Morgunblaðið - 12.12.1959, Side 11
Laugardagur 12. des. 1959
MORCllTSTtLAÐlÐ
11
sem Seltjarnarnesið yrði full-
byggt utan flugvallarsvæðisins.
Ekki sízt vegna þess, að land-
svæði vantaði fyrir viðskipta-
hverfi. Og ef slíkt hverfi á að
vera í hagkvæmum tengslum við
núverandi „miðbæ“ kemur flug-
vallarsvæðið eitt til greina.
Á einn hátt er þó hægt að gera
sér nokkra grein fyrir verðmæti
landsins, sem flugvöllurinn gerir
nú óbyggilegt. Út við Skerjafjörð
hafa að undanförnu verið seldar
lóðir undir einlyft hús og hefur
hver ferm. kostað allt að 150
kr.; þó þarf að krækja fyrir flug-
völlinn til að komast að þeim.
Nú er flugvallarstæðið í heild
rúmir 300 ha. Sú hugmynd mun
hafa komið fram, að þriðjungur
af þessu svæði færi undir verzl-
unarhús, hótel, opinberar bygg-
ingar og þess háttar, annar þriðj-
ungur færi undir allhá íbúðarhús
og hinn þriðji færi undir götur og
opin svæði.
Nú mætti hugsa sér að þarna
yrðu lagðar götur. og rétturinn til
að byggja á hinum ýmsu lóðum
yrði síðan boðinn upp smám sam-
an á 10—20 árum og „seldur“
hæstbjóðanda (gjarnan mætti
strax fara að nota þessa aðferð
við úthlutun eftirsóttustu lóða, en
taka ákveðið gjald á ferm. fyrir
hinar og nota síðan peningana,
sem inn kæmu, til að gera stór-
átak við malbikun gatna). Hver
myndi ekki vilja eiga 163
arréttindi á svo ágætum
stað, sem ætti að byggj-
ast á þennan hátt? Erfitt er
að gera sér í hugarlund, hvert
meðalverðið yrði, en það sýnist
engin fjarstæða að láta sér detta
í hug 1000 kr. á ferm., miðað við
núverandi verðgildi peninga,
þegar haft er í huga að hver ferm.
í lóðum í miðbænum mun nú ,
seldur á 5—7 þúsund kr. Eitt J
þúsund kr. á ferm. og 200 ha. þ.e.
2 millj. ferm., gera svo mikið
sem tvö þúsund milljónir króna.
Auðvitað þarf að taka tillit til
mikilla vaxta, þar sem féð kæmi
inn á löngum tíma, og áður en
nokkuð kæmi inn þyrfti að sjá
flugfélögunum fyrir heppilegu
athafnasvæði — reyndar aðeins
fyrir innanlandsflugið, eins og
síðar mun að vikið. Og um þessa
útreikninga má auðvitað bolla-
leggja fram og aftur, en þeir
ættu þó að benda til þess, að það
væri engin fjarstæða að byggja
nýjan flugvöll, jafnvel fyrir 300—
400 milljónir til þess að losa nú-
verandi flugvallarsvæði. Hitt er
' svo annað mál, hvort nokkur á-
stæða er til að eyða svo miklu fé,
en fá svæðið samt til umráða eftir
til dæmis einn áratug.
Tvenns konar þróun
Segja má, að þróunin í flugmál-
unum stefni í tvær mismunandi
áttir. Aannars vegar stækka
millilandaflugvélarnar stöðugt og
þarfnast æ lengri flugbrauta, en
hins vegar er víða verið að gera
tilraunir með flugvélar, sem ann-
að hvort þarfnast nær engra, eða
mjög stuttra flugbrauta, og mun
það álit sumra sérfræðinga, að
slíkar flugvélar verði alls ráð-
andi á hinum styttri flugleiðum
áður en mjög langt um líður.
Með tilliti til þessa sýnist lítið
vit í að fara að byggja hér flug-
völl með 2 km löngum brautum.
