Morgunblaðið - 20.12.1959, Page 3

Morgunblaðið - 20.12.1959, Page 3
Sunnudagur 20. des. 195C MORCTJNfíLAÐlÐ 3 ’v> ' ^,ww"rv'> 'w' ■•■>■• i í EINNI af ritgerðum síníim, sem birtast í bókinni Ferða- bók dr. Helga Pjeturss raeðir höfundur um ísland og fram- tíðinda og kemst m.a. svo að orði: „Um aldamótin 2000 verður ísland orðið eitt af skemmti- legustu löndum jarðarinnar, og veðurfarið mun þá ekki verða því til fyrirstöðu að fegurð landsins fái að njóta sín. Loftslagsbreytingin er nú þegar farin að gera vart við sig á mjög eftirtektarverðan hátt, þó að allt gangi enn skrykkjótt um þær og allar aðrar breytingar til batnaðar. En þó þyrfti ekki svo að vera. Um aldamótin 2000 verða hagir mannkynsins orðnir gerbreyttir frá því, sem nú er. Væri um það langt mál að rita, en ég mun að sinni aðeins drepa á nokkur sérstaklega mikilsverð atriði. Fyrst og fremst verður heilbrigði og farsæld miklu almennari og meiri en nú gerist, því að mjög miklu betur verður' kunnað að færa sér í nyt það, sem miðar til eflingar lífsins, hvort sem það er ástin, ljós- ið, eða fýri og ilmi (ozon) loftsins. Hver maður mun þá eiga þess kost miklu framar en nú gerist, að ástunda að verða sem fullkomnastur, Minjasafn um Einar Benediktsson Um aldamótin 2000 bæði andlega og likamlega. Mjög mikil breyting verður orðin á atvinnuvegunum. Eng inn maður verður þá að ala aldur sinn við að brjóta berg í þröngum námugöngum og eiga á hættu, eins og oft hefir borið við, að verða þar lifandi grafinn og bíða hinn hræðileg- asta dauðdaga. Þess verður þá engin þörf, að farið sé niður í jörðina til að sækja sólskin — því að kol má segja að sé margra milljón ára gamalt sólskin í nokkurs konar álög- um, sem það leysist úr, þegar kolin brenria. Menn munu þá kunna að nota sólskin samtíð- arinnar. Jarðrækt mun verða stunduð mjög mikið, en með mjög breyttum og nýstárleg- um aðferðum. Hraðrækt mætti nefna það, og verða við það notaðir geislar, sem menn vita nú lítið um. Nýjar ávaxta tegundir verða þá framleidd- ar, miklu hollari og bragð- betri en þær, sem nú þekkjast. En ekki er ég með þessu að segja, að hveiti og rúgur verði þá úr sögunni, heldur munu þá verða notaðir til fulls bragð- og hollustumöguleikar þessara ágætu ávaxta; en enn sem komið er vantar mikið á að það sé gert eins og mætti. Alls ekki verður þá tíðkað að ala upp skepnur til þess að drepa þær. Gagnvart selum og hvölum, þessum merkilegu dýrum ,sem nú eiga svo hrylli- legu miskunnarleysi að mæta af mannanna hálfu munu menn koma fram eingöngu sem dýravinir og hafa mikla ánægju af þeim á ferðum sín- um. og það mun verða ferðazt mikið. Allir munu eiga kost á að sjá mikinn hluta jarðar- innar. Styrjaldir verða engar, enginn vill þá taka á sig hin- ar óumflýjanlegu afleiðingar af því að meiða eða drepa. Einnig verða ýmsar deilur flokka og einstakra manna miklu minni en nú, auðveld- ara að forðast deiluefnin og koma á samtökum. Ósamkomu lag um trúarbrögð verður úr sögunni að miklu eða mestu leyti. Menn munu eftir vís- indalegum aðferðum leita sam bands við lengra komnar ver- ur á stjörnunum, og slíkar verur verða hér jafnvel tíðir gestir. Eins og nokkurs konar æðra sólskin yfir öllu lífinu, verður hin aukna víðsjá og framsjá. Meir og meir munu menn vita, hvers vænta má af framtíðinni, og meir og meir verður það, sem þó er óvænt, betra en búizt hafði verið við, svo að hið fornkveðna: margt gengur verr en varir, verður þá ekki sannmæli framar. Og eins og ég hefi getið um hér áður, verður mikil rækt lögð við draumlífið, og svefnhvíld- in notuð til að kynnast lífinu á öðrum stjörnum“. Jél í sól NÝLEGA var haldinn aðalfundur útgáfufélagsins Braga, en svo sem kunnugt er, annast þetta fé- lag útgáfu á öllum verkum Ein- ars Benediktssonar, en auk þess beinist starfsemi þess að því, að halda á lofti minningu skáldsins og hugsjónum. Félagið hefur með höndum og áformar framkvæmd margvislegra verkefna í sam- ræmi við þessa stefnuskrá sína. MINJASAFN Aðalfundurinn samþykkti að gangast fyrir stofnun minjasafns um Einar Benediktsson, en það mál hefur af hálfu BRAGA verið undirbúið að undanförnu. Er