Morgunblaðið - 12.12.1959, Síða 13
12
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 12. des. 1959
Laugardagur 12. des. 1959
MORGUNBLAÐ1Ð
13
Útg.: H.f. Arvakur Reykjavík.
Framkværadastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Lesbók: Ami Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr 35,00 á mánuði innaniands.
í lausasölu kr. 2.00 eintakið.
ÖRYGGi OG VARNIR ÍSLANDS
Óbreytt stefna
RÉTT áður en Alþingi frest-
aði fundum sínum, skýrði
utanríkisráðherra frá því
á þingi að fyrir nokkrum dögum
hefðu hafizt viðræður milli is-
lenzku ríkisstjómarinnar og full-
trúa Bandaríkjjastjórnar hér á
landi um skipan varnarliðsins á
íslandi. Lýsti ráðherran því yfir,
að ekki hefði verið um það rætt
að draga úr vörnum íslands á
nokkum hátt. Hins vegar hefði
verið um það talað, hvort ekki
væri nauðsynlegt að gera nokkr-
ar skipulagsbreytingar á varnar-
liðinu sjálfu og samsetningu þess.
í framhaldi af þessari yfirlýs-
ingu á Alþingi af hálfu íslenzku
ríkisstjórnarinnar, hefur land-
varnarráðuneytið í Washington
gefið út tilkynningu um, að
Bandaríkjastjóm hafi rætt við
ríkisstjórn íslands um endur-
skipulagningu á bandaríska varn-
arliðinu á íslandi. Felur sú endur
skipulagning í sér tilfærslu her-
sveita úr landhemum til Banda-
ríkjanna á fyrra misseri ársins
1960 og hugsanlega aukningu á
öðrum varnarráðstöfunum á ís-
landi.
Jafnframt er því lýst yfir af
hálfu Bandaríkjastjórnar, að hún
muni standa áfram við skuldbind
ingar sínar samkvæmt varnar-
samningi frá 1951 um varnir ís-
lands.
XJm þessar skipulagsbreyting-
ar, sem ráðgerðar eru á næstunni
á varnarliðinu, sem hér dvelur
er ástæðulaust að fara mörgum
orðum. í þeim felst ekki nein
breyting á stefnu fslands í ör-
yggis- og varnarmálum. Það hef-
ur ekki komið til mála að draga
neitt úr vömum landsins. Um það
er aðeins að ræða, hvernig þeim
verði haganlegar fyrir komið, en
verið hefur xmdanfarið. Ekkert
er eðlilegra, en að ný viðhorf
skapist í þessum málum við þær
tæknilegu breytingar og þróun,
sem stöðugt á sér stað. Til þeirra
verður að taka tillit og miða
varnir landsins við aðstæðurnar,
eins og þær eru á hverjum tíma.
Hornsteinn hinnar
íslenzku stefnu
Aðalatriðið er að landið
njóti þelrra varna og þess ör
yggis, sem mögulegt er. Yfir-
gnæfandi meirihluti íslend-
inga er þeirrar skoðunar, að
þátttaka lands þeirra í varnar
bandalagi hinna frjálsu þjóða
sé óhjákvæmileg til þess að
tryggja öryggi og sjálfstæði
íslands. Sú skoðun er horn-
steinn hinnar íslenzku stefnu
í öryggismálunum
VELFERÐARRÍKIÐ OG VERÐBÖLGAN
HUGTAKIÐ „velferðarríki“
er, að minnsta kosti í
nútímamerkingu, e k k i
gamalt. Það var sett fram á árum
heimsstyrjaldarinnar síðari af
brezka hagfræðingnum Beve-
ridge lávarði. Árið 1942 voru
birtar kenningar hans um vel-
ferðarkerfi, er átti að styðja fólk
frá vöggu til grafar. Og 1944 gaf
Beveridge út bók, er hann nefndi:
„Full atvinna í frjálsu þjóðfé-
lagi.“ Þessar kenningar hafa haft
mikil áhrif í ýmsum löndum, og
sumir hafa viljað halda því fram,
að útkoma bókarinnar hafi vak-
ið meiri athygli, en innrás banda
manna í Frakkland, er skeði um
sama leyti.
