Morgunblaðið - 23.12.1959, Síða 13

Morgunblaðið - 23.12.1959, Síða 13
Miðvilcudagur 23. des. 1959 MORGUNBLAÐIÐ 13 Árni G. Eylands: Rogalandsbréf um jarðræktarfræði í HAUST gekk ég um götur í Reykjavík. Svo leizt.mér, aS aldrei hefðu bókabúðirnar verið fleiri né jafnvel búnar. Er slíkt undrunarefni og hitt þó eigi minna hve mikið gæti erlendra bóka misjafnra, að mér fannst, þó margt væri að sjá gott af þeirn uppruna. Því veitti ég athygli, sem mér kom ekki neitt nýstár- lega fyrir sjónir, að hvergi sá ég útlenda bók um bún- armál, og raunar tæpast íslenzka heldur. Um íslenzku búnaðar- bækurnar ber það nú raunar til, að þar er ekki um auðugan garð að gresja. Útgáfa íslenzkra bún- aðarbóka er að vonum lítil, þó sumt sé raunar verra að vonum, t. d. engin íslenzk bók skuli vera fáanleg um sauðfjárrækt. Slíkt er ótrúlegt endemi, hef ég marg- sinnis komist í hann krapp- an hér á landi — í Nor- egi, að þurfa að opin- bera þann sannleik, er ég hef spurður verið um íslenzka bún- aðarætti. — Svo er nú það. En einmitt sökum þess, hve fátt er um íslenzkar búnaðar- bækur, mætti ætla að íslenzkum búnaðarmönnum væri mikil au- fúsa erlendar búnaðarbækur gimilegar til fróðleiks, og að ein- hver hinna mörgu bókabúða í Reykjavík sæi sér leik á borði að flytja inn og selja álitlegar búnaðarbækur erlendar. Svo mun þó eigi vera, og mun það byggj- ast á þeirri staðreynd að nær engir gerast til að kaupa slíkar bækur. Hins er og að gæta ali búnaðarmenn þeir, er í helztu embættum sitja vinna við stofn- anir er fá reiting af útlendum búfræðiritum tilsendan, þó eng- an veginn sé það nægilegt tii að fylgjast með því nýja sem gerist svo ört, miðar nú áfram. Einnig er þess að minnast, að þeir ráðunautar sem starfa með búsetu utan Reykjavíkur munu lítils í njóta um að fá slíkar sendi- ingar. Hvort sem það er nú fánýtt eður eigi, hefi ég oft eigi getað á mér setið að minnast á stöku rit útlend um búnað, sem ég tel girnileg fyrir íslenzka búnaðar- menn að líta, t. d. héraðsráðu- nautana og bændur, sem hug hafa á að lesa meira um búnað en það sem er að finna í Frey, Búnað- arritinu, Ársriti R. N. o. s. frv. Enn mun ég vega í þann hné- runn. í ár er komið út í Svíþjóð — auðvitað hjá hinu góðkunna L. T. útgáfufyrirtæki — ný jarð- ræktarfræði, sem er þess verð að henni sé gaumur gefinn. Bókin sem er í tveimur bindum — 243 + 423 bls., heitir fullu nafni: Jordbrukslára för ungdomsskol- or, jordbrukskurser och sjálv studium. Það er félag kennara við bændaskólana sænsku, sem að bókinni stendur, en þrir menn úr þeirra hópi hafa skipað rit nefnd. Höfundar eru þó fleiri. Þetta er í rauninni 8. útgáfa bók- arinnar, hún hefur verið endur- skoðuð hvað eftir annað og færð til nýs tíma eftir því sem málin skipast og rannsóknum fleygir fram. Er jarðræktarfræði þessi komin út í 46 þúsund eintökum samanlagt. Fyrra bindi: Almenn jarðrækt- arfræði, skiptist í þessa kafla: 1. Jarðvegurinn. 2. Framræsla og áveitur. 3. Jarðvinnsla. 