Morgunblaðið - 14.11.1959, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.11.1959, Blaðsíða 24
254. tbl. — Laugardagur 14. nóvember 1959 Reykjadalsbœndur hafa misst 150-200 kindur ÁRNESI, Suöur-Þingeyjarsýslu. HVERGI hefur fjárskaðinn í mannskaðaveðrinu um síðustu helgi orðið eins mikill og í Reykjadal. Eftir því sem næst verður komizt nú, hafa Reykjadalsbændur misst 150—200 kindur, sem ýmist hafa drepizt í fönn, eða eru týndar. ■Á Nær helmingur týndur Það hefur áður komið fram, að enginn einn bóndi hefur orð- ið fyrir jafntilfinnanlegu tjóni og Karl Jakobsson á Narfastöð- um. Fundizt hafa 34 dauðar kindur, og týndar eru frá hon- um 6 til viðbótar, þannig að hann hefur misst 40 kindur af 90 sem hann átti. Bóndinn á Stafni hef- ur fundið 17 kindur dauðar og hann hefur ekki enn fundið aðr- ar 12 til viðbótar. Keykjadals- bændur hafa undanfarna daga dregið margar kindur lifandi úr fönn. ■Á Á öðrum stöðum 1 Bárðardalnum er 17 kinda saknað frá Bjarnastöðum og frá Mýri vantar 8. Á öðrum bæjum vantar miklu færri kindur. — í Bárðardal er ekki nærri eins snjóþungt. Glæsileg fram- sýning Pebing- óperannnr PEKING-óperan hafði í gær- kvöldi frumsýningu í Þjóðleik- húsinu. Var leikhúsið þéttskipað og tóku áhorfendur hinu kín- verska listafólki ágæta vel. Var það kallað fram hvað eftir annað í Iok sýningar. Forseti fslands og forsetafrú voru meðal frumsýningargesta. Söltun Faxasíldar hafin áAkranesi STÖÐUGT eru fleiri og fleiri bátar hér í verstöðvum við Faxaflóa að hefja reknetaveið- ar. Fram að þessu hefir síldin nær eingöngu verið fryst, ýmist fyrir erlendan markað eða til beitu. í gær höfðu Akranesbátar kom ið með síld vel söltunarhæfa, svo þar var nokkurt magn saltað þeg- ar í gærkvöldi. Sjómenn segja mikla síld á miðunum, en hún stendur djúpt og því erfiðara við veiðarnar að fást. 1 Fnjóskadal hefur ekki orðið verulegt tjón á neinum bæjanna, og aðeins vantar örfáar kindur frá nokkrum þeirra. — Sama máli gegnir um Köldukinn. í Aðaldal hafa flestar kindur týrtzt og drepist frá Knútsstöð- um, 14, Bergi 12 og frá Holti 10. Annars staðar í Aðaldalnum er Á Níu manna fjölskylda í nauðum Nokkru eftir miðnætti í fyrrinótt var slökkviliðið kallað að húsinu Suðurlandsbraut 94 B. Hafði eldur komið upp í geymslu kompu í rishæð hússins. Á ris- hæðinni bjó með fjölskyldu sinni, konu og 7 börnum, á aldrinum 4—11 ára, Þorbjörn Jón Bene- diktsson. Niðri bjuggu tvær kon- ur. Ekki náði eldurinn mikilli útbreiðslu, út frá geymslukomp- unni, en í húsinu urðu miklar skemmdir af völdum vatns og reyks, og er húsið ekki hæft til íbúðar eins og stendur. Nánir ættingjar og vinir hafa skotið skjólshúsi yfir Þorbjörn Jón og hina stóru fjölskyldu hans, en sem fyrr greinir, var innbú hans allt óvátryggt, einnig eignarhluti hans í húsinu. Hafði það verið SAS selur allar Dc-6 KAUPMANNAHÖFN, 13. nóv. — (Frá Páli Jónssyni) Flugfélagið 'SAS skýrir frá því, að tekizt hafi að selja allar flugvélar þess af tegundinni DC-6. Sænska flug- félagið kaupir þrjár þeirra en fé- lög í Mexíkó kaupa níu. Sigurður Lútlier á Fosshóli látinn ÁRNESI, S-Þing.: — f nótt lézt tjónið 2—3 kindur á bæ. Nú, þegar nokkurn veglnn er ljóst, hvert orðið hafi fjártjón bænda hér í sýslunni í óveðrinu, þá er það almenn skoðun bænd- anna, sem ég hef rætt við, að þeir hafa búizt við að tjónið yrði enn meira, því svo óskaplegt var veðrið, að full ástæða var til þess fyrir bændur að óttast stórfellt tjón. Vitanlega er tjónið tilfinn- anlegt fyrir marga, og illbætan- legt, eigi að síður heíur það orðið minna en búist var við. — Hermóður. fryggt með vátryggingu, sem tíðkast, þegar hús eru í smíðum. Hafði vátryggingin fallið úr gildi 1. nóvember og hafði einhverra orsaka vegna láðst að kaupa nýja vátryggingu á húsið og innan- stokksmuni. Á’ Tilfinnanlegt tjón Sömu sögu er að segja um þá, sem bjuggu á neðri hæðinni. Ibúð þeirra var óvátryggð, svo og innanstokksmunir, en þar niðri bjuggu Jóhanna A. Jóns- dóttir og Rannveig Kristjánsdótt- ir. Hafa þær, sem Þorbjörn Jón Benediktsson, orðið fyrir mjög tilfinnanlegu tjóni. Hannes Pétursson FYRIRTÆKIÐ Álafoss er um þessar mundir að hefja nýja starf semi í sambandi við verksmiðjur sínar í Mosfellssveit. Næstkom- andi mánudag verður opnaður þar upp frá leikskóli, sem