Morgunblaðið - 15.12.1959, Page 24
9
dagar
til jöla
280. tbl. — Þriðjudagur 15. desember 1959
dagar
til jóla
Féll of 4. hæð
— slnpp með
hnndleggshrot
I>AÐ slys varð í gær laust eftir
klukkan tvö, að maður féll af
vinnupalli á fjórðu hæð við hús
DAS við Laugaveg. Maðurinn
heitir Þórir Snorrason til heim-
ilis að*Landakoti í Fljótshlíð.
Þórir handleggsbrotnaði á báð-
um handleggjum og var fiuttur í
Slysavarðstofuna.
Af Slysavarðstofunni var Þórir
bvo fluttur á handlæknlngadeild
Landsspítalans og gert að brot-
nm hans. Var hann illa brotinn á
báðum framhandleggjum og auk
þess illa skrámaður í andliti.
Við fyrstu skoðun var ekki
»ð sjá að Þórir hefði lilotið nein
önnur meiðsli, að því er læknir
handlæknisdeildarinnar tjáði
blaðinu í gærkvöldi. Má því telja
að hann hafi sloppið vel eftir svo
hátt fall.
Þórir Snorrason er innan við
tvitugt.
—--------------------------<t
Steinpeningur á Yap-eyju, einhver furðulegasti gjaldmiðill
sem þekkist meðal frumstæðra þjóða.
Fyrrum bæjargjald-
keri i Eyjum ákærð-
ur um þjófnað
VESTMANNAEYJAR, 14. des. —
f morgun var kallaður saman
bæjarstjórnarfundur og var þar
lögð fram til samþykktar beiðni
til bæjarfógeta um rannsókn í
máli fyrrum bæjargjaldkera
Vestmannaeyjakaupstaðar, Hall-
dórs Arnar Magnússonar.
Var beiðst rannsóknar bæjar-
fógeta á sjóðþurrð og bókhalds-
fölsun Halldórs Arnar Magnús-
sonar, sem reyndist samkvæmt
bráðabirgðayfirliti vera kr.
372,000. —
Var einróma samþykkt að
biðja um þessa réttarrannsókn.
Bæjarfógeti gat ekki í kvöld
gefið frekari upplýsingar varð-
andi mál þetta. Hann kvaðst
mundi taka málið fyrir seinni
hluta dags í dag. Bráðabirgða-
yfirlitið nær aðeins til ársins
1958. Hinn ákærði maður varð
bæjargjaldkeri Vestmannaeyjar-
kaupstaðar á miðju ári 1956 og
gegndi því starfi til ársloka 1958.
Lét hann af störfum eftir eigin
ósk og gerðist þá kaupfélagsstjóri
Kaupfél. Vestmannaeyja og gegn-
ir því starfi nú.
Halldór Örn fluttist hingað til
Vestmannaeyja frá Hafnarfirði
liðlega þrítugur að aldri.
Prófaniinar á Efra-Sogs-
stöðinni ganga að óskum
„Frumstæðar þjóðir'— ný AB-bók
með 212 myndum
Gjafabókin i ár er þrjú Eddukvæði
ALMENNA bókafélagið gefur nú
út einhverja vönduðustu og glæsi
legustu bók, sem sézt hefur hér
á markaðmim. Heitir bókin
„Frumstæðar þjóðir“ og er eftir
Edward Weyer, þýðandi Snæ-
björn Jóhannsson, cand. mag. —
Hún er prýdd 212 myndum, þar
af eru 58 litmyndir og margar
þeirra heilsíðumyndir. Eru mynd
imar prentaðar í Sviss, en bókin
er að öðru leyti unnin hér í þrem
ur prentsmiðjum, ísafoldarprent-
smiðju, Víkingsprenti og Borgar-
prenti. Bókfell h.f. hefur bundið
bókina. Bókin er nálega 300 bls.
og er hver bls. h. u. b. helmingi
stærri en venjuleg bókarblaðsíða.
Frágangur allur er einstaklega
vandaður og svipar til frágangs-
ins á Heiminum okkar, sem félag-
ið gaf út á sínum tíma. Meginmál
Frumstæðra þjóða er þó miklu
meira en var í Heiminum okkar
og efnið e. t. ▼. ennþá skemmti-
legra. Höfundur Frumstæðra
þjóða, dr. Edward Weyer, er
þekktur amerískur þjóðfræðingur
og ferðamaður. Verður bók þessi
i höndum hans frábær og heill-
andi lýsing í lifinu og fólkinu
utan hinnar svonefndu siðmenn-
ingar. I inngangi bókarinnar er
dregin upp mynd af frumstæðum
þjóðum nútímans og stöðu þeirra
í heiminum f dag. Síðan koma
fjórtán langir kaflar um þjóð-
flokka, sem hver um sig er full-
trúi fyrir mismunandi fnumstæð
menningarform.
