Morgunblaðið - 12.12.1959, Síða 6

Morgunblaðið - 12.12.1959, Síða 6
6 MORCUHBLAÐIÐ Laugardagur 12. des. 1959 íslenzkar fornbókmenntir eru miklar bókmenntir Rætt við prófessor Einar Ólaf Sveinsson sextugan ura fyrirlestrahald erlendis DR. EINAR Ólafur Sveins- son, prófessor, er sextugur í dag. Hann er fæddur að Höfðabrekku í Mýrdal, stúd- ent 1918, stundaði nám í nor- rænum málum og bókmennt- um við háskólann í Kaup- mannahöfn og Háskóla ís- lands. Lauk meistaraprófi við Kaupmannahafnarháskóla 1928 og varði doktorsritgerð við Háskóla fslands árið 1933. Prófessor í íslenzkum bók- menntum við Háskóla íslands frá 1945. Af ritum hans má nefna Verzeichnis islándisch- er Márchenvarianten, Hels- ingfors 1929, Um Njálu, dokt- orsritgerð 1933, Sagnaritun Oddverja í Studia Islandica I, 1937, Um íslenzkar þjóðsögur 1940, Sturlungaöld 1940, Á Njálsbúð, 1943, Á sextugsaf- mæli Kjarvals, 1946, Land- nám í Skaftafellsþingi, 1948, L’ancienne littérature d’Is- lande, 1949, Bóndinn í Hvammi, 1951, Studies in the manuscript tradition of Njáls- saga. Studia Islandica 13, 1953, Við uppspretturnar, 1956. Auk þess hefur hann flutt fjölda fyrirlestra við er- lenda háskóla og á vísinda- mannaþingum og ritað ara- grúa ritgerða í ýmis tímarit innlend og erlend. WÓFESSOR Einar Ólafur Sveinsson er félagi í Visindafé- lagi íslendinga, Kgl. sv. Gústav Adolfs akademien, Vetenskap- societeten í Lundi, The Mediaeval Academy of America, norsku vís indaakademíunni, Videnskabern es Selskab í Kaupmannahöfn, Göteborgs vetenskaps och vitter- hets-samhalle, heiðursfélagi The Folklore of Ireland Society, Is- landska sallskapet í Uppsölum, Modern Language Association of America og sérstakur heiðurs- félagi, einn af 12, í Viking Soci- ety. ★ Tíðindamaður Morgunblaðsins átti tal við prófessor Einar Ólaf Sveinsson í tilefni afmælisins og bað hann sérstaklega að segja frá fyrirlestrum, er hann hefði hald- ið erlendis. — Ég get sossum gert það. Ann ars er það ekki mikið sögulegt. Fyrsta fyrirlestur á opinberum vettvangi erlendis flutti ég á móti norrænna málfræðinga í Kaupmannahöfn árið 1935. Næst hélt ég fyrirlestur á fundi þjóð- sagnafræðinga og þjóðfræðinga í Oslo 1946. Þá talaði ég á Vík- ingamóti á Hjaltlandi 1950, er British Council og Háskólinn í Aberdeen stóðu að. Sama ár héldu norrænir málfræðingar fund í Helsingfors og Ábo og flutti ég fyrirlestur þar. Þá skal enn nefna að ég flutti fyrirlestur í Oxford á vegum Viking Soci- ety í Bretlandi 1956. Fjallaði hann um gildi íslendingasagna. Viking Society er mjög merkilegt félag, er vinnur að rannsóknum á norrænum efnum og kynnir tungu og bókmenntir norrænna þjóða. The Mediaeval Academy of America bauð mér að halda fyrirlestur í Harward á ársfundi félagsins 1958. — Einhverja fyrirlestra munuð þér einnig hafa flutt við erlenda háskóla? — Rétt er það, segir prófessor Einar. Fyrst í Dyflinni 1948, en þar flutti ég tvo fyrirlestra um íslendingasögur, voru það fyrstu fyrirlestrar, sem ég flutti á ensku. Árið eftir var ég boðinn til Upp- sala og síðan til Gautaborgar og Stokkhólms, og flutti í þeirri för 8 fyrirlestra, flesta um forn- íslenzk efni. Árið 1951 var ég boðin til Noregs til fyrirlestra- halds. Tildrög þess voru þau, að á stríðsárunum var safnað hér á landi fé handa Norðmönnum og var af