4. Áburður og kölkun. í kaflanum um jarðvinnslu er einnig rætt um nýrækt og í kafl- anum um framræslu er dálítið um skurðgröfur. En því nefni ég þetta með skurðgröfurnar, að slíkt mun vera nokkur nýjung í jarðræktarbókum á Norðurlönd- um utan íslands. Sænska bókin nefnir og hefur myndir af gröf- um, eins og vér eigum að venj- ast, með dragskóflu og með ræsa- skóflu (höggskóflu). — Það er dálítið fróðlegt að athuga að það var á voru landi íslandi sem slík- ar vélar voru fyrst notaðar á Norðurlöndum og þær fyrst nefndar og umræddar sem snar þáttur af búnaðarræktinni, sam- anber Ársrit R. N. 1946 og Búvél- ar og ræktun 1950. Það hefur sem sagt liðið meir en tugur ára frá því íslendingar tóku gröfurnar í búfræðibækur og til þess að Svíar gera það. f kaflanum um tilbúinn áburð er rætt um sporefnin sem helzt koma til greina meir og betur en áður hefur verið á slíkum bók- um norrænum. Það er rætt um áburð.sem hefur inni að halda magnesium og brennistein, og svo sérstaklega mangan, bór og kopar. Síðara bindið — jurtarækt — skiptist í þessa kafla: 1. Sáðvörur, uppruni þeirra, Kynbætur jurta og sáðskipti. 2. Uppskeran, hirðing hennar og geymsla. 3. Þættir jarðræktarinnar, korn, belgjurtir, grænfóður, olíujurtir, spunajurtir, tóbak o. fl. 4. Rótarávextir. 5. Kartöflur. 6. Túnrækt, bæði til slægna og beitar. 7. Grænmetisræktun á ökrum úti. 8. Illgresi og baráttan við það. 9. Plöntusjúkdómar. 10. Meindýr, sem valda skaða á ræktun. Að sjálfsögðu er það kaflinn um túnræktina og um karöflum- ar, sem mestu máli varðar ísl. búskap og með bindinu fylgir sem smárit, greinargott yfiriit um tegundir og afbrigði tegunda af túnjurtum, sem helzt er ráðið til að nota í Svíþjóð. Auðsjáan- lega gert ráð fyrir að endurnýja það yfirlit oftar en bókina alla. Ég hefi gaman af því að nöfn jurta eru einungis á sænsku — latínunöfnin ekki tekin með — og yfirleitt er þannig við bún- aðarkennslu á Norðurlöndum utan lands vors. í því efnum verðum vér að gera meiri kröfur til nemenda. Það víst (og von- andi) óbreytt ennþá sem Sigurð- reyndist því miður þannig, þó satt sé og oftast verðum við að ur skólastjóri á Hólum lagði áherzlu á í jarðræktarkennslu sinni allt frá upphafi 1902, og latínunöfnin urðum við strákarn- ir að læra og kunna eins og Faðir vorið, án þess værum við ekki í húsum hæfir sem búfræðingar, ekki ferðafærir út fyrir land- steinana og ekki læsir á erlend rit um búfræði. — Hið síðara taka flóru til hjálpar til þess að vera vissir • hvað við sé átt í venjulegum ritum Skandinavíu- þjóðanna þegar rætt er um jarð- rækt og nytjajurtir.— En hvað sem því líður kemur það sér oft vel að vita deili á hinum latn- esku nöfnum helztu nytjajurt- anna. 18. desember 1959. Þurfa oð lœra sitt íag Eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu kom nýlega hing- að til lands norskur verkfræð ingur, Johan Meyer, til að vinna að rannsóknum á þvi, hvort íslenzk bifreiðaverk- stæði gætu aukið afköst sín og starfsgetu. \ Meyer hefur nú lokið þeirrii tveggja mánaða áætlun, semi hann vann að hér á landi, og er farinn heim. Tíðindamaður blaðsins hitti hann að máli rétt áður en hann hélt úr landi og spurði hann um árangur starfs hans og hverju væri helzt ábótavant á sviði bif- vélaverkstæða hér á landi. Meyer lagði áherzlu á hve mikla þýðingu það hefði, að bifvélavirkjar lærðu sitt fag vel þegar í byrjun, en rann- sóknir sýndu, að mikið mætti bæta skipulagningu iðnfræðsl unnar. Taldi hann nauðsyn bera til, að nemarnir fengju