Morgunblaðið - 26.11.1959, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 26. nóv. 1959
MORCUISRTAÐIÐ
17
Ný Arna-bók
*
eftir Armann
Kr. Einarsson
NÝ Árna-bók eftir Ármann Kr.
Einarsson er komin út. Sú frétt
mun vissulega gleðja yngri les-
endurna. Bækur þessa höfundar
hafa á undanförnum árum notið
mikilla .vinsælda og náð mikitli
útbreiðslu.
Nýja bókin heitir „Flogið yfir
flæðarmáli“, og er 7. bókin í
flokknum. Bókin skiptist í níu
kafla, sem bera eftirtalin heiti:
Ormurinn ógurlegi, Sporin í
sandinum, Skrítinn bátur, Súkku
laðikarlinn, Týndi pilturinn, í
fylgd með Neró og Hunda-Kobba,
Flogið yfir flæðarmáli, Eltinga-
leikur við smyglarana og Sólin
ljómar á ný. Eins og sjá má af
þessari upptalningu er efni bók-
arinnar fjölbreytilegt og spenn-
andi, og líklegt til að falla ung-
lingum vel í geð.
Þessi nýja bók er sjálfstæð
saga, þó persónur og atburðaráis
tengi hana að nokkru fyrri bók-
unum í flokknum. Aðalpersón-
urnar eru sem fyrr, Árni og Kúna
í Hraunkoti. Nýir menn í þess-
ari sögu eru m. a. Jón trésmiður,
Sveinn bifvélavirki, Júlli súkku
laðikarl og Hunda-Kobbi. Rétt
er einnig að geta ormsins ógur-
lega, þótt hann geti ekki talist
„persóna" í eiginlegum skilningi.
Sjálfsagt á þessi dularfulli orm-
ur eftir að vekja óblandna kátínu
og eftirvæntingu yngri lesend-
anna.
„Flogið yfir flæðarmáli", er
Olgeir Benediktsson
■ Minning
Höfundur á reki við söguhetjuna.
tæpar tvö hundruð síður að stærð
og gefin út af Bókaforlagi Odds
Björnssonar á Akrueyri. Halldór
Pétursson hefur teiknað tíu heil-
síðumyndir í bókina, en Atli Már
hefur gert kápumyndina.
Að undanfömu hafa Árna-
bækurnar komið út hjá Fonna
forlagi í Osló, og mun fjórða
bókin koma út á næsta ári. Bæk-
urnar hafa komið út bæði á ný-
norsku og landsmáli í þýðingu
Ivar Eskeland. í Noregi hafa
bækumar náð mikilli útbreiðslu
og hlotið góða dóma í norskum
blöðum.
Þá höfum við fregnað, að ný-
lega hafi „Martins Forlag“ í
Kaupmannahöfn samið um út-
gáfurétt á Árnabóknum. Tvær
fyrstu bækurnar, „Falinn fjár-
sjóður“ og „Týnda flugvélin",
koma út á næsta ári í þýðingu
Thorkil Holm skólastjóra. Dansk
ur teiknari mun teikna nýjar
myndir í bækurnar.
iLriic
ar um:
* KVIKMYNDIR *
Hafnarbíó:
GELGJUSKEIÐIÐ
MARGT hefur verið rætt og
ritað um rótleysi amerískra
unglinga og hneigð þeirra til
glæpa og ofbeldisverka. Hafa hér
oft verið sýndar kvikmyndir um
þetta efni, er lýsa óhugnanlega
þessu fyrirbæri, sem orðið mun
mikið vandamál þar vestra. —
Mynd sú, sem hér ræðir um er
ekki af þessu tagi. Hún fjallar
að vísu um ameríska igiglinga
og erjur þeirra á milli og þar
er vitanlega misjafn sauður í
mörgu fé, en yfirleitt er fólk
þetta heilbrigt og hvorki verra
né betra en gerist og gengur. —
Segir þarna frá ungu skólafólki,
samskiptum þess og vaknandi
ástum, afbrýðissemi og miklum
átökum í því sambandi. Aðal-
persónurnar eru Melinda Grant,
prúð og elskuleg telpa, sem býr
með móður sinni, sem er sauma-
kona, og Will Henderson, skóla-
félagi Melindu og eru þau ákaf-
lega hrifin hvort af öðru. Mel-
inda hefur verið kjörin til að
leika aðalhlutverkið, ungu stúlk-
una í „Bænum okkar“ eftir
Thornton Wilder, á skólasýn-
ingu. Polly, dóttir mikils áhrifa-
manns í borginni, hefur ætlað
sér hlutverkið, og reynir því með
lítt drengilegum hætti að bola
Melindu úr því. Út af þessu ger-
ast ýmsir atburðir og sterk átök,
— ekki milli stúlknanna, heldur
vina þeirra. Ekki verður efni
myndarinnar rakið hér nánar,
aðeins skal þess getið að mynd-
in er vel gerð og þó nokkuð efn-
ismikil og prýðilega leikin. Eink-
um er ágætur leikur þeirra
Söndru Dee og John Saxon í
hlutverkum Melindu og Will’s.
