Morgunblaðið - 12.12.1959, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 12.12.1959, Qupperneq 15
Laugardagur 12. des. 1959 MORGTJNRLAÐIÐ 15 Stofnun til rannsókna á vinnuhæfni fatlaðra Merk starfsemi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra AÐALFUNDUR Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra var haldinn að Sjafnargötu 14 í Reykjavík, sunnudaginn 6. þ.m. Formaður félagsins, Svavar Pálsson, minntist í upphafi fund- ar dr. Björns Sigurðssonar, sem átti sæti í framkvæmdaráði fé- lagsins, og vottuðu fundarmenn honum virðingu sína og þakklæti með því að rísa úr sætum. Formaður flutti síðan skýrslu stjórnarinnar. Ræddi hann m.a. um stofnun Sjálfsbjargarfélag- anna og að með þeim og Styrkt- arfélaginu væri náin samvinna. Þá ræddi hann um símahapp- drættið, kvað félagið ekki hafa talið ráðlegt ýmissa orsaka vegna að ráðast í það á sl. ári, en nú yrði að nýju að gera stórt átak, þar eð mörg verkefni biðu úrlausnar, er ekki þyldu bið, en efnaskortur háði. Hann kvað æfingastöð fé- lagsins aldrei hafa verið ætlað annað hlutverk en að leysa einn þátt vandamála lamaðra og fatl- aðra, sem sé að veita nauðsynleg- ar æfingameðferðir. Húsnæði fé- lagsins er ekki meira en svo að það nægi til þessara starfsemi. En nú er að því komið, að koma upp stofnun til rannsókna á vinnuhæfni fatlaðra og lamaðra og skrifstofu, sem taki að sér út- vegun atvinnu og aðra fyrir- greiðslu, sem falin sé sérmennt- uðu starfsliði. Slíkar stofnanir eru nú starfræktar hjá öðrum þjóðum til ómetanlegs gagns fyr- ir alla öryrkja og er nú viður- kennd sem hin eina raunhæfa leið til lausnar á öryrkjavandamálum og leiði til eins fullkominnar end- urhæfingar eins og nokkur tök eru á að við verði komið. Stjórn félagsins gerir sér ljóst að þetta er stærra og meira verkefni tn svo að félagið eit fái við ráðið, mun þó eiga eins mikinn þátt í lausn þeirra eins og hægt er og fjárhagur þess frekast leyfir. Þess vegna var, eftir beiðni stjórnat félagsins, flutt tillaga á Alþingi um skipan milliþinganefndar til þess að rannsaka og finna heild- arlausn á félagsiegum og at- vinnulegum vandamálum ör- yrkja. Tillagan var samþykkt, en dráttur hefir á orðið að nefndin tæki til starfa. Reynir á þannig að samræma átök allra áhuga- manna, öryrkjafélaga og hins op- inbera til lausnar á þessum mikla vanda. Er ætlun stjórnar félags- ins að á annan hátt en þennan verði ekki betur unnið til lausn- ar á öryrkjavandamálum. Framkvæmdastjóri félagsins, Sveinbjörn Finnsson, las því næst upp reikninga félagsins og skýrði þá, og gerði grein fyrir starfsemi félagsins. Æfingastöðin var rek- in með sama sniði og undanfarin ár. Aðsókn fer vaxandi, og voru veittar alls 8571 æfingameðferð- ir. Auk þess voru veittar 1586 æfingameðferðir á sumardvalar- heimilinu að Varmalandi. Tap á rekstri æfingastöðvarinnar nam kr. 460.607,64, og tap á rekstri sumardvalarheimilis kr. 39.504,68. Eins og fyrr fer fjáröflun félags- ins að mestu leyti til þess að greiða þennan rekstrarhalla, og hefir félagið því ekki haft bol- *•' ^ \ t / * S 7959 í KRAKKAR, hér er óskaseðillinn. Skrifið á hann óskir