Morgunblaðið - 26.11.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.11.1959, Blaðsíða 20
20 MORCVN BLAÐ1Ð Fimmtudagur 26. nóv. 1959 ^J£)rotL 22 cjecjn nincj, viljci áínum EFTIR RITA HARDINGE Þegar aftur blikaði á sverð, sleit Janet sig lausa frá Helgu. Hún gekk á milli mannanna. — Stephan ofursti — Mauban majór — ^hún endurtók nöfnin, sem hún hafði heyrt Rupert segja. — Þekkið þið mig? — Yðar hátign! — Þið segist þjóna konungin- um, sagði hún hraðmælt. — Þýð- ir það ekki líka, að þið þjónið drottningunni? —■ Ég þjóna hásætinu, yðar hátign, svaraði ofurstinn stolt- ur. — Ég á hlutdeild í hásætinu, sem nú tilheyrir Páli prinsi! — Janet ók kjarkur við að sjá tryggð og hollustu í augum gamla hermannsins. — Þið vitið, að ég hef reynt að gera allt, sem í mínu valdi stendur fyrir þetta land. Og það er mín heitasta ósk að bjarga landinu og gera það farsælt. En ég get það ekki ein. Ég er aðeins kona, og ég þarfn- ast hjálpar. Þið hafið þjónað konunginum af hollustu, en nú þegar hann er dáinn, viljið þið þá ekki veita mér þessa hollustu, styðja mig í því, að setja nýja konunginn, Pál prins, í hásætið Og veita þjóðinni hamingju? Hún sá, að þeir hugsuðu sig um, hún var ringluð og skildi, að spilið var ekki unnið ennþá. Þess vegna sneri hún sér að Rupert. — Þú hefur unnið gegn konunginum, af því að þú vissir, að hann skaðaði Androvíu. Nú spyr ég þig, og menn þína, þá sem hér eru: Hver eru ykkar áform? Án þess að hika gekk Rupert fram, féll á hnéð, greip um hönd hennar og bar hana að vörum sér eitt andartak. — Ég og allt mitt er drottn- ingunni og Páli konungi tif þjón ustu, sagði hann blátt áfram. Aft ur blikaði á sverð, en nú í heið- urskveðju, og sem í leiðslu heyrði Janet menn Ruperts hrópa: — Guð varðveiti drottning- una! Hún sneri sér aftur að liðsfor- ingjum konungs og sá, að þeir stóðu báðir og lyftu sverðunum henni til heiðurs. Tárin komu fram í augu henni. Hún tók höndunum fyrir andlitið og brast í grát. En svo rétti hún úr sér aftur, keik og stolt. — Það er þá afráðið að við — við öll — styðjum hásætið — styðjum Pál! hrópaði hún, og sneri sér ósjálfrátt að Rupert. Hvað getum við gert til að leyna — þessu? Það fór hrollur um hana, þeg- ar hún neyddist aftur til að líta á líkið af Michael, og Rupert flýtti sér að taka um handlegg- inn á henni. — Láttu mig um það, sagði hann. — Helga — aðstoðið henn ar hátign. Fylgið henni fram í forsalinn. Hann leit til unga liðsforingj- ans við dyrnar. — Þú ferð með þeim, Maurice, skipaði hann. — Gættu þeirra! — Með mínu eigin lífi, yðar tign! Janet fannst hún svo undar- lega magnlaus, þegar hún fór, með handlegg Helgu ástúðlega utan um sig. Og nú brast hún í grát, eins og þreytt barn, en Helga kraup við hlið hennar, og hinn hávaxni Maurice stóð yfir þeim, afar hrærður á svip. Um síðir var lokið upp og Rupert og nokkrir hinna komu út. En Janet sá þá ekki, því að Maurice tók sér stöðu milli kvennanna og byrðarinnar, sem mennirnir báru á milli sín, svo þær sáu hana ekki. Þegar hann vék aftur til hlið- ar, sá Janet, að Rupert stóð við hlið hennar. Ungi liðsforinginn tók í höndina á Helgu og leiddi hana