Beveridge lávarður er enn á
lífi, nú 80 ára gamall, og lætur
mikið til sín taka í lávarðadeild
brezka þingsins. Hann vinnur nú
að nýrri, endurskoðaðri útgáfu
af sinni frægu bók. Það hefur
komið fram í blaðaviðtölum, að
nýja útgáfan verður á ýmsan hátt
ólík hinni fyrri. Jafnvel svo mjög,
að einhver hefur stungið upp á
að titill hennar ætti að vera:
„Mínar gömlu og nýju skoðanir“.
Fimmtán ára tilraunir með vel-
ferðaríki í Bretlandi og víðar
hafa mótað hinar nýju skoðanir.
Aðalhættan fólgin í
verðbólgunni
Beveridge segist ekki hafa haft
verðbólguhættuna í huga, þegar
hann skrifaði bókina á styrjald-
arárunum, en þó er það einkum
hún, og það hvernig verkalýðs-
félögin nota vald sitt til að krefj-
ast stöðugt hærri launa, sem ligg-
ur honum sérstaklega á hjarta.
Nú segir Beveridge lávarð-
☆
ur, að aðalhættan sé fólgin í verð
bólgunni. Hún lami alla trygging-
arlöggjöf og dragi stórlega úr
sparnaðarviðleitni. Og enn segir
hann, að verkalýðsfélögin megi
ekki notfæra sér það ástand,
þegar atvinna er næg, til þess að
krefjast launahækkana, er eng-
in framleiðsluaukning hafi orðið
í þjóðfélaginu. Eitt meginhlut-
verk ríkisvaldsins er að halda
verðgildi peninganna sem stöð-
ugustu, segir Beveridge, en það
getur ekki tekizt, ef verðlag og
kaupgjald hækka á víxl án tillits
til þjóðarframleiðslunnar.
Eini rétti mælikvarðinn
Mörgum finnst, að þessar end-
urskoðuðu kenningar Beveridge
lávarðar hefðu mátt koma fram
fyrr, og helzt um það leyti er
Verkamannaflokkurinn komst til
valda í Bretlandi eftir stríðið.
Þá átti með allsherjar -trygging-
um, ríkisaðstoð og ýmsu fleira
að koma velferðarríkinu á. Og
mörg önnur lönd fylgdu þessu
fordæmi. Auðvitað átti margt af
því rétt á sér. En stjórnarvöld-
in kunnu sér ekki hóf og ekki
var tekið nægjanlegt tillit til
framleiðsluafkastanna, sem er
eini rétti mælikvarðinn á það,
hvað þjóðfélagsborgararnir mega
í heild eyða miklu.
Afleiðingarnar létu ekki
standa á sér og komu meffal
annars fram í því, aff stórlega
rýrnaffi sparifé hinna ráffdeild
arsömu, er höfffu sparaff til
elliáranna.
Ef þessi hefur orffiff raunin
í nágrannalöndunum, þá hef-
ur þaff sama skeff hér, affeins
í miklu stærri stíL
UTAN UR HEIMI
☆
Josephine Baker og börnin hennar tíu
★ Leik- og söngkonan, sem berst i,
a&an fardámum na kvnhAffnhafri
í HAUSTHEFTI tímarits-
ins „Forum“, sem gefiff er
út af Heimssandbandi æsk-
unnar (WAY), birtist við-
tal viff hina frægu leik- og
söngkonu Josephine Baker,
sem undanfariff hefir vakiff
á sér athygli fyrir sérstætt
framlag sitt í baráttunni
fyrir kynþáttajafnrétti í
heiminum. — Fer þaff hér
á eftir í lauslegri þýffingu.
ur þátttakandi í henni. —
Eftir að Frakkland var
leyst undan járnhæl naz-
ista, sneri hún aftur til leik-
sviðsins, en aðeins skamm-
an tíma; hún eyddi sífellt
lengri og lengri tíma á Les
Milandes, jarðeign sinni í
Dordogne. í fjölmörg ár
fengu leikhúsgestir ekkert
tækifæri til þess að hylla
hana — en svo gerðist það
Heima í Les Milandes. — Joshephine, maffur hennar og
barnahópurinn.
