Morgunblaðið - 12.12.1959, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 12.12.1959, Qupperneq 23
Laugardagur 12. des. 1959 MORCUNBLAÐIÐ 23 Olían von # Sahara Frakka Þeir verða nú sjálfum sér nógir um olíu HASSI-MESSAOUD, Alsír, 5. desember — Debré, forsætisráð- herra Frakka vígði í dag C(íii- leiðsluna, sem Frakkar hafa lagt frá Sahara til Bougie á strönd — Rússneskt flak Framh. af bls. 1. unni, sem lá upp að ströndinni. Töldu flugmennirnir að ógern- ingur yrði að komast að flakinu sjóveginn. Björgunarflugsveit Varnaxliðs ins brá skjótt við og fyrir kl. 1 e h. var björgunarvél lögð if stað frá Keflavik. Var læknir innanborðs og jafnframt voru vistir og hjúkrunargögn með sem kasta átti niður, ef mannaferða yrði vart við flakið. Engin tök voru á því að lenda björgunarvélinni við flakið og ekkert sást þar kvikt. Brátt tók að dimma, því á þessum slóðum sést ekki til sólar um þennan tíma árs. Héldu bandarísku vél- arnar því til Keflavíkur og komu þangað um sex-leytið. Þögn í sendiráðimu Strax og tilkynnt hafði verið um fundinn sneri íslenzka flug- málastjórnin sér til rússneska sendiráðsins hér og bað það upp- lýsa hvort rússneskrar flugvélar væri saknað norður í hafi. Vildi sendiráðið engu svara fyrirspurn unum en kvaðst mundu láta vita síðar í gær. Klukkan 11 í gær- kvöldi hafði ekkert heyTzt frá sendiráðinu og eru menn alls ó- fróðir um flugvélina enn sem komið er. Flugumferðarstjórnin leitaði jafnframt upplýsinga hjá öðrum flugumferðarstjórnum við N- Atlantshaf um það hvort Rússar hefðu tilkynnt þeim um hvarf flugvélar á norðurslóðum á síð- ustu mánuðum, en svo var ekki. íslenzku flugumferðarstjórninni hefur ekki heldur borizt nein slík tilkynning. Morgunblaðinu hafði í gær- kveldi ekki borizt nákvæm lýs- ing á flakinu, en allt bendir til þess að það sé heillegt úr því að hægt var að lesa einkennismerki flugvélarinnar. Hvergi var snjó- föl að sjá á flakinu. ★ Þrír möguleikar Varðandi fyrstu tilgátu flug- mannanna, að þarna væri um C-47 að ræða, má geta þess, að Rússar hafa al'lt til þessa átt töluvert af þessum flugvélum, sem þeir fengu í ríkum mæli á styrjaldarárunum frá Banda- ríkjamönnum samkv. Láns- og leigusamningunum víðfrægu. — Einnig ber að geta þess, að Rúss- ar hafa síðar smíðað flugvél í lík ingu við C-47, en sú nefnist IL- 12. í þessu tilfelli gæti verið erf- itt að greina muninn. í dögun munu flugvélar frá Keflavík fara aftur norður og fljúga yfir flugvélina til nánari athugunar. 1 fljótu bragði kemur þrennt til greina: Að flugvélin hafi farizt eða nauðlent á skriðjökli við Græn- landsströnd fyrr á árum, þá og hafi nú borizt á ísi á haf út. Að hún hafi verið á vegum einhvers rússnesks vísindaleið- angurs á heimskautssvæðinu, farizt þar eða hlekkzt á og verið skilin eftir. Síðan hafi ísinn bor- ið hana hingað suður á bóginn. í þriðja lagi gæti verið um könnunarvél að ræða, sem farið hefði huldu höfði, farizt fyrir norðan ísland og Rússar ekki tal- ið rétt að lýsa eftir. Allar Vestur- landaflugvélar, bæði farþega- sem herflugvélar, gefa stjórnar- stöðvum upplýsingar um ferðir sínar á þessu svæði, sem öðrum á Atlantshafi. HJiðjarðarhafsins. Þrjú ár eru liðin síðan Frakkar fundu oliu í Sahara eyðimörkinni, en und-. anfarin 10 ár hafa Frakkar eytt sem svarar 400 milljónum dollara í að rannsaka hvaða auðæfi séu undir eyðimörkinni. Hafa Frakk ar verið furðufljótir að leggja hina 375 mílna löngu olíuleiðslu og vænta mikils af. Þremur fjórðu hlutum ágóðans af olíu- leiðslunni verður varið til að bæta hag fólksilns í Sahara, en einn f jórði hluti rennur til hinn- ar svonefndu „Constantine-áætl- unar“ de Gaulie, sem miðar að því, að efla efnahagslegar og þjóðfélagslegar framfarir í Alsir. ■fc í ræðu sínni í dag, við opnun leiðslunnar, sagði Debré, að á þessari öld hefði enginn sá at- burður gerzt í frönsku efnahags- lífi sem Frakkar hefðu getað vænzt jafnmikils af og þessari olíuleiðslu. Frakkar vænta þess, að árið 1963 geti þeir orðið sjálf- um sér nógir um olíu. Frá Sa- stœrsta hara munu þeir fá 29 milljónir smálindum bæði í Frakklandi og ýmsum nýlendum í Alfíku. Frakklandsstjóm fær helm- inginn af hagnaðinum af rekstri olíulindanna á móti olíufélögun- um, sem annast verkið. Með til- komu þessara nýju olíulinda verða Frakkar ekki einungis sjálfum sér nógir um olíu, held- ur sparar þetta mikinn gjaldeyri og auðveldar uppbyggingu N- Afríku. Og eftir 6 ár gera Frakk- ar sér vonir um að geta flutt árlega út 16 milljónir tonna af olíu. 'k' Hin fullgerða olíuleiðsla er 24 þumlunga víð og getur flutt 4,650,000 tonn á ári frá Sahara til sjávar. En nú þegar eru Frakk ar byrjaðir að leggja aðra leiðslu jafngilda og árið 1962 vonast þeir til að geta á þennan hátt flutt 14 milljónir tonna af olíu árlega. Höfnin í Bougie verður vænt- anlega stækkuð mjög bráðlega, þannig að hægt verði að afgreiða 65.000 lesta oliuflutningaskip við hafnargarðana — og ferma 100 þúsund lesta skip úti á ytri höfn- inni. í Frakklandi eru menn að vona, að stjórnin muni lækka olíu og bensínverðið, sem er óvíða hærra í Evrópu en einmitt í Frakklandi. Sérkennilegur svartur kvöld- kjóll með mjög skemmtilegri ermaísetningu og breiðu belti, prýddu tveim skartnælum, Bráðkvaddur í bíl í gær um kl. 17,43 varð maður bráðkvaddur í bíl, á mótum Höfðatúns og Borgartúns. Flutti sjúkrabíll hann á slysavarðstof- una. Kristmann Guðmundsson skrifar um BÓKMENNTIR Mjöll hefur fallið. Eftir Kristján Jóhannsson. Myndir eftir Jakob Haf- stein. Útgefandi Krummi. SNOTURT kver með fallegum frágangi, skemmtilegum listræn- um svipmyndum og ljóðin ekki lakari en gengur og gerist! í rauninni ætti ekki að þurfa lengri ritdóm en þetta, því hér kemur ekkert nýtt fram, og það orð sem aftur og aftur kemur í huga manns við lestur þessara Ijóða, er einmitt: snoturt. Hér eru engin snilldartilþrif, en hvergi illa ort. Höf. fitjar oft upp þannig, að maður vonar að hér sé eitthvað eftirtektarvert á ferð- inni, en venjulega tekst honum að lækka flugið áður en kvæðinu lýkur. Eftirfarandi erindi er að mörgu leyti sérkennandi fyrir bókina: „Veik eru hjörtu vor, og hætta að slá. Þá verður friður -— þögnum lukta brá. Vaknar þá aldrei von, sem óðar deyr. allt verður rólegt og ekkert meir!“ „Kyrrð“ heitir laglegt Ijóð eitt af þeim beztu í kverinu, lýsingin á nóttinni er fersk: „Hún er með döggslegið hár. — og þjáningin sofnar — og þýð og ástrík þerrar nóttin hvert tár“. „Skilaboð" er einnig mjög þokkalegt kvæði, það væri gam- an að fá við það fallegt lag: „Er döggin glitrar fagurt hin grönnu svölu strá ég geng að akri fölum sæll eftir draum minn, við bjartan, hlýjan, barm brúðar minnar fögru — brúðar minnar fögru úr dölum“. Ekki vantar mikið á að kvæðið „Vordraumur" sé gott kvæði, en þó það„ sem gerir gæfumuninn. „Vegurinn“ er snoturt, „Þrá“ er fallegt lítið ljóð, „Stórborgin" nokkuð eftirtektarvert kvæði. „Vetrarnætur“ er eitt af betri Ijóðunum: „Dul er í draumum mínum. djúpt liggja rætur, þrá mín er vegarvillt um vetrarnætur. Um það, sem ég þrái heitast skal þögnin vita, og myrkrið og mánaglætan í mjöllina rita“. Eitt af tærustu kvæðunum er það sem bókin ber heiti af: „Mjöll hefur fallið": „Mjöll hefur fallið — örmum vafið allt elskandi og hrein. Stormarnir hafa strengi sína