þetta viðamikið verkefni og vandasamt, og mikið undir því komið, að fyrstu framkvæmdir fari vel úr hendi. Þóroddur Guðmundsson skáld frá Sandi hefur tekizt á hendur fyrstu framkvæmdir í sambandi við stofnun minjasafnsins. Þór- oddur er þaulkunnugur verkum Einars og metur þau mikils. TUTTUGU OG FIMM KVÆÐI MEÐ SKÝRINGUM Fyrir alllöngu ákvað Bragi að hlutast til um útgáfu 25 viðamestu og torráðnustu kvæða Einars Benediktssonar með sérstökum skýringum. Tók séra Sigurður Einarsson skáld í Holti þetta verk að sér, og hefur unnið að því um nokkurt skeið. Mun þessi nýstárlega bók koma út á næsta ári, og er með útgáfu hennar stefnt að því, að skýra á einfaldan hátt það, sem skýringar þarf við í þess- um kvæðum, en leiða jafn- framt í Ijós meginhugsun skáldsins, gera grein fyrir list- rænum vinnubrögðum þess og fegurð verksins í heild. Án efa verður bókin ekki síður vinsæl en Sýnisbókin, sem Almenna bókafélagið og Bragi gáfu út sameiginlega árið 1957, og nú hefur velrið seld í fullum 8000 eintökum. MINNISVARÐI Svo sem kunnugt er, hefur Ásmundur Sveinsson, mynd- höggvari, um nokkurt skeið unnið að því að gera minnisvarða um Einar Benediktsson, og mið- ar því verki örugglega áfram. Ás- mundur leggur sig mjög fram við þetta verk, enda þekkti hann Einar vel, og mat hann og list hans mikils, og hefur um árabil þróað með sér hugmyndir um gerð minnismerkisins. Af hálfu Braga er lögð áherzla á, að hraða þessu verki svo sem auðið er. Ýmis fleiri áform hefur Bragi, félag Einars Benediktssonar, á stefnuskrá sinni, þótt þeirra verði ekki getið að þessu sinni. Minna má á, að hifin 31. október 1958, á afmælisdegi skáldsins, hafði félagið forgöngu um sér- staka útvarpsdagskrá er helguð var minningu Einars. Stjórn útgáfufélagsins Braga var öll endurkosin en hana skipa: Magnús Víglundsson, ræðis- Einar Benediktsson maður, formaður; Jón Eldon, fulltrúi; dr. Alexander Jóhannes- son, prófessor, og Pétur Sigurðs- son, prófessor. Norskir stúdeníar gegn Siðvæðingu Á FUNDI norska stúdentafélags- ins á laugaradginn, var rætt um bækling þann, er Siðvæðingin (Moral Rearmament) lætur nú dreifa ,á Norðurlöndum og víðar. Stúdentafélagið kvað ýmislegt í bæklingi Siðvæðingar svo öfga- fullt að það torveldaði þær til- raunir sem gerðar eru til að skapa grundvöll fyrir friði og sambúð þjóða. Þá lætur stúdenta- félagið í ljósi undrun sína á því að ýmsir þekktir háskólaborgarar Ijái nafn sitt og jafnvel vinni að útbreiðslu bæklingsins. Mikill fjöldi talaði á fundinum, og frá öllum hliðum bárust á- deilur, bæði á bæklinginn og á opinberar umsagnir um málið. í FRAMHALDI af þeirri sam- vinnu um vetrarferðir til Mall- orca, sem tekizt hefur með ferða- skrifstofunni Sögu hér í Reykja- vík og hinu danska ferðafélagi Aero Lloyd, ætlar Saga að efna til jólaferðar suður á Miðjarðar- hafseyjuna Mallorca. Þátttöku- gjaldið er mjög lágt, þó eingöngu verði gist á góðum gistihúsum. Héðan verður fyrst haldið með íslenzkri flugvél til Kaupmanna- hafnar og geta menn dvalizt þar til 20. desember en þá fara allir þátttakendurnir með flugvél til Palma. Til Kaupmannahafnar mun verða komið aftur þann 3. janúar beina að sunnan. Þá munu íslenzku þátttakendurnir geta haldið heim með flugvél strax næsta dag, ef þeir óska. Meðan dvalizt er á Mallorca geta ferðamennirnir gert sér hvaðeina til yndis og ánægju, t. d. stundað sól og sjóböð, því sjórinn er eins hlýr og við Norð- urlönd um hásumarið. Mikið er um dýrðir þar syðxa um jól og áramót. En á aðfanga- dagskvöld verður efnt til „nor- rænna jóla“ fyrir þátttakendur og verður t. d. flutt með hópnum jólatré frá Kaupmannahöfn. proghess Lampar I eldhús og borðstofur til að draga upp og niður. Jólahreingerning húsmóðuninnar — plága húsböndans — verður léttari ef PROGRESS ryksugan er við hendina PROGRESS ryksugur eru heimsþekktar fyrir hina snjöllu þýzku tækhi. PROGRESS bónvélar eru endingargóðar, þægi- legar í meðförum og sterkar. PROGRESS vélarnar eru vélar framtíðarinnar. Gjörið svo vel að líta í gluggana um helgina. Vestnrgötu 2 — Sími 24330.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.