Þarna er m.a. fjallað um Eski-
móa, Navahó-Indíána, Jivaróa,
hausaveiðara í Suður-Ameríku,
Búskmenn, Ainúa í Japan, Sam-
óa, á Kyrrahafseyjum og hina
frumstæðu Arúnta í Ástralíu, svo
að eitthvað sé nefnt.
Bókin er byggð á mjög vel
grundvallaðri þekkingu. Höfund-
urinn hefur dvalizt meðal margra
af þessum þjóðflokkum allt frá
hitabelti til heimskauts, og segir
á lifandi og fjörlegan hátt frá
klæðnaði þeirra, bústöðum, veiði
og veiðiaðferðum, bónorðum, ást
arsiðum og hjúskap, orrustum,
töfrum og trúarbrögðum. Hann
skýrir hvers vegna Jívaróar safna
mannsöfðum, hvers vegna Eski-
móar hegna aldrei börnum sín-
um og hvers vegna Ainúkonur ala
bjarnarhún við brjóst sér. Þann-
ig mætti lengi telja. Má með
sanni segja, að bók þessi sé stór-
glæsileg.
Gjafabókin
Gjafabókin, Þrjú Eddukvæði
er svipuð að stærð og gjafabókin
í fyrra. Hefur Sigurður Nordal
prófessor búið þau til prentunar
og ritað mjög merkilegan for-
mála fyrir þeim, þar sem lögð er
áherzla á og sýnt fram á hvað
Eddukvæðin eru í raun og veru
alþýðlegur skáldskapur. Þau þrjú
kvæði, sem hér um ræðir eru
Þrymskviða, Völundarkviða og
Völsungakviða hin forna, allt
fagur skáldskapur, hin fyrsta mik
ið gaman, tvö hin síðari harm-
sögur. Kvæðin eru prentuð með
eins miklum nútímasvip og fært
þótti, en efniságrip fylgir hverju
kvæði. í bókinni eru nokkrar
fagrar myndir gerðar af Jóhanni
Briem listmálara, Eru tvær þeirra
litmyndir. Gjafabókina fá ókeyp
is allir þeir félagsmenn Bókafé-
lagsins, sem keypt hafa 6 bækur
eða fleiri á árinu, en hún verður
hins vegar ekki til sölu.
Mánaðarbókin
Mannlýsingar Einars H. Kvar-
ans er mánaðarbók í desember
ásamt Frumstæðum þjóðum. —
Tómas Guðmundsson hefur ann-
azt útgáfuna 1 tilefni af 100 ára
afmæli höfundar. Hefur þessarar
merku bókar áður verið getið í
blaðinu.
Á jólamarkaði A.B. er einnig
bók Selmu Jónsdóttur, Dómsdag-
urinn í Flatatungu, sem sagt var
frá í blaðinu á laugardaginn.
Afgreiðsla Bókafélagsins í
Tjarnargötu 16 verður opin eins
og verzlanir fram að jólum svo
að félagsmenn geti fengið bækur
sínar afgreiddar og nýir félagar
orðið aðnjótandi þeirra ágætu
kjara, sem félagið býður.
Siðasta vonin er:
Bátarnir hafi borizt upp
undir Islandsstrendur
A SUNNUDAGSKVÖLDIÐ lýsti
Slysavarnafélagið eftir tveim
dönskum fiskibátum, Stornovay
og Jytte, sem báðir eru frá hin-
um mikla útgerðarbæ Esbjerg.
Ekkert hefur spurzt til þessara
báta og er mjög óttast um að þeir
hafi farizt. Fjórir menn mun hafa
verið á hvorum þeirra.
Að því er danska sendiráðið
skýrði Mbl. frá í gær voru þessir
bátar meðal fimm annara
danskra Esbjerg-báta, sem voru
á veiðum útaf norðurströnd Skot
lands, er mannskaðaveðrið mikia
brast á í byrjun fyrri viku. Tveir
komu fram, einn fórst og fannst
rekald úr honum, en ekki er vit-
að um afdrif þeirra tveggja, sem
nú hefur verið lýst eftir. A mið-
vikudaginn var, hafði Stornovay
látið til sin heyra. Var hann á
siglingaleið milli Orkneyja og
Shetlandseyja og rak undan
vindi og sjó því stýrið var brotið.
Frá hinum bátnum Jytte hefur
aldrei neitt heyrzt.
Flugvélar hafa leitað á því
svæði sem bátarnir voru á. Það
er aðeins veik von manna, að þá
hafi hrakið norður undir Island.
