Morgunblaðið - 12.12.1959, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 12.12.1959, Qupperneq 24
12 dagar tiI jóla 278. tbl. — Laugardagur 12. desember 1959 Hríngnœtur utrýma reknetjunum í TILEFNI af góðum síldarfrétt- um undanfarið, átti blaðið símtal við Sturlaug Böðvarsson á Akra- nesi í gærkvöldi. Kvað hann veiðina miklu betri núna en áður, og væri það að þakka þeirri nýj- ung að farið er að veiða með hringnót úti á hafi. Hefði áður þótt ágætt að fá 3—4 þúsund tunnur yfir allt haustið á reknet, en nú væru t. d. hringnótabátarnir Keilii og Höfr- ungur þegar búnir að fá um 40U0 og um 6000, mest á háitum mán- uði Hringnæturnar ættu senni- lega eftir að útrýma reknetunum. Auk þess kæmi til ný tækni, sem ekki hefði verið til áður. T. d. væri mikill munur að vinda upp nótina með spili. Þrír Akranes- bátar hefðu nú spil til þess, en hefðu þó ekki allir nægilega sterkar nætur. Einnig mundi áreiðanlega í framtíðinni verða farið að pumpa upp úr nótint.i í stað þess að háfa. Hefðu þeir reynt þetta 1956 og gefist vel. Sem sagt væri að hefjast bylt- ing á þessu sviði. Margt ætti eftir að læra og að ári yrði þetta áreiðanlega strax mun betra. AKRANESI, 10. des. — 10 rek- netjabátar lönduðu hér í dag. Aílahæstir voru Bjarni Jóhann- esson með 340 tunnur, Ólafur Magnússon með á að giska 250 tunnur og allt niður í 24 tunnur á bát. Meiri hlutinn af síldinni er saltaður. Aðeins annar hring- nótabátanna kastaði, Keilir, en náði ekki síldinni af því hún stóð svo djúpt. Undanfarna daga hafa 8 triltu- bátar róið nokkurn veginn stóð- ugt héðan og stundum fiskað upp í 300 kg. á bjóð. T. d. hefur ein trilla, Sæljónið, farið 6 róðra í röð. Aflahæstu trillurnar þessa dagana hafa komizt upp í 1500 kg á bát. en langróið er hjá þeim, upp í 3 tíma. — Oddur. Skírnarfonturinn A VEGNA blaðaskrifa um skírn’ í arfontinn í Dómkirkjunni hef-' rur sr. Bjarni Jónsson vígslu-( ?biskup, ritað grein sem birt-( / ist á 13. sáðu Mbl. í dag. Rek-/ lur hann þar sögu skírnarfonts, Ains frá því Thorvaldsen sendil khann til íslands með aðstoð' f danskra stjórnarvalda og þang( /að til hann er vígður í( vReykjavík og Steingrímur/ Sbiskup þakkar fyrir hina höfð^ Ainglegu gjöf. (Sjá bls. 13). SANDGERÐI, 11. des. — f dag komu 15 bátar inn til Sandgerðis. Hæðstur var reknetjabáturmn Muninn II með 250 tunnur, næst- ur Víðir II með 183 í hringnót, þriðji Guðbjöm með 148 tunnur í reknet. KEFLAVIK, 11. des. — 21 bátur komu inn í dag með 2108. Hæstir voru hringnótabátarnir Vonin með 557 og Jón Finnsson 108. Af reknetjabátum voru hæsi’r Svanurinn með 200 og Ólafar Magnússon með 148. Ennþá er ekkert saltað, en fryst það sem frystihúsin geta tekið við og annað flutt burtu til sölt- unar. — Helgi S. ’-’m- Takmarkanir á umferð og aukin löggœzla 1 GÆR skýrði lögreglustjóri, Sigurjón Sigurðsson, fréttamönn um frá ráðstöfunum þeim sem lögreglan hefur að venju gert vegna aukinnar umferðar fyrir jólin. f desembermánuði er um- ferðin í bænum alltaf miklum mun meiri en venjulega, bæði af bílum og gangandi fólki. Bílar eru nú 700—800 fleiri en í fyrra, en á s.l. áramótum voru skráðir 8716 bílar í bænum. Auk þess er þetta sá tími sem skammdegið er mest og veðrabrigði tíðust og því mest hætta af umferðinni. Þær ráðstafanir sem gerðar hafa verið eru aðallega takmark anir á umferð og verulega auk- in löggæzla. Gilda reglur um þetta 14.