Slíkur flugvöllur gæti orðið milli
landafluginu ófullnægjandi áður
en hann yrði fullbúinn. Það virð-
ist því sjálfsagt að flytja að-
setur millilandsflugsins til Kefla
víkur, strax og þangað hefur ver-
ið lagður steyptur vegur. En fyrr
er það vissulega ekki hægt.
Og jafnvel án tillits til allra
flugmála er bráðnauðsynlegt að
þessi langfjölfarnasti vegur lands
ins verði lagaður sem fyrst. Inn-
lend sementsframleiðsla gefur
vonir um, að unnt verði að gera
það innan fárra ára. í>á yrði að-
eins 30—40 mín. akstur frá
Reykjavík til Keflavíkur, og væri
þá engin frágangssök fyrir starfs
menn millilandaflugsins að vinna
í Keflavík og búa í Reykjavík,
ef þeir kærðu sig um. Enda verða
menn að muna, að því fylgja ekki
tómir kostir að búa í þéttbýli og
þeir sem það gera geta ekki haft
allt við hendina. Því má bæta
við, að margir flugmenn munu
sízt andsnúnir þessari hugmynd
um lausn vandamála millilanda-
flugsins.
Eðlileg lausn eftir nokkur ár
Vegna innanlandsflugsins þarf
eðlilega að hafa athafnasvæði í
Reykjavík eða næsta nágrenni.
Þar sem síðar verða væntanlega
notaðar flugvélar, er munu lenda
og hefja sig til flugs lóðrétt, gæti
verið mjög athugandi að skilja
eftir allrúmgott athafnasvæði fyr
ir þær á núverandi Reykjavíkur-
flugvelli; til dæmis suður vf flug
skýli Loftleiða. Þetta mynfli geta
átt sinn þátt í að gera liverfið
þarna eitt nýtízkulegasta við-
skiptahverfi er um gæti.
En þar að auki þyrfti sjálfsagt
einhvern lítinn flugvöll fyrir
einkaflugvélar og ýmsar aðrar
smærri vélar og þyrfti að finna
honum stað, sem allra fyrst og
láta „taka landið frá“, ef svo
mætti segja. Það að nota milli-
landaflugvélarnar til innanlands-
flugs, eins og Flugfélag íslands
gerir stundum, hlýtur að vera
stundarfyrirbrigði, þegar yfir
lengri tíma er litið
Niðurstaðan er því sú, að nota
skuli núverandi Reykjavíkurflug-
völl áfram um árabil, án þess að
kosta upp á breytingar á honum,
MIKIÐ fæst alltaf í búðum hér
af svokölluðum „litabókum“ —
þ. e. myndabókum, sem börnum
er ætlað að lita í. Er þetta góð
„Grettir gekk þegar í einstigið,
og þegar dýrið sá manninn, hljóp
það upp með grimmd mikilli og
í móti Gretti“ — Ein af teikning-
unum í „Gretti sterka“
æfing fyrir unga hugi og hendur,
enda una börn sér yfirleitt mjög
vel við slíka iðju. — Og nú er
en síðar mun hægt að leysa þessi
mál á tiltölulega auðveldan hátt.
Skipulag stórborgarinnar
Þegar talað er um framtíðar-
skipulag Reykjavíkur er það mik-
il skammsýni að hugsa aðeins um
Seltjarnarnes. Eins og öllum má
ljóst vera, er að myndast sam-
felld byggð frá Grafarvogi að
Hvaleyri (sjá meðfylgjandi teikn-
ingu). Álftanesið er einn heppileg
asti staðurinn á þessu svæði fyr-
ir íbúðarhverfi og m.a. af þeim
ástæðum, má ekki taka helming-
inn af nesinu undir flugvöll.
