Morgunblaðið - 23.12.1959, Side 8

Morgunblaðið - 23.12.1959, Side 8
8 MORCVTSBLAniÐ Miðvik'udagur 23. des. 1959 AUSTURSTRÆTI SÍMAR; 1304) - H2SS Hörður Þórhallsson viðskiptafræðingur í DAG verður Hörður Þórhalls- son, viðskiptafræðingur borinn til grafar. Um langt árabil hafði Hörður annað veifið átt í stríði við þrá- látan sjúkdóm. Þess var þó vænzt, að hann hefði náð fullri heilsu eftir margra mánaða dvöl á heilsuhæli fyrr á þessu ári, og hann hafði að mestu tekið upp fyrri störf. í öryggisskyni gekk Hörður þó undir alvarlega skurð- aðgerð í sjúkrahúsi í þessum mánuði. Þaðan átti hann ekki afturkvæmt. Við hið óvænta og sviplega fráfall Harðar hafa margar vonir brostið. Hörður Þórhallsson fæddist í Reykjavík 5. júlí 1916. Foreldrar hans voru Þórhallur Árnason, sellóleikari, og Abelína Gunnars- dóttir Einarssonar Ásmundssonar í Nesi. Hörður var alinn upp í kaþólsk um sið, enda var hann tengdur traustum böndum hinum unga söfnuði hinnar öldnu kirkju hér á landi. Afi hans Gunnar Einars- son mun hafa verið fyrsti ís- lendingurinn, sem tók kaþólska- trú eftir að Jón Arasoii leið, og núverandi Hólabiskup, hans herradómur Jóhannes Gunnars- son er móðurbróðir Harðar. Að- eins 12 ára gamall fór Hörður fyrst utan og dvaldi við nám í prestaskóla í Hollandi eftir það, að einu ári undanskildu, til 17 ára aldurs ,en þá varð hann að hverfa heim frá námi vegna heilsubrests. Nokkru síðar settist hann í Menntaskólann í Reykjavík og varð stúdent þaðan vorið 1936. Eftir stúdentspróf las Hörður viðskiptafræði í Þýzkalandi, Frakklandi, og loks við Háskóla íslands, og lauk þaðan prófi árið 1940. Hörður kvæntist árið 1940 Guðrúnu Jónasdóttur Þór frá Ak- ureyri, mikilhæfri konu. Þau eign uðust 5 börn, Gunnar, Helgu, Hildi, Hrafn og Huldu. Að loknu háskólaprófi vann Hörður margvísleg störf, við kennslu, í Landsbanka íslands og síðustu árin hjá Almenna byggingarfélaginu í Reykjavík. Einkum áttu þó margir erindi til Harðar vegna hinnar frábæru málakunnáttu hans. Á þessu sviði eins og svo mörg- um var Hörður óvenjulegum hæfileikum búinn. Eitt sinn sagði hann mér, að hann kynni 12 tungumál svo umtalsvert væri, en vafalaust var hann allvel kunn ugur mörgum fleiri. Að baki þessú lá ekki aðeins hin klass- iska skólun, sem hann naut á unglingsárunum, heldur sífellt sjálfsnám meðan ævin entist. Hann var svo gerður, að hann fór ekki handahófslega með nokkurt mál. Hugðarefni hans voru "mörg, fleiri en ég kann að telja. Alls- staðar leitaði hann að kjarnan- um, og skipti þá fyrirhöfn ekki máli. Til dæmis efa ég að Hörð- ur hafi nokkurn tímann gert sig ánægðan með að kynnast skáld- verki, eða öðru riti, nema á frum málinu. Hörður fékkst nokkuð við rit- störf, en hafði því miður of fáar stundir til þeirra. Þau bera vott djúpri virðingu fyrir íslenzkri tungu, vandvirkni og snyrti- mennsku höfundar, sem ekki tók á penna, riema hann hefði mál að flytja. Ef til vill var orðknappt og hnitmiðað ljóð mest að skapi Harðar. Sjálfur fékkst hann lítil- lega við Ijóðagerð, ekki sízt á einverustundum, á göngu eða í tjaldi í óbyggðum. íslenzkri nátt- Sérstaklega v a n d a ð ar Þvottavélar og Strauvélar komu morgun Komið! Skoðið! Bílastæði. • • FON IX O. KOBNERUP-HANSEN SUÐURGÖTU 10 úru unni Hörður öðru fremur og hafði glöggt auga fyrir eðli henn- ar og töfrum. Á hennar fund fór hann gjarnan einn. Hörður