Morgunblaðið - 20.12.1959, Page 19

Morgunblaðið - 20.12.1959, Page 19
Sunnudagur 20. des. 1959 MORCTJTSBLAÐIÐ 19 Mœltu guðirnir allt í hendingum ? Forlag Odds Björnssonar hef- ur nú eins og að undanförnu gef ið út margar baekur, girnilegar til fróðleiks og skemmtunar, og skal hér minnzt á nokkrar þeirra: Hrakhólar og höfuðból, eftir Magnús Björnsson, bónda á Syðra-Hóli. Eftir þennan höfund kom út fyrir tveimur árum bók- in Mannaferðir og fornar slóðir, sem varð einkar vinsæl og hlaut góða dóma. Þessi bók er eins kon ar áframhald af henni, sagna- þættir úr Húnavatnsþingi, skemmtilega skrifaðir. Höfundur inn sameinar það tvennt ágæt- lega að vera nákvæmur fræði- maður og góður rithöfundur. — Frásagnir hans verða meira en þurr fræðatíningur. Hér er um að ræða íslendingasögur, flestar frá síðustu öld, þar sem ljósi er brugðið af naemum skilningi yf- ir mannleg örlög, en jafnframt leitazt við að fara sem sannast og réttast með allar heimildir. Alls eru í bókinni ellefu frásagn- ir fróðlegar og hugðnæmar, rit- aðar áf mikilli íþrótt. Pílagrímsför og ferðaþættir, eftir Þorbjörgu Árnadóttur frá Skútustöðum, er skemmtileg bók og vel skrifuð. Höfundurinn hef- ur ferðazt víða um veröldina og dvalið langdvölum í New-York og vestur á Kyrrahafsströnd,, lokið meistaraprófi í hjúkrun frá Washington háskóla og gegnt ábyrgðarmiklu starfi við heilsu- verndarstöð Seattle-borgar, Wasih. Flestar þessar ferðasög- ur eru frá Suður-Evrópu: Flór- ens, Róm, Capri, Milano, Feneyj- um, París og fleiri sögufrægum slóðum, þar sem allir vildu kom- ið hafa. En ef tækifæri gefst ekki til þess, er gaman að slást í för með þessari menntuðu og gáfuðu konu, sem tekur svo vei eftir því, sem fyrir augun ber, og kann svo vel frá því að segja. Þarna er einnig ferðasaga henn- ar frá Seattle, suður með Kyrra- hafsströnd og gegn um Panama- skurðinn til New York, ásamt lýsingum frá Kaliforníu. Mestur varmi kemst þó í frásögn henn- ar, þegar hún fer að lýsa æsku- slóðunum í Þingeyjarsýslu og fólkinu þar. Áður hefur hún skrifað fallega bók um æsku- stöðvar sínar, sem nefnist: Sveit- in okkar, og hér andar hinni sömu hlýju og fyrr. Bókin er skreytt tólf ljósmyndasíðum, en auk þess hefur listakonan Toni Patten gert teikningar yfir öll- um kaflafyrirsögnum, og eru þær til mikils fegurðarauka. Fórn snillingsins, eftir A. J. Cronin, þýdd af Magnúsi Magn- ússyni. Þetta er skáldsaga eftir einn af öndvegis-rithöfundum Englendinga, sem getið hefur sér heimsfrægð fyrir skáldsögur sín- ar. Ýmsar þeirra hafa áður verið þýddar á íslenzku eins og t. d.: Borgarvirki og Lyklar himnarík- is og unnið sér miklar vinsældir meðal íslenzkra lesenda. Þetta er ein af síðustu skáldsögum Cronins, fjallar um málara, sem vegna hollustu við list sína afsalar sér öruggu embætti, auð- ugu kvonfangi, vinsældum og áliti, og vinnur í örbirgð og alls- leysi eins og óður maður að list sinni meðan kraftarnir endast. Sagan er hugðnæm og lýsir þeim sannleika, að enginn, sem lítur aftur, er hæfur til guðsríkis. Snillingarnir eru oftast fyrirlitn- ir af sinni samtíð. Flogið yfir flæðarmáli, eftir Ármann Kr. Einarsson. Þessi saga er áframhald af hinum vin- sælu drengj abókum Ármanns. Hér er Árni í Hraunkoti enn á ferð í þyrlunni sinni, Gussi hrepp stjórasonur á jeppanum og Olli ofviti róandi á þvottastampi. Mörg ævintýri gerast eins og endranær. Svarti-Pétur er nú kominn í félag við Júlíus súkku laðikarl, og eru þeir staðnir að ferlegu vínsmygli. Þá koma nýj- ar persónur til sögunnar eins og Robinson enski og Hunda-Kobbi. Yfirleitt er sagan troðfull af æv- intýrum, sem gera má ráð fyrir, að hinni yngri kynslóð þyki ærið skemmtileg. Sýslumannssonurinn og Systir læknisins heita tvær skáldsögur eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur. Þetta eru rómantískar skáldsög- ur í gömlum