Morgunblaðið - 20.12.1959, Qupperneq 7
Sunnudagur 20. des. 1959
MORCUNItT, AÐIÐ
7
aflestrar gömlum Islendingi. í>ar
er bæði gaman o-g alvara á ferð-
um og margar hnittnar visur,
sem skemmta lesandanum: —
Tveir haenn voru að deila um
það, hvort menn mættu hafa
fleiri en eina konu. Segir annar:
„Hver vill sanna, að hilmir hæða
hafi bannað konur tvær?
sem að manni geðið glæða.
Gegni hann, sem til er fær“.
Hinn svarar þá:
„Ein var meyjan Adam gefin,
oss það segir ritning skær.
Minn því hneigist að því eíinn
að aðrir megi hafa tvær“.
Síðan lagði svo þriðji maður
sitt til málanna og vitnaði í biblí
una, en í þeirri bók er sagt frá
mörgum stórhöfðingjum, er létu '
sér engan veginn nægja ein-'
kvæni; nægir að benda á Davíð
konung og sjálfan Salomon:
„Kóngur Davíð, kempa mesta,
kunni að skrafa baugs við nó.
Yfir hafinn hölda flesta,
hann var afargóður þó.
Lofungs sonur, listahraður
lukkan honum veitti nóg.
Saiómon var sómamaður,
sand af konum átti þó“.
í>arna er sagt nokkuð frá Frið-
birni i Staðartungu, tengdaföð-
ur Kristjáns skálds frá Djúpa-
læk, og vísum hans, en þær eru
margar ágætar. — Þetta kvað
hann um tvo nágranna sína,
mann og hund:
„Sá ég hund með mann á móti,
á melnuTn, fyrir handan á.
Léttfættur á leir og grjóti.
Listaskepna er hvutti sá.
Glöggt ég þekkti granna mína.
Greindi líka að það var tap
fyrir veslings Sam að sýna
sig í slíkum félagsskap“.
Eftirtektarverð saga er „Vof-
an í Laufási, við Eyjafjörð“. Um
dularfulla hluti fjallar einnig
sagan um „Líkklæði gömlu kon
unnar". „Kirkjugarður ris“, er
enn ein dularfull sögn, en „Glat
að tækifæri“ er sögn um miðils-
fundi; tækifærið sem glataðist,
var í því fólgið, að nokkrir pilt-
ar söfnuðust um andaborð,
studdu á það hönaum og kom
brátt í það andi nokkur. Spurðu
þeir hann einskis en báðu hann
að skreppa fyrir sig og ná í sjálf-
an andskotan, skyldi hann koma
an andskotann, skyldi hann koma
þyrftu nauðsynlega að rabba dá-
iítið við hann.
Borðið stanzaði þá sem snöggv
ast, en siðan tók það haröan
kipp, og síðan hvern kippinn af
öðrum svo æsilega, að brakaði
í því og allt lék á reiðiskjálfi.
Kipptu þá piltarnir að sér
höndum og gáðu þess ekki að
hafa tal af gestinum, sem í borð
ið var kominn!
Skruddur Ragnars Ásgeirsson-
ar eru skemmtilegar bækur,
sem gaman er að eiga og líta í
sér til gamans. Þær eru eins kon
ar „Kokkteill" þjóðlegra fræða,
og þar hefur mörgu góðu verið
bjargað frá gleymsku. Ragnar
hefur skopskyn gott og glöggt
auga fyrir því, sem gaman er að
í þjóðlegum fræðum, kann auk
þess vel að segja frá því. Þessir
eiginleikar hans gera Skrudd-
urnar að mjög svo geðþekku
lestrarefnj.
Ástaraugun.
Frægar astasögur frá ýms-
um löndum.
Guðmundur Frímann valdi
og íslenzkaði.
Útgáfan Dögun.
Þetta er snotur bók, full af
góðum skáldskap, þýddum sög-
um af ýmsu þjóðerni. Bezt og
áhrifaríkust er fyrsta sagan
Vilma eftir Sándor Hunyaday.
Hún fjallar um unga sveita-
stúlku, sem festir ást á her-
manni af ofurlítið hærri stigum
en hún. Það sem íslendingum
mun veita dálítið erfitt að
kingja, í sögukorni þessu, er hin
gifurlega áherzla sem höf. legg-
ur á stéttarmun, sem í þessu til-
feili er í rauninni sáralítill. En
svona var þetta nú á þeim stað 1 '
og tíma, sem sagan gerist á. Hún
gefur meira að segja glögga
mynd, einmitt af því ástandi sem
í þeim málum ríkti, um það leyti
sem fyrri heimsstyrjöldin skall
á. Þetta gerist í Transsylvaníu.
Ánægju lesandans skal ekki spillt
með því að rekja söguefnið, en
ég hygg að engin muni gleyma
þessari frásögn, sem les hana,
þar fer allt sarnan sem góða sögu
má prýða: ágæt umhverfislýs-
ing, vel samræmd atburðalýsing
unum, sem allar eru ljóslifandi,
og áhrifamiklar persónulýsingar,
einkum af aðalpersónunni,
Vilmu, sem er listasmíð.
