Morgunblaðið - 20.12.1959, Síða 6

Morgunblaðið - 20.12.1959, Síða 6
6 MORGUNBLAÐ1Ð Sunnudagur 20. des. 1959 Krisfmann Guðmundsson skrifar um ^ BÓKMENNTIR Spennitreyjan. Óbyggðirnar kalla. Ævintýri. Eftir Jack London. Isafoldarprentsmiðja. Jack London var fæddur árið 1876 og skáldfrægð hans hefst með 20. öldinni. Hann var hinn mesti ævintýramaður, sonur skottulæknis eins, og varð snemma að bjarga sér sjálfur. Ungur að árum gerðist hann gu. l leitarmaðúr, sjómaður, hnefa- leikamaður, og flakkari, ásamt mörgu fleiru, en löngun til mennt unar og menningar var honum blóð borin. Þegar fyrstu skrif hans birtust í blöðum og tíma- ritum vai hann um tvítugt, og eftir það lagði hann nær eingöngu stund á ritstörf. Áður en langt um leið tóku bækur hans að vekja athygli, til dæmis varð „Call of the Wild“, sem í útgáfu ísafoldar er nefnd „Óbyggðirnar kalla“, mjóg vinsæl þegar er hún kom út. Þær hafa síðan verið þýddar á flest menningarmál veraldar og alls staðar þótt mesta hnossgæfi til lestrar, þótt dómar gagnrýn- enda hafi verið nokkuð misjafn- ir. Nú hefur ísafoldarprentsmiðja hf., hafist handa um að gefa verk Londons út á íslenzku, og er gott til þess að vita. Eru þegar komin þrjú bindi, þau, sem nefnd eru hér að ofan. Spennitreyjan er mjög athygl- isverð bók og að mörgu ævin- týraleg. í henni ræðst Jack Londön á það mannúðarleysi, er ríkti í amerískum fangelsum í byrjun annars tugs aldarinnar, og þess má geta að árás hans hafði geysimikil áhrif, bæði í Ameríku og annars staðar. Sagan fjallar aðallega um mann, er Darrell Standing nefnist, próf- essor við landbúnaðarháskóla. Hefur hann myrt einn starfsfé- laga sinn, og verið dæmdur í ævi langt fangelsi. En í fangelsinu er hann sakaður um að hafa falið sprengiefni, og vilja yfirvöldin að vonum komast að því, hvar það er geymt. Beita þau hann alls konar pyndingum í þessu skyni og er spennitryjan þeirra verst; þola fáir að liggja í henni til lengdar, án þess að missa heilsu og líf. En einn af samföngum Darrells kemur honum til að falla í dá og fara úr líkamanum, að hætti Yoga, og getur hann þá þolað spennitreyjuna hversu lengi sem vera skal. Þegar „sál“ hans fer úr líkamanum, lifir hann upp aftur fyrri tilveruskeið sín, og er það aðalefni bókarinnar, en þó samræmt persónulýsingu Darrells. Eru margar af lýsing- um á fyrri æviskeiðum hans hin- ar ævintýralegustu og sýna mæta vel hve frábæra frásagnargáfu Jack London hafði. Darrell lifir í rauninni allt þroskaskeið mannsins á þessum leiðslustund- um og er það auðvitað meining höf. að sýna hvaða þ.róun liggur að baki nútímamannsins, og ger- ir hann að því sem hann er, hvort hvort heldur hann er hörkukarl- menni, eins og prófessorinn og tveir samfangar hans í einmenn- ingsklefunum, ellegar ómenni og lydda, eins og sá maður, er veld- ur óhamingju hans með því að bera á hann lognar sakir til að bjarga sjálfum sér. Höf. er ekki bjartsýnn, honum þykir lítt hafa miðað í tíu þúsund ár og hefur víst heldur daufa von um að skána muni. En hann dáir hetju- skap, karlmennsku, — og einkum dáir hann konuna, sem beztu gjöf lífsins manninum til handa, enda þótt hann sjái mæta vel galla hennar. Sjaldan hafa fegurri orð verið sögð um konuna en í þessari bók: „Svo heitt hef ég þráð hinar hvítu