Þegar íbúarnir á Álftanesi
væru orðnir 20—30 þúsund mætti
vel hugsa sér, að byggð yrði brú
yfir Skerjafjörð, frá Eyri að Þor-
móðsstöðum, og væri þá komin
hin ákjósanlegasta samgönguæð
við núverandi flugvallarsvæði,
þar sem allar líkur benda til, að
í framtíðinni rísi aðalviðskipta-
hverfi stórborgarinnar Reykja-
vík. Fleiri frumdrætti að þessari
væntanlegu miklu byggð þarf að
leggja nú þegar og eitt hið mikil-
vægasta í því sambandi, er að
ákveða nýtt vegarstæði frá aust-
urenda Miklubrautar til Hafnar-
fjarðar. Yrði þá að miklu leyti
komizt hjá hinum slæmu mishæð-
um núverandi Hafnarfjarðarveg-
ar og leiðin til Keflavíkur yrði
enn greiðfærari en ella, flugfar-
þegum til útlanda og fjöldamörg-
um öðrum til ánægju og þæginda.
kominn út ný litabók um íslenzkt
efni, sem nefnist „Grettis sterki“
— fjallar um útlagann og hetjuna
Gretti Ásmundarson.
Halldór Pétursson, listmálari
hefir teiknað myndirnar í hefti
þetta, og eru þar sýnd ýmis þrek-
virki Grettis. svo sem glíman við
Glám, bardaginn við björninn o.
s. frv. — Stuttur texti fylgir og
hverri mynd, og er jafnframt
vitnað til viðkomandi kafla og
blaðsíðutals í Grettissögu í ís-
lendingasagnaútgáfu Guðna Jóns
sonar, Reykjavík 1947. Skýringar
á fáheyrðum og fornum orðum
fylgja innan sviga. — Árni Böð—
arsson cand. mag. hefir tekið sam
an textana.
Bókaútgáfan Hungurvaka gef-
ur „Gretti sterka" út. í þessu
hefti eru aðeins myndir úr fyrri-
hluta sögunnar, en á kápusíðu
segir, að gefið muni út annað
hefti með myndum úr hinum
helmingi hennar og jafnvel
fleiri íslendingasögum, ef þess-
ari tilraun verði vel tekið. —
Straujárn
Gufu-straujárn
Hraðsuðukatlar
Vöflujárn
Ryksugur
Hrærivélar
Strauvélar
Helgi IVfagnússon & Co.
Hafnarstræti 19. Símar 13184 og 17227.
Atvinna
Kvenfólk og karlmenn .vantar til starfa í frystihúsi
voru á komandi vertíð. Fæði og húsnæði á vinnu-
stað. Hafið samband við verkstjórann, Björgvin
Pádsson, sími 634.
Fiskiðjan hf.
Vestmannaeyjum.
„Grettir sterki"
ný litabók fyrir börn
JOSS og ESTRELLA
MANCHETTSKYRTUR
hvítar — mislitar — röndóttar
Amerískar SPORTSKYRTUR
PEYSUR — SKINNHANZKAR
margar tegundir
SLIFSI
NÆRFÖT
NÁTTFÖT
SOKKAR
HERRASLOPPAR
Vandað og smekklegt úrval.
Gjörið svo vel og skoðið í gluggana.
GEYSIR H.F.
Fatadeildin.
IMýkomið
Prinsess ullargarn
i öllum litum. — Einnig Baby-gam.
Kvensloppar í miklu úrvali
Nýjar vörur daglega.
AÐVÖRUIM
fra Bæjarsíma Reykjavíkur
Af gefnu tilefni skal vakin athygli á, að símnot-
endum er óheimilt að ráðstafa símum sínum til
annara aðila, nema með sérstöku leyfi bæjarsímans.
Brot gegn þessu varðar missi símans fyrirvara-
laust ,sbr. XI. kafla 7. lið í almennum skilmálum
fyrir talsímanotendur landssímans, bls. 304 í síma-
skránni.
BÆJARSlMI KEYKJAVÍKUR.