Morgunblaðið - 20.12.1959, Side 8
8
MORCTJyrtr irtifí
Sunnudagur 20. des. 1959
TAKIÐ EFTIR
kvenkjólar í stærðunum 46, 47 og 48. Lækkað verð.
LAUFIÐ, Aðalstræti
ROT AF LEX
Skermar eru komnir aftur
Rotaflex eru lampaskermar framtíðarinnar.
Nýtt form. Nýtt efnj
Rotaflex lampaskermar gefa góða birtu,
draga ekki mikið úr ljósmagni.
Þægilegir til að vinna við og falleg-
ir í útliti. — Fallegir litir.
Rotaflex lampa í eldhús er hægt að lækka
og hækka.
Með hinum léttum og stílhreinu línum Rotaflex eru
þeir hentugir til notkunar þar sem óskað er eftir
fallegri og þægilegri birtu.
Vesturgötu 2 — Sími 24-330.
JÓLA GJAFIR
fyrir herra
Kjólskyrtur — kjólvesti — Treflar — Hanzkar —
Minervaskyrtur — Manchetteskyrtur
Náttföt — Treflar — Bindi
atab'úðim
Orkan
GÍSLI H. JÓNSSON, bóndi
á Stóra-Búrfelli í Svínavatns-
hreppi, Austur-Húnavatns-
sýslu, var staddur í höfuð-
borginni á dögunum. Tíðinda-
maður blaðsins hitti Gísla að
máli og notaði tækifærið til
að spyrja hann frétta úr sveit
hans og sýslu. Við spurðum
hann fyrst um veðrið, sem
enn veldur miklu um búskap-
arafkomu, þó nú sé það að
vísu minna en áður var, vegna
aukinnar véltækni í þágu
landbúnaðarins. Um tíðarfar
í Húnaþingi fórust Gísli m. a.
orð á þessa leið:
— Veturinn frá áramótum til
vors var ákaflega mildur. Kom
gróður með allra fyrsta móti.
Var kominn sauðgróður til gagns
þrjár vikur af sumri, en það er
óvenjulegt hjá okkur, svo útlitið
var mjög gott.
En í maílokin gerði vont kulda
kasti og komu tvö mikil vorhret,
einhver þau verstu, sem koma
norðanlands. Seinna hretið var
17. júní. Þá gerði svo mikinn
snjó, að fé fór í fönn, en slíks
vissu elztu menn fyrir norðan
ekki dæmi fyrr. Fé misfórst í
fjalllendinu austan Blöndu, í
Engihlíðar- og Vindhælishreppi,
þar sem það var komið upp um
öll fjöll. í mínu nágrenni fórst
aftur á móti ekkert og bjargaði
hve góður gróður var kominn og
fénu farið að líða vel.
Sumarið var hlýtt og sérstak-
lega mikil grasspretta svo grasið
var víðast of miltið, það spratt
svo ört. Nýting heyja var aftur
á móti slæm, því þetta var með
mestu votviðrasumrum, sem kom
ið hafa hjá okkur.
— Er heyfengur bænda þá lé-
legur?
— Heyfengur er yfirleitt feikna
mikill, en mikið af heyjunum er
illa verkað. Súgþurrkun og vot-
heysgerð eru óvíða og er heyið
því ekki verkað í stórum stíl.
Votheysgerð er yfirleitt í byrjun
hjá okkur. Hirðingin dróst fram
á haust víðast hvar, því hvert
stórúrfellið rak annað.
Sem dæmi um rigninguna má
geta þess, að þar sem tún voru
raklend var orðið svo blautt, að
jeppar, dráttarvélar og önnur
Ævintýri í himingeimnum
eftir Kristmann Guðmundsson
er fyrsta vísindaskáldsagan, sem kom-
ið hefur út á íslenzku.
Bókin er samin eftir dagbókarblöfl-
um Inga Vítalíns, og segir á f jör-
legan hátt frá ferðum hans
um geiminn.
Ekkert skal fullyrt um
sannleiksgildi hennar
því slíkt er þýðingar-
lítið.
títgefandi.
Gísli H. Jónsson
flestum bændum er fólksleysið.
