Morgunblaðið - 26.11.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.11.1959, Blaðsíða 1
24 siður JMinMttnfliiIftMfe 46. árgangur 264. tbl. — Fimmtudagur 26. nóvember 1959 Þýzk andlit í fréttunum Á efri myndinni er „falleg- asta amma“ í heimi, Marlene Dietrich, þegar hún kom til Parísar fyrir skömmu til að syngja þar í mánaðartíma. Með henni í myndinni eru Bruno Coqiuatrix leikhús- stjóri (t.v.) og Jean Sablon dægurlagasöngvari. Á neðri myndinni er landi hennar, Kónrad Adenauer, kanslari Vestur-Þýzkalands, sem er einn elzti þjóðarleið- togi í heimi. Myndin var tek- in í London á dögunum þeg- ar kanslarinn sat veizlu í Grosvenor House. Frá vinstri á myndinni: Duncan Sandys, flugmálaráðherra, dr. Aden- auer, Alexander jarl af Tún- is og Macmillan forsætisráð- herra. Prentsmiðja Morgntiblaðsin* Banda- rískir karl- menn, ;i Almenningsálit í NA T O-ríkj - unum styður málstað okkar Ræða Jóhanns Hafsteins á jbing- mannafundi NATO JÓHANN HAFSTEIN, banka- stjóri ,sem var formaður íslenzku sendinefndarinnar á þingmanna- fundi NATO í Washington, flutti ræðu þá, sem hér birtist. Var ræð an ftaitt í sambandi við umræð- ur um nefndarálit og tillögur stjórnmálanefndar fundarins. — Ræðan vakti því meiri athygli, þar sem tillögur stjórnmálanefnd arinnar stefndu fyrst og fremst að því að nauðsyn bæri til að efla stórlega samstarf Nato-ríkj- anna, ekki aðeins á sviði hernað ar- og varnarmála, heldur engu síður stjórnmálalega og efna- hagslega. Rödd fulltrúa Islands var því alvarleg aðvörun um þá miklu hættu fyrir sambð Nato- ríkjanna sem leiddi af fiskveiði- deilunni við Breta og hinum ó- verjandi aðgerðum þeirra að beita minnsta bandalagsríkið vopnavaldi í íslenzkri landhelgi. „Herra forseti, háttvirtu þingmenn. Þegar við nú erum að ljúka þessum pólitísku umræðum, finnst mér viðeigandi að minna á umræður okkar í fyrra á 4. þingmannafundi NATO um ís- lenzku fiskveiðideiluna. Við þurft um þá að horfast í augu við mjög alvarlega deilu, sem risin var milli íslands og Bretlands, vegna ákvörðunar íslendinga um að færa fiskveiðitakmörkin út í 12 mílur frá 1. sept. 1958. Mér virtist, að fulltrúarnir á 4. þingmannafundinum gerðu sér fulla grein fyrir alvöru þessa máls, og fundurinn samþykkti ályktun þar sem m.a. var vísað til Atlanzhafsráðsins og fram- kvæmdastjóra NATO að reyna til þess ítrasta að koma á frið- samlegri lausn þessarar deilu. En hvað hefur gerzt í því efni síðan? Við verðum að viðurkenna opinskátt, að alls ekkert hefur gerzt. Þvert á móti, ástandið hefur versnað stórlega með hverjum mánuði, viku og degi, sem liðið hefur. Leyfið mér að vitna til loka- orða minna á fundinum í fyrra: „Við skulum ekki dylja fyrir okkur sjálfum þann sannleika, að ógnþrunginn skuggi hvílir yf- ir Norður-Atlantshafsbandalag' inu meðan núverandi ástand heldur áfram í íslenzkri land- helgi. Daglega vofir mikil hætta yfir. Það er bráð nauðsyn, að hernaðaraðgerðum Breta ljúki þegar í stað í samræmi við efni og anda sáttmála Norður-Atlants hafsbandalagsins". Síðan í fyrra hefur verið hald in Atlantshafsráðstefnan á 10. Framh. á bls. 22. Gerard Philipe látinn PARÍS, 25. nóv. NTB-AFP: — Gerard Philipe, hinn kunni franski leikari. lézt í París í dag 37 ára gamall úr hjartabilun. Hann var einn af beztu leikur- um Frakka af yngri kynslóðinni, bæði