fræðilega og verklega undir- stöðukennslu í iðnskólum áður en þeir byrjuðu nám á verk- stæðunum sjálfum. Þá minnt- ist Meyer einnig á verðlags- ákvæði þau, er íslenzk bifreiða verkstæði eru háð og hvernig þau gerðu verkstæðunum erf- Johan Meyer itt að leggja í þá fjárfestingu,! sem nauðsynleg væri til að| bæta þjónustuna. Meyer sagði að lokum, aðl allir aðilar hérlendis hefðuf sýnt starfi hans mikinn skiln- ing og má því vænta góðsj árangurs af dvöl hans og rannf sóknum hér. \0:00:0:0::0:0:0:0:0:000:00:00:00-000:0:0:00:0:0:00:0:0::0i ,,Álitamá\44 eftir Simon Jóhann Agústsson Stóru skipin leggjast upp að í Ólafsvík ÓLAFSVÍK, 21. des. — Nú er lengingunni á hafnargarðinum, sem unnið var að í sumar, lokið. Hefur garðurinn verið lengdur um 33 m. Vatnajökull kom hér á stór- straumsfjöru um daginn, til að sækja fisk til útflutnings, og lagðist beint upp að garðinum. Nú eru festingar orðnar það traustar að skipin geta lagzt upp að garðinum. Vonumst við til að fossarnir komi nú beint upp að í góðu veðri. Er geysilega mikil samgöngubót að þessari lengingu garðsins. — Bjarni. Dr. Símon Jóh. Ágústsson, próf- essor er ritfær maður í bezta lagi og mikill smekkmaður á íslenzka tungu. Allt sem hann skrifar ber mannvini og hugsjónamanni fag- urt vitni. Hann hefur greinilega ánægju af því að miðla öðrum af fróðleik sínum og gerir það á þann hátt, að allir mega vel við una, bæki leikir og lærðir. Núna fyrir jólin kom út eftir Símon á ísafoldarforlagi safn rit gerða um sálfræðileg, uppeldis- fræðileg og siðfræðileg efni, grein ar og erindi sem Símon hefur samið á sl. 15 árum. Fyrstu þrjú erindin heita Skiln ingstréð góðs og ills, Um lífs- hamingjuna og Hvað varðar mest í lífinu. Þetta eru allt siðfræði- legar og heimspekilegar bolla- leggingar, sem hverjum manni er hollt að kynna sér, ekki sízt þeim sem efnishyggjan hefur fært í fjötra, svo þeir sjá ekki né skynja neitt gildi, sem ekki verður vegið né mælt. Fjórða erindið er Hugleiðing um Hávamál. Þetta erindi var upphaflega samið að beiðni Hafn arháskóla, en þangað var Símoni boðið til fyrirlestrahalds fyrir nokkrum árum. Var gerður góð- ur rómur að erindi hans þar og ekki síður hinum vel völdu til- vitnunum hans í Hávamálin sjálf. Þeir, sem ekki hafa áhuga á fræðum Símonar almennt, en vilja kynnast hugieiðingum hans um frægar bókmenntir munu með ánægju lesa þetta erindi. Einna mislagðastar hafa Sím- oni verið hendur í sambandi við fimmta erindið Greind og frjó- semi, þar sem hann rekur rann- sóknir nokkurra erlendra sálfræð inga, sem færa vildu rök að því, að greind mannkynsins færi hnignandi sökum þess, að ógreint fólk yki kyn sitt í æ ríkara mæli. Nú er þess fyrst að geta, að um sama leyti og Símon var að vinna úr þessu erlenda efni hafði þessi kenning þegar verið afsönn uð með öðrum rannsóknum, en þótt svo hefði ekki verið hefði reynslan og saga kynslóðanna átt að geta kennt eins athugulum manni og Símon er, að þessi kenning fær ekki staðizt. Ef hún hefði verið rétt hefði mannkynið fyrir langa löngu verið liðið und- ir lok sökum greindarskorts. Þá benda vísindaaírek síðustu ára- tuga sízt til þess að mannkyninu hraki hvað vit snertir. Hitt er svo annað mál að full ástæða er til að koma í veg