Morgunblaðið - 20.12.1959, Side 2

Morgunblaðið - 20.12.1959, Side 2
2 MORGUNBLAÐ1Ð Sunnudagur 20. des. 1959 Akur- i Gull- og dyrir sieinar Síðustu dagana hafa verkstæði okkar af- greitt nokkra mjög fagra hringa, sem nú eru til sýnis í verzluninni. Sýnissafn okkar af skartgripum úr gulli og dýrum steinum er stórt og fjölbreytt og vandað. Trúlofunarhringar. }) ^da^ur cjripur tii yndiá er œ Jðn SípmunJsson Skartyripaverzlun nesmgar kveðja SÍÐASTL. sunnudag flutti Axel Benediktsson, skólastjóri, héðan með fjölskyldu sína til Reykja- víkur. Axel var skólastjóri Gagn- fræðaskólans á Akranesi síðastl. vetur, en hvarf frá því starfi og tekur nú við kennarastöðu, er hann gegndi áður. Vel hlýðir, að senda Axel kveðju og þökk. Eigi er ofmælt, að hann hafi hér í bæ áunnið sér virðingu og traust allra þeirra, er kunna að meta drengilega framkomu og prúð- mennsku. Þann tíma, sem hann hafði á hendi ábyrgðarmikla stöðu hér, mótaðist starf hans og umgengni af þeim kostum, sem samfélaginu eru nauðsynlegir, og mættu vissulega vera meiri í samlífi og samskiptum manna, en raun er á, oft og einatt. Það er því að vonum, að vinir Axels og bæjarbúar almennt fylgi hon- um á braut héðan með eftirsjá. Jafnvel í fjölmennu bæjarfélagi er það svo, að það má engan missa, sem reyndur er að mann- kostum og trúmennsku í starfi sínu, á sínum stað. Við slíka eru jafnan góðu vonirnar bundn- ar. Héðan fylgir Axel og fjöl- skyldu hans heilhuga þökk og góðar óskir. Megi þær óskir færa honum og heimili hans ríkulega blessun. Persónulega þökkum við hjónin honum fyrir dóttur okkar, sem naut leiðbeininga hans, og hún sjálf virðir og þakkar. Með jólakveðju. Akranesi, 9. des. 1959. Jón M. Guðjónsson. Blóm í könnu. Eitt af málverkum frú Sólveigar Eggerz Péturs- dóttur, er sýnir um þessar mundir í glugga Mbl. Myndiir er máluð í olíu, en frú Sólveig sýnir 4 olíumálverk og 7 vatnslitamyndir. —• Lesið upphátt 1 bókinni „Lesið upphátt“ eru 11 ævintýri með mynd- um. • Gefið börnunum þessa bók og léttið þeim þannig lestr- arnámið. Barnabókaútgáfan MÁNI — Sími 33934 — JÓLABÓK YNGSTU LESENDANNA JÓI OG BAMSIO Heillandi ævintýri Mynd á hverri síðu Stórt letur Verð aðeins kr. 22.- TILVALIN JÓLAGJÖF handa öllum ungum lesendum Útgefandi (lýjar vinnubækur í landafræði MIKIÐ hefur verið rætt um það og ritað, að kennsla í íslenzkum skólum væri harla gamaldags, sumir hafa jafnvel haldið því fram, að hún væri í mörgum greinum allt að því 50 ár á eftir tímanum. Þeir gagnrýnendur, sem ekki eru í kennarastarfi, hafa látið í það skína, að kennarar gleymi oft að kenna, leiðbeina og hjálpa við námið, að þeir telji aðeins dómarastarfið í sínum verka- hring, þ. e. að athuga hvort nem- endur læri það, sem þeim er sagt að læra. Ef nemendur geti ekki ráðið við námsefnið hjálparlaust, þá verði annað hvort að fá hjálp handa þeim utan skólans eða að þeir falli á prófum að öðrum kosti. Skólinn veiti ekki slíka hjálp. — Enda þótt ég sé kennari í ein- um af þeim skólum, þar sem nemendur kaupa mikla einka- kennslu, þá finnst mér það alveg rétt, að ef nemendur læra mest utan skólans með hjálp lítt æfðra leiðbeinenda, þá er eitthvað bog- ið við starf skólans. Aðalstarf skóla og kennara hlýtur að eiga að vera að hjálpa nemendum að afla sér þekkingar, auka skiln- ing og þroska og sjá um að nem- endur nái eins miklum árangri, eins og hæfileikar þeirra leyfa. En kennarar hafa einnig haft nokkuð um þessi mál að segja. Á uppeldis- og fræðslumálaþingum bæði barna- og framhaldsskóla- kennara hafa oft heyrzt raddir um og jafnvel komið fram álykt- anir um það, að lítt sé á valdi kennara lengur að breyta kennslu aðferðum, námsefni