'BT'völd eitt seint á þriðja
tug þessarar aldar
kom ung blökkustúlka
frá New Orleans fram í
Champs-Elysées-leikhús-
inu í París. Á skammri
stundu heillaði hún
áheyrendur sína með töfr-
andi framkomu og svell-
andi lífsfjöri. Josephine
Baker varð fræg á einni
nóttu — ein af „drottn-
ingum“ frönsku höfuð-
borgarinnar. — ,,Það er
tvennt, sem ég elska —
landið mitt og París“,
söng hún — og Parísar-
búar endurguldu ástúð
hennar.
• í andspyrnu-
hreyfingunni
„Stjörnur" rísa og falla
— en Josephine Baker hélt
áfram að vera eftirlæti
flóksins. — Svo brauzt
styrjöldin út. Josephine og
maður hennar, Jo Bouillon,
fluttust til Dordogne-hér-
aðsins, sem var ein af mið-
stöðvum andspymuhreyfing-
arinnar gegn þýzku nazist-
unum (André Malraux
stjórnaði aðgerðum hreyf-
ingarinnar þar á staðnum)
— og Josephine gerðist virk-
fyrir nokkrum mánuðum,
að hún sneri aftur til leik-
sviðsins — tók að sér aðal-
hlutverkið í íburðarmikilli
revíu, sem sýnd var í
Champs-Elysées-leikhúsinu.
• Enn jafntöfrandi
Hún gerði sér fyllilega
ljóst, að áhættan var mikil
—■ allt gat farið út um þúf-
ur. Árin hafa liðið, og hún
er komin af æskuskeiði. —
En að lokinni sýningu ætl-
aði allt af göflunum að
ganga — hún hafði sigrað
eftirminnílega. Sýningin
heppnaðist prýðilega. En
þetta var ekki nein venju-
leg „endurkoma" (come-
back) —- og til þess að frétta
um ástæðurnar til þess, að
Josephine Baker steig aftur
upp á „fjalirnar", heimsótt-
um við hana og spjölluðum
við hana um stund. — Við
komumst að því, að hún er
enn jafntöfrandi og full af
lífsorku og fyrrum. Fólk
heimsækir hana í stríðum
straumum, og hún gefur
góð ráð á báðar hendur og
veitir ýmiss konar hjálp og
aðstoð. Hún var að greiða
hár tveggja barna sinna og
þurfti auðvitað að svara
spumingaflaum þeirra —
en þó gaf hún sér einnig
tíma til að svara þeim
spurningum, sem við lögð-
um fyrir hana — svaraði
þeim hlýlega, ljóst og sann-
færandi: .
— Hvað kom yður til
þess að taka þá miklu á-
hættu að koma á ný fram
á sviði?
— Það var „heimsþorp-
ið“ okkar í Les Milandes.
Það er dýrt fyrirtæki — og
mér virtist þetta eina leið-
in til þess að afla þess fjár,
er við þurftum til þess.
• Börnin tíu
— Hvað eigið þér við
með „heimsþorpinu"?
— Ég kalla það svo
vegna þess, að þar eiga
helztu kynþættir sína full-
trúa. Ég tók upp á því fyrir
fimm árum að ættleiða börn
— og nú eru tíu lítil systkin
heima í Les Milandes, af
mismunandi kynþáttum og
þjóðum og upprunnin í mis-
japanskur — og trúarbrögð-
in eru Búddismi. Moise, sem
er fjögra ára, er Gyðingur.
Luis, sex ára, frá Kólumbíu,
er kaþólskur — og það er
einnig Jean-Claude, sex ára
drengur frá París. Jari, sem
er hátt á sjötta ári, kom frá
Finnlandi og er af mótmæl-
enda-fjölksyldu. Marianne
er þriggja ára, frá Alsír,
komin af kaþólsku foreldri.
Brahim, þriggja ára, er
Arabi, foreldrarnir Múham-
eðstrúar. Koffi er frá
Frönsku Vestur-Afríku;
hann er tveggja ára, og fólk
hans trúir á stokka og
steina. Loks er svo Mara
litla, sem er aðeins fjórtán
mánaða gömul. Hún er Indí-
áni frá Venezúela — og for-
eldrar hennar eru tungl-
dýrkendur! — Öll þessi
ólíku börn, ég og eiginmað-
ur minn erum ein fjöl-
skylda. Þau kalla okkur öll
pabba og mömmu.
