Morgunblaðið - 20.12.1959, Side 13

Morgunblaðið - 20.12.1959, Side 13
Sunnudagur 20. des. 1955» MORCVTSBLAÐIÐ 13 Þar inni voru að þessu sinni að- eins fjögur naut þar sem nautin sem nú eru mest notuð eru enn niðri á Grísabóli. S. N. E. á nú samtals 13 naut, sem orðin eru ársgömul eða meira og af þeim eru 4—6 notuð að staðaldri þar af 3, sem þegar hafa fengið 1. verðlaun. Starfsemi sæðingarstöðvarinnar fer mjög vaxandi og 1958 var alls 3130 kýr teknar til meðferðar af þeim hafa 93,7% fengið kálf og um 70% við fyrstu sæðingu og er þetta mjög góður árangur. Starfsemi S. N. E. er nú orðin mjög mikil og hefir það leyst margan vanda fyrir bændur í Eyjafirði. Á þessu ári er samband ið 30 ára. Það var stofnað af 6 nautgriparæktarfélögum í Eyja- firði. Fyrstu 8 árin beindist starf Þær tilraunir, sem hér getur um í upphafi greinarinnar hafa nú staðið um nokkurt árabil og þegar gefið góða íaun. Þessar til- raunir eru fyrst og fremst gerðar til þess að kanna hæfni nautanna til kynbóta. Fengnir eru allmarg- ir kálfar undan tveimur nautum. Er reynt að fá þá á svipuðu reki. Kálfarnir eru síðan aldir upp og fylgst nákvæmlega með þroska- ferli þeirra. Allir fá þeir sömu meðferð við uppeldið. Þegar kvíg urnar hafa mjólkað'fyrsta mjalta skeiðið eru þær seldar og ný til- raun hefst. 'V Til nánari fróðleiks ætla ég að birta niðurstöður einnar saman- burðartilraunar á tveimur naut- um, Fylki og Þela. Kvígur Fylkis gáfu 3013 lítra mjólkur með 4,18% fitu eða 12574 fitueiningar. rilraunastöðin að Lundi við Akureyri. Ljósm. vig. ■rUMCARO/Nt'/ FYRIR skemmstu átti tíðinda- maður blaðsins tal við Ólaf Jóns- son nautgriparæktarráðunaut hjá Sambandi nautgriparæktarfélaga í Eyjafirði (S. N. E.) og spurði tíðinda um starfsemi sambands- ins, en Ólafur er jafnframt for- stjóri tilraunastöðvar sambands- ins áið Lundi við Akureyri. Af þessu tilefni brugðum við okkur upp að Grísabóli og Lundi, en á þessum tveimur stöðum fer starfsemin fram enn sem komið er, því hún er ekki að fullu flut.t að Lundi. Fyrsta verk Ólafs var að taka brjóstmál af 40 kálfum sem eru undan tveimur nautum og í til- raun á vegum saínbandsins. Eru þeir enn sem komið - er aðeins fárra mánaða gamlir. Auk þess- arar tilraunar eru 39 kvígur und- an öðrum tveimur nautm á Rang árvöllum en sú jörð tilheyrir Lundi. Þær kvígur eru á öðrum vetri og munu fá kálf í vetur. Á Lundi er svo 31 fyrsta kálfs kvíga en þegar lokið er athugun á afurðum þeirra á fyrsta mjalta- skeiði er afkvæmarannsókn feðra þeirra að fullu lokið og þá sýnt hvort nautið er hæft til kynbóta eða ekki. Eftir að búið er að hafa þessar kvígur fyrsta mjaltaskeið- ið eru þær seldar og nýjar eru teknar í fjósið og tilraununum haldið áfram með önnur naut. Áður en við yfirgáfum Grísaból litum við inn í nautafjósið en þar eru margir föngulegir tarfar og ennfremur kálfar vel kynjaðir, sem aldir verða upp. Frammi í skrifstofunni glumdi Athyglisverðar af- kvæma rannsóknir síminn og pantanir um sæðingar voru að berast utan úr sveitum. Dýralæknir var að koma til þess að rannsaka sæðið, en það er jafn an gert til þess að ganga úr skugga um að það sé lifandi. Næst héldum við út í svínabúið, en þar eru nú um 300 svín. Þetta bú er rekið til þess að afla S. N. E. tekna, en jafnan er góður hagn- aður af rekstri búsins, enda er