Morgunblaðið - 15.12.1959, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 15.12.1959, Qupperneq 3
I>riðjudagur 15. des. 1959 MORCVTSfíLAÐlÐ 3 Þegar FRÉTTAMAÐUR Morgun- blaðsins hefur átt tal af Guð- mundi Daníelssyni, sem er ný- búinn að gefa út samtalabók á forlagri ísafoldar. Fyrstu spurningunni sem var dálítið einkennileg svaraði skáldið svo: — Hvers vegna ég hafi sent frá mér þessa bók? — Ja, líklega vegna þess mig lang- aði til þess, — hvað annað gæti það verið? Flesta menn langar til að gera eitthvað annað og fleira en þeir hafa að daglegri iðju, — líka skáld- in. Þessi bók er ekki skáld- skapur, heldur blaðamennska, hún gæti verið sýnishorn af blaðamennskunni sem ég hef stundað sem sport í nokkur ár. Viðtöl eru einn skemmti- ’iegasti þáttur nútíma blaða- mennsku, og þegar ég fyrr á árum og fram eftir árum var að lesa í Morgunblaðinu við- töl Valtýs ritstjóra; þá varð mér það smátt og smátt ljóst, að þó viðtöl væru kannski ekki skáldskapur í venjulegri Guðmundur Daníelsson og einn þeirra, sem hann ræðir við, Adam Hoffritz, eða „Bauninn“ á Selfossi. lá sjúkur á banasænginni. Ég tróð mér inn á hann með nær- göngulum spurningum og neyddi hann til að auglýsa sig, honum fannst ég hálft um skjóta sér út úr gráu gufu- hvolfinu og taka mynd af bak- hlið tunglsins, eða eitthvað svoleiðis, ég vona þú skiljir hvað ég meina. spútnikinn bregður Ijósi á blekkinguna merkingu, þá gætu þau að minnsta kosti verið list, við- talsformið listform. Ég held að Valtýr sé upphafsmaður og höfundur hins listræna við- tals í okkar blöðum, og nú erum við hinir lærisveinar hans og sporgöngumenn. Þú neitar því ekki — ég veit þú ert mér sammála um að við- talsformið geti verið búning- ur listaverks, eins og til dæm- is Ijóðformið, smásagan, leik- ritið, jafnvel rómaninn. Ég hef talsvert hugsað um þetta í seinni tið, meira að segja gert nýjar tilraunir í hreinum og beinum skáldskap. Ég skrifaði um daginn stutta sögu í þessu formi: heimsótti mann sem er dauður fyrir löngu og int- ervjúaði hann blátt áfram, það gerði ég — þar sem hann hálft vera að taka eitthvað frá sér, ræna sig einhverju, en ég var ekki að því, ég tók ekkert frá honum, nema illú- sjónina. Hann sagði við mig að lokum: „Þú ert maðurinn!" sagði hann, eins og Natan spá- maður við Davíð konung í Síonsborg, þegar Davíð var óafvitandi búinn að dæma sjálfan sig. Og þessi fræga setning varð titill sögrmnar — hennar nafn. Já, maður gef ur auðvitað fjandann í gamla realismann, er það ekki? — þennan óskáldlega hversdags sannleika, sem segir að svart. sé svart og hvítt sé hvítt og dautt sé dautt, — hann er úr- eltur þessi, og maður leitar uppi annan betri hinum megin við hlutina: ég meina, maður reynir að breyta sér í spútnik, Ég er ekki að segja að það sé þetta sem ég geri í húsi náungans, samt sem áður ætl- ast ég til að bókin bregði upp myndum frá annarri hlið efn- isins en þeirri venjulegustu: mitt verk var að leiða lifandi manneskjur fram á sviðið og láta þær sjálfar presentéra sig. Auðvitað