• í heimi hatursins
— Hvaða ástæður lágu til
þess, að þér ættleidduð
þessi börn?
Josephine
Baker aflar
fjár til „heims-
þorpsins" síns
— þar sem
helztu kyn-
þættir heims-
ins búa sam-
an í ást og
eindrægni.
munandi umhverfi, hvað
trúarbrögðum viðkemur. —
Akio er sjö ára gamall. Hann
er frá Kóreu og er Shinto-
trúar. Janot er fimm ára,
Eigi alls fyr-
ir löngu var
Josephine boffiff
meff börnin sin tíu
til mikillar barnahátíff-
ar í Hollandi. Mér sitja þau
og bíffa þess, aff hátíðin hef jist.
— Ég vildi freista þess að
sanna, að hið ólíkasta fólk
gæti lifað saman í fullri ein-
drægni. Þefgar ég heyri nú
einhverja reyna að sýna
fram á, jafnvel með vísinda-
legum rökum, að slíkt sé
útilokað, þá segi ég bara:
„Jæja, einmitt það — sjáið
þið þetta.....“
— Var það nokkuð sér-
stakt ,sem kom yður til að
gera þessa tilraun?
— Mitt í öllum þeim hat-
ursanda, sem stríðið leysti
úr læðingi, dreymdi mig um
kyrrlátan stað, þar sem frið-
ur og góðvild réðu ríkjum.
Þegar hinn grimmilegi hild-
arleikur var svo loks á enda,
fannst mér tími til kominn
að hefjast handa. Við gát-
um ekki haldið áfram að
lifa í heimi hatursins.
• Rætur mannlegs lífs
— Hvers vegna völduð
þér börn til þess að byggja
upp þetta samfélag yðar?
— Vegna þess, að maður
Sr- Bjarni Jónsson:
Hvar á skírnar-
fonturinn að vera ?
Josepliine hefir marga
munna aff fæffa og marga
kroppa aff klæffa. — Eitt
yngsta barniff fær hér
nýja skó.
verður alltaf að grafa að
rótum hvers máls — og
börnin eru rætur mannlegs
lífs, ef svo mætti segja. ■
Starfið verður því að hefj-
ast meðal þeirra. — Við
getum ráðið vexti hins unga
trés, þannig að stofn þess
verði beinn og fagur — en
við getum ekki rétt stofn
gamla trésins, sem löngu
er orðinn kræklóttur.
— Alið þið börnin upp á
nokkurn sérstakan hátt?
— Nei, þau alast upp
með sama hætti og hver
önnur venjuleg og heilbrigð
systkin. Við reynum að vaka
yfir þeim — og láta eðli
þeirra njóta sín og þróast
eðlilega. — Hvers konar
hleypidómar eru í andstöðu
við hið eðlilega og náttúr-
lega — og ef börn eru alin
upp án allra fordóma, þá
munu þau sjálf verða for-
dómalaus. Börnin okkar
læra að lifa saman í ein-
drægni með því að matast
saman, sofa í sama herbergi,
ganga í sama skólann.
'k
— Hvað um menntun
þeirra?
— Ég gef henni mikinn
gaum — reyni að búa þau
eins vel undir lífið og unnt
er. Þau heyra stöðugt fimm
tunginnál töluð í kringinn
sig — af kennurum sínum,
sem búa hjá okkur: ensku,
þýzku, frönsku, ítölsku,
spænsku — og nú erum við
að bæta arabisku við. Þau
læra málin á því að heyra
þau töluð á hverjum degi,
venjast þeim, næstum án
þess að veita því eftirtekt.
— Reynið þér að koma í
veg fyrir árekstra með því
að gera þau eins lík hvert
öðru og mögulegt er?
• Þroskavaki
— Alls ekki — það væri
óeðlilegt. Fólk er og verður
hvert öðru ólíkt. Ég reyni
einmitt að varðveita með-
fædd sérkenni þeirra — en
ég reyni jafnframt að
kenna þeim að líta á mis-
muninn sem eðlilegan og
sjálfsagðan. Þannig vil ég
THORVALDSEN kom frá Róma-
borg til Kaupmannahafnar haust-
ið 1838. Var honum fagnað á hinn
veglegasta og hátíðlegasta hátt.