kyrrt. Kveldið er rólegt silfurhvítt og svalt. Nýr deildarstjóri við tollþjónustuna SIGURÐUR Ingason póstfulltrúi hefur verið skipaður deildarstjóri við tollpóststofuna í Reykjavík frá næstu áramótum, og Bjarni Linnet póstfulltrúi hefur verið skipaður stöðvarstjóri pósts og síma á Egilsstöðum frá 1. febr. n.k. Margt hefur dáið síðan sumri lauk, og fundum okkar seinast saman bar. Og mjöll hefur fallið yfir okkar spor og allt það sem var“. „Nótt“ minnir á japönsk kvæði og er laglegt. „Við sem leitum“ er dágott ljóð. „Vakir þú sól“ er einnig laglegt. — Þetta er allt laglegt, án stórra tilþrifa, en kannski höf. eigi eftir að gera betur. Með fullfermi af Nýfundnalands- miðum NORÐFIRÐI, 11. des. — Gerpir kom í dag af veiðum af Nýfundna landsmiðum með fullfermi af karfa. Aflinn verður frystur í frystihúsunum í Neskaupstað og um 100 lestum verður ekið til Éskifjarðar í frystihúsið þar. Reykjafoss fór út héðan kl. 8 í kvöld. Tók hann fiskimjöl hér og fór með það til útlanda. — Fréttaritarl — Bilaverkstæði Framh. af bls. 2. náms. Ennfremur verði að efla fjárhag verkstæðanna og gera þeim kleift, með aukinni fjár- festingu, að bæta skipulag sitt, afla sér nauðsynlegra tækja og koma sér upp þeim húsakynn- um, sem þörf krefur. í þessu sambandi var fram- kvæmd kerfisbundin rannsókn í bifreiðaverkstæöunum, er vaíín voru í þessu skyni, haldin nám- skeið fyrir viðgerðarmenn í sam- vinnu við Félag bifvélavirkja og einnig haldin námskeið fyrir verk stjóra og verkstæðaeigendur. Þir var m. a. vakin athygli á þeim ráðstöfunum, sem umit er að gera til hagræðingar á rekstrin- um, án frekari fjárfestingar, svo sem kerfisbundi.-.ni starfsáætlun, innri sérhæfingu og heppilegu vali og góðri staðsetningu véla og verkfæra. Yfirlitinu lýkur á þessum orð- um: Samtök hinna íslenzku bif- vélavirkja hafa sýnt fullan skiln- ir.g á framkvæmd þessara rann- sóknaráætlunar og má geta þess, að Félag bifvélavirkja ®g Fé'ag bifreiðaverkstæða hafa sett á laggimar tvær samstarfsnefndir, sem munu vinna að bættri bif- reiðaviðgerðarþjónustu hér á landi. Takmarkið er að ná til allra þeirra sem áhuga hafa á viðhaldi bifreiða — ekki sízt yfir- valdanna og almennings, svo að allir aðilar geti, hver á sínu sviði, stuðlað að öryggi bifreiðaviðgerð arþjónustu er uppfylli kröfur nú- tímans. Leiðrélting Á FRÉTT frá Sandgerði í gær: Skipshöfnin á vélbátnum Mun- inn, en ekki Mumma, hafði þá sögu að segja að legið hefði við að nótabáturinn færi á hvolí. Að öðru leyti er fréttin rétt. Baker flutti ræðu OSLO, 11. des.: — Brezki stjórn- málamaðurinn Philip Noel-Bak- er, sem hlaut friðarverðlaim Nobels í ár, flutti í kvöld „Nob- els-ræðu“ sína, en það er eina kvöðin, sem hvílir á þeim sem friðarverðlaunin hlýtur. Ólafur Noregskonungur var viðstaddur ásamt fjölda tignarmanna í Nobels-stofnuninni I Osló, þegar Baker gekk í salinn. Ræddi hann um afvopnunarmálin. Vélbátur góðu Höfum kaupendur að 25 til 40 lesta bát í standi. Höfum kaupanda að 50 til 70 lesta bát með góðri vél og í fullkomnu standi, gott væri ef eitthvað af veiðarfærum gætu fylgt. Höfum ennfremur kaupendur að minni bátum 10 til 30 lesta. TRYGGINGAR og FASTEIGNIR, Austurstræti 10, 5. hæð sími 13428 Faðir okkar, tengdafaðir og afi SIGURJÓN ARNUAUGSSON fyrrum verkstjóri Hafnarfirði, andaðist að heimili dóttur sinnar Kaplaskjólsvegi 11, Reykjavík, fimmtudaginn 10. þessa mánaðar. Börn, tengdabörn og barnabörn. Konan mín GUÐBJÖRG SVEINBJARNARDÓTTIR andaðist að heimili sínu Efstasundi 47 10. þ.m. Jarðar- förin ákveðin síðar. Fyrir mína hönd og barna okkar. Jón G. Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.