hendur hennar, að ég gleymdi stjörnunum í faðmi hennar. — Þegar ég hef átt hana hefur öll sæla lífsins og allur unaður heimsins verið eign mín. Og þótt stjörnurnar reki og him- ininn breytist, þá verður konan jafnan til, hin eilífa, hin himin- boma, hin eina. Og ég er mað- urinn eini, um refilstigu þúsimda tilveruskeiða er ég það — mað- urinn, maðurinn hennar“. Þrátt fyrir framfarir tuttug- ustu aldarinnar býst ég við að boðkapur og áróður bókar þess- arar sé enn í fullu gildi. Og af henni geta þeir sem vilja lært hvernig gera á áróður að skáld- skap! Því enda þótt allmargir nútímagagnrýenendur hafi vilj- að níða skóinn af Jack London, býst ég við að hann eigi eftir að lifa góðu lífi, þegar flestir þeirra „hvíla smáðir fyrir ómerk orð“. Einmitt nú á þessum árum, er verið að þýða bækur hans og gefa þær út í milljóna upplögum um mestalla Asíu og víðar, jafn vel þar, sem fólkið er að byrja að læra að lesa. Og bæði í Vestur heimi og Evrópu á hann tryggan lesendahóp og svo mun enn verða um langan aldur. Spennitreyjan er þýdd af Sverri Kristjánssyni með hinni mestu prýði, þótt einstaka sinn- um megi fetta fingur út í stíl- brigði hans. Óbyggðirnar kalla, í þýðingu Ólafs við Faxafen, er veigaminni bók, en mjög skemmtileg og spennandi saga. Fjallar hún um hund, sem elzt upp suður í Kali- forníu, en honum er stolið ung- um og farið með hann norður í hinar köldu byggðir Alaska. Þar fær hann harðhnjóskulegt upp- eldi og semur sig smám saman að staðháttum og endar sem for- ingi úlfaflokks inni á öræfum Norðursins. Þetta er vel byggð og vel skrifuð saga, spennandi og full af lífi. Ýmsir hafa það að henni fundið, að höf. dáist fullmikið af ruddaskap og hörku lífsins, sem góðum uppeledisað- ferðum, en ég get ekki verið þeim sammála. Þetta er í raun og veru saga skáldsins sjálfs; hann átti við ekki óskyld kjör að búa og hundurinn, sem hann segir söguna af! Ævintýri í þýðingu Ingólfs Jónssonar er spennandi skemmti saga, en veigaminnsta skáldverk- ið af þessum þremur, og þó er margt gott um hana að segja. — Hún er vel byggð, atburðalýsing- arnar ágætar og umhverfislýs- ingar góðar, en persónulýsingar skýrar, þótt þær verði að teljast allgrunnar. Sagan hefur hlotið mikla útbreiðslu og almenningi þykir gaman að henni, það eitt er nokkurs virði. Myndin sem hvarf. Eftir Jakob Jónasson. ísafoldarprentsmiðja. Þetta er þjóðlífssaga, og minn- ir dálítið á bækur Guðrúnar frá Lundi, án þess að um nokkra eftiröpun sé að ræða. Jakob Jón- asson hefur allgóða frásagnar- gáfu og talsvert hugmyndaflug, og eru þetta hans beztu kostir. Sagan gerist á okkar tímum í sveit, sem óðum er að leggjast í eyði. En fólkið á Fjalli, með Þor vald bónda í broddi fylkingar, vinnur af alhug á móti þeirri þróun, og reynir að stöðva strauminn úr sveit til bæja. Sag an hefst snemma sumars og þá þegar kynnumst við Þorvaldi bónda, Önnu dóttur hans og hjú- um þeirra, Þuru og Fúsa, sem eru einna bezt gerðu persónur bókarinnar. Hjá þeim á bænum eru sumargestir, systkin tvö úr Reykjavík, Haukur heildsali og Súsana systir hans. Haukur er glansmynd af brellnum heildsala, ?ilítið meira líf er í systurinni „MOOKES“ HATTAR nýkomið fallegt og vandað úrval, uppbrettir og niðurbrettir — margir litir Fallegir — Vinsælir — Þægilegir