því, eða hluta þess, stofn- aður sjóður, sem hefur það hlut- verk að bjóða Norðmönnum hing að til fyrirlestrahalds og íslenzk- um fyrirlesurum til Noregs. f þessari ferð flutti ég fyrir- lestra við háskólann í Osló og einn í Björgvin. — Hvað næst? — Á ég að halda áfram að þylja? Árið 1955 fékk ég boð frá öllum háskólum Norðurlanda um að flytja fyrirlestra við þá. — Er það ekki met? — Það kann að vera, Jón Helgason sagði mér það; en hvað er varið í met? í þessari för flutti ég 21 fyrirlestur við 10 háskóla. Haustið 1956 var ég svo boðinn til Bretlands á vegum Viking Society, eins og ég gat um áður, og í þeirri ferð flutti ég einn fyr- irlestur við Oxford-háskóla og tvo við Lundúnaháskóla, og einn í Aberystwith í Wales. Eftir það brá ég mér til vina minna Iranna og flutti fyrirlestur við lýðveldisháskólann í Dyflinni. Þá var ég boðinn til Banda- ríkjanna 1958 á vegum utanrík- isráðuneytis þeirra og kennara- félags, er stendur að slíkum boð- um. Ég hafði áður fengið mörg boð um að koma til Ameríku frá ýmsum háskólum, og lét þá nú vita að ég væri á ferðinni. Flutti ég fyrirlestra í Berkley, Grand Forks í Norður-Dakota, Madison, Chicago, Baltimore og Cornell. Auk þess tvo í Winnipeg, þar af annan á íslenzku. Á þessu ári var ég svo boð- inn til Parísar og flutti þar einn opinberan fyrirlestur við Sor- bonne-háskóla. Konu minni og syni reiknaðist til að það væri sextugasti fyrirlestur, sem ég flytti erlendis. Þá flutti ég þar 3 fyrirlestra fyrir stúdenta í Norð- urlandamálum. í haust var ég loks boðinn til Kína og flutti þar einn fyrirlestur við háskólann í Peking og annan við háskóla í Shanghai. — Hvert hefur verið efni þess- ara fyrirlestra? — Þeir hafa allir fjallað um íslenzk efni, flestir um íslend- ingasögur; það er efni sem margir vilja heyra um erlendis. Stundum hef ég talað um ís- land almennt, einn fyrirlestur flutti ég um Jónas Hallgrímsson og annan um samband fslend- inga og keltneskra þjóða í forn- öld. Áhugi hvarvetna. — Hefur nú áhugi á íslendinga sögunum rejmzt yður jafn mik- ill í öllum þeim löndum, sem þér hafið farið um í fyrirlestra- ferðunum? — Ekki hef ég þar yfir neinu að kvarta, og auðvelt hefur ver- ið að komast í samband við áheyr endurna, jafnt í Ameriku sem Evrópu. Þess ber að gaeta, að í Ameríku er mjög margt manna af Norðurlandaættum, og meðal engil-saxneskra þjóða hefur dreifzt út þekking á fornbók- menntum okkar. Everymans Library hefur til dæmis gefið Njálu út á ensku, ég veit ekki í hvað mörgum uppprentimum. Jafnvel í Kína virtist vel tekið eftir því, sem ég sagði. Mér þótti einnig merkilegt, hve gott var að komast í samband við mennta menn í Frakklandi, sem eru ró- manskir að máli og menntum. Á Norðurlöndunum og í Eng- landi er að sjálfsögðu mjög auð- velt að fá áheyrn um fornbók- menntirnar íslenzku og ekki bar á öðru, en írar vildu um þær heyra og hafa þó margir þeirra lítið samband við Norðurlanda- menningu, en trar hafa fjörugar gáfur, og sé eitthvað, sem vekur athygli þeirra, eru þeir fljótt með. Svo vita margir þeirra um gömul tengsl við ísland. Mér fannst einkennilegust reynslan með Frakkana; uppspretta menn ingar þeirra er í suðri og stund- um hefur mönnum þótt þeir vilja vera nokkuð sjálfum sér nógir, en ekki vantar að þeir finni, ef feitt er á stykkinu; skilningur