burt, og hún tók eftir, hversu innilega þau leiddust. — Þessi sýn kom henni til að snúa sér að Rupert, því á þessari stundu þarfn. hún framar öllu að finna huggun og vernd í örm- um þess manns, sem hún vissi nú, að hún elskaði svo innilega. En hann stóð kaldur og virðu- legur nokkur skref frá henni. — Janet, sagði hann stillilega, og hún skildi, að hann þekkti léyndarmál hjarta hennar. — Nú kalla ég þig það í síðasta sinn. Héðan í frá ert þú Gloría drottn ing. — Nei — nei! — Jú, vina mín. Það, sem þú gerðir í kvöld, er meira um vert en allt það, sem systir þín gerði allan tímann, sem hún var hér, en aðalverkið er enn eftir, og þú ert sú eina, sem getur leyst það af hendi. Við setjum Pál í hásæti með drottninguna sem ríkisstjóra — og þá verður þjóð- in hamingjusöm! — Rupert! Hálfkæft hróp hennar kom honum til að missa sjálfstjórn- ina, og hann tók örmunum utan um hana. Varir þeirra mættust og þau þrýstu sér hvort að öðru. En svo sleppti hann henni aftur. — Það þarf víst ekki að segja neitt, Janet — er það? Ég elska þig, og þú elskar mig, og það er það dásamlegasta í heiminum fyrir nokkur bæði. En við meg- um ekki hugsa eingöngu um okkur sjálf. Þú ert drottningin. Hún hristi höfuðið, en hann stöðvaði mótmæli hennar með kossi. — Þú átt mikið verk fyrir höndum, sagði hann, — og ég líka. Það er eftir að bæta úr öllu því illa, sem Michael hefur gert, og við verðum að vinna það í sameiningu. Það verður að ganga fyrir, en svo — Allt í einu brosti hann blítt og ástúðlega til hennar. — Ástin mín litla, hvíslaði hann með gamla stríðnishreimn- um í röddinni, — jafnvel drottn ing getur gifzt aftur, eftir hæfi- legan tíma og hugsaðu þér, hví- lík ánægja það myndi verða fyr- ir fólkið, ef þú skyldir velja — Svarta Rupert! Hún þrýsti sér að honum. Nú vissi hún fyrir víst, að ekki kom til mála að snúa við. Janet — hárgreiðslustofan — gamla borg in í Englandi — allt var það að baki fyrir fullt og allt. Það, sem hún átti eftir ólifað, yrði hún í Andróvíu, hjá manninum, sem hún elskaði. 10. kafli. Hamingjan gerði hana jafnvel ennþá ringlaðri en hinir átakan- legu atburðir höfðu gert, og henni var ekki vel Ijóst, hvað fram fór, þegar henni og Helgu var komið með leynd inn í höll- ina aftur. En þegar hún var kom in inn í herbergi sitt, gat hún hlustað á Helgu, sem með mikiili ákefð skýrði henni frá, hvað væri gert til að breyta dauða konungsins í sigur, í stað ósig- urs. Á meðan hjálpaði hún Janet til að hafa fataskipti og fara í fallegan kjól af Gloríu. — Stephan ofursti og Mauban majór komu með konunginn til hallarinnar á milli sín, sagði Helga áköf. — Þeir gengu undir honum sinn hvorum megin, og létu sem hann væri miður sín. Það hefur svo oft verið komið með hann heim á þann hátt, jafn ófæran um að ganga og hann er nú, svo það var enginn vandi að koma honum upp í íbúðina. Helga þagnaði, því að þær heyrðu háreysti úti fyrir. Marg- ar raddir heyrðust hrópa, og stúlkurnar hlupu báðar til dyra. Þær sáu ákafa ringulreið frammi í ganginum, og allt í einu kom Arnberg greifafrú hlaupandi til Janet. — Farið inn aftur! Verið kyrr þar! hrópaði gamla frúin. — Það er hræðilegt, sem komið hefur fyrir! En Janet ýtti henni til hliðar og hljóp fram ganginn. Hún sá, að margir menn stóðu í dyrun- um að herbergi konungs. Hún byrjaði að troða sér milli þeirra, en þá hrópaði einhver: „Drottn- ingin!