Morgunblaðið - 20.12.1959, Page 20

Morgunblaðið - 20.12.1959, Page 20
20 MORGXJTSBLAÐIÐ Sunnudagur 20. des. 195P Uppboð Samkvæmt ákvðrðun skiptafundar í skuldafrágðngu d.ánar- og félagsbúi Skarphéðins Jósefssonar og Rósu Einarsdóttur, Framnesvegi 1, hér í bænum, verður opinbert uppboð haldið í skrifstofu borgarfógeta í Tjarnargötu 4, mánudaginn 21. des. n.k. kl. 2 e.h. * Seld verða réttindi búsins yfir eftirtöldum skips- flökum: 1. Louis Botha á Fossafjöru, V Skaftafellssýslu. 2. Egill Rauði, undir Grænuhlíð, N-ísafjarðarsýslu. 3. Sindri í Hvalfirði. 4. Chargon við Patreksfjörð. 5. Charles Chalter, undir Eyjafjöllum. 6. Einvika, við Raufarhöfn. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavík. Bólstruð húsgögn í úrvali. Borðstofuhúsgögn, sérstök matborð og stólar. Hagkvæmir greiðsluskilm.ájar. Húsgagnaverzlun I'orsteins Sigurðssonar Grettisgötu 13. JÓLABÓK Ásmundu Bjarnason • trésmíðameistari. F. 20./7. 1873. D. 5./12. 1958. ★ ÞEIM fer nú ört fækkandi, sem muna þá, er settu svip á samtíð sína um sl. aldamót. í>á sem nú, voru margir glæsilegir ungir menn, er ólu í brjósti miklar framtíðarvonir og lögðu sig alla fram til að afla sér menntunar og þroska til framtíðarstarfa og unnu ættlandi sínu af heilum hug og voru hinum yngri til fyrir- myndar. Hin unga kynslóð þeirra tíma, þekkti mikla erfiðleika frá barn æsku, en gróandinn, sem var byrjaður í þjóðlífinu ýtti vafa- laust undir margan unglinginn og gaf nýtt hugrekki og víðari út- sýn. Þetta á allt við um móðurbróð- ur minn, Ásmund Bjarnason tré- smíðameistara, sem 'ég vil minn- ast hér með nokkrum orðum. Ásmundur Bjarnason var fædd ur að Geitagerði í Fljótsdal 20. júlí 1873, og dó í Minneapolis í Bandaríkjunum 5. des. 1958. Hann var sonur hjónanna Bjarna Ásmundssonar, bókbindara á Eskifirði, síðari hluta ævi og konu hans Sigríðar Ásmunds- dóttur. Ásmundur var í beinan karllegg kominn af séra Bjarna Gissurarsyni skáldi í Þingmúla, en Sigríður móðir hans var dóttir Ásmundar Indriðasonar frá Borg K a m í n a Rafmagnskamina með marmaraplötum upplýstum og fallegum glóðum, til sölu. Til sýnis hjá okkur LITOPRENT H.F. Lindargötu 48. Þetta er sjálfsævisaga, höfundar, gerist á árunum 1950—‘55. Lýsir hún viðfangsefnum fjölskyldunnar og segir frá fjölmörgum KOMET samtíðarmönnum, atburðum og málefnum, auk margra og bráðsmellina frásagna af húsdýrum höfundar. Þetta mun vera ein snjallasta bók Hagalíns. 446 bls. Kr. 225.00 ib. Þ ý z k a r rafmagnshárþurrkur fyrirliggjandi arni gestsson UMBOÐS OG HEILDVERZLUN Vatnsstíg 3 — Sími 17930 í Skriðdal og var sá Ásmundur bróðir Ólafs Indriðasonar prests og skálds á Kölfreyjustað. Ásmundur var hár maður og vel vaxinn, höfðinglegur á svip og prúðmannlegur í allri fram- göngu svo af bar. Ásmundur var mikill hagleiksmaður, svo sem verið hafði faðir hans og lagði hann fyrir sig trésmíðar. Hann sigldi til Kaupmannahafnar til þess að fullnuma sig í þeirri iðn. Um sl. aldamót lauk hann þar námi og var t. d. samtíða Anton heitnum