Halldórsson, hlutu frá- bæra dóma. Sýningin var af mörgum talin ein bezta, sem hér hefur hézt. „Frá Hafnarstjórn" Framh. af bls. 1. „Það lá ekki aðeins í augum uppi hversu lítið Kristján X. iét sér umhugað um íslendinga, heldur varð þess einatt vart að þeir voru honum ógeðfelldir og að hann hafði þá barnalegu trú að með því að vanda um við þá mætti koma þeim í skilning um að þeir og Danir væru eitt. Þetta varð deginum ljósara jafnskjótt og hann kom til ríkis, því að þá sýndi hann á ýmsan hátt og af litlum hyggindum fyrir konungs valdið, meðal annars í viðtali sínu við Hannes Hafstein, að hann kærði sig ekki um að halda við því góða samkomulagi við íslendinga sem skapazt hafði fyrir vinsemd Friðriks VIII. í þeirra garð og gestrisni hans við þá. Jafnvel eftir að sambandslög- in höfðu kveðið á um það árið 1918 að Danmörk og ísland væru frjáls og fullvalda ríki í kon- ungssambandi hvort við annað breytti Kristján X. ekki fyrri af- stöðu sinni, þótt hann að form- inu til hliðraði sér ekki hjá þeim skyldum sem leiddu af hinni nýju skipan. íslandsferðir hans voru skylduheimsóknir sem hann fór ekki í con amore (af því að hann langaði til þess), og það dró hann enga dul á gagn- vart þeim sem hann umgekkst í Danmörku. Hann kom ætíð fram í einkennisbúningi danska hers- ins og hafði í fylgd með sér danska aðstoðarforingja; rit Rík- isdágsins kemst því réttilega að orði þegar það segir að sú virð- ing sem Islendingar ávallt sýndu konungi er þeir tóku á móti hon- um hafði verið likust því að ver- ið væri að taka á móti þjóðhöfð- ingja annarrar vinaþjóðar. Þessi svipur á konungsheim- sóknum til íslands átti að veru- legu leyti rætur sinar að rekja til þess að hann skorti hæfileika og löngun til að leita eftir kunn- ingsskap við íslendinga. Hinni miklu gestrisni Friðriks VIII. var ekki haldið áfram á tímum Kristjáns X., og varð ekki hjá því komizt að heyra erlenda sendimenn í Kaupmannahöfn harma það. Kannske er ekki heimílt að gagnrýna þetta, en það var að minnsta kosti ekki hyggilegt af konungs hálfu að láta gestrisnina liggja í láginni gagnvart áhrifamönnum frá hinu fjarlæga landi þar sem hann sjálf ur réði ríkjum og að leggja þetta atriði algerlega í hendur hinni gestrisnu ríkisstjórn og embætt- ismannastétt Danmerkur. Að vísu var forsætisráðherra íslands að jafnaði boðið heim þegar hann kom til að sitja ríkisráðs- fund, en hinum fyrra sið að bjóða jafnframt fulltrúa hans í Kaup- mannahöfn, sem nú var Sveinn Björnsson, var ekki haldið á- fram. Mér þótti fyrir þessu, og einu sinni þegar ég átti tal við konung, notaði ég tækifærið til þess að segja við hann, að enda þótt hann gæti fræðzt um ís- lenzkar aðstæður hjá hinum ís- lenzka konungsritara sínum þætti mér sennilegt að það gæti orðið honum til ánægju að hafa jafnframt samband við sendi- herra íslands, sem nyti svo mik- ils álits heima fyrir. — Þetta sáðkorn festi engar rætur. Allt hélzt í gamla horfinu, jafnvel kom það fyrir, er Sveini Björns- syni hafði sem fulltrúa fslands verið boðið, svo sem vera bar, til einhverra hátíðahalda í kon- ungsgarði að forsætisráðherra fslands kom þá til Kaupmanna- hafnar áður en veizlan var hald- in, og varð þá að bjóða honum — en jafnframt bárust sendiráðinu þau skilaboð símleiðis frá stall- ara konungs, sem þó var bersýni lega ekki hreykinn af að flytja væri þar með úr sögunni. Ekki fór betur fyrir mér þegar ég lét þess getið fyrir alþingis- hátíðina í viðtali við Stauning þáverandi forsætisráðherra að ég hefði heyrt haft orð á því frá íslandi að það hefði komið ó- þægilega við menn við fyrri kon ungskomur að þá hefði konung- ur ætíð sýnt sig í einkennisbún- ingi danska hersins og haft með sér danska aðstoðarforingja. Mér væri kunnugt að nú yrði íslendingur í góðri stöðu feng- inn honum til fylgdar meðan á alþingishátíðinni stæði. Það gæti því komið illa við ýmsa, ef hann kæmi nú aftur fram í einkennis- búningi danska hersins, einkum þó þegar hann setti hinn sögu- lega fund Alþingis í allra aug- sýn á Þingvöllum. Stauning skildi þetta til hlítar, kvaðst mundu ræða málið við konung og sagði mér nokkrum dögum síðar að hann hefði beðið kon- ung að koma fram í borgaraleg- um klæðnaði á hátíðinni. Ekki hafðist þó annað upp úr þessu en það, að því er embættismað- ur við hirðina tjáði mér, að kon- ungur gaf fylgdarmönnum sín- um þau fyrirmæli, að gefnu til- efni frá Stauning, að hafa með sér ferðaföt til að nota, ef til kæmi að farið yrði á laxveiðar. Næstu árin og allt til heims- styrjaldarinnar veittust mér færri tækifæri en áður til að ræða við konung. Nokkrum sinn um þegar mér fannst