“ og þá viku allir til hlið- ar. Svo stóð hún í dyrunum og horfði inn. Konungur sat samanhniprað- ur í sínum venjulega stól við borðið. Við hlið hans stóð flaska og og í lífvana hendinni hélt hann á tómu glasi! Stephan ofursti stóð og laut niður að honum, en Mauban majór þefaði grunsamlega úr glas inu, sem.konungur hélt á. — Stephan ofursti — hvað hef ur komið fyíir? kallaði Janet. Hún skildi, að hún yrði að leika sitt hlutverk og taka þátt í harm leiknum til enda. Gamli hermaðurinn sneri sér að henni. — Ég bið yðar hátign, komið ekki inn! kallaði hann. — En ég er neydd til þess. Hvað hefur komið fyrir konung- inn? — Hann — hann var úti í kvöld, yðar hátign. Mauban majór og ég fylgdum honum heim, og svo yfirgáfum við hann andartak — til að ná í lækni, því hans hátign var óvenjulega mið- ur sín. Og svo komum við að honum — — Hann hefur drukkið eitur! hrópaði Mauban majór hárri röddu. — Lyktið bara úr glasinu! Hans hátign hefur svipt sig lífi á eitri! Þetta bragð lánaðist til fulls. Læknar komu og staðfestu, að konungur hefði dáið af eitri, og það fannst einnig í dreggjum glassins. Fréttin barst fljótt út um alla borgina, og frá hallartorginu Umhverfis jörðina á áftatíu dögum Tryggið yður eintak af bók- inni Umhverfis jörðina á áttatíu dögum eftir Jules Verne, áður en hún selst upp. SNIFELL Hotel Kongen af Danmark — Köbenhavn HOLMENS KANAL 15 C. 174 1 vetur til V* ’60. — Herb. með morgunrétti frá kr. 12—16 pr. rúm. — í miðborginni — rétt við höfnina í á á 1 CAN'T STAY JOHNNV...GOT ^ A PATE IN MINNEAPOLIS/ SUE, PIP YOU KNOW THAT MARK TRAIL IS TAKING A GROUP OF OUT- POOR WRITERS ANP PHOTOGRAPH- ERS TO NORTHERN MINNESOTA r r NEXT WEEK? »___A* PATE? VOU? WHAT ABOUT CHEREE'? CHERRV IS MY PATE ... ANP WE'RE GOING OUT THERE TO HELP THEM CELE- BRATE THE MINNESOTA CENTENNIAL / Wr ^ OF COURSE... P'"”1 l'p HOPEP VOU'P SENP ME, Þ- MR. ARNOLP...VOU KNOW I CARRV A SMALL TORCH FOR THAT GUY / Ég get ekki verið lengur, Jo- hnny, ég á stefnumót í Minnea- polis. Þú á stefnumót, hver ætti það svo sem að vera, vinur? Það er Sirrí, sem ég á stefnumót við, og við ætlum að fara til Minneapolis til þess að hjálpa þeim þar að halda upp á hundrað ára minningarhátíð. Vissir þú það, Súsanna, að Markús fer með hóp dýralífsrit höfunda og ljósmyndara til Norð ur-Minneasota í næstu viku? Auðvitað vissi ég það, Árni, og ég var að vona að þú myndir senda mig þangað. Þú veizt að ég hef áhuga fyrit þessum ná- unga. heyrðist brátt eins og brimgnýr, þegar meiri mannfjöldi en nokkru sinni fyrr safnaðist þar saman. Janet herti sig upp af öllum mætti. Hún vissi, að hún átti mikla þrekraun í vændum. En hún leyfði greifafrúnni að fylgja sér aftur til herbergis síns. Þar sat Helga og beið hennar, og hún hafði verið nógu skynsöm til að ná í Pál litla. Með gleðihrópi faðmaði Janet drenginn að sér. .......aparið yCfuj hlaup 6 railli xuaxgra vr.Tzkuia1- mw i ú ijllUM tfWM! - Ausfcurstrseti ailltvarpiö 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tón- leikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 „A frívaktinni'* — sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlends- dóttir). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir og veðurfr.). 18.30 Fyrir yngstu hlustendurna (Mar- grét Gunnarsdóttir). 18.50 Framburðarkennsla í frönsku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Ríkisútvarpið í nýjum húsakynn um: Avörp flytja Vilhjálmur í\ Gíslason, útvarpsstjóri; Sigurð- ur Bjarnason, formaður útvarps ráðs og dr. Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra. 20.55 Einsöngur: Arni Jónsson syngur; Fritz Weisshappel leikur undir á píanó. a) „I fjarlægð'* eftir Karl O. Runólfsson. b) „Ef engill ég væri“ eftir Hall- grím Helgason. c) „Horfinn dagur“ eftir Arna Björnsson. d) „Þei, þei og ró, ró“ eftir Björgvin Guðmundsson. e) „Til skýsins“ eftir Emil Thor- oddsen. f) „Til hafs“ eftir Nordquist. 21.15 Upplestur: Andrés Björnsson les ljóð eftir Matthías Johannessen. 21.30 Erindi; Aldarminning Jósefs Björnssonar skólastjóra á Hól- um. (Steingrímur Steinþórsson, búnaðarmálast j óri), 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Smásaga vikunnar: „Tveggja mínútna þögn“ eftir H. C. Brann- er (Karl Isfeld skáld þýðir og les). 22.35 Tónleikar: Atriði úr óperunni „Pélleas og Mélisande" eftir De- bussy (Janine Micheau, Camille Maurane og Rita Gorr syngja ásamt Elisabeth Brasseur-kórn- um; Lamoureux-hljómsveitin leik ur undir stjórn Jeans Fournet), 23.25 Dagskrárlok. Föstudagur 27. nóvember: 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleikar, — 8.30 Fréttir, — 8.40 Tónleikar. 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tón- leikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir og veðurfregnir). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Mannkynssaga barnanna: „Oli skyggnist aftur í aldir“ eftir Cornelius Moe; IV. kafli (Stefán Sigurðsson kennari). 18.50 Framburðarkennsla 1 spænsku. 19,00 Þingfréttir. — Tónleikar. — 19.25 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Músíkvísindi o galþýðusöngur; III. erindi (Dr. Hallgrímur Helgason). 21.00 Tónleikar: Passacaglia eftir Pái Isólfsson (Sinfóníuhljómsveit IS"- lands leikur; Olav Kielland stjórnar). 21.15 Lestur fornrita: Gísla saga Súrs sonar; IV. (Oskar Halldórsson cand. mag.). 21.35 Islenzk þjóðlög: a) Karlakórinn Fóstbræður syng ur sjö lög raddsett af Jóni Nor- dal og Emil Thoroddsen; Ragn- ar Björnsson stjórnar. b) Sinfóníuhljómsveit Islands leikur rímnalög í útsetningu Jóns Leifs. Stjórnandi: Olav Kielland. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Upplestur: „Hildigunnur læknir'* ljóðaflokkur eftir Arna G. Ey- lands (Magnús Guðmundsson). 22.30 I léttum tón: Lög eftir Jón Múla Arnason úr söngleiknum „Rjúk- andi ráð“. Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar leikur. Söngfólk; Kristinn Hallsson, Sigurður Ol- afsson, Jón R. Kjartansson, Steinunn Bjarnadóttir, Guðrún Högnadóttir, Erlingur Gíslason o. fleiri. 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.