Vinnukrafturinn er bæði svo dýr
og eins oft enga hjálp að fá jafn-
vel þó hátt kaup sé í boði þvf
allir lausamenn leita sér atvinnu
annars staðar.
— Fækkar býlum eða fjölgar
hjá ykkur?
— Það fara alltaf einhverjar
jarðir í eyði, einkum þar sem af-
skekt er eða aðstaða á annan
hátt erfið. En betur settum jörð-
um er skipt og ég held því að
býlum hafi ekki fækkað í hérað-
inu.
— Er nokkurt sérstakt mál,
sem þú vildir ræða?
— Já, það er eitt, sem við höf-
um orðið illa afskiptir með í
minni sveit, og það er rafmagnið.
Við höfum ekkert rafmagn feng-
ið og ekkert loforð um að við
fáum það í bráð. Þó leggjum við
til vatnsaflið í helztu virkjun í
Húnavatnssýslu og verðum ár-
lega fyrir miklum landspjöllum
vegna þeirrar virkjunar og get ég
þar trútt um talað. Stífla var
Ijósið og ylurinn
# * * * 0 & & « * & & 0 »& H & + & # & # # * 0 & * * 0 # & 0M
IRætt við Gísla H. Jónsson bónda I
á Stóra-Búríelli |
tæki ristu gegnum grasrótina svo
ófært var að keyra um túnin.
— Hafa menn fækkað bústofni
vegna lélegra heyja?
— Nei. Það held ég menn hafi
yfirleitt ekki gert. Við treystum
á að gefa fóðurbæti með þessum
hröktu heyjum. En það er fyrir-
sjáanlegt, að þessi ótíð kemur til
með að kosta mjög aukin fóður-
bætiskaup.
— Þykir ykkur fóðurbætirinn
ekki dýr?
— Jú, hann er orðinn afskap-
lega dýr og hefur hækkað mikið
á tveimur undanförnum árum.
Það er a. m. k. óhætt að slá því
föstu, að samanborið við afurða-
verðið er hann mjög dýr.
— Hefur veturinn ekki verið
góður það sem af er?
— Það hefur verið góð tíð,
nema hríðin, sem gerði í nóvem-
ber og var með verstu hríðum,
en snjórinn stóð stutt. Að öðru
leyti má veturinn teljast góður
fram að jólum.
— Er ekki búskapur yfirleitt
blómlegur í Húnaþingi?
— Jú, yfirleitt er það. Fram-
kvæmdir hafa verið miklar og
menn búa stórt miðað við það
sem var. Það sem stendur fyrir
gerð í Svínavatni og þegar hækk
ar í vatninu, grefur undan bökk-
unum og landið brotnar niður
auk þess, sem hættur skapast fyr-
ir skepnur. Rafstöðin var upp-
haflega byggð fyrir Austur-Húna
vatnssýslu, en síðar afhent rík-
inu. Nú hefur verið lögð raflögn
frá stöðinni að Hvammstanga án
þess, að við í sveitinni, sem út-
vegum orkuna og verðum fyrir
spjöllum vegna virkjunarinnar,
fáum nokkurt ljós eða yl frá því
rafmagni sem framleitt er. En nú
er svo komið í sveitum landsins,
síðan góðar byggingar komust
upp, að helzti munurinn á þæg-
indum í sveit og kaupstað er raf-
magnið.
— Hefur ykkur ekki verið bætt
það tjón á landi, sem stíflan hef-
ur valdið ykkur?
— Ekki enn. Það var á sínum
tíma gerð umkvörtun og fyrir-
spurn um þetta. Athugun var
lofað, en engin leiðrétting hefur
fengizt.
— Nokkuð sérstakt, sem þú
vildir taka fram að lokum?
— Ekki annað en það, að ég
hef mikla trú á framtíð sveit-
anna.
J.H.A.
ÍBUÐ TIL SOLU
4ra herb. íbúð í Álfheimum 38 III. hæð, hægri dyr,
til sölu. íbúðinni fylgir geymsla og þvottaherbergi í
kjallara. íbúðin er laus 1. janúar 1960. íbúðin er til
sýnis milli kl. 4—6, laugard. og sunnudag.
GRÓÐRASTÖÐIN v/Miklatorg — Sími 19775,
CTSALAN Laugavegi.