Morgunblaðið - 20.12.1959, Page 1
II
Sunnudagur 20 des. 7959.,
IMý gerð af sjúkra
börun
Ý M S A R tilraunir hafa verið
gerðar til þess að leysa þann
vanda, hvernig koma mætti
alvarlega slösuðum manni frá
slysstað til sjúkrahúss, án þess
að hann yrði fyrir hnjaski, sem
leitt gæti til þess að meiðsli hans
versnuðu.
Sársaukinn og hættan á því að
eitthvað gangi úr skorðum, er
mest, þegar sjúklingnum er lyft
frá gólfi eða jörðu upp á börur
eða annað og síðan lyft aftur á
sjúkraborð.
Þessi vandi virðist nú að
mestu leystur með notkun nýrra
sjúkrabara, sem farið er að nota
erlendis. Við notkun þessara
bara þarf ekki að lyfta sjúkl-
NÝ gerð af sjúkrabörum
hefur verið reynd hér á
landi. Börurnar eru einfald-
ar að gerð, eins og sjá má
af myndin'ni, en eiga e. t. v.
eftir að breyta mjög til bóta
flutningi slasaðra.
Ljósmyndari Morgunblaðs
ins, Ól. K. Magnúss., tók
myndirnar fyrir nokkru við
Slökkvistöðina í Reykjavík,
en brunaverðir annast hér
allan sjúkraflutning, sem
kunnugt er.
Júlíus Sesar" jólaleik-
rít Þjóðleikhússins
//
ANNAN jóladag verður frum.
sýnt í Þjóðleikhúsin, stórverkið
Júlíus Sesar, eftir Shakespeare.
Þjóðleikhússtjóri og Lárus
Pálsson, leikstjóri, skýrðu blaða
mönnum frá því á fundi á föstu-
dag, að lengi hafi verið í ráði að
sýna þetta rismikla og glæsilega
verk, en framkvæmd af ýmsum
ástæðum dregizt þar til nú. Það
væri einn þátturinn í starfsemi
Þjóðleikhússins að kynna íslenzk
um leiklistarunnendum verk eft-
ir Shakespeare, og þegar hefðu
verið sýnd tvö verk eftir hann:
„Sem yður þóknast", 1952, og
,,Jónsmessunæturdraumur“, en
það var jólaleikrit Þjóðleikhúss-
ins 1954.
Milli 50 og 60 leikarar
Aðalhlutverk hafa með hönd-
um: Haraldur Björnsson sem
leikur sjálfan Sesar, Rúrik Har-
aldsson í hlutverki Brútusar,
Markús Anton leikur Helgi
Skúlason, Kajus Kassíus Jón
Aðils og Kaska Róbert Arnfinns-
son. Aðeins tvær konur koma
þarna við sögu, og fara þær Guð-
björg Þorbjarnardóttir og Her-
dís Þorvaldsdóttir með hlutverk
þeirra. Alls koma fram milli 50—
60 leikarar. Helgi Hálfdanarson
þýddi verkið, en hann hefur
einnig þýtt önnur Shakespears-
verk, sem sýnd hafa verið í Þjóð-
leikhúsinu. Magnús Pálsson mál-
aði leiktjöld og teiknaði búninga.
Vopn og hjálmar voru léðir er-
lendis frá, ásamt nokkrum bún-
ingum, en þeim breytt hér heima.
Leikstjóri er Lárus Pálsson, eins
og áður er sagt.
Starfsemin eftir áramót
— Æfingar standa nú yfir á
barnaleikritinu: ,,Fólk og ræn-
ingjar í Kardemommubæ" eftir
Norðmanninn Thorbjörn Egner,
sagði Þjóðleikhússtjóri ennfrem-
ur, og er búizt við að sýningar á
því hefjist um miðjan janúar.
Þetta barnaleikrit hefur notið
mjög mikilla vinsælda erlendist
og er ekki að efa að svo verður
hér einnig. Leikstjóri verður
Klemenz Jónsson. Frú Hulda
Valtýsdóttir og Kristján frá
Djúpalæk hafa annazt þýðing-
una.