sérlega brýna nauðsyn bera til bað ég utanríkisráðherra að reyna að koma því til leiðar að meira til- lit væri tekið til óska íslands, og var því ávallt vel tekið af ráðherranum, en ég hætti þessu, því að mér virtist svo sem þess- ar málaleitanir til konungs væru gagnslausar eða hefðu jafnvel þveröfug áhrif. Að stjórnarat- höfnum undanskildum var hann mjög óráðþæginn. Ég þori ekki um það að dæma hvort þetta á að kallast festa eða stífni eða þröngsýni. Miklir áhrifamenn urðu einnig að sætta sig við það að málaleitunum þeirra væri synjað, t.d. formaður danska hluta ráðgjafanefndarinnar dr. Krag, þegar hann bað konung að verða við hinni eindregnu ósk Jóns Sveinbjörnssonar konungs ritara um að fá kammerherra- nafnbót — en þessi ósk var engan veginn óréttmæt, þar eð dansk- ir embættismenn sem gegndu svipaðri stöðu við hirðina hlutu þessa nafnbót. Krag skýrði svo frá að málaleitaninni hafi verið vísað á bug með þeim orðum að í stjórnarathöfnum fylgdi kon- ungur tillögum ráðgjafa sinna, en þeim málum sem vörðuðu hirðina vildi hann sjálfur ráða. Jón Sveinbjörnsson konungsrit ari sem ekki hafði annan starfa j en embættið við hirðina hlaut óhjákvæmilega að verða fyrir mörgu misjöfnu vegna afstöðu konungs, og stundum varð það til leiðinda hve bágt hann átti með að taka því með stillingu ef á hlut hans var gengið. Svéinn Björnsson var of stolt- sem hann var f embætti hélt hann uppi lýtalausu en formlegu sambandi við konung. Konungi mislíkaði að sönnu þegar Sveinn Björnsson fór fram á það árið 1926 í samráði við ríkisstjórn íslands að á hann væri litið sem hvern annan meðlim corps diplo- matique, í stað þess að áður var hann við móttökur hjá konungi settur í sérflokk samhliða (eða á eftir) æðstu embættismönnum Dana, því að þannig vildi konung ur að það væri og þannig hafði hann að eigin geðþótta komið því fyrir fyrstu árin. Fyrir atbeina danska utanríkisráðuneytisins var farið að óskum Sveins Björns sonar, en ég þóttist verða var við gremju hjá konungi út af þessu. Það var ekki fyrr en Sveinn Björnsson gekk fyrir konung til að kveðja hann í tilefni af heim- för sinni ,eftir að Danroórk hafði orðið fyrir því óláni að vera her- numið af Þjóðverjum, að konung ur ávarpaði hann svo hlýjum og hjartanæmum orðum að Sveinn komst mjög við. Hann var nógu mikill maður til að setja það ekki fyrir sig þótt fyrr hefði andað köldu, og þegar hann tók við embætti sem ríkisstjóri skýrði hann frá hinni hjartnæmu kveðju konungs er þeir skildu, samtímis því sem hann bar fram innilega ósk um að Danmörk og konungur mættu brátt eiga betri tímum að heilsa“. Þorvarður Björns- son yfirhafnsögu- maður sjötugur I DAG verður einn kunnastt starfsmaður Reykjavíkurbæjar sjötugur. Er það Þorvarður Björnsson yfirhafnsögumaður. Allt frá því að Þorvarður komst á 14. aldursárið hefur hann starfað við sjósókn og far- mennsku. Árið 1923 gerðist hann hafnsögumaður Reykjavíkurhafn ar. Þar starf hefur hann æ síðan stundað af mikilli prýði og er hinn langi starfsferill Þorvarðar við höfnina um margt merkileg- ur. Notib LyFTIDUFT Royal lyftiduft er heimsþekkt gæðavara sem reynslan hefur sýnt að ætíð má treysta. Hjartans þakkir færi ég þeim, er minntust mín á 60 ára afmæli mínu 7. nóv. sl. með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum. Einnig þakka ég innilega öllum þeim, er á einn eða annan hátt hafa rétt mér hjálparhönd síðan íbúðarhús mitt brann 1957 og þannig gert mér fært að byggja það upp að nýju. Guð blessi ykkur öll oglauni fyrir mig. Ragnheiður Böðvarsdóttir, Minniborg Lokað vegna jarðarfarar frá kl. 2. VKRILVHUN LAi LAUCAVCC M Bróðir okkar GUÐNI G. SIGURÐSSON málari, er látinn. Systkinin. Konan mín JÓRUNN ÓLAFSDÓTTIR Akurhúsum, Garði, andaðist 13. þ.m. í Keflavíkurspítala. Þorlákur Benediktsson. Bróðir minn KRISTJÁN bjarnason frá Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum, lézt í Landkotsspítala fimmtudaginn 12. þ.m. Fyrir hönd vandamanna. Guðrún Bjarnadóttir. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför ANDRÉSAR L. KARLSSONAR trésmíðameistara. Fyrir mína hönd sona og tengdadætra. Vilfríður Þ. Bjarnadóttir. Hjartanlegt þakklæti votta ég öllum er auðsýndu mér samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför GUÐMUNDAR JÓNSSONAR fyrrum baðvarðar. Sérstaklega þakka ég hr. forstjóra Gísla Sigurbjörns- syni fyrir ógleymanlega velvild í hans garð, og ennfremur hjúkrunarkonum og öðru starfsfólki á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund fyrir þess umhyggju og fórnfýsi. Oddný G. Jónsdóttir, Baugsvegi 29.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.