Rauða-Barbara eftir Líam
O’Flaherty er saga af frum-
stæðri konu og frumstæðu fólki,
vel gerð eins og smásögur
O’Flahertys almennt eru, en skil-
ur heldur lítið eftir að lestri lokn
um, þó eru báðar aðalpersón-
urnar, Barbara og maður henn-
ar vefarinn, gæddar lífi, og les-
andinn sér þær vel.
Vitiaus í stráka eftir John de
Meyer er indæl og lifandi saga
um ástir unglinga og það djúp
sem staðfest er á milli hugsunar
háttar kynslóðanna. Það er sjálf
ur blær sögunnar er gerir hana
hugþekka, en persónulýsingarnar
eru líka góðar, þó yfir þeim sé
viss „blámóða“, en til þess er
auðsjáanlega ætlast af höíundar-
ins hendi.
Næst er Hagnýtur tímareiking-
ur eftir A. P. Tjekov, er lítil
skemmtisaga, bráðfyndin, en að
öðru leyti ekki mikilsverð.
Eva, eftir Finn Gerdes, er fal-
leg saga um holdlega bernskuást,
lipurt skrifuð, og listilega gerð.
>á er sagan Á engjum eftir H.
E. Bates. Það er haglega gert riss
um girnd og fryggð, — lifandi
atburðalýsingar og skýrar en
nokkuð einhliða persónulýsing-
ar, sem lesandinn trúir þó á. Hér
er um að ræða mjög frumstæðar
persónur, og sagan er sama eðl-
is og Kona manns, er þótti á sín-
um tíma nokkuð bersögul. —
Eftir sama höf. er Serkurinn sem
fjallar einnig um frumstæða
girnd og ótæmdar villtar ástríð-
ur. Sú saga er ekki nándar eins
vel gerð og þó all-læsileg.
Án blóma, eftir Pantelejmon
Romanoff, er frásögn af ástum
rússneskrar æsku undir ráð-
stjórn. Er þar málað með
skrambi dökkum litum, en Ro-
manoff er góður rithöfundur, og
honum tekst að gera þetta svo
lifandi, að lesandann hryllir við.
Lýsingin af piltinum er sérstak
lega góð.
Maður með mönnum, eftir
Celso Al. Carunungan, er
skemmtilega framandi og skrítin,
enda gerist hún í Austurlöndum.
Það er yfir henni ferskur en
ókunnlegur blær, sem minnir á
angan af þroskuðum banönum.
Ég held að mörgum verði hún
minnisstæð, þótt hún fjalli ekki
um stóra hluti.
Jarðarberjauppskeran, eftir
Erskíne Caldwell. Hún er vel
gerð eins og all-margar sögur
Caldwells, en hún skilur skrambi
lítið eftir lestri loknum.
Opinberun, eftir Rhys Davies,
er aftur á móti mjög geðþekk
saga, enda þótt íslenzkum nútíma
lesendum kunni að koma efni
hennar spænskt fyrir. Sagan fjall
ar nefnilega um það, að námu-
mann einn langar til að sjá kon-
una sína nakta. En það er ekki
til siðs þar í sóknum, enda bregzt
frúin í fyrstu hið versta við. —
j Þetta lagast þó allt og frásögnin
af því er mjög vel gerð.
Þá er Tartarahöfðinginn eftir
Maxim Gorki. Það er fræg smá-
saga, eða öllu heldur ævintýri
eftir gamla manninn rússneska,
forkunnar vel gerð og minnir á
sígaunahlj ómlist.
Loks er Gamla skrauthliðið
eftir André Maurois. Lítil saga,
snotur og angurvær, gerð af list-
rænni tækni, eins og flest eftir
Maurois.
Falleg bók eins og fyrr er að
vikið. Þýðingarnar eru yfirleitt
vel gerðar, en eitthvað minnir
mig að ég sæi af prentvillum!
JÓLABÆKUR
BÓkFELLSÚTGÁFUlAR
FAGRAR \Ð FRAGANGI
FROÐLEGAR AB EFEVI
SKEMMTILEGAR AFEESTRAR
MENN OG MINNINGAR
eftir
Valtý Stefánsson
ÍSOLD HIN SVARTA
sjáfsævisaga
Kristmanns Guðmundssonar
FERÐABÓK
Dr. Helga Pjeturss
Á FERÐ OG FLUGI
endurminningabók
Oscars Clausen
BISKUPINN í GÖRÐUM
saga
Árna Helgasonar
Á meðal þessara bóka finnið
þér örugglega jólagjöf, sem
hentar, hvort heldur ung-
um eða öldnum, körl-
um eða konum, því að þetta
eru allt úrvals bækur, hver
á sína vísu.
Bláa drengjabókin
STEINAR
sendiboði keisarans
Rauða telpnabókin
KLARA
og telpan, sem strauk