Morgunblaðið - 12.12.1959, Blaðsíða 10
10
MORCTlNTtT, 4fílÐ
Laugardagur 12. des. 1959
2ja—4ra herb.
íbúð
*
óskast til leigu nú þegar eða upp úr áramótum.
Uppl. í síma 13136 kl. 6—8 í kvöld.
Hfatstofan VÍK
Keflavík
Stúlkur vantar 15. des.
VÍK Keflavík
Keflavík og nágrenni
Svein B. Johansen svarar spurn-
ingunni, sem fjöldi fólks íhugar
á þessum tímum:
HVEBS VEGNA ÞJÁNINGAK?
Hvers vegna stríð, slysfarir, sorg
og dauði? Hvers vegna leyfir
kserleiksríkur Guð að syndin ráði
ríkjum og menn þjáist?
f „Tjarnarlundi“ sunnudaginn
13. des., kl. 20:30. — Söngur og
tónlist.
Allir velkomnir.
GRÓÐKASTÖÐIN v/Miklatorg — Sími 19775.
tlS ALAN Laugavegi.
IMýkomið
hjá Skóverzluninni Hector.
Kvenskór úr ljósu skinni með lágum hælum
hvart hælum og háum hælum.
Barna og unglinga lakkskór
Barnasandalar nr. 22 til 35.
Töflur úr plasti og skinni fyrir kvenfólk,
unglinga og börn.
Inniskór í miklu úrvali.
Bomsur og snjóbússur fyrir kvenfólk og unglinga.
Gaberdín bomsur fyrir karlmenn.
ALLT GÓÐAR JÓLAVÖRUR.
Skóverzldinln Hector
Laugavegi 11 — Sími 13100.
Rambler
er merkið, sem hér og þér hentar bezt.
í
Á næstu áratuerum mun myndast meira og minna samfelld byggð frá Grafarvogi að Hvaleyri og út
nesin þar á nniii.
Valdimar Kristinsson:
Gera þarf sérstakar rábstaf-
anir vegna innanlandsflugsins
en flytja ætti aðsetur millilandaflugsins suður á Kefla-
vikurflugvöll, strax og þangað hefur verið lagður
ENN hafa flugvallarmál Reykja-
víkur verið tekin til umræðu á
opinberum vettvangi. Rætt var
um það í útvarpsþættinum
„Spurt og spjallað" sl. sunnudags
kvöld og í Morgunblaðinu birt-
ist sl. þriðjudag viðtal, er einn
af fréttamönnum blaðsins átti við
flugmálastjóra um málið. Sá er
þetta ritar, hefur áður tekið þátt
í umræðum og skrifum um fram-
tíð núverandi flugvallar í Reykja
vík og leyfir sér að gera það enn,
ekki sizt vegna þess að viðhorfin
virðast hafa breytzt að einhverju
leyti.
Flugvöllur á Álftanesi
Svo var að heyra á þremur af
fjórum þátttakendanna í um-
ræðunum í útvarpinu, að þeir
teldu æskilegast að byggður yrði
nýr flugvöllur í Garðahrauni á
Álftanesi, en þá greindi á um
kostnaðinn við slíkt mannvirki
og flugmálastjóri sagði, að hann
myndi verða svo mikill, að þetta
i yrði vart framkvæmanlegt. —
Fjórði þátttakandinn, skipulags-
stjóri Reykjavíkur, sagði að nauð
synlegt væri að gera ráð fyrir
byggingu nýrra bæjarhverfa, þar
á meðal mikils viðskiptahverfis,
á athafnasvæði núverandi flug-
vallar, en hann vildi ekki á þessu
stigi málsins taka afstöðu til stað-
setningar nýs flugvallar á Álfta-
nesi.
Með áðurnefndu viðtali er birt-
ur uppdráttur af hugsanlegum
flugvelli á Álftanesi. Mun mörg-
um hafa brugðið er þeir sáu þenn
an uppdrátt, því að segja má, að
þar sé hálft nesið tekið undir flug
vöil. Ýmsar spurningar vakna
við áthugun á þessum uppdrætti.