Ást þeirra er barnsleg og hrein
og því heillandi. — Það var
margt unglinga á „gelgjuskeiði“
i bíóinu þegar ég sá myndina
— enda er myndin fyrst og
fremst fyrir þá gerð og við þeirra
hæfi.
Gamla-Bíó:
KRAFTAVERK
I MlLANÓ
ÞAÐ er alltaf eitthvað sérstakt
og athyglisvert við þær myndir,
sem hinn frægi ítalski kvik-
myndastjóri Vittorio de Sica
gerir. Svo er einnig um þessa
mynd. Hún er ekki, eins og segir
í auglýsingu kvikmyndahússins,
gamanmynd í réttri merkingu
þess orðs, heldur táknræn satíra
um hin eilífu átök með mann-
fólkinu: Annars vegar hinir auð-
ugu, sem berjast fyrir meiri auð
og fá sig aldrei fullsadda af
þeim heimsins gæðum og hins
vegar öreigarnir, sem gera kröfu
til þess að fá að lifa, en verða,
þegar þeir fá aðstöðu til að auðg-
ast, nákvæmlega jafn óseðjandi
og hinir. — Höfuðpersóna mynd-
arinnar er Totö, sem borinn hafði
verið út þegar hann var barn
í reifum og ólst upp hjá gömlu
konunni, sem fann hann og síðar
á munaðarleysingjaheimili. Þeg-
ar hann kemur þaðan liggur leið
hans í hverfi utan við borgina,
þar sem öreigarnir draga fram
lífið í ömurlegum hreysum.
Toto, sem öllum vill gott gera,
tekur forustuna fyrir þessu blá-
snauða fólki. Þegar olía finnst
í hverfi þeirra kemur auðvald-
ið til sögunnar til að hremma
hnossið og er þá ekki að neinu
spurt. Öreigarnir verða að víkja
úr hverfinu. En þeir búast til
varnar. Leikurinn er ójafn, því
auðvaldið skipar fram vopnuð-
um valdsmönnum. En þá gerist
„kraftaverkið í Mílanó“, er trygg
ir öreigunum sigurinn að lokum.
— Gamla konan, fóstra Totos,
sem fyrir löngu er orðin engill
á himnum, réttir fóstursyni sín-
um töfradúfuna, sem lætur hon-
um í té allt, sem hann óskar
sér. Andstæðingarnir verða
máttvana og öreigarnir fá allt,
sem þeir biðja um og það er ekki
lítið — milljónir, milljónir og
aftur milljónir! —
Eins og áður segir er mynd
þessi um margt mjög athyglis-
verð, en hún er nokkuð lang-
dregin, einkum í fýrstu og að
allri gerð óaðgengileg fyrir all-
an þorra manna, að minnsta
kosti hér um slóðir. — Myndin
hlaut reyndar gullsveiginn
Cannes, en mér er nær að halda
að de Sica hafi þá haft töfra-
dúfuna upp í erminni.
„Meinleg örlög margan hrjá
mann og ræna dögum.
Sá er löngum endir á
íslendingasögum“.
ÞESSI vísa, eftir Þorstein Erlings
son, kemur mér í hug, er ég á
að mæla nokkur orð eftir vin
minn og nemanda fró löngu lið-
inni tíð, Olgeir Benediktsson frá
Bolungavík.
Ég lít til baka yfir hart nær
hálfrar aldar skeið og hugurinn
nemur staðar við haustið, sem ég
kom til Bolungarvíkur og hóf
kennslu við barnaskólann þar.
Margt er að sjálfsögðu gleymt frá
fyrstu kynnum mínum við fólk
og nemendur á þessum stað, en
ýmsar minningar á ég þó enn,
minningar, sem ekki gleymast.
Melal þeirra er ein um lítinn og
ljóshærðan drenghnokka, hýran
og bjartan yfirlitum. Ég veitti
þessum dreng sérstaka athygli í
barnahópnum og fór að spyrjast
fyrir um hagi hans. Kom þá í ljós,
að hann var sonur fátækrar
ekkju, sem háði harða lífsbaráttu
fyrir sér og börnum sínum, þess-
um dreng og systur hans, sem
var lítið eitt eldri.
Foreldrar drengsins, Ingunn
Jóhannsdóttir og Benedikt Vagn
Sveinsson, höfðu verið búsett á
ísafirði og þar var Olgeir litli
fæddur, hinn 26. september 1902.