íslendingar tóku þátt í hátíðinni,
og Jónas Hallgrímsson flutti hon-
um kveðju íslendinga.
Næsta sumar, 1839, var skírn-
ar fonturinn, sem nú hefir um
120 ára skeið prýtt Dómkirkju
landsins, fluttur hingað og vígð-
ur af Steingrími Jónssyni bisk-
upi. —
Steingrímur biskup má teljast
meðal hinna merkustu íslend-
inga, lærdómsmaður hinn mesti
og prýði íslenzkrar kirkju.
Vaknar því hjá mér þessi
spurning: Vissi Steingrímur ekki
hvað hann var að gera? Var það
honum líkt að vígja þenna fagra
dýrgrip Dómkirkjunni til eignar,
ef gjöfin hefði verið ætluð öðr-
um?
Þessu er hægt að svara.
Thorvaldsen skrifar rentu-
kammerinu bréf dags. í Khöfn
28. des. 1838. Þar skýrir hann frá
því, að hann fyrir nokkrum ár-
um hafi smíðað skírnarfont í
marmara ,og ákveðið, að fontur
þessi skyldi vera gjöf til Dóm-
kirkjunnar (en Gave til Dom-
kirken í mine Fædres Land Is-
land). Getur hann þess í bréfinu,
að skírnarfonturinn sé geymdur
í vinnustofunni (Atelieret) í
Charlottenborgarhöllinni, og von-
ar hann, að hægt verði að senda
fontinn með fyrstu skipsferð á
næsta vori. Treystir hann því, að
þetta megi vel takast, og telur
sér það mikinn heiður, ef font-
urinn megi prýða kirkjuna (jeg
smigrer mig ved at dette Ar-
bejde vil være en Prydelse for
Kirken).
Hvað gerði rentukammerið?
Bréf frá því dags. 20. apríl 1839
er sent Bardenfleth stiftamt-
manni. Þar segir svo: „Konfer-
entsráð Thorvaldsen hefir með
bréfi dags. 28. des. 1838 falið oss
að annast flutning á skírnarfonti
úr marmara til Islands, en þenna
skírnarfont hefir hann gefið Dóm
kirkjunni í Reykjavík. Hefir nú
fonturinn verið sendur með
skipi því, er María heitir, og er
eign P. C. Knudtzons stórkaup-
manns, en skipstjórinn er J. J.
Möller. Sendist því skírnarfont-
urinn til Reykjavíkur, og er því
beint til stiftamtmannsins, að
hann sjái um, að fontinum sé
komið á ákvörðunarstaðinn.“
Skírnarfonturinn komst til
Reykjavíkur, og til er viðurkenn-
ing stiftamtmanns fyrir móttök-
unni.
Hvað gerist nú?
Hátíð er haldin í Reykjavík 14.
júlí 1839. Steingrímur biskup víg-
ir fontinn. Fyrsta barnið, sem er
vatni ausið úr fontinum, hlýtur
nafnið Bertel Högni, og þáver-
andi prestur, Helgi Thordersen,
ritar athugasemd í kirkjubókina:
„Barn þetta skírt, er vígður var
fonturinn, sem Thorvaldsen hefir
gefið Dómkirkju Reykjavíkur."
Enn spyr ég: Hvað gerir Stein-
grímur biskup,. er hann hefir vígt
listaverkið?
Hefir hann vit á að þakka?
Gætum að, og lítum í bréfabók
biskups 1839—40, bls. 268—69,
nr. 535.
Þar stendur skýru letri: „Til
hr. Konferensráðs B. Thorvald-
sen, Commandör af Dannebroge
og Dannebrogsmand.
5. sept. (1839).
Hinn forkunnarfagri skírnar-
fontur, sem þér, herra konfer-
entsráð, hafið gefið Dómkirkju
forða þeim frá því að
skammast sín fyrir að vera
frábrugðin þeim, sem þau
umgangast, eða líta niður á
sérkennilega eiginleika ann-
ars fólks.
— Og þetta hefir ekki
valdið neinum erfiðleikum?