Klæða alla Geysir hf. Fatadeildin Þetta er ein af málverkaeftirprentunum Helgafells — málverk eftir Jóhannes Kjarval. svo að lesandinn sér hana fyrir sér, þegar hún er að narra pen- inga út úr Fúsa gamla. Þá býr þar, í tjaldi í nágrenninu, enn einn sumargestur, Ómar að nafni. Hann er nýkominn frá Ameríku og á mikið af dollur- um, en hefur alizt þarna upp í koti einu og farið drengur að heiman, skrifað sögubækur á ensku og getið sér mikla frægð og fé fyrir þær. Eigi að síður er hann að skrifa bók á íslenzku þetta sumar. Hann er snotur glansmynd, en reynir stundum á trúgirni lesandans. Þá eru nokkrar aukapersónur aðrar, og eru þau hjúin Tobba og Lási í Skarði þeirra skárst. Dóttir þeirra hefur átt barn með Hauki heildsala, sem í byrjun bókarinn ar er trúlofaður Önnu á Fjalli, svo þetta byrjar svo sem nógu dramatískt, Haukur heildsali ætlar sér eingöngu að ná í auð- inn á Fjalli, til þess að bjarga sér úr skuldafeninu, en Ómar hinn vesturíslenzki elskar einn- ig önnu og þau eru bernskuvin- ir. Og nú er allt komið í fullan gang. Haukur fer suður og gift- ist þar annarri, roskinni kaup- konu í góðum efnum en saman tekur að draga með þeim Önnu og Ómari, gengur þó allskrykk- jótt og er það aðaldramatíkk sög unnar. Höf. kann ekki nógu vel með efnið að fara, glímir þó við það með lofsverðum dugnaði og tekst að gera úr þessu allsæmi- lega þjóðlífssögu, — en það heiti htf ég notað á því, sem í Skandin avíu er nefnt „folkelivsskildr- ing“. Enginn vafi er á því, að hún getur skemmt þeim lesend- um, sem velja sér létt lestrar- efni, og gera ekki miklar bók- menntalegar kröfur. Höf. tekst ekki að gæða þetta nógu skáld- legu lífi, en það er spennandi á köflum ' og frásögnin oft hressi- leg. Byggingin er laus í reipunum, atburðalýsingar stundum nokk- uð dauðadoppulegar, og persón- urnar aldrei fjarri glansmynd- inni. Alloft reynir helzt til mik- ið á trúgirni lesandans, og þó einkum í endinum, þegar Anna á Fjalli sendir hundinn sinn með bréf á eftir Ómari. — Því skal ekki leynt, að mér finnst höf. viðhafa helzti mikil vetlingatök; ég er nærri viss um að hann gæti gert betur. ttar é Skrudda III. Sögur, sagnir og kveffskapur. Skráff hefur Ragnar Ás- geirsson. Búnaffarfélag íslands gaf út. Er skatthol Struensee greifa í eigu borgfirsks bónda? Svo telja gamlar sagnir, og í skúffu þess fannst fyrir skömmu minnisseð- ill séra Magnúsar Andréssonar prófasts á Gilsbakka, sem var ekki einungis ágætur kennimað- ur, heldur búhöldur góður. Á seðli þessum er talið upp flest það er þurfa þótti að taka í kaup stað, handa borfirsku heimili, þegar sá siður var á hafður, að fara ekki verzlunarferðir nema tvisvar á ári. Seðillinn er hinn fróðlegasti og hefst Skrudda á honum. Vissulega hefur hann ekki verið ætlaður kotungum, en í Borgarfirði voru, eins og kunn ugt er, stórbændur margir og gildir búendur, og það er fróð- legt að sjá hvað talið er að þeir hafi þurft til viðurhaldrj lífsins. Raunar er það ekki mjög frá- brugðið því sem nauðsynlegt er talið nú á tíma. Þetta er síðasta bindi Skruddu, og fylgir því skrá yfir helztu mannanöfn í bindunum öllum, svo og stuttur eftirmáli. Margra grasa kennir í Skruddu þessari ot* »r hún skemmtileg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.