Morgunblaðið - 15.12.1959, Qupperneq 20
20
MORCVISBLAÐIÐ
Þriðjudagur 15. des. 1059
9 J msmæmm
oÞmjm
hljóðfæranna, þannig skorti jafn
vel hinar skemmtilegustu og glað
værustu stundir okkar í her-
mannaskálunum þann sérstaka
svip, sem návist kvenna setur á
alla mannfundi. Jafnvel þegar
við fjórtán ára herskólasveinar
höfðum gengið okkur til skemmt
ur.ar um götur borgarinnar, tveir
og tveir, í fallegu gullbryddu
einkennisfötunum okkar og sát-
um aðra pilta á okkar aldri, masa
og gera að gamni sínu við stúlk-
ur, fundum við til þess með sökn
uði, að vegna hinnar klaustur-
legu einangrunar hafði hið unga
líf okkar verið rænt einhverju
því, sem jafnöldrum okkar veitt-
ist daglega, á götunum, í
skemmtigörðunum, í járnbraut-
arvögnum og á dansleikum:
hispurslausu samneyti við ungar
stúlkur. Einangraðir og lokaðir
bak við járnrimla, störðum við
á þessar pilsstuttu álfameyjar,
eins og einhverjar töfraverur og
lé'um okkur dreyma um eitt ein-
asta samtal við unga stúlku, eins
og eitthvert óhöndlanlegt hnoss.
Slík vöntun gleymist ekki svo
fljótt. Seinna, þegar við lentum
í skjótliðnum og auðvirðilegum
ævintýrum með alls konar kven
fólki, bættu þau ekki að neinu
leyti upp hina viðkvæmu drengja
drauma og sú vandræðakennd
eða feimni sem greip mig í hvert
skipti sem ég var kynntur fyrir
ungri stúlku (enda þótt ég hefði
þegar hér var komið sögu, sofið
hjá mörgum konum) sýndi betur
en nokkuð annað, hvernig hin
löngu einangrunarár höfðu rænt
mig hinu einfalda og eðlilega
hispursleysi, þegar konur áttu í
hlut.
Og nú hafði loks hin langþráða
ósk mín rætzt, sú ósk, að kynn-
ast ungum stúlkum, en ekki ein-
vörðungu skeggjuðum, rudda-
fengnum karlmönnum. Á hverju
kvöldi sat ég, eins og ég væri
heima- hjá mér, hjá stúlkunum
tveimur. Hinn þýði, kvenlegi
radd'hljómur þeirra (ég get ekki
orðað það öðru vísi) veitti mér
einhverja jákvæða, líkamlega
vellíðan. Og það var með næst-
um ótrúlegri hamingjukennd
sem ég naut í fyrsta skipti sam-
neytis við ungar stúlkur án þess
að finna til feimni eða ófram-
færni. En það sem sérstaklega
gerði samband okkar hamingju-
ríkt var sú staðreynd, að það
var algerlega laust við þá æsandi
spennu sem venjulega setur svip
sinn á samband karls og konu.
Þegar við sátum og röbbuðum
saman, varð hvergi vart við hið
heita andrúmsloft, sem venju-
lega gerir téte á téte í hálfrökkr
inu svo hættulegt. í fyrstu — og
það viðurkenni ég fúslega —
urðu hinar þrýstnu varir Ilonu,
hinir holdugu armar hennar og
sú munúð, sem birtist í mjúkum,
liðugum hreyfingum hennar,' til
að æsa mig, unglinginn, á þægi-
legan hátt. Oftar en einu sinni
hafði ég næstum látið undan
þeirri freistingu, að vefja þessa
heitu, mjúku veru, með dökku,
hláturmildu augun, örmum og
þekja hana með kossum. En
Ilona hafði strax í upphafi kunn
ingsskapar okkar trúað mér
fyrir því, að hún væri búin að
ampt
er qóS
../ .../
folaqfof
— ☆ —
Verí L 595
Jfekla
Austurstræti 14,
sími 11687
vera trúlofuð lögfræðinema i
Beskeret, undanfarin tvö ár og
biði nú aðeins með giftinguna,
þangað til Edith væri farið að
batna eitthvað að ráði. — Ég
ályktaði að Kekesfalva hefði
heitið hinni fátæku frænku
sinni heimanmundi, ef hún biði
þannig með giftinguna. — Og þar
að auki hefðum við gert okkur
sek um fullkomið þroskaleysi, ef
ekki hreina og beina sviksemi, ef
við hefðum, án raunverulegrar
ástar farið að kyssast og faðm-
ast á bak við hina viðkvæmu
og skapæstu stúlku, sem var
hlekkjuð svo átakanlega við 1
sjúkrastólinn sinn.