ráða þær hverju þær segja frá og hverju þær þegja yfir, þannig á það að vera, — eins og þegar málari gerir af sér sjálfsmynd. Það má ekki gleyma þætti ljósmyndarans í bókum af þessu tagi. þarna fá þeir gullið tækifæri. Ég er ánægður með samstarf okkar Ólafs Kr. Magnússonar. Við ferðuðumst saman urn mannabyggðir í haust, einn lygnan úrhellisdag frá morgni og langt fram á nótt, til þess að ná nýjum, sönnum ljósmyndum af minu góða alskulega viðtalsfólki, — finnst þér ekki árangurinn sæmilegur? Það finnst mér. STAKSTEI Wíi Aliar byggingar mál- aðar á árinu 1960 Samþykkt Bændafélags Þlngeyinga Nordal um Stephan G. Stephanson, sem Helgafell gefur út núna fyrir jólin. Á aðalfundi Bændafélags Þing- eyinga, sem haldinn var að Hólma vaði 7. des. sl. voru gerðar sam- þykktir um ýms mál. Hefur Mb). áður skýrt frá samþykkt fundar- ins um verðlagsmál landbúnað- arins. Hér fara á eftir samþykkt- ir hans um önnur mál: Tryggingamál. Aðalfundur Bændafélags Þing- eyinga 7. des. 1959, telur réttlátt að aliir íslenzkir ríkisborgarar á aldrinum 16 til 67 ára hafi sömu réttindi og skyldur gagnvart slysabótum án tillits til þess, hvaða atvinnu þeir stunda, eða hvort þeir eru atvinnurekendur eða vinnuþegar, og skorar á al- þingi að breyta almannatrygg- ingalögunum þannig, áð svo megi verða. Héraðsskjalasafn. Aðalfundur Bændafélags Þing- eyinga skorar á sýslunefndina að koma á fót skjalasafni fyrir hér- aðið svo fljótt sem unnt er. Snyrting bygginga. Aðalfundur Bændafélags Þing- eyinga haldinn á Hólmavaði 7. des. sl. lætur ánægju sína í ljós yfir þeim stórbrotnu framkvæmd um, sem orðið hafa í bygginga- málum héraðsins á sl. árum. Þar sem augljóst er, að mikið skortir á, að utanhússmálningu bygg- inga sé lokið, skorar fundurinn á alla bændur héraðsins að setja sér það mark, að máluð verði þök og ytraborð veggja allra bygg- inga í héraðinu á árinu 1960. — Fundurinn beinir því til stjórn- ar B.Þ., að hún leiti til sam- vinnu við H.S.Þ. og Búnarsam- band S.-Þing. um að taka má) þetta til umræðu í vetur og beita áhrifum sínum til þess að það komist í framkvæmd á næsta sumri. Stjórnarkosning. Stjórn félagsins var endurkjör- in en hana skipa: Jón Sigurðsson, Yztafelli (form.), Baldur Bald- vinsson, Ófeigsstöðum, Þrándur Inrriðason, Aðalbóli, Haraldur Jónsson, Jaðri og Finnur Krist- jánsson, kaupfélagsstjóri, Húsa- vík. Góðar sölur íslenzkra togara TOGARINN Keilir frá Hafnar- firði, sem bættist í togaraflotann nú fyrir skömmu, kom til Brem- erhaven í gærmorgun. Seldi hann mjög vel. Keilir var með 110 lestir af eigin þorskafla af heimamiðum, er hann seldi fyrir 70 þúsund mörk. Þá var togarinn með ís- varða reknetjasíld, rúmlega 40 tonn. Salan á henni var einnig mjög góð og fengust 38 þúsund mörk fyrir síldina. Togarinn Bjarni Ólafsson seldi einnig í Bremerhaven 143 tonn fyrir 91,200 mörk. Þá seldi Kaldbakur frá Akur- eyri í Grimsby, 158 tonn fyrir 10,884 sterlingspund. Austur-þýzki Siglufjarðartog- arinn Margrét mun væntanlega selja ísvarða síld frá