aðal- lega er ætlaður börnum verk- smiðjufólks. í gær var blaðamönnum boð- ið að skoða barnagæzluna, en hún er 'staðsett í litlu húsi, með rúmgóðri lóð fyrir neðan verk- smiðjubyggingarnar. Þar eru margs konar leiktæki fyrir börn- í FRÉTTUM af rafmagnsbilun- inni á Norðurlandi hefur þess verið getið að raforka hafi feng- izt frá gömlu Glerárstöðinni eftir að Laxárvirkjunin brást, m. a. fyrir frystihús og sjúkrahús á Akureyri. Þess hefur hins vegar láðst að geta, að rafmagn fékkst frá dísel- rafstöð síldarverkmiðjunnar á Hjalteyri og hefur þó meira raf- magn komið þaðan en frá Gler- leikstofa svo og matstofa og svefn herbergi. Ásbjörn Sigurjónsson forstjóri, kvað það vera mikið áhugamál stjórnenda fyrirtækis- ins að gera þessa barnagæzlu sem bezt úr garði og létta þannig undir með þeim hjónum sem vinna hjá fyrirtækinu, en nokk- uð hefur borið á því að fólk hef- ur orðið að hætta vinnu einmitt vegna barnanna, sem ekki hefur verið hægt að sinna sem skyldi. Barnagæzlan verður opin fimm daga vikunnar frá kl. 7,15 til 18,15. Myndin að ofan sýnir börnin að leik fyrir ofan Rein. árstöðinni. Framleiða díselmótor- arnir á Hjalteyri 300 kw, en Glerárstöðin ekki yfir 100 kw. Raforku frá Hjalteyri hefur ver ið hleypt inn á kerfið frá því kl. 4 síðdegis á mánudaginn og alveg til þessa, fyrstu dagana til þess að halda vélum og lokum tilbún- um í Laxárstöðinni og einnig fyr- ir frystihús og sjúkrahús á Akur- eyri, elliheimilið í Skjaldarvík og fyrir sveitirnar í Eyjafirði syðra og nyðra. ■r' Ovátryggt hús skemmist í eldi t FYRRINÓTT kom upp eldur i litlu timburhúsi við Suffurlands- braut. Tjón varð nokkurt á húsi og innanstokksmunum þeirra, sem þar áttu heima. Hvorki hús effa húsbúnaður var í vátryggingu. i og auk þess eru í husinu, sem efnt er Rein, smekklega búin Rafmagn frá Hjaiteyri kom að góðu gagni I sumardölum Varðarkaffi í Valhöll í dag kl. 3-5 s.d. ★ Varðnrféiagai Landshappdrætti Sjálf- stæðisflokksins beinir þeim tilmælum til þeirra með- lima Landsmálafélagsins Varðar, sem fengið hafa senda happdrættismiða, að þeir vinsamlegast geri skil hið fyrsta. Dregið verður um næstu mánaðamót. að heimili sínu að Fosshóli, hinn' kunni bóndi þar og veitingamað- ur, Sigurður Lúther Vigfússon. Varð hann bráðkvaddur. Sigurður Lúther byggði ný- býlið Fosshól árið 1930. Þar hef- ur hann síðan rekið búskap, jafn framt greiðasölu, þá hefur hann og verið símstöðvarstjóri og póstafgreiðslumaður. Sigurður var um langt skeið ferðamaður við mikinn orðstír, gestrisni hans og greiðasemi var frábær. Hann vildi hvers manns bón og vandræði leysa. Var Sig- urður Lúther afar vinsæll í sínu héraði, og annars staðar hjá öll- um þeim sem honum kynntust. Heima á Fosshóli lætur hann eftir sig háaldraða móður og dóttur. — Hermóður. — ný Ijóðabók eftir í SUMARDÖLUM er önnur Ijóða bók Hannesar Péturssonar, en fyrsta bók hans, sem kom út 1955, vakti, eins og kunnugt er, gífur- lega athygli, fyrsta útgáfa henn- ar seldist upp á skömmum tíma, enda má segja, að með henni hafi Hannes Pétursson skipað sér í hóp beztu íslenzkra skálda. Þess- ari nýju bók H. P. er skipt í fjóra kafla, er hann nefnir: I faffmi sólarinnar, Ástir, Sumar- dalirnir munu blikna og Söngvar til jarffarinnar. Ljóðin eru alls 51 og flest ort Hannes Pétursson á síðustu þremur eða fjórum ár- um. Sér þess glögg merki, að þessi ár hafa verið skáldinu góð- ur tími, og er hér áreiðanlega um að ræða viðburð í íslenzkum bókmenntum. Almenna bókafé- lagið gefur þessa bók út í sam- vinnu við Helgafell. Bækúrnar hafa verið sendar umboðsmönnum Almenna bóka- félagsins úti um land, en félags- menn í Reykjavík vitji þeirra í afgreiðslu félagsins, Tjarnar- götu 16. Svíar fá kurteisis- heimsókn GAUTABORG, 13. nóv. (Frá fréttaritara Mbl.) f gær komu fjögur ensk herskip í kurteisis og vináttuheimsókn til Gautaborgar. fslendingum sem hér dveljast finnst þó skugga slá yfir þessa heimsókn, því að hinir brezku bryndrekar koma hingað beint af íslandsmiðum, þar sem þeir hafa verði að vernda ólöglegar veiðar brezkra togara. Herskipin fjögur eru: Trafalgar, Dunkirk, Jutland og Broadsworth. Þau fara héðan að heimsókn lokinni til Portsmouth aðalflotabækistöðvar Breta á Suður-Englandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.