eða yfirleitt að koma með miklar nýjungar inn í kennslustarfið. Slíkt sé starf námsstjómar og stjórnenda skóla. Þeim beri að líta eftir því að kennarar nái sem beztum ár- angri í starfi, benda á hagkvæm- ustu kennsluaðferðir, útvega hjálpargögn til kennslu og um- I fram allt skipuleggja námsefnið I samxæmi við getu nemenda. Þegar þetta sjónarmið kenn- ara er haft í huga, þá er ekki við miklum nýjungum að búast frá hendi kennara. Það kemur alveg á óvart, að enn skuli vera til kennarar, sem reyna að bæta eigin kennslu. Einn þeirra er Jón Þórðarson. Hann hefur auð- sjáanlega ekki verið ánægður með að heyra nemendur sína í lexíum námsbóka, heldur hefur hann viljað viðhalda og þróa for- vitni þeirra og starfsgleði. Þess vegna viðar hann að sér alls kon- ar fróðleik, sem hann nú hefur sett saman í tvö vinnubóka hefti, ísland la og ísland og Færeyjar lb. í vinnubókum Jóns má fá svör við fjölda spurninga um fs- land og Færeyjar, merka staði, sögu, hagfræði og fjölda margt fleira, margt, sem ekki er ástæða til að kunna, en þeim mun meiri ástæða til að skilja, en raunveru- leg landfræðiþekking er fyrst og fremst háð skilningi á nokkrum frumlögmálum raunvísindanna. Það er margt, sem landfræðin grípur yfir, fátt, sem henni er óviðkomandi, en það er mjög tak- markað, sem hægt er að þjappa saman í tvö smá hefti, enda ekki mikið, sem melt verður á skömm- um tíma á unga aldri. Vinnubækur Jóns bæta úr brýnni þörf, því að engar vinnu- bækur munu vera til um ísland, en næstu vetur ætti ekki að vera nauðsynlegt, að láta nemendur þylja lexíur í öllum landfræði- tímum, heldur geta þeir meið miklu meiri árangri unnið sig inn í efnið, valið og hafnað, æft skrift, teikningu, lestur, náttúru- fræði, sögu og fleira, jafnframt því að þeir öðlast betri skilning á landfræði en aðrir jafnaldrar. Það má að sjálfsögðu ýmislegt að vinnubókum finna og það þarf nokkra æfingu til að nota þær. Vinnubækur Jóns eru frumsmíði og munu án efa taka nokkrum breytingum í framtíðinni, en Jón hefur unnið þrekvirki, að semja, og gefa út á eigin spítur verk, sem ekki er aðeins nothæft í barnaskólum, heldur einnig í framhaldsskólum, og því ber að fagna en ekki gagnrýna, eða leita uppi smágalla. Mér finnst eins og fleiri kennurum að það sé starf námsstjórnar að sjá kennurum fyrir kennslugögnum. Það hefur ekki. verið gert í landfræði. Nú hefur vandinn verið tekinn af námsstjórninni í þessari grein, og þá finnst mér það minnsta, sem hægt er að ætlast til að hún sjái um að viðleitni eins og þessi til að bæta kennslutækni, komi að notum. Námsstjórnin ætti því að senda vinnubækur þessar í alla barna- og unglingaskóla og leið- beina kennurum um notkun þeirra. Annars er ekki sennilegt að kennarar geri strax aftur fjár- hagsfrekar tilraunir til að blása lífi í kennsluna. Reykjavík, 1. des. 1959, Guðmundur Þorláksson. LömiHiar-veiran ljósmynduð ALBANY, 18. des. NTB-AFP. — Tveir læknar í Albany höfuðborg New York ríkis, hafa Ijósmyndað þróun veirunnar, sem veldur löm unarveiki, í sellu mannslíkam- ans. Myndirnar sýna að veiran æxlast ekki í sellukjarnanum eins og áður var haldið. Læknarnir starfa báðir fyrir heilbrigðisyfir- völdin í New York ríki. Þeir hafa sýnt fram á að veiran kemur fyrst í fljótandi efni, sem skilur sellukjarnann frá selluveggnum. Þeir hafa einnig sýnt fram á, að á nokkrum klukkustundum getur sella framleitt 100.000 smáagnir, sem eru svo litlar að þær taka aðeins 1—2% af því rúmi sem þær hafa til umráða. Niðurstöður læknanna eru taldar mjög merki- legar. Rannsóknir voru kostaðar af bandaríska krabbavarnafélag- inu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.