—24. des. Einstefnuakstur og bannaðar bifreiðastöður Takmarkanir á umferð felast í því að einstefnu-akstur verður í Pósthússtræti milli Austurstræt- is og Kirkjustrætis til suðurs. — Bifreiðastöður verða bannaðar á eftirtöldum götum: Týsgötu aust an megin, Skólavörðustíg sunn- an megin, fyrir ofan Bergstaða- stræti, Ingólfsstræti austan meg- m milli Amtmannsstígs og Hall- veigarstígs, í Naustunum vestan megin götunnar milli Tryggva- götu og Geirsgötu, á Vesturgötu frá Norðurstíg að Ægisgötu, á Ægisgötu austan megin milli Vesturgötu og Bárugötu. f Pósthússtræti vestan megin götunnar, milli Vallarstrætis og Kirkjustrætis hafa stundum ver- ið bannaðar bifreiðastöður fyrir jólin, en í þetta sinn verður lát- ið nægja að takmarka bifreiða- stöður við 30 mín. frá kl. 9—19 á virkum dögum. Laugardaginn 19. des. gildir takmörkunin þó til kl. 22 og á Þorláksmessu til kl. 24. Athygli skal vakin á því að bif- reiðastöður á Laugavegi norðan megin götunnar milli Frakka- stígs og Rauðarárstígs eru tak- markaðar við 15 mín. Fjöltefli Heimdallar HEIMDALLUR, F.U.S., gengst fyrir fjöltefli í Valhöll við Suðurgötu á morgun. Fjölteflið hefst kl. 2 e. h. Friðrik Ólafsson, stórmeistari, teflir að þessu sinni á vegum félagsins. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að taka með sér töfl og mæta stundvíslega, en þeir munu að sjalfsögðu ganga fyrir, sem fyrstir mæta. Undanfarið hefur það létt um- erðina all-verulega fyrir jólin, að vörubifreiðir, sem eru yfir 1 smálest að burðarmagni, svo og fólksbifreiðir, 10 farþega og þar yfir, aðrar en strætisvagnar, hafa verið bannaðar á umferðar- götum. Nú verður umferðin bönn uð á þessum götum: Laugavegi frá Höfðatúni í vestur, Banka- stræti, Austurstræti, Aðalstræti og Skólavörðustig fyrir neðan Týsgötu. Ennfremur er öku- kennsla bönnuð á sömu stöðum. Bannið gildir 14.—24. des. kl. 13 —18 alla daga nema 19. des til kl. 22 og 23. des. til kl. 24 og 24. des. til kl. 14. Öil bifreiðaumferð er einnig bönnuð um Austurstræti og Aðal stræti 19. desember kl. 20—22 og 23. desember kl. 20—24, en þá eru verzlanir opnar., Einnig er mælzt til þess að vöruafgreiðsla Komin á 1100 m. dýpi á Reykjum STÓRI borinn var eins og kunn- ugt er fluttur upp að Reykjum í Mosfellssveit, eftir að lokið var borun í Nóatúnsholunni. Nú er, búið að bora þar 1100 m niður, en ætlunin er að fara niður á 2000 m dýpt. Hefur ekkert gerzt ennþá í sam bandi við borun þessa, að því er Gunnar Böðvarsson tjáði blaðinu í gær, enda var borstaðurinn val- inn með það fyrir augum að forð- ast vatnsæðar ofan við 1000 m, í því skyni að trufla ekki vatns- veitu sem þama er fyrir. Auk þess sem leitað er eftir heitu vatni með þessari borun stóra borsins, hafa þeir sem að þessu standa ýmislegt annað í huga í sambandi við almenna rannsókn svæðisins, eins og t. d. að mæla hitann á 2000 m dýpi, en það er mjög mikilvægt. Utanríkisráðherra á NATO-íimdi UTANRÍKISRÁÐHERRA Guð- mundur f. Guðmundsson er far- inn utan til að sitja ráðherrafund Atlantshafsbandalagsins, sem hefst í París þriðjudaginn 15. þ. m. (Frá utanríkisráðuneytinu). í verzlanir og