stíl um ungar hlé- drægar stúlkur með viðkvæmar taugar, sem ekki leggja ást sína á glámbekk, heldur verjast elsk- huganum eins lengi og nokkur kostur er. Hins vegar reynast þær mestu kvenhetjur, þegar á reynir, gefa sitt hjartablóð til að bjarga ástvinum sínum, og stinga sér eftir þeim út í straumihörð Ijóð og hafa þeirra svo sem nokk ur not? Hlýtur þá ekki annað hvort að vera hér um einhvern andlegan aðal að ræða, sem ekki leggur sig niður við að yrkja fyr- ir aðra en örfáa útvalda, sem lærðir eru í symbolunum, eða maður verður að hallast að skoð- un Kolka læknis, að þarna sé að endurtakast sagan um nýju fötin keisarans? Vel má það svo vera, að ein- hver skáldskapur sé í samsetn- ingi yngri skáldanna, þó senni- lega talsvert minni en þeir ímynda sér sjálfir. Annað mál er það, hvort ástæða er til að kalla óbundið mál, sem hvorki hefur reglulegan bragarhátt, rím eða stuðla, ljóð, enda hefur það lítt tíðkazt til skamms tíma. Auðvit- hans gerð. Þessar ásakanir eru mjög ómaklegar, og koma úr hörðustu átt frá þessum höfundi. Það, sem Magnús leitaðist við að gera gagnvart kirkjulífinu, var mjög áþekkt því, sem form- byltingamenn nútímans í skáld- skap telja nauðsynlegt fyrir skáldskapinn. Ef mannsandanum hæfa ekki margþvæld form í skáldskap, þau sljóvga fegurðar- skynið, gera sannleik að lygi og svo framvegis, hæfir þá fremur guði almáttugum slík vana- sljóvguð þjónusta, er von til þess að trúarlegar skynjanir og kennd ir mannssálnanna fái ferska túlkun og lifandi, ef sömu bæn- irnar eru þuldar undir sama lag inu öld eftir öld, og sami leir- burðurinn sunginn, þó að hann dragnist aftur úr öllum leirburði öðrum? Eða þykir það rétt að gera Guði lægra undir höfði að fljót, til að bjarga þeim frá drukknun. Holl lesning fyrir ung meyjar nútímans á ástinni. Sög- urnar eru bráðskemmtilegar. Nýju fötin keisarans, eftir Sig- urð A. Magnússon. Þetta er safn ritgerða, sem flestar hafa birzt áður í blöðum og tímaritum, en þrátt fyrir það er góðra gjalda vert, að fá þær í einni heild í bókarformi. Of lítið hefur verið prentað af slíkum ritgerðasöfn- um eftir góða rithöfunda, því að ritgerðakorn í blöðum gleymast og týnast, en þegar þau eru kom- in í bók, er auðveldara að ganga að höfundinum, og um leið fær lesandinn gleggri mynd og yfir- gripsmeiri um, hvað fyrir honum vakir, en unnt er að ráða af einni og einni grein. Ritgerðir Sigurðar A. Magnús- sonar þola vel endurprentun enda er það auðsætt, að hann er víðlesinn í bókmenntum og harð greindur á ýmsum sviðum, þó að stundum tali hann fullmikið eins og sá, sem vald hefur. Ritgerð- irnar fjalla um ýmsa bókmennta menn, útlenda og innlenda, og gefur það bókinni ekki sízt gildi, hversu skilmerkilega þar er skrifað um marga erlenda höf- unda, bæði lifandi og látna, sem almenningur hér á landi þekkir lítið til. Margar þessar ritgerðir eru skemmtilegar og gefa fjöl- breytt umhugsunarefni. Hins vegar er höfundurinn barn tíma og tízku eins og aðrir og ver mikilli fyrirhöfn til að lofsyngja hin nýtízku skáld, sem yrkja án ríms og stuðla, og vilja þó kalla sína andlegu fram- leiðslu ljóð. Maður fræðist um það, að þessi formbylting eigi einkum rætur sínar að rekja til brjálaðs manns (Ezra Pound) og annars vel metins bókmennta manns T. S. Eliots, sem líklega var þó meiri gagnrýnandi en skáld, orti svo tyrfið, að hann sá sig tilneyddan að láta skýr- ingar fylgja kvæðum sínum. Höfundur gengur að því eins og ljón að verja þessa nýju Ijóða- smíði, sem manni skilst að sitji uppi með allan sannleikann og ferskleikann í ljóðasköpun nútímans, þar sem hin gömlu form séu orðin slitin og útþvæld og geri ekki annað en kreppa að frjálsri og skýrri hugsun. Látum svo vera. Gunnlaugur orms- tunga kallaði Helgu hina fögru: lautsíkjar lyngs land, og mundi nú tæpast nokkur sjá sér fært að nota slíka