Morgunblaðið - 12.12.1959, Side 1

Morgunblaðið - 12.12.1959, Side 1
24 síður 46. árgangtv 278. tbL — Laugardagur 12. desember 1959 Prentsmiðja Mcrgutiblaðsina Rússneskt flak r f a isnum Flugvél frá Kefiavák fann russneska flugvél BANDARÍSK flotaflugvél frá Keflavíkurflugvelli fann í gærmorgun flak rússneskrar flugvélar á ísbreiðunni um 160 mílur norð-vestur af Horni, 30—40 mílur undan Grænlands- strönd. í gærkvöldi höfðu engar upplýsingar fengizt um til- komu þessarar flugvélar þarna á ísnum, rússneska sendiráðið svaraði engum fyrirspurnum og að svo komnu máli var ekki hægt að átta sig á því hve langt er liðið síðan flugvélin hafnaði á ísnum. Úr Churchills sel! ú 35 þús LONDON. — f vikunni var selt hér á uppboði gullúr frá Vikt- oríu-tímabilinu, og fór það á sem samsvarar um 35 þús. ísl. kr. Eru til mörg hundruð slíkra úra víða í Englandi, og verð þeirra er að sjálfsögðu ekki nándar nærri svona hátt. En úr það, sem hér var selt, átti líka sína sögu. Lord Randolph Churchill gaf það nefnilega árið 1893 Winston Spencer Churchill, syni sínum,, sem þá var 19 ára gamall. Og fimm árum seinna, en þá var Churchill lautinant í hernum, gaf hann þjónustustúlku sinni úrið. í dag var það svo selt af frænku hennar. Gullúrið keypti fasteignasali nokkur, sem nú hyggst gefa úr- ið hinum 85 ára gamla Sir Winston. ir Ekkert kvikt Það var laust íyrir hádegið í gær, að bandaríska flotaflugivélin fann flakið. Skýrðu flugmennim ir þegar frá fundinum í loft- skeytastöðinni og sögðu, að þeim virtist sem þarna væri um að ræða vél af gerðinni C-47, sem er hernaðargerðin af Douglas DC-3, tvegigja hreyffla flugvél. Hnitaði flugvélin hringi yfir flak inu og lækkaði flugið mjög. — Skömmu síðar tilkynntu flug- mennirnir, að þeir hefðu leeið einkennismerki flugvélarflaks- ins. Var það CCCP-H535, en CCCP er einkenni rússneskra flugvéla. Sögðust flugmennirnir ennfremur sjá slóð frá flakinu eftir ísnum í átt til lands, en ekki gátu þeir greint hvort hún var eftir menn eða dýr. Ekkert kvikt sást í flakinu né í nánd við það. Björgunarleiðangur Gerði flotaflugvélin staðar- ákvörðun, sem reyndist vera 68 gr. 30 mín. n.br. og 27 gr. v.l. — Var flakið langt inn á ísbreið- Framh. á bls. 23. Krossinn sýnir staðinn þar sem flugvélin fannst. 17 milljónii - og veikinu hætt WASHINGTON, 11. desember. — Bandaríska geimrannsóknaráðið tilkynnti í dag, að smíði Vega- flugskeytisins, sem miklar vonir höfðu verið tengdar við, verði hætt. Vega-skeytið átti að verða margþrepa eldflaug, sem Banda- ríkjamenn ætluðu m. a. að skjóta á braut umhverfis tungl og senda lengra út í geiminn. Þessi ákvörð- un með tilliti til þess, að undir búningur að framleiðslu Vega er komin tiltölulega skammt á leið. Upphaflega var 65 milljónum dollara veitt til framleiðslunnar, en um 17 milljónir hafa þegar verið notaðar í undirbúnings Og rannsóknarstarf. Þykir heppi- legra að einbeita öllum kröftum að framleiðslu og fullkomnun eldflauga sem þegar er farið *S reyna — og telja Bandaríkja- menn sig spara mikinn tíma með því. Lögreglan réði ekki við neitt Eisenhower týndist í fjöldanum og Hagerty var varpað a dyr NÝJU-DEHLL 11. des. — Lög- reglan missti stjórn á mannfjöld- anum og öll skipulagning fór út um þúfur, er alþjóðlega landbún- aðarsýning var opnuð í Dehli í dag, að Eisenhower forseta við- stödum. Mannfjöldinn brauzt í gegn um raðir lögreglumanna, allir vildu komast sem næst Eisenhower. iHvorki kommún- NÓBELSVERÐLAUNA- SKÁLDIÐ Quasimodo kom til Stokkhólms á þriðjudag inn til að taka á móti verð- laununum, er afhent voru í Konserthúsinu í Stokk- hólmi í fyrradag. Hann átti viðtal við blaðamenn þegar eftir komuna til Stokkhólms og vakti það mikla athygli, að hann af- neitaði bæði kommúnisma og fasisma. — Ég var þrjá mánuði í kommúnistaflokknum, sagði Quasimodo, og hef farið í eina ópólitíska ferð til Rússlands. Það er allt. Eg er ekki komm- únisti. Ekki heldur fasisti, en viljað að máni kæmist á loft, hefði hann gripið fram í. Þar sem Guð leyfði óhræddur að þessi máni væri sendur á loft, finnst mér ég geta óhræddur sungið honum lof í ljóði. Ég tek það fram að