sambandinu ekki vanþörf á fjár- munum, þar sem það stendur nú í mjög miklum og fjárfrekum framkvæmdum. Við höldum upp að Lundi. Þar hefir um fjöida ára verið rekið stórbú í stíl erlends herragarðs. Byggingarnar þar voru úr sér gengnar og fullnægðu ekki nema að litlu leyti þeim kröfum er gera verður til tilraunabús. Það varð því að hefja byggingu nýrra gripahúsa og geymslna fyrir fóð- ur. Lokið er nú að byggja fjór fyr ir 48 kýr ásamt 2000 hesta hlöðu. íbúðarhúsið hefir verið verulega endurbætt, gömlu gripahúsunum hefir verið breytt í nautafjós og sæðingastöð, sem brátt tekur til starfa. Þá hafa miklar ræktunar- framkvæmdir verið bæði að Lundi og Rangárvöllum. Þótt margt hafi þegar verið gert þarna á búfjárræktarstöðinni er enn margt sem gera þarf. Má þar nefna að byggingar vantar fyrir afkvæmaraasóknirnar þar sem kvígukálfarnir eru teknir ný- fæddir á stöðina og aldir þar upp. Við komum fyrst inn í hið glæsilega fjós þar sem 48 ungar kýr standa á básum sínum vel snyrtar enda er umgangur og um- hirða öll hin bezta. í mjaltahúsi, sem er við hliðina er haganlega frá öllu gengið og aðstaða hin bezta til þess að hægt sé að við hafa fullkomið hreinlæti. Inn af fjósinu er skrifstofa framkvæmda stjóra og ráðunauts og stór gluggi á millivegg, þannig að hann get- ur fylgzt með því sem fram fer í fjósinu. Þá er næst kjarnfóður- geymsla og síðan hin nýja sæð- ingarstöð og nautafjós. Búsljórinn á Lundi með eina afurðabeztu kúna þar. semin fyrst og fremst að því að koma á almennu skýrsluhaldi og á grundvelli þeirra að velja naut til kynbóta í félögunum. Afurða- aukning verður ekki teljandi á Má af þessu sjá að Fylkir er kyn- betri tarfur hvað snertir mjólkur eiginleika. Mæður að dætrum Fylkis eru allar á skrá og er með- alfita mjólkurinnar úr þeim Þessi mynd er tekin í hinu nýja og glæsilega f jósi á Tilraunastöð Sambands nautgriparæktarfélaga 1 í Eyjafirði, að Lundi við Akureyri. f þessu tímabili. Á næstu 6 árum eða frá 1938—1944 verður aftur sýnilegur árangur á afurðamagn- inu. Á tímabilinu 1944 til 1952 verð- ur aftur á móti ekki sýnileg af- urðaaukning á félagssvæðinu. Fróðir menn telja að þarna komi margt til og þó einkum vaxandi erfiðleikar á nautahaldi víðsveg- ar um sveitirnar, sem m. a. stafa af minkandi fólkshaldi hjá bænd- um. Með auknum kúafjölda verða þessir vankantar að sjálfsögðu stöðugt meiri, sem endar með því að minni rækt er lögð við kyn- bæturnar. En einmitt þegar í mest van- efni er komið með þessi mál, er tekin upp ný skipan á vegum S. N. E. Það kemur upp nauta- stöð á Grísabóli árið 1946 og hefir hún æ verið rekin síðan og það með góðum árangri og stöðugt vaxandi notkun. • - _ ^ 3,70%. Fylkir hefir því aukið meðalfituna hjá dætrum sínum um 0,48%. Þannig er örugglega fengin kynbótahæfni Fylkis og því sjálf- sagt að nota hann á sæðingastöð- inni. i Að þessu sinni skal ekki nánar farið út í lýsingu á starfsemi S. N. E. en Ólafur Jónsson hefir látið frá sér fara ýtarlega skýrslu um starfsemi sambandsins og af- kvæmarannsóknir á vegum þess á árunum 1957—58. Þeir, sem vilja kynna sér frekar þær niður- stöður geta aflað sér þeirra. • Að lokinni fróðlegri dagstund að Lundi kveðjum við fram- kvæmdastjórann með ósk um á- framhaldandi gengi fyrirtækis hans. v vig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.