Sjúkraflutningsmenn ýta sinn hvorum burðarvængnum að
líkama sjúklingsins.
ingnum frá jörðu. Heldur er
tveim burðarvængjum smeygt
beggja meginn undir sjúklinginn
og vængirnir tengdir saman með
þverböndum úr málmi. Þá eru
börurnar komnar undir sjúkling-
inn, án þess að honum hafi verið
lyft. Síðan eru börurnar leystar
sundur undan sjúklingnum á
sjúkraborðinu.
— ^ V 4—
Tvær giarðir “-*• snenntar
uorinn í sjúkraum,,...
yfir sjúklinginn — og hann
Börur þessar eru einkum not-
aðar við skyndiflutninga á mönn-
um, sem slasast á götum úti eða
á vinnustað.
Brunaverðirnir í Reykjavík,
sem hafa mikla reynslu í þessum
efnum, hafa reynt börurnar og
telja þær til mikilla bóta.
Málmsmiðjan „Hella“ í Reykja-
vík mun hefja smíði á svipaðri
gerð sjúkrabara, eftir næstu ára-
mót. — J. O. J.
Jólin ollstaðar þou sömu,
segir Sir Luurence Olivier
— og fer til Banda-
ríkjanna
SOUTHAMPTON, Englandi, 17.
des. (Reuter).
SIR LAURENCE Olivier, hinn
heimsþekkti leikari og leikstjóri,
sigldi héðan 1 dag áleiðis til New
York, en þaðan mun hann halda
til Kaliforníu og eyða jólunum
þar. Kona hans, leikkonan Vivien
Leigh, var ekki með í förinni.
Við brottförina neitaði Olivier
að ræða sögusagnir um ósam-
komulag þeirra hjóna.
„Hvað mér viðvíkur eru jól
í Bandaríkjunum engu verri en
annars staðar", sagði hann. Oli-
vier kvaðst fara til Hollywood
til að endurtaka nokkur atriði
úr kvikmynd, en ætlaði síðan að
eyða jólunum með vinum sínum
þar, áður en hann færi til New
York til að stjórna uppsetningu
á brezku leikriti á Broadway.
Sjú skrífar Nehru brét
PEKING, 18. des. NTB—AFP.;
Kínverska kommúnistastjórnin
hefur lagt til, að þeir Sjú En-
læ forsætisráðherra Kina og
Nehru forsætisráðherra Indlands
hittist í Kína 26. desember til
að reyna að finna lausn á landa-
mæradeilu ríkjanna.
í bréfi sem Sjú En-læ skrifaði
Nehru segist hann vera reiðubú-
inn að fallast á tillögu Indverja
um að herliðið verði kallað til
baka á Longsjú-svæðinu, enda
verði hún grundvöllur viðræðna
milli þeirra ráðherranna um að
kalla til baka herlið á öllum
þeim svæðum, sem deilt sé um.
Bréf Sjú En-læ er svar við bréfi
Nehrus frá 16. nóvember. Þar
segir ennfremur, að vilji ind-
verska stjórnin ekki fallast á
fundarstað þeirra forsætisráð-
herranna í Kína, sé kínverska
stjómin fús til að fallast á Rang-
oon í Burma, ef stjórnin þar geti
sætt sig við það.
Bréf Sjú En-læ kom til Nýiu
Delhi í dag, og er indverska ut-
anríkisráðið að kynna sér það
nánar. Efni bréfsins var birt af
kínversku fréttastofunni í dag.
Sjú segir m. a. í bréfi sínu, að
tillaga Nehrus um að kalla allt
herlið burt frá Longjú-svæðinu
eigi líka að gilda um tíu önnur
svæði við landamærin, þar sem
orðið hafa meiri eða minm
árekstrar milli ndverskra og kín-
verskra hermanna. Hann segir
líka að hin gamla tillaga Kín-
verja um að „friða“ öll landa-
mærin séu enn í gildi. En kín-
verska stjórnin sé reiðubúin að
semja um hve gagngerð „frið-
unin“ eigi að vera. Hins vegar
kveðst Sjú ekki fallast á, að fjall-
að verði um Ladakh-svæðið á
sérstakan hátt, eins og Nehru
leggur tih
Vivien Leigh fer flugleiðis til
New York eftir jólin, en hún á að
leika aðalhlutverkið í leikriti,
sem þar á að setja upp.