Prófessor Einar Ólafur Sveinsson dr. phil. á list og mannlegum verðmæt- um hefur þróazt með þeim öld eftir öld og það hjálpaði ræðu- manninum. Hefur eitthvað af fyrirlestrum yðar fjallað um íslenzkar þjóð- sögur? — Já, fyrirlesturinn á þjóð- fræðingamótinu 1946 og svo sá um samband íslendinga og Kelta í fornöld, sem nú er raunar verið að prenta í Dyflinni (Celtic ele- ments in Icelandic tradition). — Annars hafið þér skrifað sitthvað á erlendum málum um íslenzkar þjóðsögur. — Fyrsta kverið mitt, það sem prentað var í Helsingfors 1929, var um íslenzk ævintýri. Svo skrifaði ég um þau efni í Nordisk kultur. — Hvað um íslenzkar síðari tíma bókmenntir, vilja menn ut- anlands heyra um þær? — Það fer í vöxt. Íslenzk skáld á 20. öld eru sum hver kunn er- lendis. Nóbelsverðlaun Laxness vöktu athygli. En klassiskar bók- menntir Íslendinga eru kunnar frá fornu fari. Ljóðskáld er tor- velt að túlka á erlendri tungu, ef lítið hefur verið þýtt eftir það. Ég hef reynt á Norðurlöndum að gefa mönnum hugmynd um Jónas. — Hafið þér meira að segja um fornbókmenntirnar? — Þær eru frumlegar að formi, efni og hugmyndum. Margir menn, og ég er þar á meðal, hafa meira gaman af því, sem er frum legt en hinu. Frakkar hafa kannski ekki svo gaman af að kynnast eftirmyndum sinna rit- snillinga, þá er Egla og Njála nýstárlegri. — Hvað viljið þér segja mér um álit yðar á gildi slíkra fyrir- lestra? — Við skulum vona, að það sé eitthvað. Annars kann ég vitan- lega ekki að dæma um mín verk. En ég hef ákaflega oft haft ein staklega góða áheyrendur, þeim á ég að þakka góða samvinnu. Ég tala kannski eitt mál vel — ís- lenzku —, ekki fleiri, en áheyr- endur hafa tekið viljann fyrir verkið. Vér víkjum enn talinu að klassiskum bókmentum íslend- inga. — Mér hefur oft fundizt, að þær verði útundan í ritum um sögu heimsbókmenntanna, sums staðar í háskólum líka. Þetta eru textar, sem málfræðingar lesa og skýra, og kennurum í almennri bókmenntasögu finnst þeir lög- lega afsakaðir, þó þeir fari fram- hjá þeim. Svo eyða þeir oft miklu meiri tíma í stórum miður merk- ar bókmenntir stærri þjóða, sem stundum blunda rétt eins og Hómer. En ég vona klassiskar bókmenntir íslendinga fái með tímanum þann sess í heimsbók- menntunum, sem þeim ber. Ég sá skemmtilegt merki þess í Ameríku. Þar eru kenndar „Masterpieces of World Litera- ture“ — í þýðingum og er þá visast farið sé yfir eina eða tvær fslendingasögur og kannski Eddukvæði — sem bókmenntir. Áhrif, hver veit það? Ekki vert að búast við of miklu. En helzt hafa fyrirlestrar mínir miðað að því að reyna að koma í veg fyr- ir, að það gleymdist, að þessar bókmenntir eru miklar bók- menntir. Mannleg listaverk, sem lýsa mannlegum örlögum á sína vísu og um leið á fullkominn hátt. Þess vegna eiga þessar bókmennt- ir skilið að vera settar við hlið annarra úrvalsbókmennta. Nú kemur prófessorsfrúin, Kristjana Þorsteinsdóttir, inn, og við förum að skoða ýmsar merki- legar bækur eftir prófessor Einar Ólaf, sem komið hafa út á síð- ustu árum. Má þar nefna Dating the Icelandic Sagas, sem fyrir ári eða svo kom út í Englandi og hefur útgáfu hennar ekki ver- ið getið hér á landi. Þá er þarna einnig Sturlungaöld á kínversku, og stytt útgáfa Á Njálsbúð, sem Universitets-forlagið í Osló er að gefa út. Er við höfum skoðað þessar