Þannig er miðað við þrjár flug-
brautir. Nú eru aðeins notaðar
tvær brautir á Reykjavíkurflug-
velli og flugmálastjóri upplýsir,
að með því að breyta nokkuð
steyptur vegur
stefnu austur-vestur brautarinn-
ar og lengja hana um leið, væri
hægt að láta 96% flugumferðar-
innar fara um þá braut eina. Jafn
framt er fullyrt, að aðflugsskil-
yrði á Álftanesi séu ágæt, — en
því þá þrjár flugbrautir þar?
Ágreiningur um flugskýlin
í viðtalinu við flugmálastjóra
segir:
„Flugskýlin á Reykjavíkurflug-
velli er hægt að nota enn um
langt skeið, en vafalaust er þörf
á að reisa eitt stærra en þau,
sem fyrir eru, ef íslendingar
kaupa enn stærri flugvélar".
í útvarpsþættinum var annað
að heyra á framkvæmdastjóra
Flugfélags íslands. Og í þessu
sambandi er fróðlegt að rifja upp
það sem sagði í dagblöðunum 2.
febr. 1957 um aðalfund Flugfé-
lags íslands, er hafði verið hald-
inn nokkru áður. Þar kom meðal
annars fram eftirfarandi:
„Þess hefur orðið vart, að sum-
ir þeirra, sem að íslenzkum flug-
málum starfa, telja, að meiri
nauðsyn beri til að koma upp
flugstöðvarbyggingu á Reykja-
víkurflugvelli, en að reisa þar
flugskýli. Þetta er mikil skamm-
sýni. Afgreiðslur flugfélaganna
eru að vísu ekki háreistar og í
flestu ófullkomnar, og væri því
óneitanlega mjög æskilegt, að
reist yrði fullkomin stöðvarbygg-
ing á vellinum. Flugskýlisbygg-
ing er hins vegar ekki aðeins
æskileg —- hún er brýn nauðsyn.
Hvor þessara bygginga kostar
mikið fé, sennilega nálægt 10
millj. kr. Ósennilegt er, að fjár-
magn verði fyrir hendi til að
byggja þær báðar samtímis, og
sé svo, þá verður sú nauðsynlegri
að ganga fyrir“.
Varla hafa flugskýlin batnað á
þeim þrem árum, sem liðin eru
síðan þetta var ritað, svo að ekki
eru forvígismenn flugmálanna
sammála um þetta atriði. Það er
því tæpast sanngjarnt að tala um
hve mikið myndi kosta að byggja
flugskýli við nýjan flugvöli, en
láta sem það þyrfti varla að gera
við núverandi flugvöll. Það
hljómar þannig í sumra eyrum,
að flugmálastjóri hafi tilhneig-
ingu til að gera sem mest úr kostn
aði við byggingu nýs flugvallar.
Ef þetta er rétt, mun það vænt-
anlega gert í þeim tilgangi að fá
fólk til að hugsa sem svo, að á
þessu höfum við aldrei ráð og
verður því að sætta okkur við nú-
verandi flugvöll.
En ef hugmyndin væri að gera
raunverulegan samanburð, þá
þyrfti að fá upplýst, hve mikið
kostaði að leggja áður umtalaða
„nýja“ braut á Reykjavíkurflug-
velli og byggja þar fullkomið
flugskýli og flugstöðvarbyggingu.
Þetta ætti síðan að bera saman
við heildarkostnað af byggingu
sömu mannvirkja og lagningu
jafngóðra (tveggja) flugbrauta
annarsstaðar. Hætt er við, að þá
yrði mismunurinn ekki 3—400
millj. króna. En það er ekkert
vit í að nefna einhverjar tölur
í því sambandi, heldur þarf að
fá kunnáttumenn til að gera
þennan heildarsamanburð.
Verðmæti flugvallarsvæðisins
í umræðunum í útvarpinu voru
þátttakendur að velta því fyrir
sér hvað það myndi raunveru-
lega kosta bæjarfélagið að hafa
Reykjavíkurflugvöll, þar sem
hann er nú. f þessu sambandi er
eðlilega ekki hægt að vera með
nema mjög ófullkomnar ágizkan-
ir, en augljóslega fer þéssi kostn-
aður vaxandi með ári hverju og
yrði geysimikill um það leyti,