— Nei — þvert á móti.
Tilbreytnin er hvetjandi.
Forvitnin er þroskavaki
vitsmuna og persónuleika.
— Leiðið fólk saman, leyfið
því að „blandast“ án íhlut-
unar — og það mun lifa
saman árekstralaust og í
eindrægni, nema utankom-
andi áhrif spilli þar fyrir.
— Sjáið þau. (Moise óg
Janet hafa verið að elta
hvort annað fram og aftur
um stofuna, meðan við höf-
um talað við ,,mömmu“.)
Þau eru óaðskiljanleg. —
Sum barnanna kunnu
hvorki að brosa né leika
sér þegar þau komu til Les
Milandes. Nú eru þau ham-
ingjusöm, sjálfsörugg —
með opin augu og opinn
hug. — Hér er vissulega
lexía, sem hinir fullorðnu
gætu lært af.
• Lifandi sönnun
— Hefir þetta starf vak-
ið áhuga annarra?
— Já — við fáum fleiri
og fleiri bréf í sambandi
við það — og margir koma
til okkar í Les Milandes:
Heilar fjölskyldur, náms-
fólk frá Þýzkalandi, Frakk-
landi, Afríku — o. s. frv-
— Allt kemur þetta fólk
vegna þess, að hér finnur
það lifandi sönnun þess, að
gagnkvæmt umburðarlyndi
og virðing er hið eðlilega
og sjálfsagða í samskiptum
manna — en hvers konar
fordómar eru í sannleika
móðgun og smán gagnvart
mannlegri tilveru.
'k
— Hvað munu börnin
gera, þegar þau vaxa upp?
-j- Þegar þau verða tólf
ára, munu þau, hvert og
eitt, hverfa til upprunalands
síns og dveljast þar hjá inn-
fæddri fjölskyldu í fjögur
ár. Að svo búnu munu þau
snúa aftur til Les Milandes,
sem alltaf mun verða heim-
ili þeirra.
• Hjartað — síðasta
orðið
— Og hvað tekur svo við?
— Þá kemur til þeirra
kasta að taka ákvörðun. Að
sjálfsögðu vonast ég til þess,
að þau beri þann boðskap,
sem þau kynntust í samlífi
sínu hér, út um hinn stóra
heim. En ég mun ekki leggja
að þeim í því efni á nokk-
urn hátt. — Hinir gagn-
rýnu og vantrúuðu hafa
stundum sagt við mig: „Já,
þeim kemur svo sem vel sam
an núna — en sjáið þið bara
hvað gerist, þegar þau verða
fullorðin." — Þá hefi ég
gjarna svarað: „Leyfum
þeim fyrst að vaxa upp, þá
kemur það í ljós.“ — Og í
raun og veru er ég bjart-
sýn og hvergi smeyk. Við
höfum gert allt, sem í okk-
ar valdi hefir staðið til þess
að varðveita hreinleika
hjartans — og er það ekki
hjartað, sem hefir síðasta
orðið......
Skírnarfonturmn í Dómkirkjunni
Reykjavíkur, kom hingað óskadd
aður á liðnu vori, og var hon-
um þegar valinn hæfilegur stað-
ur í kirkjunni, og er hann nú
hin fegursta prýði hennar.
Hver, sem lítur þessa gjöf, mun
hugleiða, hve ísland miklast af
því að vera föðurland yðar.
Skulu yðar hávelborinheitum
hjartanlegustu þakkir tjáðar frá
söfnuði Dómkirkjunnar og þjóð-
inni allri.“
Við rannsókn þessa máls hafa
góðir vinir mínir, hinir ágætu
skjalaverðir, dr. Björn K. Þórólfs
son og Kjartan Sveinsson, veitt
mér mikilsverða aðstoð. Hafa
þeir leitað að þeim skjölum, ep
snerta þetta mál, fundið þau og
afhent mér í afriti. Geta þeir, sem
vilja, séð þau hjá mér. En skjala-
vörðunum flyt ég innilegt þakk-
læti fyrir leiðbeiningar, er þeir
hafa látið mér í té.
Sumarið 1839 var fögur vígslu-
hátíð haldin hér í bæ.