ég er ekki guðleysingi. — Svíþjóð er land réttlætis, frelsis og hugrekkis, sagði Quasimodo. Ég segi þetta ekki af því ég hafi fengið Nóbels- hefði til þessa gert af litlum efnum. Til marks um lítil efni segist hann hafa fjögur störf, isti né fasisti verðlaunin, en með því að veita Hemingway, Pasternak, Faulkner og Camus þessi verðlaun hefur sænska Aka- demian sýnt að hún er ópóli- tísk. ef ég hefði verið það, hefði ég . , t orðið ráðherra. Ég vildi held- SQCjOI QudSÍmOUO i Stokkhólmi ur vera frjálst skáld. Hann var spurður um lof- kvæði, sem hann gerði um rússneska spútnikinn og svar- aði: —■ Tilgangurinn með kvæð- inu var að hylla þá hæfileika, sem Guð hefur gefið manns- andanum. Ef Guð hefði ekki Hann var spurður hvernig hann ætlaði að verja verð- launafénu og svaraði því til, að hann hygðist hjálpa ungum óþekktum skáldum, sem hann kennslu, leikgagnrýni, þýðing- ar og loks skáldskapinn. Um þjóðfélagsviðhorf sín komst Quasimodo ennfremur að orði á þessa leið: — Ég þrýsti gjarna vinnu- lúna hönd verkamannsins. Hins vegar er mér lítið gefið um leiðinlega menningar- snobba, sem hlusta daufum eyrum á lifandi list, gefa sig alla að múmíum og hirða meira um látinna ösku en lif- andi fólk. — Ég er glaður, sagði Quasimodo við ljósmyndar- ana. Nú er ég konungur í einn dag, kannske í eina viku. við Var forsetinn viðskila Indlandsforseta og Nehru, sem ásamt öðrum tignarmönnum gengu með Eisenhower um sýn- ingarsvæðið. Eisenhower barst um í þröng- inni og heilsaði fólki á báða bóga, en hávaðinn varð svo mikill að allt ætlaði að æra. Murphy, að- stoðarutanríkisráðherra, barst með þvöngunni langt frá forset- anum og Hagerty blaðafulltrúa forsetans ásamt skara Indverja var ýtt út fyrir aðalinnganginn að sýningarsvæðinu. Það var ekki fyrr en að löngum tíma liðn- um að Murphy tókst að telja lög- regluna á að hleypa sér inn fyrir til forsetans. Brátt tókst að koma röð og reglu á, en fagnaðarlátunum í tilefni komu Eisenhowers linnti ekki — og var þýðingarlaust fyr- ir forsetann og gestgjafana að reyna að talast við. Slíkur var glymjandinn. Eisenhower hefur borizt mikill fjöldi gjafa og heimboða frá al- múgafólki og hvar sem hann fer eru fagnaðarlætin alltaf jafn- mikil. Á sýningunni flutti bæði Nehru og Eisenhower stuttar ræður. Eisenhower flutti líka ræðu í indverska þinginu í dag, þar sem hann ræddi um friðarvonir mann- kyns og aukinn gagnkvæman skilning þjóða í milli. Hvatti hann allar þjóðir til að taka hönd um saman og útrýma hungurs- neyðinni. Hann hvatti til auk- inna samskipta þjóða í milli á menningarsviðum, skipta á náms mönnum í ríkara mæli og þar fram eftir götunum. Frá Madrid berast þær fregnir að andstæðingar Francos hafi komið á framfæri bréfi við bandaríska sendiráðið, þar sem lýst var yfir megnri óánægju með væntanlega heimsókn Eisenhowers þangað. Með henni væri forsetinn að leggja blessun sína yfir stjórnarfarið á Spáni, segir í bréfinu. Ætlo ekki oð kveðjo herliðið heim PARTS, 11. desember. — Hert- er utanríkisráðherra Banda- ríkjanna hefur sent stjómum Bretlands, Frakklands og V-Þýzkalands orðsendingar þar sem hann leggur áherzlu á að þessi ríki verði að taka meiri þátt í útgjöldum sam- fara veru bandarískra her- sveita á evrópskri grand. Jafn- framt mun í þessari orðsend- ingu heitið því, að Bandaríkin dragi ekki úr herstyrk sínum i Evrópu að óbreyttu átandi. Bandaríkjastjórn væri stað- ráðin í því að halda uppi nægi legum vörnum — og f járhags- hliðin væri í þessu tilfelli ekki afgerandi. 6000 ára mennmg ALSÍR, 11. des. FRANSKUR vísindamaður hefur fundið í Sahara-eyði- mörkinni Ieyfar menningar, sem eru taldar vera um 6000 ára gamlar. Einnig fann hann ýmis verkfæri og vopn úr steini, sem talin eru vera um 5000 ára gömul. Laugardagur 12. desember Efni blaðsins m.a.: Bls. 3: Guð mér brá svo. — 6: Afmælisrabb við Einar ÓL Sveinsson. — 10: Ráðstafanir vegna innanlands- flugs. — 12: Forystugreinarnar: „Öryggi og varnir landsins“ og „Velferðar ríkið og verðbólgan'*. Josephina Baker og börnin (Utan úr heimi). — 13: Hvar er skírnarfonturinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.