Morgunblaðið - 20.12.1959, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 20.12.1959, Qupperneq 9
EUEKTHOUJX Hrærivélar Bónvélar Ryksugur Loftbónarar Einkaumboðsmenn: Hannes Þorsfeinsson & Co. Gunnar Dal: Októberljóð Fjölþættasta og fallegasta Ijóðabók ársins. Knginn ljóðaunnandi. Islendingur, mun láta bókina fram hjá sér fara, því i henni er að finna margt það bezta, sem ort er og þýtt á síðustu árum. 151 bls. Kr. 135.00 ib. Þeir sem hafa hug á að tryggja sér þessar óviðjafnanlegu heimilisvéiar til jólagjafa í ár, eru vinsamiegast beðnir að hafa samband við oss sem fyrst. í>etta eru einustu heimilisvélarnar af sliku tagi sem hafa 2*4 árs ábyrgð. Sunnudagur 20. des. 195b MOKGVlSfíLAÐlÐ Guðrún Hermannsdóttir Eggert Pálsson að ég hef aldrei séð né heyrt prestverk virðulegar og trúarleg ar framkvæmd en af honum. Hann hafði svo fagurt tón- lag og svo fallega rödd um leið og því fylgdi sú hjartans einlægni, er fylgir sanntrúuðum manni, sem vill af fremsta megni breiða út ríki drottins. Ræður hans voru fluttar af einlægni og viðkvæmni með áminningum til safnaðarins um að hann væri vakandi í trúnni og leitaðist við á allan hátt að ganga á Guðs vegi Sr. Eggert fermdi mig og bjó mig undir ferminguna. Ég man | vel, hve hann lagði mikla rækt i við okkur fermingarbörnin. Ég man, að hann sagði: — Þið eruð ung og óreynd. Heimurinn hefur, upp á svo margt að bjóða, sem getur leitt ykkur á villigötur.! Munið því alltaf, þetta sem þið eruð nú að læra. Kristur er ljós- Hjónin, sem breiddu birtu og yl yfir blessaða Fljótshlíðina góðgerðir hjá prófastshjónun- um. Þar voru hlaðin borð með allskonar „bakkelsi" í hlýju húsi °g hlýjum móttökum. Þágekk frú Guðrún um beina broshýr, til að sjá um, að allir fengju að njóta af því sem fram var reitt. Á með- an setið var undir borðum, ræddi prófastur við bændur um bú- skapinn og v’eðrið, hlustaði eftir áhugamálum þeirra og lagði þeim holl ráð. Þetta voru ógleym anlegar stúndir og hver fór heim til sín, hresstur á sál og líkama. Að endingu langar mig til að geta hér atviks úr lífi prófasts- hjónanna í samskiptum þeirra við sóknarbörn sín: Foreldrar mínir voru fátækir. Faðir minn var að fara í verið að sækja sjó í Vestmannaeyjum. Móðir mín sat eftir heima og gætti bús og barna. Það var á útmánuðum rétt fyr- ir páska, að móðir mín átti ekkert að borða, nema mjólkina úr kún- um og kveið því fyrir því að hafa ekkert úr mjöli og heldur ekkert kaffi um hátíðina. Þá var það á sólbjörtum degi, að prestshjónin sendu vinnu- mann sinn með byrði á baki, aff færa okkur kaffi, sykur og mjöl bæði í grauta og kökur. Þenna* dag man ég meðan ég lifi. Er sendimaður var farinn, sá ég að móðir mín var að gráta. Að lítilli stundu liðinni segir móðir mín: Nú ætla ég að lesa í hugvekjunum og þakka Guði og þessum góðu hjónum, því nú get- um við verið glöð um páskana. Ég veit að nútíminn skilur ekki þá tíma, sem voru fyrir fimmtíu árum. Fljótshlíðin hefur lengstum átt því láni að fagna að eiga góða og göfuglynda kenni- menn og vil ég í því sambandi nefna fjóra prófasta Tómas Sæ- mundsson, Skúla Gíslason, Egg- ert Pálsson og Sveinbjörn Högna son, sem nú er prestur þar. Þeir hafa allir miðlað af minni mennt- un og lagt fram lífsorku sína til blessunar þessari fögru sveit. Nói Kristjánsson. MIG langaði að minnast hér með nokkrum orðum merkishjóna, sem nú eru bæði gengin, þeirra sr. Eggerts Pálssonar og frú Guð- rúnar Hermannsdóttur, sem sátu fyrsta fjórðung þessarar aldar að Breiðabólsstað í Fljótshlíð. Nú þegar árin færast yfir mig finn ég æ betur, hvað ég á þessum göfugu hjónum mikið að þakka og langar mig með þessum fátæk legu orðum að láta í ljós þakk- læti mitt, enda fróðlegt fyrir yngri kynslóðina að heyra frá liðnufn tímum. Ættir þessara merkishjóna er óþarft að rekja. Það hefur áður verið gert og eru þær landskunn- ar fyrir andans þroska og göfug- mennsku. Ég ætla þó aðeins að geta eftirfarandi: Eggert Pálsson var fæddur á Meðalfelli í Kjós 6. október 1864. Foreldrar