ykkar um jólagjafir — og látið listann síðan á eldhúsborðið hjá mömmu eða skrifborðið hans pabba. — Það er að sjálfsögðu erfitt að segja um, hver árangurinn verður — en ekki sakar að reyna. magn tíl þess að færa út starf- semi sína eins og æskilegt væri. Heildartekjur félagsins námu kr. 672.146,92 á reikningsárinu 1. okt. 1958 til 30. sept. 1959 og var varið til greiðslu ofangreinds rekstrar- taps. Hrein eign félagsins 30. sept. 1959 nam kr. 3.036.241,11. Þá gat framkvæmdastjóri þess að vinnulækningarnar væru rekn ar á sama hátt og áður, en upp hefði verið tekin sundkennsla í laug æfingastöðvarinnar og hún gefið góða raun. Þá færu og vax- andi ýmiss konar fyrirgreiðslur, sem félagið innti af hendi fyrir fólk hvaðanæva af af landinu. Þá skýrði hann og frá rekstri sum- ardvalarheimilisins að Varma- landi í Borgarfirði. Félagið stæði í þakkarskuld við skólanefnd og skólastjóra heimavistarbarna- skólans að Varmalandi, en fyrir velvilja þeirra og fyrirgreiðslu var unnt að hefja rekstur sum- ardvalarheimilisins. Um 40 börn dvöldu þar í júlí og ágúst og nutu útiveru, æfinga og sunds daglega. Árangur var ágætur og má þessi starfsemi ekki niður falla. Þá gat framkvæmdastjóri þess að með- limir Sjálfsbjargar í Reykjavík hefðu haft til afnota húsnæði fé- lagsins til ýmiss konar félagsstarf semi. Er þetta einn þáttur í sam- vinnu Styrktarfélagsins og Sjálfs bjargar. Læknir félagsins, Haukur Krist jánsson, gaf skýrslu um lækninga meðferðir á æfingastöðinni, kvað hann mænuveikisjúklingum fara fækkandi, en aðsókn annarra sjúklinga vaxandi, einkum sjúkl- inga með lamastjarfa. Þá ræddi hann vandamál sjúklinga utan Reykjavíkur og nágrennis, sem þyrftu að koma til meðferðar, en gætu ekki vegna þess að hús- næði væri ekki fy.'ir hendi. Því næst skýrði hann frá fundl, sem haldinn var á vegum heil- brigðismálaráðuneyta Norður- landa og norrænu félaganna gegn mænuveiki í Ósló fyrir mánuði síðan. Fulltrúar frá íslandi voru hann og framkvæmdastj. Styrkt- arfélagsins. Umræðuefni fundar- ins voru aðallega bólusetning gegn mænuveiki og endurhæfing lamaðra. Var þar rætt um hina nýju tegund bólusetningar, með svokölluðum lifandi vírusum, en sú bólusetning er enn á tilrauna- stigi. Þar var og rætt ýtarlega um vísindalegar aðferðir til prófunar á hæfni fólks, sem endurhæfa þarf, og hin þjóðfélagslegu vanda mál þar að lútandi. Þá fóru fram kosningar í stjórn. Voru endurkjörnir þeir Svavar Pálsson formaður og Andrés Þormar ritari. Björn Knútsson gjaldkeri baðst eindregið undan endurkosningu, og var í hans stað kosinn Aðalbjörn Gunnlaugsson, en Birni þökkuð með lófataki vel unnin störf í þágu félagsins. — Varaformaður var endurkjörinn Friðfinnur Ólafsson og varagjald- keri Baldur Sveinsson. Vararitari var kjörinn Eggert Kristjánsson lögfr. Þá var kjörinn í fram- kvæmdaráð Páll Sigurðsson tryggingayfirlæknir í stað dr. Björns Sigurðssonar. ELDURINN CERIR EKKI BOÐ Á UNDAN 5ÉR IRYGGIÐ í TÍMA trygcið fyrir sannvirði TRYCCINC ER NAUÐSYN! Álmennar Tryggingar Austurstræti 10 — Sími 1-77-00 Umboðsmenn um land allt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.