kvenkenning, þó að Hallfreði vandræðaskáldi þætti þetta hið bezta kveðið á þeirri öld. En spurningin er þá bara sú, hvort mörg hin persónulegu symból nýtízkuskáldanna, sem höfundi finnst svo mikið til um, séu vitund betri en þetta til efl- ingar skýrleikanum. Ef mynd- sköpunin og ferskleiki þessara ungu skálda er svona frábær, sem höfundur vill vera láta, og sannleikur þeirra meiri en ann- arra, hvernig stendur þá á, að þorri manna nema þá kannske allra gáfuðustu bókmenntaskýr- endur eiga svo dauðans erfitt með að festa hugann við þessi að geta þessir symbólistar leyft sér hvað sem er í nafni listar sinnar, kallað músina fjall og lát- ið steininn vera fjósemdartákn, en ekki eykur það á skýrleikann í augum venjulegra manna. Spurningin er, hvort Ijóðlist hefur nokkurs staðar verið gerð að meiri íþrótt en með íslending um, sem trúðu því um eitt skeið, að guðirnir mæltu allt í hending um. Þeirra afturför verður því enn átakanlegri, er þeir hverfa frá Ijóðaforminu út í formleys- una, enda geta þá hvers konar loddarar og leiruxar bullað enda laust á því þingi, sem varpað hef ur fyrir borð viðhafnarbúningi ljóðsins. Undarlegt er það um þennan formbyltingarmann, og í engu samræmi við rök hans fyrir því, að ógerlegt sé að yrkja í marg- þvældum og úreltum ljóðaform- um, er hann gefur þýðanda Hendersons (Ferðabókarinnar) olnbogaskot fyrir smávægilega athugasemd um bókstafstrú. — Fyrst og fremst hneykslast hann á orðinu bókstafstrú. En hvaða orð er til betra yfir það fyrir- brigði, er menn halda að hvert orð Ritningarinnar, jafnvel mörg þúsund ára gömul fyrirmæli úr lagabálkum Gyðingaþjóðarinnar, hafi fullt lagagildi enn þann dag í dag fyrir kristna menn, eða þegar menn hvorki vilja hlusta á nokkra málfræðilega eða sagn- fræðilega útskýringu kenning- anna, heldur skilja þær á þann hátt, sem heimskum manni getur fyrst til hugar komið? Því næst: Að hvaða leyti er það kynleg víðsýni, að skilja það með Pope og Grími Thomsen, Magnúsi Stephensen og öðrum vitrum mönnum, að hinum fálm- andi bænum óskyldra þjóða kann að vera snúið til hins sama guðs, enda þótt þær af skiljan legum ástæðum nefni guðinn ólíkum nöfnum? Hið sama vak- ir fyrir Davíð Stefánssyni í sálmi, sem til prýðis er í sálma- bók vorri: Við altari kristinnar kirkju við blótstall hins heiðna hofs er elskað, óskað og sungið þér einum til lofs. Hver á úrskurðarvald um það, hvort réttara er að kalla hinn hæsta guð: Jahve, Juppiter eða Brahma? Það er barnaskapur meiri en þessum manni er ætl- andi, að halda að það skipti nokkru meginmáli, hvað guðinn er kallaður. Af slíkri þröngsýni einni hafa sprottið trúarbragða- styrjaldir, er menn hafa haldið að Jahve væri stór greiði gérr með því að drepa tilbiðjendur Allah, og öfugt. Menn hafa tekið það einn eftir öðrum og upprunalega frá heit- trúarmönnum 19. aldar að álasa Magnúsi Stephensen fyrir það að hann gerði tilraun til að hrífa kirkjulíf samtíðar sinnar úr þunglamalegu og margþvældu formi Grallaramessunnar, og gera guðsþjónustuna einfaldari og skynsamlegri. Býr enn að þessu leyti en annarri sannleiks- þjónustu? Kannske heyrir guð undir þau efni, sem engin rök eða skynsemi má koma nálægt og er því bezt þjónað með heimskunni einni saman, en varla virðist Kristur vera á því máli, er hann segk að menn eigi að þjóna guði af öllum huga sínum. Höfundurinn talar _annars um þessi mál af meiri skynsemi í grein, sem hann hefur skrifað vestan hafs 1954 og nefnist Religi on and Morality. En enda þótt maður geti verið höfundinum innilega ósamþykkur um marga hluti, dregur það ekkert úr ánægjunni af að lesa þessar rit- gerðir. Það er gaman að kynn- ast sjónarmiðum höfundar. Hann hefur gott lag á að ýta við hugs- un lesandans, og slíkar bækur eru góðar. AUSTURSTRÆTl (ÍMAft ISMI - USM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.