í gærkvöldi höfðu engar fregnir
borizt um það, að önnur skip
stödd milli Færeyja og Islands
hefðu orðið bátanna tveggja vör.
Það mun í ráði þegar aðstæður
leyfa, að senda björgunarflugvél
til þess að kanna hafið suðaustur
af Islandi. Leitarflugvélar með
bækistöðvar í Danmörku, Noregi
og Skotlandi hafa haldið uppi
víðtækri leit, sem ekki hefur bor-
ið árangur enn sem komið er.
EINS og skýrt var frá hér í blað-
inu sl. sunnudag var vatninu
hleypt í jöfnunarþróna við Efra-
Sog sl. laugardag. Á sunnudaginn
um hádegið var vatninu síðan
hleypt á aðra aflvél orkuversins,
■en hún framleiðir 13.500 kw. Hin
vélasamstæðan verður svo vænt-
anlega tekin í notkun um mán-
aðarmótin febr.-marz, en hún er
jafn stór.
í þessari viku fara fram ýms-
ar prófanir á hinni nýu aflvél
og er þess vænzt að þeim verði
lokið nú fyrir helgina og verði
þá hægt að hleypa straumnum
inn á aðalrafkerfi Sogsvirkjan-
anna.
1 samtali við blaðið í gær sagði
Ingólfur Ágústsson framkvæmda
stjóri virkjananna, sem eni í
eigu Rafmagnsveitu Reykjavíkur
og Sogsvirkjunar, að allar áætl-
anir hefði staðið fullkomlega um
byggingu hins nýja mannvirkis
og hefði verkið gengið vel.
Kona féll á hita-
veitustokk
ÞAÐ BAR TIL sl. sunnudag, að
kona barði að dyrum á Háuhlíð
10, en er gengið var til dyra hné
konan í yfirlið þar á tröppunum.
Var þegar hringt í sjúkrabifreið
og konan flutt á Slysavarðstof-
una.
Atvik eru þau, að kona þessi,
Guðlaug Jónasdóttir, Hamrahlíð
31, hafði verið á gangi eftir hita-
veitustokk. Varð henni fótaskort-
ur á stokkinum, féll og skarst illa
á fæti.
Ekkert fólk var á ferli þarna
nálægt, Guðlaug komst af eigin
ramíeik heim að Háuhlíð 10 og
náði að drepa þar á dyr, sem
áður segir.
Stormur
á miðunum
AKRANESI, 14. des. — Allir síld-
arbátarnir fóru út í gær, en höfðu
ekkert nema hrakninginn vegna
storms, sem á þá gerði.
Aðfaranótt sunnudagsins voru
aðeins þrír reknetjabátar úti og
fengu samtals tæpar 400 tunnur.
Þeir voru Skipaskagi með 143,
Farsæll 138 og Ólafur Magnússon
með 100.
Síldin er ýmist söltuð eða fryst
— Oddur.
Fyrstu athuganir, sem gerðar
voru á virkjun Sogsins voru ein-
mitt gerðar 1924 við Efra-Sog,
þótt ekki væri byrjað á bygg-
ingu þeirrar stöðvar fyrr en síð-
ast, svo sem kunnugt er. Árið
1951 hófust athuganir og mæling-
ar fyrir hinni nýju stöð, en verk-
ið sjálft hófst um vorið 1957. —
Hornsteinn var lagður við hátíð-
lega athöfn sumarið 1958. Enn er
nokkurt verk eftir við hið mikla
raforkumannvirki, sem er hið
annað stærsta, sem byggt hefir
verið hér á landi. Mun því vænt-
anlega lokið á næsta sumri.
— Allar pröfanir hafa gengið
vel til þessa og við vonum að
allt gangi vel, sagði Ingólfur að
lokum.
Bandaríski sendi-
herrann kveður
r
Island
John J. Muccio
BLADIÐ hefur frétt, að John
Muccio sendiherra Bandaríkj-
anna á íslandi sé á förum héð-
an og muni taka við öðru starfi
fyrir Bandaríkjastjórn. Fer hann
ásamt konu sinni til Washington
á miðvikudaginn og er í ráði að
hann taki við embætti sem varð-
ar málefni ríkjanna í Mið- og
Suður-Ameríku. John Muccio
hefur verið sendiherra á íslandi
rúm fimm ár, og er það lengri
starfstími en venja er til um
sendiherra. Hefur hann á þessu
tímabili eignazt hér marga vini,
enda hefur hann látið sig hag
íslendinga miklu skipta í starfi
sínu. Ekki mun enn ráðið hver
tekur við starfi hans hér á landi.