Morgunblaðið - 15.12.1959, Síða 1

Morgunblaðið - 15.12.1959, Síða 1
24 slður 46. árg««gm_____________280. tbl. — Þriðjudagur 15. desember 1959 Frentsmiðja MorgifftblaSsiiM Fuflkomið samkomulag fulltrua framleiðenda og neytenda um: Hvernig ákveða skuli framleiðslukostnað og verðlagningu landbúnaðarafurða Samkomulagið undirrit- að aðfaranótt mánudags Verðlag lantíbúrtaðarafuröa óbreytt þar til nýr verðlagsgrundvöllur hefur verið fundinn UNDANFARIÐ hafa staðið yfir samningar milli fulltrúa bænda og*neytenda um ákvörðun verðlags landbúnaðar- afurða. Voru þessir samningar teknir upp fyrir frumkvæði Ingólfs Jónssonar landbúnaðarráðherra. Um miðnætti að- faranótt sl. mánudags tókst fullkomið samkomulag milli fulltrúa aðila og munu í dag verða gefin út bráðabirgðalög til staðfestingar því. Er hér um að ræða stórmerkan árangur af baráttunni fyrir bættri samvinnu framleiðanda og neyt- anda um þessi þýðingarmiklu mál. Eiga allir aðilar, sem að samkomulaginu standa, miklar þakkir skildar fyrir það. Fulltrúar neytenda og bænda, sem setið hafa á fundum undanfarið ásamt landbúnaðarráðherra og skrifstofustjóra landbúnaðarráðuneytisins. — Talið frá vinstri: Eðvarð Sigurðsson, alþm., Sæm- undur Ólafsson, Einar Gíslason, Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra, Gunnlaugur Briem, ráðuneytisstjóri, Sverrir Gíslason, form. Stéttarsambands bænda, Sveinn Tryggvason, framkvstj. Framleiðsluráðs landbúnaðarins og Sigurjón Sigurðsson í Raftholti. Makarios forseti Kýpur Tyrkir jafnt sem Grikkir fagna Sex manna nefndin skipuð að nýju Aðalatriði þess samkomulags, sem náðst hefur milli fulltrúa framleiðenda og neytenda eru þessi: 1) Sex manna nefndin verður samkvæmt bráðabirgðalög- unum skipuð að nýju. Tekur hún væntanlega til starfa nú þegar. Verður hún skipuð þremur fulltrúum frá bænd- um og þremur fulltrúum neytenda. Er verkefni henn- ar í fyrsta lagi að reikna út, hvaða verð bóndi með meðal- bú þurfi að fá fyrir búvöru sína til þess að fá sambæri- legar tekjur við aðrar vinn- andi stéttir í landinu. 1 öðru lagi verður það hlutverk sex manna nefnd- arinnar að ákveða dreifing- arkostnað landbúnaðaraf- urða. Hafa framleiðsluráðs- lögin ekki verið framkvæmd þannig áður. Neytendur munu því framvegis taka þátt í ákvörðun dreifingar- kostnaðarins. 2) 1 samkomulagi framleiðenda og neytenda felst það einnig, að ekki má hækka verðlag landbúnaðarafurða innan- lands, til þess að bæta upp halla, sem kann að verða af útflutningi landbúnaðaraf- urða. Til þess að tryggja bændum það verð, sem þeir Framh. á bls. 23. NICOSÍU, 14. desember. — Það var opinberlega tilkynnt hér í kvöld, að Makarios erkibiskup hefði verið kjörinn fyrsti forseti lýðveldis á Kýpur. Makarios sigr- aði andstæðing sinn, John Kleri- des, sem studdur er af 'kommún- istum. — Hafði Makarios hlotið 66'/2% greiddra atkv. Einungis grískumælandi eyjarskeggjar höfðu kosningarétt við forseta- kjörið. Hinir tyrknesku eiga að kjósa varaforseta, en aðeins einn er í framboði, Kutchuk, aðalleið- togi þeirra, og verður hann sjálf- kjörinn. Mikil kjörsókn var á Kýpur og snemma í dag fóru menn að und- irbúa hátíðahöldin til þess að fagna sigri Makariosar, því full- víst var talið að hann yrði örugg- ur sigurvegari. Mikil gleði er því í þorpum grískra í kvöld. Þar er dansað og sungið á götum úti. Og meðal Tyrkja á eyjunni var líka fagnað, því eins og Kutchuk orðaði það, eru Tyrkir þeirrar skoðunar, að kjör Makariosar verði til þess að efla sjálfstæði og einingu Kýpur til muna. Þegar síðast fréttist var taln- ingu ekki lokið, en Makaríosi höfðu þá verið talin um 130 þús. atkv. en Klerides 66 þús. RÚSSNESKA sendiráðið hér skýrði Morgunblaðinu svo frá í gær, að sendiráðið hefði fengið upplýsingar um flugválarflakið, sem fannst á ísnum undan Græn- landsströndum á dögunum. — Flugvél þessi mun hafa heyrt rússneskum visindaleiðangri til og fórst á Norðurpólssvæðinu 1955. Segja Rússar að áhöfn henn Framh. á bls. 6 ★--------------—★ S / o / ð veðurkortið á bls. 2 Flugvélarflakið á ísnum. — Myndina tóku flugmenn úr björgunarsveit varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, en vegna dimm- viðris var erfitt um myndatöku. Önnur mynd er á 6. bls.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.