á sviði og í kvikmyndum, og má nefna hlutverk hans í kvikmyndunum „Faust“ og ,.Fá- vitinn“ meðal hinna kunnustu. /a svei LONDON, 25. nóv. Reuter. — Flugfreyja hjá bandaríska flug- félaginu Pan American Airway*, Susan Dixon, 25 ára gömul, var ómyrk í máli um landa sína af sterka kyninu og gaf þeim það óþvegið. Susan Dixon, sem stend- ur fyrir leit hins bandaríska flug- félags að brezkum þemum, hafði þetta að segja um karlmanninn í Bandaríkj unum: „Hann er hégómlegt dýr, gagn- tekinn af kynórum og áfengi, of- urseldur nikótíni og vítamín- töflum. Hann hefur meiri áhuga á að gorta af ástarævintýrum sín- um en að lifa raunverulegt ástar- ævintýri“. Ungfrú Dixon hefur sjáanlega aðra reynzlu af brezkum karl- mönnum, ef marka má af orðum hennar: „Brezkir karlmenn eru kurt- eisir og mannaðir. Undir kúlu- hattinum og regnhlífiinni finnur maður mjög ánægjulegan áhuga á stúlkunni sem persónu, ekki bara sem líkama". Susan Dixon kvaðst hafa hafn- að níu hjónabandstilboðum frá bandarískum karlmönnum á síð- ast liðnu ári, en hún var langt frá því að vera frábitinn brezk- um biðli, ef hann fyrirfyndist. Deilt á Nehru fyrir aðgerðaleysi NÝJU DELHI, 25. nóv. NTB- Reuter. — I dag hófust í ind- verska þjóðþinginu tveggja daga umræður um utanríkisstefnu stjórnarinnar og þá einkanlega um hið alvarlega ástand sem nú ríkir milli Kina og Indlands. Lagðar voru fram 19 þingsálykt- unartillögur, og gagnrýna flestar þeirra indversku stjórnina fyrir óákveðna afstöðu og hik í sam- skiptum við kínversku kommún- istastjórnina. Á morgun verður gengið til atkvæða um þessar til- lögur, eftir að Nehru forsætisráð- herra hefur látið álit sitt í ljós og svarað þeim ásökunum, sem á hann eru bornar. Þegar umræðumar hófust í dag Bang-Jensen horfinn Kaupmannah. 25. nóv. NTB/RB DANSKI emættismaðurinn Povl Bang-Jensen ,sem sagt var upp starfi sínu hjá Sameinuðiu þjóð- unum vegna þess að hann neit- aði að Iáta uppi nöfn þeirra vitna sem hann yfirheyrði um þjóð- byltinguna í Ungverjalandi haustið 1956, hefur horfið spor- laust samkvæmt fréttum frá New York. Áður hefur Bang- Jensen orðið fyrir slysi, en ekki er talið útilokað að hvarf hans standi í sambandi við pólitískar hefndarráðstafanir. I fregn frá fréttaritara danska blaðsins „In- förmation“ fékk Bang-Jensen fyrir nokkru heimsókn af Ung- verja, sem verið hafði kommún- isti, og eftir þann Pund var hann óvenjulega taugaóstyrkur, en vildi engum segja, hvað rætt var á þessum dularfulla fundi. bar Nehru fram þau tilmæli vi8 þjóðþingið, að stjóminni yrði Framh. á bls. 23. Ungverjalands- mólið rætt hjó S.þ. NEW YORK, 25. nóv. NTB Reuter: — Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti í dag tillögu dagskrár- nefndarinnar um að taka Ungverjalandsmálið til al- mennrar umræðu. Var þetta samþykkt með 51 atkvæði gegn 10, en 15 ríki sátu hjá og fulltrúar 6 ríkja voru fjar- verandi. Sovétríkin og lepp- ríki þeirra reyndu árangurs- Iaust að koma í veg fyrir að tillaga dagskrárnefndarinnar yrði samþþykkt. RÍKIN sem sátu hjá voru Af- ganistan, Ceylon, Eþíópía, Finnland, Ghana, Guinea, Indland, Indónesía, íran, ísra- el, Líbýa, Marokkó, Súdan, Arabíska sambandslýðveldið og Jemen. Júgóslavar greiddu atkvæði gegn tillögunni ásamt öðrum kommúnistaríkjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.