Hinn upphaflegi, holdlegi
kveljandi seiðkraftur Ilonu
hætti brátt að ónáða mig og kær
leikshneigð mín beindist með
vaxandi ákafa að hinni ógæfu-
sömu stúlku, sem lífið hafði beitt
svo hörðu, vegna þess að samúð
manns með sjúkri manneskju
er óhjákvæmilega og alltaf bland
in ástúð. Að sitja hjá lömuðu
stúlkunni, að hugga hana og
kæta með rabbi mínu, að sjá
bros mýkja hinn harða og eirðar
lausa munnsvip, eða, þegar hún
var í óvenjulega æstu skapi, að
sjá reiðina víkja fyrir feimnis-
legri undirgefni, við eina handar
snertingu og fá að launum þakk
látt tillit hinna gráu augna —
allt þetta styrkti hina platonisku
vináttu mína og veitti mér meiri
hamingju en ástríðufyllstu ásta-
mök við aðra konu hefðu getað
veitt mér. Og það var þessari
andlegu reynslu að þakka að ég
uppgötvaði viðkvæmara tilfinn-
ingasvið, áður óþekkt og ógrun-
að.
Óþekkt og viðkvæmt tilfinn-
ingasvið — en hreinskilnislega
sagt — jafnframt mjög hættu-
legt, því að þrátt fyrir mjög
ákveðnar tilraunir getur vinátta
heilbrigðs manns og sjúklings,
frjáls manns og fanga aldrei
haldizt varanleg. Óhamingja ger-
ir mann viðkvæman og stöðug
þjáning óréttlátan. Eins og í
sambandi lánardrottins og
skuldunauts er alltaf um ágrein
ingsefni að ræða, sem ekki verð
ur ráðin bót á, þar eð annar
gegnir óhjákvæmilega hlutverki
veitandans, en hinn hlutverki
þyggjandans, þannig býr sjúkl-
ingurinn ávallt yfir leyndum
reiðitilfinningum, sem eru ávallt
tilbúnar að brjótast út við hvern
minnsta, sýnilega nærgætnisvott.
Maður varð stöðugt að vera á
verði og gæta þess, að fara ekki
út fyrir hin vart merkjanlegu
takmörk, þar sem samúðin særði
hana í stað þess að hugga og
sefa. Annars vegar krafðist hún
þess að allir þjónuðu sér eins og
prinsessu og dekruðu við sig eins
og krakka. En á næsta andartaki
gat siík nærgætni fyllt hana
beizkjublandinni reiði, vegna
þess að hún sannaði enn greini-
legar hennar eigin vanmátt og
hjálparleysi. Ef maður ýtti t. d.
litla stólnum nær henni til þess
að spara henni þá áreynslu að
teygja sig eftir bók eða bolla,
leit hún á mann með reiði-
glampa í augum og roða í kinn-
um. — „Haldið þér að ég geti
ekkj sjálf náð í það sem ég kæri
mig um?“ Eins og dýr í búri
ræðst stundum og án sýnilegra
orsaka á gæzlumanninn, sem
það er annars vant að flaðra upp
um, þannig greip hana alltaf
öðru hverju áköf, illgirnisleg
löngun tii að spilla í einni svip-
an hinu rólega, kyrrláta andrúms
lofti, með því að fara allt í einu
að tala um sjálfa sig, sem „ve-
sæla örkumla manneskju". Á
slíkum stundum varð maður að
neyta allrar sinnar orku, til þess
að ávíta hana ekki harðlega fyr-
ir geðvonsku hennar og nöldr-
unarsemi.
En sjálfum mér til undrunar,
varð mér aldrei þessarrar orku
vant. Þegar maður hefur einu
sinni öðlazt skilning á mannlegu
eðli, vex sá skilningur með degi
hverjum og sá sem reynt hef-
ur með öðrum, jafnvel eina ein-
ustu tegund af jarðneskri þján-
ingu, öðlast við það skilning og
þekkingu á öllum tegundum
'hennar, jafnvel þær sem eru
mest framandi og fráleitastar.
Þess vegna lét ég ekki hin til-
viljanlegu uppreisnarköst Ediths
rugla mig. öðru nær. Því órétt-
SKREYTINGAR
S K A L A R
K Ö R F U R
K R A N S A R
K R O S A R
GRÓÐRASTÖÐIN v/Miklatorg — Sími 19775.
CT S A L A N L<augavegi.
GOT EVERYTHINS WELU IN
HANC* EH, TRAIL?...THAT
IP IT POESNT CTART
RAINING /
a
r
í,
£
/ Baldur, þú skalt fura í bátnum
*em Sidney Lockett og frú ....