Þórhallsson var fyrir- mannlegur en hlédrægur. Ef til vill kynntust samferðamenn hans honum helzt fyrir tilviljun í fyrsta sinn, í starfi eða vegna sam eiginlegra áhugamála. En hvernig sem viðkynninguna kann að hafa borið að höndum, ætla ég að þeir séu fáir, sem ekki gengu ríkari af fundi, er þeir höfðu skipt meira en kveðjum við Hörð. Leiðir okkar Harðar lágu sam- an hér í Kópavogi, vegna sam- eiginlegra skoðana í þjóðmálum. Hörður var einn af frumbyggjum okkar unga bæjarfélags og lét sig hag þess miklu varða. Starf hans sem formanns Sjálfstæðisfélags Kópavogs sl. 3 ár og ritstjórn blaðs okkar Voga, verður fyrir- mynd þeim sem á eftir koma. Oft er sagt að maður komi í manns stað. Svo er þó ekki, Störf in eru að vísu unnin, og lífið heldur áfram, en við fráfall sér- stæðs persónuleika fyrir aldur fram, hefur það horfið, sem ekki verður bætt. . Hörður Þórhallsson var einn af þeim mönnum ,sem maður vildi hafa haft tíma til þess að kyr.nast betur. Sveinn S. Einarsson. Vinarkveðja. ER ég frétti lát vinar míns Harð- ar Þórhallssonar var mér um megn að trúa því fyrst í stað. Ég vissi ekki annað en að hann hefði fullkomlega náð sér eftir hættulegan sjúkdóm og að hann hafi verið útskrifaður af spítal- anum í haust, þess vegna kom þessi sorgarfregn algerlega á óvart. Við Hörður vorum leikfélagar þegar við vorum litlir á Vestur- götunni og þá kom strax í ljós hvílíkur afbragðsdrengur hann var. Ekki var hægt að hugsa sér ljúfari og elskulegri dreng en hann eða betri félaga að vera með. Og ekki minnkaði álitið á honum hjá okkur strákunum er það fréttist að hann væri á förum til hins fjarlæga Hollands og myndi dveljast þar í mörg ár til náms. Þetta var ævintýri líkast, en allt var þetta samt veruleiki og sá ég ekki Hörð gftir það í mörg ár. En löngu seinna, er ég var á förum til Parísar til fram- haldsnáms, frétti ég að Hörður, sem þá hafði lokið stúdentsprófi hér heima, væri einnig að fara ól Parísar og endurnýjuðust þá vin- skapurinn milli okkar og urðum við samferða út. Þetta var mikið lán fyrir mig, því þó það væri í fyrsta skipti sem v ið báðir kæm um til þessar miklu heimsborgar, þá var munurinii sá, að ég var svo að segja mállaus á franska tungu, en Hörður talaði hana lýta laust. Þetta var mér mikil hjálp allan þann vetur og það stóð ekki á Herði að hjálpa mér með ráð- um og dáð, enda ekkert breytzt frá sínum æskudögum hvað drerig skap snerti. En nú var hann orð- inn þroskaður maður og vitur, með einhverja þá beztu málakunn áttu, sem einn maður getur tileink að sér. Hann talaði reiprennandi fjölda tungumála svo undravert var. En það sem mest var um vert, var maðurinn sjálfur, hann var eins og ég nefndi áðan hinn bezti drengur og skemmtilegasti félagi. Það var alltaf gaman að hitta Hörð að máli, hann var hreinn hafsjór af fróðleik og hugsaði mikið um lífið og tilveruna og fór ekki hjá því að irjaður færi fróðari um margan hlut af þeim fundum. Herði var-það rr.ikil gæfa í líf- inu að kvænast gáfaðri og hinni mestu afbragðskonu, frú Guð- rúnu Þór og áttu þau fimm börn, öll hin efnilegustu. Eiga þau ÖU um sárt að binda, en það er huggun harmi gegn að minningin lifir um elskulegan heimilisföður, góðan son og traustan vin. Ég sendi ástvinum hans mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Rögnvaldur Sigurjónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.