hans voru Páll Einars- son gullsmiður og bóndi þar, síð- ar í Sogni og kona hans Guðrún Magnúsdóttir Waage frá Stóru- Vogum. Eggert varð stúdent 1886, lauk guðfræðiprófi 1888, var veitt ur Breiðabólsstaður 6. júlí 1889. Prófastur í Rangárvallasýslu var hann frá 1918 og þingmaður Rangæinga 1902—’19 og 1924— 1926. Hann lézt í Kaupmanna- höfn 6. ágúst 1926. Kona hans Guðrún Hermanns- dóttir var fædd að Velli 18. marz 1866, dóttir Hermanns Johnsens sýslumanns í Rangárþingi og konu hans Ingunnar Halldórs- dóttur. Margir f ætt Guðrúnar Hermannsdóttur hafa gengið mentaveginn og orðið miklir at- kvæðamenn. Þau Eggert og Guð- rún giftust 18. júlí 1889 og hófu þá búskap að Breiðabólsstað. Frú Guðrún andaðist sl. sumar Þau hjón eignuðust eignuðust, eina dóttur, Ingunni. Hún gift- ist Óskari Thorarensen. Uppeldis- dóttir þeirra Ástríður, giftist Skúla Thorarensen. Menn þeirra voru bræður, Þorsteinssynir frá Móeiðarhvoli. þeir eru nú báðir dánir, en konur þeirra og börn búa í Reykjavík. Og eru börn þeirra eins og stofninn sannkall- að sómafólk og vel menntað. Þær uppeldissystur Ingunn og Ástríður voru framúrskarandi vel að sér og listgefnar og svo prúðar í allri framgöngu að vakti sérstaka eftirtekt og máttu marg- ar af læra. Öll þessi ætt hefur eignazt þann þroska að vera yf- irlætislaus, er sýnir góðhug til þeirra er minna mega sín. Það er mjög fagurt á Breiða- bólsstað. Eyjafjallajökull í tign sinni með hvíta jökulbunguna, er minnir á hreinleikann. Þá Vest- J mannaeyjar í suðri, oft í svo yndislega fögrum bláma, að þær I verða ógleymanlegar, hverjum þeim er sér þær í þessum hátíða-1 búningi. Á æskuárum mínum I sóttu vinnumenn og stöku heim- ilisfeður sjó þangað. Þá var oft horft til Eyja með hlýjum huga. Fljósthlíðin er ein af fegurstu sveitum þessa lands með blágresi, og berjalautir, silfurtæra læki og syngjandi fossa. Ég býst við, að allt þetta með góðum gáfum prófastshjónanna hafi haft áhrif á starf þeirra, að veita menningu J um sveitina og tendra trúarljós- in í sóknunum, en i því samein- uðust þau svo hjartanlega söfn- uði sínum í gleði og sorg. Ég vona, að það verði ekki litið svo á, að ég sé að slá skugga á aðra presta, þó ég sóknarbarn sr. Eggerts segi meiningu mína, ið og lífið og vegurinn til sannr- ar sælu. Og þegar þið eldist mun- J ið þið komast að raun um þennan sannleika. Einnig man ég fermingardag- inn. Hann bað svo innilega fyrir framtíð okkar barnanna. Ég held, að hann hafi borið kvíðboga fyr- ir því, að við börnin myndum gleyma því allra nauðsynlegasta í ölduróti þessa heims, að Jesús er vegurinn til himinsins heim. Sr. Eggert var mikið glæsilegur maður og karlmenni. En þá hann hann var með okkur börnunum, gerði hann sig sjálfan að barni og leitaðist við að gera þær stundir sem allra unaðslegastar. Þegar sótt var kirkja að Breiða bólstað, þá var venjulega sagt: — Ég ætla til Staðarkirkju eða ég ætla upp að Stað, út að Stað. Það var fagurt að horfa heim að Staðnum, reisulegar byggingar og túnin fögur. Þau hjón bjuggu góðu búi og bættu mikið jörðina. Þau-voru elskuð og virt af sínum sóknarbörnum. Það var ekki síður þá en nú að hlakkað væri til jólanna. Þá voru ekki bílar og ekki heldur sið skammdeginu. Við fórum gang- andi og bárum með okkur sauð- ur að fara á Ifestum til kirkju í skinnsskó. Þeir voru með hvítum við í kirkjunni. Eitt mesta tilhlökkunerefni okk ar barnanna á jólunum var það að fá að fara til Staðarkirkju. Hun var þá uppljómuð með kerta ljósum. Og sr. Eggert sagði með svo björtum hreim í röddinni: í dai er frelsari fæddur, sem er Ijós þessa heims. Þá var allt svo hátíðlegt. Og svo eftir þessa messu var sjálf- sagt að ganga í bæinn og þiggja Jólaskreytingar Jólablóm við höfum eins og áður mjög fjölbreytt úrval af jólaskreytingum. Krönsum, skreyttum greinum og krossum frá kr. 75.00. Kerti og ýmsar gjafavörur. Pantið snemma. Blóm oc| Grænmeti hf. Skólavörðustíg 3 — Sími 16711 og Langholtsveg 128 i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.