Jórissyni skipasmíða- meistara og Jóhannesi J. Reykdal o. fl. (sjá mynd og grein í Iðn- aðarritinu 19. árg. 1946). Ásmundur kom heim til Eski- fjarðar að afloknu námi í Kaup- mannahöfn og tók þá að fást við húsasmíðar þar eystra um nokk- urt skeið, en svo fluttist hann til Akureyrar og tók að sér að teikna Grundarkirkju og byggja hana. Þótti sú kirkja um eitt skeið mjög haglega gerð og veglegasta timburkirkja á land- inu. Árið 1905 giftist Ásmundur Þóru Jónasdóttur frá Svínaskála í Reyðarfirði. Var Þóra óvenju- lega fríð og myndarleg kona. Brúðkaup þeirra var haldið að Svínaskála síðsumars við mikla rausn. Brúðkaupsveizlan var fjöl- men og skemmtu menn sér við söng og dans. Ég var 12 ára að aldri og einn yngsti boðsgestur- inn. Mér er það minnisstætt hve glæsileg brúðhjónin voru. Ungu hjónin fluttu svo til Ak- ureyr.ar og hélt Ásmundur störf- um sínum áfram. Ásmundur og Þóra eignuðust son árið 1906 og hlaut hann nafnið Ingólfur. Ás- mundur missti konu sína skömmu eftir að þau eignuðust barnið og kom hann drengnum í fóstur hjá hjónunum Kolbeini Árnasyni, þá kaupmanni á Akureyri og Sigríði konu hans og ólst hann síðan upp hjá þeim og hefur nú um alllangt skeið verið skrifstofu- stjóri Eimskipafélags íslands hf. í Reykjavík. Ásmundur undi eigi lengi á Akureyri eftir lát konu sinnar og fluttist hann til Kanada árið 1910 og starfaði þar að húsbygg- ingum þar til í lok í fyrri heims styrjaldar, en þá fluttist hann til Minneapolis í Bandaríkjunum. Árið 1918 kvæntist hann í annað sinn og var seinni kona hans Ingi björg Guðmundsdóttir Péturs- sonar, prests að Valþjófsstað og hafði Guðmundur flutzt vestur löngu fyrir aldamót og var Ingi- björg fædd vestra og hefur aldrei til fslands komið. Guðmundur Pét ursson var bróðir Haldórs Stef- ánssonar, fyrrv. forstjóra Bruua bótafélags fslands. Ásmundur og Ingibjörg eign- uðust 2 sonu, Cecil Sigurð, f. 1919 og Charles f. 1921. Ingibjörg hafði tekið kennara- próf og stundaði kennslu áður en hún giftist Ásmundi. Hún reyndist honum ákaflega vel og ekki sízt í veikindum hans hin síðustu æviár hans. Synir þeirra Cecil og Charles lögðu fyrir sig viðskiptafræði og starfa að við- skiptum í Bandaríkjunum Þeir tóku báðir þátt í heims styrjöldinni síðari, við góðan orð stír, Cecil í sjóhernum og Charles í landhernum. Þeir eru báðir kvæntir og á Cecil 3 dætur, en Charles 2 dætur og einn son. Ásmundur þráði alltaf að koma heim til íslands, en af því varð þó aldrei. Hann fylgdist aí miklum áhuga með öllum fram- kvæmdum og framförum hér heima og gladdist innilega yfir öllu því, sem vel var gert og til frama horfði. Bréf hans til syst- ur hans, Sigríðar móður minnar, bera þess glöggan vott. Frændur og vinir Ásmundar, sem kynntust honum, geyma ura hann kærar minningar, sem gott er að rifja upp að leiðarlokum. Að síðustu óska ég niðjum Ás- mundar hérlendis og vestan hafs, gæfu og góðs gengis um ókomin ár. Reykjavík í desember 1959. Jón Ólafsson, hrl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.