bækur prófessorsins um hríð, kveðjum við og göngum á braut fróðari en við komum. a mn „Spil milliónuni“ 8 Á AÐALFUNDI Bandalags lista- manna nýlega var einróma sam- þykkt svohljóðandi ályktun: „Aðalfundur Bandalags ís- lenzkra listamanna skorar á menntamálaráðherra og stjórn Ríkisútvarpsins áð samræma laun listamanna og notendagjöld út- varpsins kröfum hlustenda um áð útvarpið megi sem bezt endur- bæta dagskrá sína og framkvæmd hennar. Fundurinn telur ekki sæmandi að notendagjöld útvarpsins séu lægri en áskriftarverð helztu dagblaða og mótmælir því ein- dregið að tekjur þær, sem lista- menn afla útvarpinu og ríkis- sjóði með vinnu sinni, séu notað- ar til ólistrænna þarfa“. Á fundinum kom í ljós að lista menn .innlendir og erlendir, „spila inn í ríkissjóð íslands með skemmtanaskatti um átta milj- ónum króna árlega“ og að hluti af tekjum Ríkisútvarpsins renn- ur auk þess í ríkissjóð sem ágóði, en er ekki notaður til að styðja menningarhlutverk útvarpsins eins og tíðkast víðast hvar erlend is. skrifar úr daqlegq iifinu * Sálmar eða söngvar í bréfi til Velvakanda segir kona hér í borginni frá atviki, sem olli henni nokkurri undr- un. Hún kveðst hafa verið að velja jólagjafir _til ættingja sinna erlendis. í bókabúð sá hún lítið og smekklegt kver, sem á stóð, Jölasöngvar. Taldi hún víst að hér mundi vera Göngum í kringum, Jólasvein- ar einn og átta, og fleira í þeim dúr, og hugsaði með sér, að þarna væri tilvalin jólagjöí handa frænda sínum litlum, sem elst upp erlendis. En kon- unni brá nokkuð er hún fór að kynna sér kverið. Það voru ekki jólasöngvar, sem þarna var safnað saman, heldur jóla- sálmarnir, sem voru uppnefnd ir í bókarheitinu. Varpar konan fram þeirri spurningu í lok bréfsins, hvort menn séu feimnir við að nefna jólasálm ana sinu rétta nafni. • Zebrabrautirnar Umferðarmálin hafa oft verið á dagskrá hér í dálkun- um, en um það ma segja, að fólk verður aldrei hvatt of vel til að gæta sín í umferðinni og virða þær reglur, sem sett- ar eru til öryggis. Að þessu sinni ætlar Velvak andi sérstaklega að minnast á Zebrabrautimar, sem ætlað- ar eru gangandi fólki, er það þarf yfir götu að fara. Um þessar Zebrabrautir segir svo í umferðarlögunum: „Þar sem merkt er gang- braut yfir veg, skulu menn nota hana, er þeir ætla yfir veginn. Ef ekki er gangbraut, skulu menn avallt ganga þvert yfir veg með jöfnum hraða. Gangandi menn skulu gæta vel að umferð, áður en farið er yfir veg“. Ennfremur segir: Ökumönnum ber að draga úr hraða eða nema staðar, ef nauðsyn krefur vegna fótgang andi vegfaranda á merktum gangbrautum“. Velvakandi vill hér með skora alvarlega á alla þá, sem hlut eiga að máli að virða þess ar reglur og stuðla með því að bættri umferðarmenningu og fækkandi slysum • Gömul bók með nýju nafni í gær hringdi kona til Vel- vakanda og kvaðst stórhneyksl uð á því, sem fyrir sig hefði komið. Hún hafði farið í bóka- búð og keypt bók eftir Pearl S. Buck, sem átti að vera ný bók eftir þennan höfund. Er hún kemur heim með bókina og fer að lesa hann, sér hún að þetta er sama bókin og hún átti áður eftir þennan höfund, en með nýju heiti. Frúin kvaðst hafa hringt til forlagsins og það hefði lofað að endurgreiða henni bókina, en það finndist sér tæpast þakkarvert.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.