Súsaxma kemur með okkur Sirrí.
ur verið hagstætt að missa bark-
arbát. Þar sem við höfum misst
öll tjöld og svefnpoka, ættum við
En hvað það var gaman. Það get- að finna okkur náttstað snemma
til að byggja okkur skýli og rúm-
stæði úr trjágreinum. — Þú hef-
ur þá séð fyrir öllu Markús, er
það ekki? .... Það er að segja
ef hann ekki rignir.
látari og sárari sem þessi flog
hennar urðu, þeim mun meira
hrærðu þau mig. Smátt og smátt
skildist mér líka, hvers vegna
faðir hennar og Ilona og heim-
ilisfólkið allt, fögnuðu svo mjög
heimsóknum mínum, návist
minni. Langvarandi þjáningar
eyða ekki aðeins þoli hins sjúka,
heldur og lika meðaumkun ann-
arra. Ákafar tilfinningar verða
ekki framlengdar endaiaust. —
Faðir Ediths og Ilona tóku full-
komlega þátt í þjáningum hins
vorkunnarverða, óþolinmóða
sjúklings, en hæfileiki þeirra til
að þjást var að vissu marki eydd
ur. Þau höfðu afsaiað sér honum.
Þau litu á sjúklinginn sem sjúkl
ing, á lömun hennar sem stað-
reynd. Þau biðu nú þögul og nið
urlút, þangað til hinn stutti til-
finningaofsi var liðinn hjá. En
þau voru ekki lengur hrædd, eins
og ég varð hrc.ddur í hvert
skipti og þar sem ég var sá eini
sem þjáningar hennar urðu stöð-
ugt til nýrrar skelfingar, varð
ég jafnframt sá eini, sem hún
blygðaðist sín fyrir að sýna
óstillingu sína og ósanngirni. —
Kg þurfti aðeins að segja: „En,
ungfrú Edith“, þegar hún missti
stjórn á sjálfri sér. Þá renndi
hún gráu augunum til jarðar,
roðnaði í vöngum og það var sýni
legt, að hún hefði helzt viljað
'hlaupa í felur, flýja sjálfa sig.
En hinir máttvana fætur hlekkj-
uðu hana við stólinn. Og aldrei
skildi ég svo við hana, að hún
segði ekki með bænarrómi, sem
gekk mér nærri hjarta: „Þér ætl
ið að koma aftur á morgun, er
......Pparið yðuj hlaup
A milli maj-gra verziajm'-
mm
I) OtlUM
MWM!
- Austurstrðeti
aitltvarpiö
Þriðjudagur 15. desember
8.10—10.00 Morgunútvarp. (Bæn. —
8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón-
leikar. — 8,30 Fréttir. — 8,40 Tón-
leikar. — 9.10 Veðurfregnir. —
9,20 Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00
Fréttir og veðurfregfiir).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Amma segir börnunum sögu.
18.50 Fraburðarkennsla í Þýzku.
19.00 Tónleikar. — Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Utvarpssagan: „Sólarhringur*4 .
eftir Stefán Júlíusson; VII. (Höf-
undur les).
20.55 Við orgelið (Dr. Páll Isólfsson).
21.15 Erindi: Minnzt aldarafmælis
Zamenhofs, höfundar alþjóða-
málsins esperanto (Arni Böðvars
son kand mag.)
21.40 „Myndir frá Leningrad**, reisu-
þáttur eftir Thor Vilhjálmsson
(Höfundur flytur).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Hæstaréttarmál (Hákon Guð-
mundsson hæstaréttarritari).
22.30 Lög unga fólksins (Kristrún Ey-
mundsdóttir og Guðrún Svavars-
dóttir).
23.25 Dagskrárlok.
Miðvikudagur 16. desember
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik-
ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón-
leikar. — 9.10 Veðurfr. — 9.20
Tónleikar).
12.15—13.15 Hádegisútvarp — (12.25
Fréttir og tilkynningar).
12.50—14.00 „Við vinnuna"; Tónleikar
af plötum.
15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00
Fréttir og veðurfr.)
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Utvarpssaga barnanna: „Siskó á
flækingi" eftir Estrid Ott; XIIL
lestur (Pétur Sumarliðason kenn-
ari).
18.55 Framburðarkennsla í ensku.
19.00 Tónleikar. — Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Daglegt mál (Arni Böðvarsson
cand. mag.).
20.35 Með ungu fólki (Guðrún Helga-
dóttir).
21.00 Tónleikar: Þjóðlög og dansar frá
Júgóslavíu (Þarlendir listamenn
flytja).
21.20 Framhaldsleikritið: „Umhverfis
jörðina á 80 dögum**, gert eftir
samnefndri sögu Jules Verne; VI.
kafli. Þýðandi: Þórður Harðarson.
Leikstjóri: Flosi Olafsson.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Leikhúsfcistill (Sveinn Einars-
son).
22.30 Djassþáttur á vegum Jazzklúbbs
Reykjavíkur.
23.10 Dagskrárlok.