Vestmanna- eyjum í Þýzkalandi í dag. Hvað hafa Rússar látið-? Stórhýsi Máls og menningar við Laugaveg er nú komið undir þak. Að því tilefni birtir Þjóð- viljinn samtal við Kristin Andréa son, sl. sunnudag. Kemst ritstjór- inn þar m. a. að orði á þessa leið í formála, sem hann ritar fyrir samtalinu: „Hin nýja fimm hæða bygging Máls og menningar, Vegamót, Laugavegi 18, er komin undir þak — og fyrsti stjórnarfundur- inn var haldinn þar á þakinu í gær. Einstaka kunningi minn i borgarastétt hefir spurtí trúnaði á lágu nótunum: — Hvað hafa Rússar látið hann Kristin fá mik- ið gull í Vegamót? Aðrir í þeim hópi, er hafa verið of gáfaðir til að trúa því að málið væri svona einfalt og auðvelt, hafa spurt: — Hvernig fer hann Kristinn að safna fé í slíka byggingu? í eftirfarandi spjalli Ijóstrar Kristinn upp leyndarmálinu um auðinn, sem er öllu dýrmætari", í samtalinu ljóstrar svo Krist- inn upp „leyndarmálinu" ag kemst þar m. a. að orði á þessa leið: „Félagið mun aldrei gleyma þeim 200 manna hópi í Reykja- vík og Hafnarfirði, sem á svip- stundu varð við áskorun félags- stjórnar og lagði fram nægilegt fé til að kaupa Laugaveg 18 og kom þar nýrri byggingu áleiðis.“ Þá vita menn það. Kristinn hef- ur ekkert „rússneskt gull“ fengið í sín Vegamót. Það eru bara ör- fáir „velunnarar“ í Reykjavík og Hafnarfirði, sem lagt hafa fram þessar 7—8 milljónir kr., sem lóðin og húsið á að kosta! Fjársvikamál innan Framsóknarflokksins? Blað kommúnista skýrir frá þvi undir stórri fyrirsögn á forsíðu sinni sl. sunnudag, að nýtt fjár- svikamál kunni að vera á döf- inni innan Framsóknarflokksins. Kemst blaðið að orði á þessa leið: „Fyrir kosningarnar í vor og í haust hafði flokkurinn mjög um- fangsmikla fjársófnun í kosninga sjóð sinn, bæði með frjálsum framlögum og annarlegri skatt- heimtu, frá fyrirtækjum, sem Framsókn hefur sérstakan að- gang að. Munu hafa safnazt mjög verulegar upphæðir í sjóðinn. Nú mun hafa komið í ljós, að talsverður hluti af þessum fjár- hæðum hefur alls ekki runnið til kosningabaráttu Framsóknar- flokksins heldur veitzt niður í vasa flokksgæðinga, sem aðstöðu höfðu til að nota sjóðinn i sína þágu, og hafi reikningar veriá falsaðir“. Hannesi fallin endur- skoðun Kommúnistablaðið heldur síð- an áfram frásögn sinni af þessu þessu máli í innsta hring Fram- sóknarflokksins og kemst þá að orði á þessa leið: „Hafa verið allmikil átök út af þessu máli í innsta hring Fram- sóknarflokksins að undanförnu og nú síðustu dagana hefur skrif- stofa fulltrúaráðs Framsóknar- flokksins verið lokuð. Jafnframt mun Hannesi Pálssyni hafa verið falið að endurskoða alla reikn- inga um fjársöfnunina, en þegar hefur komið í ljós, að allmikið af fylgisskjölum hefir glatazt“.“ Ekkert skal um það fullyrt hér, við hvaða rök þessi frásögn Þjóð- viljans styðst. Hitt er öllum ljóst, að harðar hnútur fljúga nú um borð milli kommúnista og Fram- sóknarmanna, hinna fyrrverandi tilvonandi samstarfsmanna i nýrri ríkisstjórn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.