fyrir, að mjög vangefið fólk auki kyn sitt, en eins og verkaskipting þjóðfélag- anna er, mega heldur ekki allir vera stórgáfaðir. Mjög merkilegt er yfirlit það sem Símon gefur yfir hinar heims frægu rannsóknir dr. Alfreðs C. Kinseys á kynlífi karla og kvenna í Bandaríkjunum. Hér á landi hefur kynlíf fólks löngum verið feimnismál nema þegar komið hefur verið út fyr r landssteinana til sjóróðra eða i fjallgöngur á haustin. Þá hefur feimnihulunni allajafna verið svipt á brott, og það oft á þann hátt, að sú fræðsla, sem viðræð- um hinna fullorðnu hefur fylgt, hefur sízt verið heppileg fyrir háifþroskaða unglinga. Nú er löngu viðurkennt, að fræðsla um kynlíf sé jafneðlileg eins og fræðsla um önnur mál og skyn- samir foreldrar láta börnum sín- um hana í té eftir því, sem þekk- ingarþörf þeirra, þroski og að- stægur gera hana eðlilega. ■— í Bandaríkjunum hafa allskonar undarlegar hugmyndir verið ríkj andi í þessum málum ekki síður en hér, og má því segja að dr. Kinsey hafi unnið mikið mann- úðarstarf með hinum frægu rann sóknum sínum. Má það teljast óvenjulegt afrek af manni, sem kominn er yfir miðjan aldur að hefja svo umfangsmiklar rann- sóknir, enda sagði konan hans: „Síðan Alfreð fór að hafa áhuga á kynlífinu, sé ég hann svo að segja aldrei“. Mjög þörf hugvekja er grein dr. Símonar Nokkrar vafasamav kennisetningar í uppeldisfræði. Margir „snöggsoðnir“ fræðimenn hafa iðkað þá iðju undanfarin ár að halda að fólki mjög hæpn- um kenningum um uppeldi barna og unglinga og borið fyrir sig að sálfræðingar teldu þetta eða hitt rétt. Of hafa þessi „fræði'“ byggst á vanskilningi, misskilr,- ingi eða alls engum skilningi og er því góðra gjalda vert, að Símon bendir á nokkrar helzta firrurnar. Mikla djörfung þykir það skírt og skorinort, að oæpið mér hann sýna með því að segja sé að hefja lestrarnám barna of snemma, vitandi 'að fánaberar meðalmennskunnar hafa gengið berserksgang gegn öllum, sem hafa leyft sér að benda á að kennsluna á að miða við þarfir barnanna, en ekki reyna að laga börnin að ákveðnu námsefni. Mannúðleg og íróðleg er grein- in Áhrif líkamslýta á skapgerð barna. Sem betur fer eykst sú aðstoð, sem fötluðum börnum er veitt ár frá ári enda má með sanni segja, að fátt sýni betur menningarstig þjóða en það á hvern hátt þær búa að þeim, sem á einn eða annan hátt hafa borið skarðan hlut frá borði hvað mannvit og líkamlega og andlega færni snertir. Þá er mjög athyglisvert það, sem dr. Símon segir um geðvemd kennara og ekki síður greinin Uppeldisgildi íþrótta og líkams- rækt. Bendir hann þar á hversu hættulegt er að gera íþróttir að tómri keppni í stað þess að nota þær til þess að auka hreysti og þol mannsins. Þeim, sem vinna að barnavernd armálum er sérstakur fengur að greininni Um ættleiðingu bama og eins Móðurvernd og föður- handleisðla. f þessum greinum kemur greinilega fram hófsemi dr. Símonar og vilji til þess að tala málstað barnanna. Mér finnst, að allir, sem þurfa á einn eða annan hátt að sinna uppeldis- og félagsmálum ættu að lesa þessa bók vandlega, þeir munu áreiðanlega skilja margt að lestri hennar loknum sein hverju foreldri og kennara u betra að vita en vita ekki. Ólafur Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.