En haustið 1959 heyrast þau
tíðindi, að á aðalfundi lista-
manna í Reykjavík hafi einróma
verið samþykkt að taka skírnar-
fontinn úr gömlu kirkjunni.
Hefi ég nú samkvæmt skjal-
festum heimildum leitt rök að
því, að þeirri samþykkt ber ekki
að hlýða. Skírnarfonturinn hefir
verið á réttum stað ,og hann verð
ur þar áfram, því að þar á hann
heima.
Vona ég, að þessar upplýsing-
ar stuðli að því, að menn með
aukinni gleði horfi á hið fræga
listaverk, sem af góðum hug var
gefið Dómkirkjunni og er rétt-
mæt eign hennar.
Ég samgleðst söfnuðinum, sem
á hinn dýra grip ,og að endingu
óska ég Bandalagi íslenzkra
listamanna gleðilegra jóla.
Stangaveiöimenn víta
há boð í ve/ðfdr
AÐALFUNDUR Landssambands
íslenzkra stangveiðimanna var
haldinn í Hafnarfirði þann 1.
nóvember.
Til umræðu voru fyrst og
fremst klak og ræktun silungs og
laxs, svo og árleigur. Sýndu full-
trúarnir mikinn áhuga fyrir klak-
og ræktunarmálunum og töldu
eðlilegast að Landssamband ísl.
stangveiðimanna hefði forgöngu
í þessum málum, en það er orð-
in aðkallandi nauðsyn að auka
klak og eldisseiði frá því, sem
nú er.
Vegna hinna háu yfirboða í lax
veiðiár, var eftirfarandi tillaga
samþykkt með samhljóða atkvæð
um:
„Aðalfundur Landssambands
íslenzkra stangveiðimanna hald-
inn sunnudaginn 1. nóvember
1959 í Alþýðuhúsinu í Hafnar-
firði, samþykkir að víta harðlega
stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna og aðrar opinberar og
hálf-opinberar stofnanir, sem nú
eða áður bjóða óheyrilega hátt
verð í veiðiréttindi í ýmsar lax-
veiðiár, fordæmi, sem er stór-
hættulegt og líklegt til að skaða
stangveiðimenn almennt og veiði
réttareigendur ekki síður, er
fram líða stundir, fordæmi, sem
skoðast verður sem bein árás
á íslenzka stangveiðimenn, þar
sem þeim er ómögulegt að greiða
slíkar leigur, fordæmi, sem al-
gjörlega er óþarft og auðveldlegá
mátti komast hjá, þar sem aðrir
möguleikar voru nærtækari og,
sem hentað hefðu t.d. S.H. miklu
betur“.
f Landssambandi ísl. stang-
veiðmanna eru nú 17 stangveiði-
félög.
Veiðimálastjóri, Þór Guðjóns-
son var mættur á fundinum í
boði stjórnar Landssambandsins.
Stjóm Landssambands ísl.
stangveiðimanna er nú þannig
skipuð: Guðmundur J. Kristjáns-
son, fulltr., Reykjavík, formaður;
Friðrik Þórðarson, forstj., Borgar
nesi, gjaldkeri; Hákon Jóhanns-
son, verzlm., Reykjavík, ritari;
Sigurpáll Jónsson, skrifstm.,
Reykjavík, varaform., Alexand-
er Guðjónsson, forstjóri, Hafnar-
firði.
Jólablað Vikunnar
JÓLABLAÐ Vikunnar er komið
út, 52. síður. í blaðinu eru smá-
sögur eftir Indriða G. Þorsteins-
son og Helgu Dís, greinar um
jólahátíðina að fornu og nýju og
rithöfundinn Hemmingway. Þar
er einnig verðlaunasamkeppni,
sem er á þá lund, að 13 íslenzkir
leikarar hafa verið færðir í jóla-
sveinabúning og grætt á þá skegg.
Keppnin er í því fólgin að þekkja
andlitin og eru fern, góð verð-
laun. Þá er greinarkorn um jóla-
hátíðina og barnið eftir dr. Matt-
hías Jónasson og frásögn af Mark
Twain eftir Ævar R. Kvaran. —
Jólakrossgátan er stærri en venju
lega og mörg heilræði eru í blað-
inu fyrir húsmæður i