Benedikt Vagn stundaði sjó.
Hann hafði verið formaður á bát
vorið 1905. Báturinn var gerður
út frá ísafirði, en reri frá Ósvör
Bolungarvík. 23. marz þetta
vor fórst báturinn, með allri
áhöfn, í fiskiróðri. Ekkjan stóð
uppi fyrirvinnulaus með 5 eða
6 börn. Börnin dreifðust í ýmsar
áttir, en tveimur þeirra hélt ekkj
an hjá sér og fluttist með þau til
Bolungavíkur, skömmu eftir, að
örlögin höfðu svipt hana maka
sínum með svo snöggum og
harkalegum hætti.
Eftir að Olgeir var setztur á
skólabekk í barnaskólanum kom
fljótt í ljós, að hann var gæddur
ýmsum góðum kostum. Honum
sóttist námið prýðilega, hafði
góða söngrödd og var sérlega hug
þekkur og hlýr í allri framkomu.
Síðar kom í ljós, að hann var bú-
inn allmiklum leikhæfileikum.
Þegar hann eltist komu þeir hæfi
leikar í góðar þarfir fyrir leik-
starfsemina þar á staðnum. Á ég
ýmsar bjartar og ánægjulegar
minningar frá samstarfi okkar
við sjónleiki í Bolungavík frá
löngu liðnum árum, þótt þær
verði ekki raktar hér.
Ekki er ég í efa um það, eeS
Olgeir hefði getað orðið liðtækur
söngvari og leikari, hefði hann
átt þess kost að fara á skóla og
læra þessar greinar. En á þess-
um árum var lífsbaráttan harð-
ari en nú og möguleikar færri.
Mátti svo kalla, að félausum væri
þá flestar leiðir lokaðar til
náms og frama. Sannaðist hér
sem oftar, að „meinleg örlög“
ullu því, að góðir hæfileikar nýtt
ust síður en efni stóðu til.
Olgeir byrjaði sjómennsku
þegar um fermingaraldur og
stundaði lengst af sjó eftir það.
Ungur kvæntist hann góðri og
elskulegri konu, Sveinfríði Gísla-
dóttur úr Bolungavík, en missti
hana eftir mjög skamma sambúð.
Þau eignuðust einn dreng, Há-
varð, sem nú er skipstjóri í Bol-
Sjómenn
ungarvík. Síðar eignaðist Olgeir
dreng með Helgu Guðmundsdótt-
ur úr Bolungarvík. Hann heitir
Haraldur og búsettur á ísafirði.
Báðir eru þeir bræður efnis og
dugnaðarmenn.
Olgeir andaðist á Landakots-
spítala 11. nóv. s.l. Hinn 25. okt.
s.l. kom ég til hans á sjúkrahús-
ið. Var hann þá aðframkominn af
meini því, er varð honum að
bana. Mér varð þá á að bera sam
an í huga mér hinn helsjúka
mann, sem lífsbaráttan hafði rist
rúnum sínum og litla, ljóshærða
drenginn, sem ég sá fyrst í glöð-
um barnahópi haustið 1912. Hví-
líkar andstæður. Og minningan*
ar frá löngu liðnum samveru og
samvinnustundum komu upp i
huga mér, hver af annarri, bjart-
ar og hlýjar. Ég kvaddi hann þá
og kveð hann nú með þakklátum
huga fyrir allar þessar minning-
ar. Þær eru það eina, sem varð-
veittist, þegar vinir og samferða-
menn hverfa á brott í dauðan-
um.
Sv. H.
Hef áhuga fyrir að komast í samband við skipstjóra,
vélstjóra og fleiri, sem hefðu áhuga fyrir stofnun
hlutafélags með útgerð og fiskverkun að markmiði.
Tilboð sendist Mbl. fyrir 30. þ.m. merkt: „Arður
— 8468“.
Úrugg og fljótleg skrúfufesting
Notið Rawlplugs skrúfufestingar í harðan málm — það ep
eina leiðin til að forðast skemmdir. Borið gat með Rawltool
eða Durium Drill og skrúfið í Rawlplug, sem spennist fast í
gatið. pá er fengin örugg og endanleg festing. Rawlplug fæst
í stærðunum nr. 3 (1/8 þurnl.) til nr. 30 (1 þuml.).
Heimsins stærstu framleiiendur festinga.
THE RAWLPLUG COMPANY, CROMWELL ROAD, LONDON, S.W.T,
Upplýsingar og sýnishorn hjá umboðmanni fyrir ísland
John Lindsay, Austurstræti 14 — Reykjavík
Pósthólf 724 Sími 1578«