geymslur við Laugaveg, Bankastræti, Skóla- vörðustíg, Austurstræti og Aðal- stræti og aðrar miklar umferða- götur fari fram fyrir hádegi eða eftir lokunartíma frá 14—24. des. 80 lögregluþjónar í einu Jafnframt þessum varúðarróð- stöfunum verður löggæzlan auk- in í bænum. Venjulega eru 16 varðstöðvar í bænum, en nú verð ur þeim fjölgað upp í 25—30 og þegar nær dregur jólum í 40. — Til þess þarf að auka starfsliði lögreglunnar og lengja vakta- tíma. Verða allt upp í 80 lögreglu menn á vakt í einu, þegar líður að jólum og fleiri ef þörf kref- ui. Undanfarin ár hefur verið lít- ið um slys og árekstra í jólaum- ferðinni. Markmið lögreglunnar er að gera jólamánuðinn slysa- lausan. Vill hún því brýna það fyrir gangandi vegfarendum, að þeir noti gangstéttina og gang- brautir yfir götur og að þeir fari eftir ábendingum umferðarlög- reglu og götuljósa. Ennfremur ættu menn að forðast að stanza í kunningjahóp á þröngum gang- stéttum og gæta þess að börn séu ekki ein á ferð, þar sem umferð- in er mest. Einnig er áríðandi að ökumenn hlýði umferðarreglunum og geri sér ljóst að nú er mesta skamm- degið og veður breytileg. — Geta má þess að lögreglan hefur nú lagt mikla vinnu í að koma í veg fyrir að bílum sé lagt utan við aðra og tekur stranglega á því. Þriðji báturinn rekinn HÚSAVÍK, 11. des. NÝLEGA fannst gúmmíbát- ur á Rifi á Sléttu. Er þetta þriðji báturinn sem finnst á þeim slóðum og líklegt þyk- ir að þessi hafi rekið um leið og hinir tveir. Þar sem hann fannst er eyðibýli og hefur því ekki verið gengið þar á fjöru lengi. Eftir lýs- ingu að dæma er hann eins og hinir bátarnir að gerð. Mun varðskip sækja hann og flytja hann suður. —■ Fréttaritari. HVAÐ er á seyði — er kviknað f Miðbæjarskólan- um? — Það héldu börnin, þegar brunakall hljómaði skyndilega um skólann síð- degis í gær í miðri kennslu- stund og þeim var sagt að flýta sér út. — En sem betur fór var aðeins um brunaæf- ingu að ræða. — Sjá 3. síðu. Samið við síldar stúlkur —- nema í Keflavík NÁÐST hafa samningar við síld- arsöltunarstúlkur í Vestmanna- eyjum, Grindavík, Hafnarfirði og Reykjavík, en viðræður við síldarstúlkur í Keflavík stóðu yfir í gær og hafði ekki náðst samkomulag í gærkvöldi. Var ekki saltað í Keflavík í gær. — Samningarnir sem gengið hefur verið að eru sem hér segir: Fyrir að hausskera og slógdraga 1) stórsíld, 1—500 greiðist kr. 35,21 pr. tn. 2) millisíld, 500—700 greiðist kr. 40,10 pr. tn. 3) smá- síld 700—900, kr. 49,88 pr. tn. Fyrir að rúnnsalta greiðist: 1) kr. 28,54 fyrir 1—500; 2) fyrir 500—700 kr. 26.40; 3) fyrir 700— 900 kr. 32,37. Skuli þessir samn- ingar gilda frá 1 .nóv. og fram yfir yfirstandandi vetrarvertíð. Mjög mis- heitt Mjög er misheitt í nágranna- löndum okkar og hafinu hér í kring. Liggja t. d. greinileg hita skil austur og suður frá suður- odda Grænlands. 13 stiga frost er á Labrador og 3ja stiga frost á vesturströnd Grænlands, en 3ja stiga hiti í Angmasalik, á aust- urströndinni í Reykjavík og Lond on er 5 stiga hiti, en aftur á móti 1 stigs frost í Kaupmannahöfn og 4 stiga frost í Osló. Betur er hægt að sjá þetta á veðurkortinu á blaðsíðu 2. ♦------------------♦ VARÐARKAFFI í Valhöll í dag kl. 3—5 síðd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.